Færsluflokkur: Kvikmyndir
Hvað er að þessari mynd?
28.10.2009 | 07:46
Hvaða myndir verðurðu að sjá í bíó?
19.10.2009 | 09:57
Þetta eru allt myndir sem enn eru sýndar í kvikmyndahúsum á Íslandi. Kíktu á umsögnina og skelltu þér svo í bíó.
Ég er búinn að þýða 13 ritdóma eftir Roger Ebert og birta á rogerebert.blog.is
Þessa verðurðu sjá í bíó:
Up (2009) ****
Orphan (2009) ***1/2
Funny People (2009) ***1/2
Ice Age: Dawn of the Dinosaurs (2009) ***1/2
Bíómiðans virði:
District 9 (2009) ***
9 (2009) ***
Bandslam (2009) ***
Ekki bíómiðans virði:
Surrogates (2009) **1/2
G-Force (2009) **1/2
Fame (2009) **
The Ugly Truth (2009) **
The Haunting in Connecticut (2009) **
Fleiri þýðingar eru á leiðinni. Áhugasamir geta keypt birtingarrétt á einstaka greinum og birt í dagblöðum eða tímaritum, lesið í útvarpið eða birt á vefsíðu.
Hafirðu áhuga "exclusive" birtingarrétti (þ.e.a.s. að fá nýjustu greinarnar birtar) þarftu að hafa samband við mig í tölvupósti, og semja um það.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvað langar þig að sjá í bíó?
15.10.2009 | 06:24
Ég er búinn að þýða nokkrar greinar eftir Roger Ebert sem þú getur nálgast með einum músarsmelli. Af þeim sem ég hef þegar þýtt og þú getur lesið meira um eru:
Fame (2009) **
Surrogates (2009) **1/2
The Ugly Truth (2009) **
Orphan (2009) ***1/2
Væntanlegar seinna í dag:
Up (2009) ****
Funny People (2009) ***1/2
9 (2009) ***
Hafðu samband við mig í tölvupósti ef þú vilt kaupa birtingarrétt af grein eftir Roger Ebert.
Þýðingarverkefni með Roger Ebert
14.10.2009 | 06:52
Þegar Roger Ebert veiktist af krabbameini fyrir nokkrum árum og þurfti að fara í aðgerð hófust samskipti okkar, þegar ég sendi honum einfalt stuðningsbréf með þeirri von að hann næði sér og kæmi aftur á ritsviðið fullur af krafti. Hann gerði það og skrifar jafnvel enn betri greinar í dag en hann gerði áður, og það er þó nokkuð fyrir mann sem hefur unnið til Pulitzer verðlauna fyrir ritstörf.
Síðan áhugi minn á kvikmyndum vaknaði fyrir alvöru hef ég stöðugt fylgst með kvikmyndagagnrýni Roger Ebert. Smekkur okkar á kvikmyndum er ekki nákvæmlega eins, en hann rökstyður smekk sinn og skoðanir af slíkri færni að maður getur ekki annað en dáðst að. Ef einhver hefur haft áhrif á hvernig ég hugsa og skrifa um kvikmyndir, þá er það Roger Ebert.
Hann hefur nú gefið mér leyfi til að þýða greinar hans og birta á íslensku. Ég hef byrjað starfið með því að birta þýðingar nýlegra greina á rogerebert.blog.is.
Ég er reiðubúinn til að selja birtingarrétt á einstaka greinum, eða gera samning um vinnu við fjölda greina með útgefanda sem hefur áhuga á samvinnu. Með þessu móti er hægt að fá vitræna kvikmyndagagnrýni sama dag og áberandi kvikmynd er frumsýnd. Ef þú þekkir einhvern sem hefði áhuga á að birta slíkar greinar, láttu viðkomandi endilega fá nafn mitt og netfang HBaldursson "hjá" gmail.com eða bentu þeim á bloggsíðuna rogerebert.blog.is.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 07:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þú verður að sjá hana í bíó, vísindatrylli ársins: District 9
15.9.2009 | 18:50
Besta myndbandaleiga Norðurlanda brennd til kaldra kola?
30.8.2009 | 15:55
Laugarásvídeó er sú leiga sem ég heimsæki þegar ég veit af einhverri kvikmynd sem ég hef ekki ennþá séð. Þar voru rekkar fullar af gömlum vídeóspólum með efni sem hefur ekki verið endurútgefið, og hægt að finna allar bestu sjónvarpsseríurnar á staðnum, sem og nýlegar alþjóðlegar myndir.
Það að einhver skuli vilja brenna Laugarásvídeó til kaldra kola er náttúrulega furðulegt fyrirbæri.
Vonandi gengur Gunnari vel að endurheimta tapið og byrja upp á nýtt, enda var ekki síst gildi í góðum ráðum sem maður fékk stundum frá starfsmönnum leigunnar, hvort sem maður hafi þurft á því að halda eða ekki.
Síðast þegar ég var á Íslandi fór ég á Laugarásvídeó og vona að ég geti kíkt þar inn næst þegar ég heimsæki klakann.
Opnum eins fljótt og hægt er | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lord of the Rings: The Hunt for Gollum (2009) ***
23.8.2009 | 13:05
Nú er komin út ný stuttmynd gerð af aðdáendum Tolkien og Jackson, sem fjallar um atburði sem gerast á milli The Hobbit og The Lord of the Rings. Þó að þeim hafi ekki tekist að gera jafn merkilegt kvikmyndaverk og þríleik Peter Jackson, þá tekst þeim þó að endurvekja til lífsins heim Tolkien á ferskan hátt. Það hlýtur að hafa verið meginmarkmiðið. Tæknibrellurnar eru mjög góðar, leikurinn hreint afbragð, en bardagaatriðin hefðu getað verið betri.
Bilbo Baggins hefur stolið hinum eina hring frá Gollum. Trylltur af reiði fer Gollum (Gareth Brough, Jason Perino, Cristopher Dingli, Fransesco San Juan) úr helli sínum í leit að hringnum. Þar sem að hann þekkir nafn Bilbo og hvaðan hann kemur, spyrjast fréttirnar fljótt út og ná til eyrna Saurons (sem reyndar er bara eitt risastór auga oná turni). Hann sendir út myrkrahöfðingja sína og orka til að hafa uppi á Gollum og hringnum.
Gandálfur (Patrick O'Connor) les vel í spilin og fær Aragon (Adrian Webster) til að finna Gollum á undan herskara hinna myrku afla. Kvikmyndin fjallar um þennan leiðangur Aragons, samskipti hans við Gollum og bardaga við skrímslin sem leita hans.
Ég hafði gaman af þessari mynd, og fannst vel takast til í að endurvekja Miðjörð aftur til lífsins. Hægt er að sækja myndina frítt af netinu á heimasíðu kvikmyndagerðarmannanna, hérna eða horfa á hana beint af netinu með því að smella á myndbandið hér fyrir neðan.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Væntanlegt í bíó: District 9 og Inglorious Basterds
23.8.2009 | 09:28
Hinn stórskemmtilegi kvikmyndagagnrýniþáttur, The Rotten Tomatoes Show, mælir með District 9, sem er framleidd af engum öðrum en hobbitanum Pétri Jónssyni, eða á útlensku Peter Jackson og leikstýrð af hinum S-Afríska Neill Blomkamp sem er glænýtt nafn meðal stórmyndaleikstjóra. Allir leikarar eru óþekktir, en myndin fær frábæra dóma, sem er sérstaklega áhugavert þar sem að í myndinni eigast við í hálfgerðu apartheit stríði manneskjur og geimverur, þar sem manneskjurnar eru vondi gaurinn og risavélmenni sem virka betur en tæknibrellurnar í Transformers ósköpunum.
Að sjálfsögðu ætla ég líka að skella mér á Inglorious Basterds, en hún er að fá magnaða dóma, og segja gárungar að þetta sé besta mynd Tarantinos síðan hann sló í gegn með hinni fullkomnu Pulp Fiction, þó að hún sé sjálfsagt afar ofbeldisfull og grafísk eins og maður getur búist við að Tarantino þessa dagana, enda er hann ekki beinlínis þekktur fyrir að draga úr hlutunum.
Í þessu myndskeiði kynnir Tarantino sjálfur eitt atriði í myndinni.
Harry Potter and the Half-Blood Prince (2009) *1/2
20.8.2009 | 18:49
Enn þynnist þrettándinn.
Ég varð fyrir vonbrigðum með Harry Potter and the Half-Blood Prince. Þau mistök eru gerð að leggja meiri áherslu á tilhugalíf galdraunglinga en þá spennandi fléttu sem birtist á síðum bókarinnar eftir J.K. Rowlings. Ég er ekki að segja bókina vera eitthvað snilldarverk, en mér fannst rangar leiðir farnar. Í stað þess að grípa tækifærið og gera dramað dramatískt er skautað yfir lykilatriði eins og þau séu aukaatriði og aukaatriði sett í forgrunninn eins og þau væru aðalatriði. Útkoman er tæknilega vel gerð mynd, en með frekar óspennandi sögu.
Harry Potter finnur gamla bók sem merkt er Blendingsprinsinum, en í stað þess að sagan snúist um hver þessi dularfulli prins er, eins og vikið var mikið að í bókinni, snýst hún um að endurtaka myndir frá 1-4 með aðeins myrkari undirtón. Reyndar er eitt afar gott atriði í myndinni, þar sem Dumbeldore og Harry fara inn í ansi skuggalegan helli, en fyrir utan það er hún tómt miðjumoð. Það vantar allan kraft í frásögnina, spennu í kvikmyndatökuna og áhugaverðan leik.
Án efa versta Harry Potter myndin af þeim fimm sem komið hafa út, en síðustu tvær voru ágætar.