Fjölgum ráðuneytum?

Þulur: Á fundi ráðherra þar sem til stóð að fækka ráðuneytum gerðust óvæntir hlutir. Ákveðið var að fjölga ráðuneytum í stað þess að fækka þeim. Við höfum náð tali af nýjasta ráðherra íslensku ríkisstjórnarinnar, Jóni Hreggviðssyni, en það snilldarbragð var farið að fá vinsæla skáldsagnapersónu til að stjórna hinu nýja "Kreppuráðuneyti". Til að leysa það vandamál að Jón Hreggviðsson er ekki til, var ákveðið að gera samning við Þjóðleikhúsið sem mun semja við hæfustu leikara þjóðarinnar í hlutverkið. Stefnt er að því að hver leikari hafi hlutverkið einn mánuð í senn og að kynjakvóti verði virtur.

Fréttamaður: "Til hamingju með nýja starfið Jón."

Jón Hreggviðsson: "Ingvar heiti ég, Jón er karakterinn, en takk fyrir."

Fréttamaður: "Má ég tala við Jón."

Jón Hreggviðsson: "Nú er ég Jón."

Fréttamaður: "Geturðu sagt okkur frá hvers vegna ákveðið var að fjölga ráðuneytum?"

Jón Hreggviðsson: "Það er eldgos í Eyjafjallajökli ef þú hefur ekki tekið eftir því. Sérðu ekki öskuna í skýjunum yfir okkur? Ef við horfum beint upp í loftið með munninn opinn og tunguna út úr okkur fáum við öskubragð í munninn og sjálfsagt öskuslikju í augun."

Fréttamaður: "Af hverju var ákveðið að fjölga ráðuneytum?"

Jón Hreggviðsson: "Ég bara veit það ekki. Ég var ekki á fundinum."

Fréttamaður: "Nú?"

Jón Hreggviðsson: "Ég var bara pantaður hingað til að mæta í viðtalið, fæ fínt borgað fyrir þetta gigg."

Fréttamaður: "Hvað á hið nýja ráðuneyti að gera?"

Jón Hreggviðsson: "Skipuleggja sumarfrí. Hafa þetta skemmtilegt. Koma með hugmyndir að fleiri ráðuneytum. Og stoppa eldgosið."

Fréttamaður: "Fleiri ráðuneyti?"

Jón Hreggviðsson: "Já, það er mikilvægt á þessum krepputímum að vera skapandi. Væri til dæmis ekki frábært að stofna Atvinnuleysisráðuneyti, þar sem öllum atvinnulausum er reddað starfi og yrði þannig að stærsta ráðuneyti landsins. Það þarf að leysa atvinnuleysið. Og við erum jú öll skyld, ekki satt, og þú verður að gera vel við þína, eða hvað?"

Fréttamaður: "Hvernig ætlar ríkisstjórnin að borga fyrir fjölgun ráðuneyta?"

Jón Hreggviðsson: "Við ráðum alla til starfa sem tókst að stækka bankana margfalt á örfáum árum. Hugsaðu þér hvað þeir geta gert fyrir Ríkið. Þessir menn kunna að taka hagstæð lán og fá þau út um allan heim. Hugsaðu þér veislurnar sem hægt verður að halda."

Fréttamaður: "En komu þeir ekki þjóðinni á hausinn?"

Jón Hreggviðsson: "Nei, nei. Það er misskilningur. Fólk keypti stóra flatskjái. Svo keypti það bíla. Líka íbúðir. Sumir jafnvel hús. Við höfum ákveðið að banna kaup á efnislegum hlutum og viljum bara leyfa kaup á andlegum hlutum hér eftir."

Fréttamaður: "Eins og?"

Jón Hreggviðsson: "Til dæmis bænum. Það hefur mikið vantað að Íslendingar fari í kirkju og biðji bænir. Við höfum ákveðið að gefa út bænabók ríkisstjórnarinnar og koma henni í sölu, og skylda fólk til að kaupa hana, annars gæti það lent í gæsluvarðhaldi."

Fréttamaður: "Það hljómar eins og það sé ekki heil brú í þessari ríkisstjórn."

Jón Hreggviðsson: "Það þarf enga brú. Við reddum okkur með þyrlu."

Fréttamaður (myndavélin hverfur af Jóni Hreggviðssyni, en Jón eltir rammann og stillir sér upp við hlið fréttamanns, og brosir svartlituðum tönnum framan í myndavélina, með góðlátu augnaráði): "Þetta er lafði Macbeth, með nýjustu fréttir frá Ráðherrabústaðnum."

 

Að alvöru málsins:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

JB er fífl

Óskar Þorkelsson, 10.5.2010 kl. 15:33

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Hann væri fyndinn ef hann væri ekki ráðherra.

Hrannar Baldursson, 10.5.2010 kl. 17:03

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

rétt

Óskar Þorkelsson, 10.5.2010 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband