Bestu vísindaskáldsögurnar í kvikmyndum, 20. sæti: Pitch Black


Þá er listinn yfir ofurhetjumyndirnar búinn, og sá næsti tekur við. Sérstakar þakkir fá þeir Arnar og Hafliði Sancho fyrir að plata mig út í þetta. Nú eru það bestu vísindaskáldsögur í kvikmyndum sem taka við. Þessi listi endurspeglar fyrst og fremst mínar eigin skoðanir og smekk á vísindaskáldsögum. Sumar af þeim myndum sem almennt teljast meðal allra bestu vísindaskáldsagna komast ekki inn á þennan lista. Aðal mælikvarði minn fyrir gæði slíkra mynda er hvort að ég sé tilbúinn að horfa á viðkomandi mynd aftur, og hugsanlega aftur og aftur. 

Vísindaskáldsögur fá mann til að hugsa um heiminn á nýstárlegan hátt; sumar,  þeirra kanna endamörk alheimsins, framtíð mannkyns, möguleikann um líf á öðrum hnöttum, hugsanlegar tilfinningar vélmenna, tímaflakk, og þar fram eftir götunum. Til eru fjölmargar góðar vísindaskáldsögur sem komast ekki inn á listann, og vonandi heyrist í lesendum sem hafa ólíkar skoðanir og verða jafnvel svekktur yfir að mér hafi yfirsést einhver gersemi.

Ég ætla að nota tækifærið og horfa á allar mínar uppáhalds vísindaskáldsögur, og fjalla svo aðeins um þær. Þannig að vel má vera að þessi listi verði gerður á nokkrum mánuðum. Ég vona bara að mér takist að klára hann eins og aðra kvikmyndalista sem ég hef byrjað á.

 

Pitch Black (2000) ***1/2

Flutningageimskip lendir í loftsteinaregni sem drepur meirihluta farþega og áhafnar um borð. Skipið brotlendir á plánetu þar sem þrjár sólir skína. Meðal þeirra sem lifa af eru flugkonan Carolyn Fry (Radha Mitchell), mannaveiðarinn William J. Johns (Cole Hauser), heilagi maðurinn Abu al-Walid (Keith David) og unglingsstúlka sem þykist vera strákur og kallar sig Jack (Rhiana Griffith). Þeim stafar öllum mikil ógn af fanganum Richard B. Riddick (Vin Diesel) sem var hlekkjaður um borð í skipinu á leiðinni í rammgirt fangelsi eftir misheppnaða flóttatilraun.

Hópurinn upplifir margar ógnir. Fyrst þurfa þau að finna skjól yfir höfuðið og næringu. Þau finna yfirgefnar búðir og fara þá að hafa áhyggjur af Riddick. En þá kemur fram enn meiri ógn. Á plánetunni búa verur sem halda sig aðeins í skugga og myrkri. Vogi sér nokkur inn á svæði þeirra er viðkomandi samstundis étinn með húð og hári. Það sem verra er, er að plánetan er við það að ganga inn í fyrstu nóttina í 22 ár; nótt sem mun vara í mánuð. Þessi óargadýr sleppa engu lifandi úr klóm sínum og kjafti, og þau eru virkilega svöng.

Þegar myrkrið skellur á snýr hópurinn sér að Riddick, þar sem hann virðist sérstaklega útsjónarsamur og jafnvel minna illmenni en Johns, maðurinn sem handsamaði hann og ætlar sér að græða vel á honum. Riddick er þeim eiginleika gæddur að hann getur séð í myrkri og verður þannig að augu hópsins sem þráir ekkert heitar en að sleppa lifandi af plánetunni. Til þess þarf hópurinn að koma eldsneyti úr skipinu sem fórst yfir í annað skip sem þau finna í búðunum, en þau eru að falla á tíma, myrkrið er við það að skella á og óvættirnar búnar að finna af þeim nasaþefinn.

Pitch Black er vel leikstýrt, tæknibrellur flottar og passa inn í söguna, leikurinn góður og samtölin oft snjöll. Sérstaklega er Riddick vel heppnaður karakter, en ljóst er að eitthvað meira býr í honum en grimmdin ein.


10 bestu ofurhetjumyndirnar: 1. sæti: Batman Begins (2005) ****

Komið er að lokafærslunni um bestu ofurhetjumyndirnar að mínu mati. Vonandi verður þörf á að uppfæra listann fljótlega þar sem von er á kvikmyndum innan skamms um Iron Man, Thor, framhald af Batman og Superman, og þeirri athyglisverðustu: The Watchmen....

Kvikmyndahugur, nýr vefur um kvikmyndir

Hefurðu einhvern tíma rölt út á vídeóleigu án þess að hafa hugmynd um hvað þig langar til að horfa á? Hvað ef þú gætir kíkt á vefinn og fundið meðmæli um kvikmyndir úr öllum flokkum kvikmynda. Ef þig langar til dæmis að sjá skemmtilega grínmynd skrifarðu...

Varúð! Hörmuleg mynd: BloodRayne (2005) 0

Það sem fær mig til að skrifa þessa grein var auglýsing frá BT sem kom með póstinum í gær. Þar er BloodRayne auglýst til sölu á DVD fyrir kr. 2299,- (Gos og snakk fylgir). EKKI KAUPA HANA! Ég sá BloodRayne fyrir nokkrum mánuðum en skrifaði ekkert um hana...

Chat Gim (The Seven Swords) (2005) *

Chat Gim er misheppnuð bardagamynd, þrátt fyrir góð bardagaatriði. Keisarinn hefur gefið fyrirskipan um að sérhver dauður bardagalistamaður sé 300 silfurpeninga virði. Herskár hópur um héröð og slátrar heilu þorpunum til að græða sem mest, sama hvort að...

The Exorcism of Emily Rose (2005) ***1/2

Kaþólskur prestur (Tom Wilkinson) er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Ákærandinn telur hann hafa drepið unga stúlku þegar hann reyndi að særa úr henni illan anda, en læknar höfðu gefist upp á að finna leiðir gegn kvillum hennar, og því var leitað til...

Curious George (2006) ***1/2

Smelltu hér til að sjá sýnishorn úr Curious George Í frumskógum Afríku býr api sem hefur gaman af listum og skemmtilegum uppátækjum. Hann þráir ekkert meira en að hafa leikfélaga og vin. Einhvers staðar hinumegin við hafið starfar Ted (Will Ferrell) sem...

Svona er feðranna frægð fallin í gleymsku og dá!

Áðan skrapp ég í Bónus við Smáralind. Það var mikil örtröð á bílastæðinu. Fólk þurfti lífsnauðsynlega að berja sér leið inn í Toys'R'Us enda sjálfsagt fullt af merkilegum vörum þar í hillum sem þurfa að komast upp í hillur heima. Inni í Bónus hjó ég...

Bóndinn sem seldi nautgripina - dæmisaga um framtíðarblindu

Fyrir tveimur áratugum áraði illa. Fimm bændur ákváðu að kaupa sér eina belju og eiga hana saman. Einhvers staðar varð kýrin að vera, því ein kú á fimm bæjum gæfi varla af sér mikla mjólk. Bændurnir ræddu í þaula um hver skyldi geyma skepnuna. Einn...

10 bestu ofurhetjumyndirnar: 2. sæti: The Incredibles (2004)

Ótrúlega fjölskyldan innheldur fimm meðlimi, fjölskylduföðurinn, Herra Ótrúlegan (Craig T. Nelson) sem hefur ofurkrafta, móðurina, Teygjustúlku (Holly Hunter) sem getur teygt líkama sinn nánast óendanlega langt, og svo börnin Fjólu (getur gert sig...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband