Hef ekki séð Transformers: Revenge of the Fallen (2009)

bay-transformers

Vinir mínir víða um heim keppast um að senda mér hæðnislega dóma um nýjasta afsprengi Michael Bay. Michael Bay hefur gert tvær góðar kvikmyndir. Önnur þeirra heitir Bad Boys, og skaut Will Smith á stjörnuhiminninn og hin heitir The Rock, þar sem Sean Connery var frábær í síðasta sinn. Allt annað sem hann hefur sent frá sér er súkkulaðityggjó.

Vinur minn frá Obamalandi sendi mér þetta ágæta YouTube myndband, sem segir allt sem segja þarf um Michael Bay og hverju má búast við þegar maður horfir á Transformers: Revenge of the Fallen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég fór á myndina um helgina ásamt drengjunum mínum.. myndin er hin besta skemmtun þótt hægt sé að finna að mörgum atriðum í myndinni.. sem flest mega rekja til tæknideildarinnar.. hlutfallsleg stærð vélmennana er ekki alltaf rétt.. en myndin er stórfín skemmtun.  og þá er tilgangnum náð er það ekki ?

Ég sá tildæmis nýjustu Star Trek myndina um daginn og varð fyrir miklum vonbrigðum með hana. 

Óskar Þorkelsson, 30.6.2009 kl. 18:37

2 Smámynd: Ómar Ingi

Transformers er ekta Bay mynd fullt af þyrlum , bandaríska fánanum , sprengingar og læti , og fullt af atriðum í Slo Mo.

En Transformers 2 er bara sumarpoppkornsskemmtun fyrir stráka unga sem aldna , ekki veit ég alveg við hverju fólk býst þegar á þessa myndina það fer og verður fyrir vonbrigðum???.

En auðvitað er myndin of löng og kaflin í háskólanum mætti alveg missa sig og grínið milli foreldra hans og Bumblebee er too much en myndin er annars Transformers 1 nema meira af sprengjum og róbótum og flottari brellum.

En er síðan ósammála Óskari með Star Trek sú mynd kom mér skemmtilega á óvart aldrei fýlað það dæmi fyrr en nú.

Góðar stundir

Ómar Ingi, 30.6.2009 kl. 19:34

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ástæða þess að Star trek klikkaði fyrir mig var sú að myndin var hreinlega of stutt fyrir það mikla efni sem hún átti að ná yfir.. mörg atriði hreinlega klippt úr eins og þegar stjörnuflotinn fór í gegnum tímagöngin og var slátrað.. það var tekið út.. sirka 10 mínútur af hasar.

TF2 aftur á móti er með fá dauða punkta nema þá sem Ómar nefnir

Óskar Þorkelsson, 30.6.2009 kl. 20:22

4 Smámynd: Himmalingur

Sumir kvikmyndagagnrýnendur virðast ekki gera sér grein fyrir þeirri staðreynd, að stundum vilja bíógestir setja heilan í hlutlausan, halla sér aftur í sætunum með popp í annarri og kók í hinni, og hafa bara gaman af því sem fyrir augu og eyru ber!

PS: Megan Fox er aurana virði segja sumir!

Himmalingur, 1.7.2009 kl. 16:51

5 identicon

Skítt með Transformers, Robot Chicken rúlar í þessu innleggi þínu.  :-)

Matti (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband