Angels & Demons (2009) *

angelsdemons

Angels & Demons er nánast sama kvikmynd og Da Vinci Code međ einni undantekningu. Tom Hanks var nánast óţolandi í ađalhlutverkinu í fyrri myndinni, en í ţessari framhaldsmynd er hann ferskari. Eins og í hinni myndinni er hann ađ eltast viđ listaverk, nú í Róm og Vatíkaninu í stađ Parísar. Og fyrir hina nýungagjörnu og til ađ vera sanngjarn, ţá er hann ekki ađ leita vísbendinga í málverkum, heldur styttum.

Ţađ er eitt gott atriđi í myndinni ţar sem ađalhetjan ţarf ađ berjast gegn afleiđingar rafmagnsleysis í bókasafni Vatíkansins! Ţetta er svona ráđgátumynd fyrir fólk sem nennir ekki ađ hugsa. Hefđi haldiđ ađ ţađ vćri mótsögn í sjálfu sér.

Ég var búinn ađ átta mig á hver var sá vondi og af hverju hann átti ađ vera vondur á fyrstu 5 mínútunum. Einfalt: hin róttćka ćska, međ frjálslyndar hugsjónir og tilhneigingar til ađ breyta mörg hundruđ ára klerkakerfi er hin mikla ógn og illska, sem vogar sér ađ nota gervivísindi um andefni til ađ ógna Vatíkaninu. Svona eins og tíđarandinn 2007 gegn innihaldslausum hefđum og jafn tilgangslausri pólitík. Ég satt best ađ segja nenni ekki ađ skrifa meira um ţessa mynd. Ţađ er álíka spennandi ađ skrifa um ţessa kvikmynd og vatnsglas sem setiđ hefur ţrjá sólarhringa á eldhúsborđi í sólarljósi.

Nei. Viđ nánari umhugsun. Ţađ vćri meira spennandi ađ skrifa um glasiđ. Samt er myndin alls ekki illa gerđ. Hún er bara tilgangslaus, móđgun viđ fólk sem hugsar og leiđinleg ađ mati áhorfanda sem leiđist afar sjaldan, yfirleitt sama hversu léleg myndin er.

Jafnvel Pathfinder, sem gnćfir yfir allar lélegustu myndir ţessa áratugar sem fyrirmynd lélegrar kvikmyndagerđar sem fćr birtingu í bíó, var nokkuđ skemmtileg til samanburđar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef ekki séđ ţessa mynd ennţá en sá ţá fyrri, las núna nýveriđ bókina Englar og djöflar og fanns gríđarlega góđ, skv ţínum dómi er myndin ekki í sama flokki og bókin, enda ekki viđ öđru ađ búast!

Guđmudur júlíusson (IP-tala skráđ) 5.6.2009 kl. 23:45

2 identicon

Ekki dissa Pathfinderinn, án efa sú rćma sem ég man mest eftir ađ hafa fariđ á í bíó sl. 15 ár.

Hafliđi Ingason (IP-tala skráđ) 6.6.2009 kl. 00:35

3 Smámynd: Guđríđur Haraldsdóttir

Sá myndina í kvöld og hefđi mikiđ viljađ hafa lesiđ bloggiđ ţitt áđur og skellt mér frekar á Terminator. Vorum nokkur saman á aldrinum 29 ára til 75 ára og leiddist öllum. Fokkings miđinn kostađi 1.100 kall.

Guđríđur Haraldsdóttir, 6.6.2009 kl. 00:39

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég las bókina og rúllađi um af hlátri undir lokin, ţegar Langdon sveif á sólskyggni ţyrlunnar niđur á spítala á eyju út í tíber.  Ţessar sögur rista svo hryllilega grunnt ađ rauđu ástarsögurnar hljóta ađ vera betri. Man í fyrri bókinni ađ ţađ fóru ţrír kaflar í gátu, sem allir ţokkalega lesnir menn vita. Ţ.e. ađ Da Vinci skrifađi spegilskrift. (ég er örvhentur og geri ţađ sjálfur)

Ţetta er skrifađ fyrir fólk, sem hefur aldrei opnađ bók virđist vera. Ađ ţetta hafi fariđ alla leiđ í multi milljón dollara framleiđslu, segir mér margt um landiđ vestan hafsins. Ćtla ađ gefa ţessari líf. Kannski sé ég hana á video, ef ég er í algeru reiđuleysi og sćlgćtisstuđi.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.6.2009 kl. 03:58

5 Smámynd: Ásdís Sigurđardóttir

Mér fannst ţetta góđ afţreying og komst ađ ţví ađ mig langar til Rómar.

Ásdís Sigurđardóttir, 6.6.2009 kl. 12:53

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband