Skýrslan 1: Mun rannsóknarnefndin "fá" að rannsaka BYR og sparisjóðina líka?

 

83a38618032494ba961fd17889aaf2df_300x225

 

Rannsóknarskýrslan er afar merkilegt plagg. Ég er rétt byrjaður að lesa. Strax rekst ég á stóra spurningu sem ég tel mikilvægt að taka fyrir. Það er sjálft umfangið.

Skýrslan fjallaði fyrst og fremst um orsakir Hrunsins 6. október 2008 þegar Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing drógu íslenskt efnahagskerfi í djúpan pytt. 

Það sem ég hef séð af þessari skýrslu, er að hún er opinská, hlífir engum og mun gera mikið gagn þegar einstaklingar verða dregnir til ábyrgðar. Mér þætti eðlilegt að það sama væri gert fyrir aðrar fjármálastofnanir sem farið hafa á hausinn og íþyngt þjóðinni óbærilega.

"Þótt allar íslenskar fjármálastofnanir hafi orðið fyrir einhverjum skakkaföllum samhliða þeim áföllum sem gengu yfir fjármálamarkaði heimsins haustið 2008 eru vandamál sparisjóðakerfisins um margt sérstök.Vegna hins mikla umfangs verkefnis nefndarinnar, að skýra meginorsakir falls bankanna 2008, vannst ekki tími til að taka hin sérstöku vandamál sparisjóðakerfisins til umfjöllunar þótt þau hafi verðskuldað það. Það er því undir Alþingi komið hvort þau verða tekin til sérstakrar rannsóknar."

Ég sé ekki betur en að skynsamlegt væri að bjóða rannsóknarnefndinni áframhaldandi störf og taka næst fyrir Sparisjóðina og málin í kringum þá. Held að það geti verið viðkvæmt mál þar sem margir áttu til dæmis hlut í BYR sem ákveðið var að styrkja frekar en að fella af einhverjum ástæðum, þegar tilefni virtist til, frá sjónarhorni leikmanns eins og mín, að taka alvarlega á málum þar.

Mér þætti eðlilegt að rannsóknarnefndin fengi strax grænt ljós um að rannsaka sparisjóðina, ekki seinna en í dag.

Sjálfur er ég afar sáttur við skýrsluna sem kom út en hún staðfestir að tilfinning mín fyrir þessum hörmulegu málum voru á rökum reistar, þó að ekki hafi ég haft aðgang að upplýsingum. Það er merkilegt hvað hægt er að komast langt á brjóstvitinu, en að sjálfsögðu ómetanlegt að fá þann stuðning og sönnunargagn sem þessi skýrsla er.

Sama hvað pólitíkusar munu spinna um að hún innihaldi bara eitthvað sem fram hefur komið áður, þá hefur hún þá sérstöðu að hún er áreiðanlegt sönnunargagn, fyrir þá sem hafa þurft að hugsa afar gagnrýnið um upplýsingar sem frá fjölmiðlum koma.


Búinn að hlaða niður 165 MB skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis!

Kemur skemmtilega á óvart. Ástæðan fyrir lengd skýrslunnar er ekki að fela hlutina, heldur að koma þeim upp á yfirborðið. Það er afar góð frétt. Þetta er ansi stór skammtur í einum bita og má reikna með að unnið verði úr þessu á einhverjum árum. Ég velti...

Hvernig á að refsa skipstjórum þjóðarskútunnar?

Þar sem að rannsóknarnefndin hefur metið mikinn fjölda þeirra sem stjórnuðu þjóðarfleyinu fyrir Hrun brotlega um vanrækslu í starfi, fór ég að velta fyrir mér hvernig væri við hæfi að refsa slíku fólki. Því fór ég að sjálfsögðu í siglingalögin og fann...

Þekkir þú muninn á ríkidæmi og fátækt?

Sönn saga: Einu sinni var ég á ferð í Mexíkó ásamt eiginkonu minni og börnum á leið frá Chiapas til Merida, á tímum þegar Marcos, hinn grímuklæddi uppreisnarmaður, var alræmdur á svæðinu, og vitað að mikið væri um bandíta að nóttu til á þessum vegi. Svo...

Samúðarkveðja til Pólverja

Forseti Póllands Hr. Lech Kaczynski ásamt eiginkonu sinni Fr. Maria Kaczynska 88 hátt settir pólskir embættismenn létu lífið í flugslysinu, en þeir voru á leið til Rússlands að taka þátt í 70 ára minningarathöfn um 20.000 pólska hermenn sem drepnir voru...

Ég kenni þeim um Hrunið

Ríkisstjórnin hefur bara völd í fjögur ár, og því eru það mistök að eigna henni bæði of mikil völd eða hella ábyrgðinni yfir hana. Einnig ætti hún ekki að fá lán sem næstu ríkisstjórnir þyrftu að greiða. Þetta er bara tímabundið tannhjól í miklu stærri...

The Road (2009) ***1/2

Jörðin er dauð eða í andarslitrunum. Allt líf á plánetunni er að veslast upp og deyja. Flest dýr horfin. Tré geta ekki lengur borið sig. Jörðin sjálf liðast smám saman í sundur. Ekki allar manneskjur deyja um leið og Jörðin. Þær lifa áfram árum saman, en...

Hvar kennum við siðferðileg viðmið, ef ekki með trúarbrögðum?

Ég læt ekki uppi hver mín skoðun er á þessum málum, enda reynslan sýnt mér að þá er maður bara flokkaður í annan hópinn og útilokaður af hinum, og því nennir helmingurinn ekki að hlusta á mann. Því reyni ég að skilja þá báða og setja mig í skó þeirra...

Trú eða vantrú... Gleðilega páska!

Ef við skilgreinum trúleysi sem afstöðu einhvers sem afneitar að minnsta kosti einni trú, þá erum við sjálfsagt öll trúlaus, nema ef engin mótsögn sé í því að fylgja öllum trúarbrögðum og trúa á allt. Það gæti verið erfitt þar sem sum trúarbrögð krefjast...

Erum við öll trúleysingjar?

Ég hef verið að velta fyrir mér hvernig fólk dæmir kaþólsku kirkjuna harkalega fyrir það að einhverjir prestar innan kirkjunnar hafa misnotað börn, og fyrir það að kirkjan hélt þessum upplýsingum leyndum út á við. Svona eins og þetta væri mikilvægt PR...

Hvernig geturðu látið bloggið þitt rísa í efstu sæti vinsældarlistans?

Ég ákvað að lesa mér til um leiðir til að gera blogg vinsælt, framkvæma í samræmi við niðurstöður rannsóknarinnar, og það skilaði don.blog.is í 3. sæti á vinsældarlistans blog.is. Það var sumarið 2008 sem ég gerði þessa tilraun í um tvær vikur. Þetta...

Besta aprílgabb dagsins

Ég er búinn að fylgjast vel með flestum fjölmiðlum í dag og safnað saman öllum bestu aprílgöbbunum. Besta gabbið kemur án nokkurs vafa frá mbl.is. Eyjan setti fram nokkur lúmsk, en það allra besta kemur frá visir.is. Skoðaðu göbbin með að smella á...

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband