Kvikmyndahugur, nýr vefur um kvikmyndir

 

Hefurðu einhvern tíma rölt út á vídeóleigu án þess að hafa hugmynd um hvað þig langar til að horfa á? Hvað ef þú gætir kíkt á vefinn og fundið meðmæli um kvikmyndir úr öllum flokkum kvikmynda. Ef þig langar til dæmis að sjá skemmtilega grínmynd skrifarðu orðið 'grínmynd' í leitarvél og færð lista af misjafnlega góðum grínmyndum, sem er reynar búið að gagnrýna og gefa einkunn. Eftir stutta leit á vefnum geturðu svo labbað út í vídeóleigu með góðar hugmyndir í kollinum og tryggt þér góða skemmtun.

Einnig geturðu leitað að dómum um mynd sem þig langar að sjá. Til að byrja með er gagnagrunnurinn frekar rýr, en smám saman mun safnast saman góður og áreiðanlegur gagnagrunnur um bíómyndir. 

Um daginn ákvað ég að taka til hendinni og safna saman þeirri kvikmyndagagnrýni sem ég hef á síðustu misserum og setja á vefinn, og í leiðinni henda upp kerfi sem getur haldið utan um nýja gagnrýni. Einnig geta þeir sem það vilja skráð sig á vefinn og sent inn eigin gagnrýni og athugasemdir.

Myrin_plagat

Nýjasta gagnrýnin fjallar um Mýrina en hana skrifaði notandi sem kallar sig "dur". Gestir geta gefið myndum stjörnur og gert sýnar uppáhalds kvikmyndir þannig sýnilegri. 

Kíktu endilega í heimsókn og fáðu þér kaffi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bjarki Þór Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 20:51

2 Smámynd: arnar valgeirsson

skemmtilegt framtak. þarna á maður eftir að kíkja við. kannski hægt að skammast aðeins.... líka

arnar valgeirsson, 28.10.2007 kl. 21:44

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir þetta. Nauðsynlegt að fræðast sem mest um kvikmyndir.  Eigðu góða viku.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.10.2007 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband