Samúðarkveðja til Pólverja

 

gg280707847
Forseti Póllands Hr. Lech Kaczynski ásamt eiginkonu sinni Fr. Maria Kaczynska

 

88 hátt settir pólskir embættismenn létu lífið í flugslysinu, en þeir voru á leið til Rússlands að taka þátt í 70 ára minningarathöfn um 20.000 pólska hermenn sem drepnir voru af Sovétmönnum árið 1940. 

Sorglegt flugslys. Vinsæll forseti Póllands, eiginkona hans, seðlabankastjóri og fjöldi háttsettra pólskra embættismanna voru í vélinni.

Margir Pólverjar hafa reynst mér og minni fjölskyldu góðir vinir og kunningjar. 

Þeim sendi ég samúðarkveðjur.

 

Lista yfir hina látnu má sjá á bloggsíðu Pawel Bartoszek.

 

Mynd: President.pl


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Tek undir með þér og hef þegar sett kveðju frá mér inn á síðuna mína. Ég þekki nokkra pólverja og þeir hafa reynst vandað fólk og afar vingjarnlegt í alla staði. Hef sem betur fer getað sem starfsmaður Stéttarfélagsins á mínu svæði, getað rétt þeim örlitla hjálparhönd í framandi landi með framandi kerfi.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.4.2010 kl. 16:49

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sorgarfréttir. Umdeildur maður og raunar þeir báðir tvíburarnir.  Réðu landinu sameiginlega fyrir nokkru. Hómófóbískir með afbrigðum og vildu taka upp dauðarefsingar í landinu m.a.  Stálu því kannski eins og þeir stálu tunglinu í mynd, sem þeir léku saman í sem litlir puttar. The two who Stole the moon.

Mátti til með að tengja þetta kvikmyndasögunni

Jón Steinar Ragnarsson, 11.4.2010 kl. 07:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband