Hvernig ber að túlka niðurstöður í Reykjavík?

Sjálfstæðisflokkurinn hefur níu líf. Þó að þeir tapi tveimur borgarfulltrúum, þá tekst þeim að halda lykilstöðu í borginni með fimm fulltrúum, þar á meðal Gísla Marteini, sem hefur með þessum árangri sjálfsagt fengið leyfi til að fara aftur til útlanda í meira framhaldsnám fyrir næstu kosningar. Ég er ekki að grínast.

Samfylkingin gerði líka vel með að ná inn þremur fulltrúum. Dagur finnst mér reyndar að ætti að vera félagsmálaráðherra miðað við áhuga hans og baráttu fyrir betra atvinnulífi. Hann hefur stærri köllun í ríkisstjórn en borgarstjórn. Sjálfsagt á að nota hann sem tromp í næstu alþingiskosningum, á meðan hið rétta væri að nota eldmóð hans, skynsemi og starfskrafta strax í þágu þjóðarinnar.

VG stóð sig mun betur en ég átti von á. Sóley komst inn.

Framsókn og aðrir flokkar dissaðir algjörlega. Reykjavíkurframboðið hafði góð málefni en hefði betur mátt sameinast Besta flokknum, enda nauðalíkir flokkar, fyrir utan að Reykjavíkurframboðið hafði stefnu.

Besti flokkurinn er stóri sigurvegarinn. Aðrir flokkar munu samt túlka þetta sem eigin sigra, þrátt fyrir bla bla bla... BF kemur inn sex borgarfulltrúum, sem er mjög gott en samt minna en spár gerðu ráð fyrir. Mig grunar að mikil smölun hafi verið í gangi hjá stærri flokkum sem hafa haft áhrif á niðurstöðurnar, enda dræm þátttaka í upphafi kosningadags sem síðar skánaði eftir því sem á leið. Þannig grunar mig að Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu hafi tekist að lifa af.

Eðlilegt væri að Jón Gnarr yrði næsti borgarstjóri, enda virðist hann afar næmur fyrir að hvetja fólk til samvinnu og skilja hvað það er sem gerir fjórflokkinn að meini sem er að murka líftóruna úr íslensku þjóðinni vegna hagsmunabaráttu fyrir fámennar auðklíkur og hugarfari sem líkist meira kappleik heldur en samvinnu. Hann er ekki pólitískur andstæðingur eins eða neins, sem er gott.

Næststærsti sigurvegurinn eru vel smurðar áróðursmaskínur fjölmiðla. Þeim tókst að sannfæra mikinn fjölda fólks um að Besta flokkinn skyldi ekki taka alvarlega, að Hanna Birna væri Sjálfstæðisflokkurinn eins og hann leggur sig og að hún hafi staðið sig vel sem borgarstjóri og eigi skilið að vera það áfram. Samfylkingin átti erfiðara uppdráttar í fjölmiðlum en tókst að nota vefmiðla og bloggið til að koma sér og sínum málefnum á framfæri.

Annars hefur mikil orka farið í að beita hugtakinu 'fjórflokkur' við ýmsar aðstæður. Mér sýnist merking hugtaksins ekki vera ljós. Ég lít á 'fjórflokkinn' sem samsteypu þeirra flokka sem hafa stjórnað íslenskum stjórnmálum frá upphafi. Þetta eru fjögur lið sem öll berjast fyrir ákveðnum hagsmunum, ekki fyrir hugsjónum. Þau líta á hvert annað sem andstæðinga og að þau séu að fylkja liði gegn þessum andstæðingum.

Það er svo mikil fáfræði spunnin í þennan hugsunarhátt að það er varla hægt að kalla þetta hugsun, kannski væri betra að flokka þetta sem hegðun, sem brýst út sem viðbrögð gegn andstæðum viðhorfum sem gætu hugsanlega ógnað hagsmunum þeirra sem styrkja viðkomandi flokk. 

Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Framsókn eru flokkar sem berjast fyrir þessum ákveðnu hagsmunum, en VG hefur hins vegar verið ógn gegn þessum flokkum þrátt fyrir að berjast ekki beint fyrir hagsmunum, heldur fyrst og fremst gegn þeim hagsmunum sem hinir flokkarnir standa fyrir. Þannig spinnst VG inn í fjórflokkinn, og festir sig síðan almennilega í sessi þegar í ljós kemur þegar inn í ríkisstjórn er komið að enginn munur virðist á VG og hinum þremur, þar sem að upp spretta hagsmunaaðilar sem VG byrjar að verja og koma í stöður innan stjórnkerfisins.

Besti flokkurinn er ferskur vegna þess að hann hefur ekki enn fallið í þá gildru að setja sig upp sem flokk sem berst gegn hagsmunum vernduðum af öðrum flokkum, heldur sem hóp af fólki sem vill berjast fyrir almannaheill. Það að þeir noti háð og spott til að koma sér á framfæri er hið besta mál. Fólk sem hugsar ekki út frá flokkspólitískum forsendum er nauðsynlegt til að koma stjórnkerfinu í lag. Flokkspólitíkin er krabbamein sem er að ganga frá stjórnkerfi Íslands dauðu.

Vonandi fer fjórflokkurinn í meðferð og áttar sig á hvað þeir hafa verið að gera þjóð sinni mikinn skaða með ábyrgðarleysi og flokkadráttum. Vonandi fara meðlimir þeirra að hlusta á þjóðina. Vonandi fara þeir að skilja að það er ekki flokksrígur sem fólkið vill, heldur samvinna og samstaða gegn meinum og glæpum, að heiðarlegt fólk sé stutt áfram, að duglegt fólk fái vinnu sem skilar gæðum til samfélagsins.

Vonandi fattar fjórflokkurinn að hann fékk spark í rassinn á landsvísu, en snýr ekki út úr með því að þykjast hafa runnið til í hálku eða að sparkið hafi ekki verið nógu harkalegt.

Fjórflokkurinn er mein sem þarf að reka út, með góðu eða illu. Og með fjórflokknum meina ég ekki bara Sjálfstæðisflokk, Samfylkingu, Framsókn og Vinstri græna, heldur þann hegðunarhátt sem þessir flokkar standa fyrir í dag. Þeir gætu hæglega breyst í þríflokk eða fimmflokk. 


Tekst vel smurðum áróðursvélum að brytja niður fylgi Besta flokksins á síðustu metrunum?

Mikill titringur sem Jóni Gnarr og hans kátu mönnum hefur tekist að koma í gang. Það merkilegasta við þetta allt saman er hvað vinsældir hans bæði pirra og gleðja. Það er hugsanlega enn kaldara á toppnum í stjórnmálum heldur en í listaheiminum. Það er...

Sjoppuprófið

Þegar ég veit ekki hvern ég á að kjósa, reyni ég stundum að setja upp auðskiljanleg dæmi sem segja allt sem segja þarf um frambjóðendur. Spurningin í þessu prófi er hvort flokkunum sé treystandi til að gera það sem þeir eru beðnir að gera. Ég ímynda mér...

Hvað eru draumar?

Í fyrrinótt dreymdi mig að ég væri á gangi yfir brú með fulla appelsínugula poka og vinur minn gekk á eftir mér. Sjónarhornið var reyndar eins og frá mávi sem væri á flugi yfir, en undir brúnni baulaði kraftmikið fljót. Ég heyrði hróp og sneri mér við og...

Er Jón Gnarr og flokkur hans bestur?

Besti flokkurinn er ekki bara grín. Hann er líka háð. Háð er ekki bara grín. Háð er gagnrýnið grín. Jón Gnarr hefur háð stríð með háði gegn fjórflokknum. Hann er að sigra. Fjórflokkurinn svarar fyrir sig með skotum á Jón Gnarr um að einhvern tíma hafi...

Prince of Persia: The Sands of Time (2010) ***

"Prince of Persia: The Sands of Time" er ekki fullkomin, en vel heppnuð kvikmyndaútgáfa af tölvuleik. Sjálfsagt mætti flokka hana í sama gæðaflokk og "Harry Potter", "Pirates of the Caribbean" og "Tomb Raider". Ekki skemmir fyrir að flestir leikarar...

Árásin á Alþingi og skörungur Wittgensteins

25. október 1946 hélt vísindaheimspekingurinn Karl Popper fyrirlestur í Cambridge sem bar titilinn "Eru til staðar heimspekileg vandamál?" Ludwig Wittgenstein var fundarstjóri. Wittgenstein hafði haldið því fram að engin raunveruleg heimspekileg vandamál...

Hvernig munu "Iron Man 8", "Robin in da Hood" og "Die Hard 5" líta út?

Worth 1000 hélt samkeppni á dögunum þar sem gerð voru veggspjöld í Photoshop af framtíð vinsælla kvikmynda. Ansi gaman að efstu sætunum. Textinn undir myndunum er næstum, en samt ekki alveg þráðbein þýðing. Þó að "Riðfríi stálmaðurinn" hljómi ekki alveg...

Robin Hood (2010) *1/2

Hrói Höttur er sígild persóna. Flestir þekkja hann sem ref í teiknaðri Walt Disney útgáfu og margir muna enn eftir Kevin Costner í hlutverkinu sem "Robin Hood: Prince of Thieves" fyrir sautján árum. Besta kvikmyndin um hetjuna, að mínu mati, er "The...

Geturðu treyst siðblindum lygurum til að segja satt?

Hvernig greinum við á milli siðblindra lygara, þeirra sem segja næstum alltaf satt en eru siðblindir og þeirra sem segja alltaf satt og eru ekki siðblindir? Þegar yfirlýstur siðblindur lygari fullyrðir að hann sé siðblindur lygari, eigum við að trúa...

Dóttir mín um lífið eftir dauðann

Dóttir mín sagði svolítið skemmtilegt í gær: "Ég hef kenningu um hvað gerist þegar við deyjum. Það erum ekki við sem förum til himna, heldur aðeins það góða í okkur. Þess vegna er mikilvægt að við séum eins góð í þessu lífi og mögulegt er. Þá förum við...

Sjálfsmark Sigurðar Einarssonar?

Þetta eru eðlilegar tafir sé maðurinn sekur. Sigurður ræður stjörnulögmann á kolvitlausum tíma og í stað þess að almenningur nú gruni hann um að hafa kannski eitthvað gruggugt að fela, trúir almenningur að hann hafi eitthvað gruggugt að fela. Eðlilegra...

The Incredible Shrinking Man (1957) ***1/2

"The Incredible Shrinking Man" er vísindafantasía eins og þær gerast bestar. Hjónin Scott og Louise Carey eru á skemmtisiglingu á skútu þegar undarleg þoka læðist yfir þau á meðan Louise er inni í káetu að sækja bjór fyrir Scott. Þessi þoka hjúpar hann...

Date Night (2010) **1/2

"Date Night" er gamanmynd sem er stundum svolítið fyndin, enda aðalleikararnir frekar góðir, en söguþráðurinn svo mikil vitleysa og allar aukapersónur svo flatar að myndin í heild er engan veginn eftirminnileg. Steve Carrell er einn af mínum eftirlætis...

Barnaskóli brennur

Ég tók þessa mynd úr stofuglugganum fyrir nokkrum mínútum, en Lysaker barnaskólinn hérna í Noregi brennur. Svartur reykur stígur upp frá byggingunni. Slökkvilið og lögregla eru á staðnum, og samkvæmt þeim fréttum sem ég hef lesið er enginn slasaður....

Verður Íslendingum einhvern tíma bættur skaðinn?

Nú þegar vel rökstuddar saksóknir eru farnar í gang gegn bankamönnum og auðmönnum sem misnotuðu aðstöðu sína til að ryksuga peninga landsmanna úr bönkunum, og meira að segja mynda fjandsamlega gjá á milli lántakenda og fjármagnseigenda; hvað verður gert...

Borga glæpir sig?

Mér finnst þetta stórmerkileg frétt, enda hef ég aldrei áður séð jafn skýra skilgreiningu á skipulagðri glæpastarfsemi. Feitletraði textinn eru vangaveltur mínar. Ég þykist ekki vita þessa hluti með vissu, enda ekki með aðgang að sömu upplýsingum og...

Fjölgum ráðuneytum?

Þulur: Á fundi ráðherra þar sem til stóð að fækka ráðuneytum gerðust óvæntir hlutir. Ákveðið var að fjölga ráðuneytum í stað þess að fækka þeim. Við höfum náð tali af nýjasta ráðherra íslensku ríkisstjórnarinnar, Jóni Hreggviðssyni, en það snilldarbragð...

Pixar leikstjóri "The Incredibles" og "Ratatouille" mun leikstýra Tom Cruise í Mission Impossible IV

Skrítin frétt um Mission Impossible IV: Sagt er að Brad Bird, leikstjóri "Monster" muni leikstýra myndinni. Þetta gæti varla verið fjær sannleikanum. Brad Birt leikstýrði ekki "Monster", sem er þungt drama um konu sem er fjöldamorðingi. Charlize Theron...

Beowulf & Grendel (2005) ***

"Beowulf & Grendel" er áhugaverð nálgun á söguna um baráttu hetjunnar Beowulf við tröllið Grendel. Í þetta skiptið fær Grendel mannlega vídd og góða ástæðu til að tæta óvini sína í sundur. Þegar hinn ungi Grendel (Hringur Ingvarsson) upplifir morð hins...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband