Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Stunda bloggarar nornaveiðar?

 


 

Lýður Guðmundsson, forstjóri Exista, hélt fram í áhugaverðu Kastljósviðtali miðvikudaginn 26. ágúst að hann væri fórnarlamb nornaveiða, og að nafnlausir bloggarar stjórnuðu þjóðfélagsumræðunni á afar ósanngjarnan hátt.

Merkileg skoðun, og í fyrstu finnst manni þetta ósennilegt, en þegar maður hugsar svo til mála sem hafa komið upp, eins og til dæmis um týndan hund á Akureyri sem talinn var af, en var bara týndur, leiddi til mikilla ofsókna gagnvart ungum dreng sem talinn var hafa drepið hundinn.

Þannig að vald bloggsins getur vissulega verið mikið, og áhugavert að velta fyrir sér hvort að bloggheimar séu orðnir að álíka valdi og heimur stýrðra fjölmiðla. Stýrðir fjölmiðlar hafa hjá fræðimönnum yfirleitt verið flokkaðir undir fjórða valdið, en síðustu ár hefur heimur fjölmiðla gjörbreyst, þannig að nú geta allir tjáð sig um málefni líðandi stundar, og komið sínum skoðunum og hugmyndum á framfæri. Þetta hefur leitt til mikilla breytinga hjá dagblöðum víða um veröld, sem leggja sífellt meiri áherslu á netþátt fjölmiðlunar, heldur en eingöngu hið prentaða orð eða sjónvarpsmiðlun.

 

 

Nú má hugsanlega skipta þessu valdi upp. Sjónvarp,útvarp og dagblöð hafa lengstum farið með þetta vald til umráða, og stjórnað umræðunni eftir því hver á hvaða fjölmiðil. Til að mynda hefur verið rætt um að eigendur Baugs stjórni umræðunni gegnum Stöð 2, Bylgjuna og Fréttablaðið, og að aðrir eigendur stjórni öðrum fjölmiðlum, og með slíkri eignaraðild getað stýrt þjóðfélagsumræðunni og skoðun fólks.

Bloggið er hins vegar allt öðruvísi skepna. Hún er algjörlega stjórnlaus og ótamin. Sumir blogga undir nafni, aðrir ekki. Yfirleitt tek ég lítið mark á nafnlausu bloggi, en gef mér meiri tíma til að velta fyrir mér bloggi sem höfundar skrifa undir og taka ábyrgð á. Slíkt blogg hefur að mínu mati verið sýnilegra í umræðunni um Hrunið og vangaveltum um bankarán innanfrá, sem síðan hefur verið stutt af röddum innan úr stofnunum og víða úr þjóðfélaginu, þannig að grundvöllur hefur oft reynst á bakvið gruninn sem birtist í skrifum bloggara.

Það að enginn stjórni lengur þjóðfélagsumræðunni annar en lýður landsins (trommusláttur), og að bloggið þróist í að vera marktækt sem stór hluti af hinu 4. valdi, er vissulega merkilegt rannsóknarefni, og hugsanlega satt, en að gera mikið úr valdi nafnlausra bloggara finnst mér samt vafasamt. Reyndar má vel vera að slíkir bloggarar hrópi hátt og að fámennur hópur taki mark á þeim, en ég hef enga trú á að þeir stjórni umræðunni, frekar en manneskja á Austurvelli með skilaboð á kröfuspjaldi stjórnar ákvörðunum inni á Alþingi.

Nornaveiðar eru hins vegar áhugavert fyrirbæri. Jóhanna af Örk var fórnarlamb þeirra og hún brennd á báli. Þær voru stundaðar á Íslandi fyrr á öldum, og konur sem taldar voru til norna teknar af lífi. Það sama má segja um þá sem taldir voru kommúnistar í Bandaríkjunum á hinu svokallaða McCarthy tímabili, en þá voru menn settir á svarta lista fyrir pólitískar skoðanir sínar og þeim komið úr landi sem ekki höfðu ríkisborgararétt í Bandaríkjunum og voru með vafasamar pólitískar skoðanir. Þannig stunduðu nasistar veiðar á Gyðingum fyrir það eitt að hafa ákveðna trúarskoðun og sýna samstöðu.

Nornaveiðar eiga það sameiginlegt að það er raunverulegt afl að baki þeim, og að þær svipti einstaklinga frelsi á einn eða annan hátt, sem telst flokkast sem norn. Nornin á Íslandi í dag er hinn svokallaði útrásarvíkingur, sem hefur að mati þjóðfélagsumræðunnar farið geyst, verið óábyrgur í framsækni sinni og sýnt óreiðu þar sem óreiða má ekki vera til staðar. Upphafsmaður þessara nornaveiða, ef nornaveiðar má kalla, af virðingu við allt það fólk sem hefur verið fórnarlömb raunverulegra nornaveiða, var Davíð Oddsson, þegar hann sagði að þjóðin ætti ekki að borga skuldir óreiðumanna. 

 


 

Það sem sameinar útrásarvíkingana er:

  • Mikill veraldlegur auður og lúxuslíf
  • Lítil samfélagsleg eða siðferðileg vitund
  • Gífurlegar skuldir sem falla á íslenska framtíð

Sé þessum skilyrðum náð, getur viðkomandi talist útrásarvíkingur og réttilega má segja að viðkomandi eigi inni hjá þjóðinni lítið annað en afar mikla réttláta reiði, sem vissulega getur sprungið út í grimmd einhverra einstaklinga gagnvart útrásarvíkingunum.

Lýður minntist á að eigendur bankanna hafi verið sakaðir um bankarán, en bendir á að engin lög hafi endilega verið brotin. Það er nákvæmlega þetta sem tryllir óstöðugan, að hægt sé að fremja bankarán löglega og gera eigin þjóð gjaldþrota án þess einu sinni að skammast sín fyrir það, og ætlast síðan til þess að þjóðin borgi viðkomandi skaðabætur fyrir skaðann sem viðkomandi hefur hugsanlega valdið sjálfur með glæfralegu framferði.

Það er ekki verið að stunda nornaveiðar gagnvart útrásarvíkingum. Fólk er hins vegar byrjað að taka réttlætið í eigin hendur, þar sem því finnst réttlætinu ekki fullnægt af ríkisvaldinu, og sé það staðreyndin, þá er það vissulega áhyggjumál og þýðir að ríkisvaldið ætti að leggja meira á sig og flýta málsmeðferð, ekki aðeins til að tryggja eigin tilvist, heldur til að vernda bæði þjóðina og útrásarvíkingana. Útrásarvíkingar munu sjálfsagt ekki getað gengið öruggir um íslensk stræti fyrr en réttvísin hefur tekið á þeirra málum og dæmt þá af réttsýni.

 


 

Dómstóll götunnar er aldrei réttlætanlegur, en dómstóll götunnar er ekki það sama og nornaveiðar, þar sem að nornaveiðar eru skipulagðar ofsóknir af hendi fyrsta valds þjóðarinnar, áður var það kannski Kirkjan, en nú er það Ríkið sem fer með slíkt vald. Bloggarar stunda fyrst og fremst skoðanaskipti og upplýsingamiðlun, jafnvel áróður, og sem slíkir fara þeir ekki með nægilegt vald til að stunda nornaveiðar.

Ef Ríkið aftur á móti tæki þá ákvörðun að loka alla auðmenn inni og frysta allar eigur þeirra, þá værum við að tala um allt annað mál.

 

 


Besta myndbandaleiga Norðurlanda brennd til kaldra kola?

Laugarásvídeó er sú leiga sem ég heimsæki þegar ég veit af einhverri kvikmynd sem ég hef ekki ennþá séð. Þar voru rekkar fullar af gömlum vídeóspólum með efni sem hefur ekki verið endurútgefið, og hægt að finna allar bestu sjónvarpsseríurnar á staðnum, sem og nýlegar alþjóðlegar myndir.

Það að einhver skuli vilja brenna Laugarásvídeó til kaldra kola er náttúrulega furðulegt fyrirbæri.

Vonandi gengur Gunnari vel að endurheimta tapið og byrja upp á nýtt, enda var ekki síst gildi í góðum ráðum sem maður fékk stundum frá starfsmönnum leigunnar, hvort sem maður hafi þurft á því að halda eða ekki.

Síðast þegar ég var á Íslandi fór ég á Laugarásvídeó og vona að ég geti kíkt þar inn næst þegar ég heimsæki klakann.


mbl.is „Opnum eins fljótt og hægt er“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar Ísland fær loks alla þessa milljarða að láni, í hvað á peningurinn að fara?


ICESAVE málið virðist hafa snúist um það frá sjónarhorni stuðningsmanna þess að friða Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að afgreiða lán til Íslands, sem mun síðan hafa keðjuverkandi áhrif þannig að aðrar þjóðir og lánastofnanir verði tilbúnar að lána íslensku þjóðinni ennþá fleiri milljarða? Ég hef þegar fjallað um hvað þetta sjónarhorn er dapurt, til dæmis hér, og mun ekki fara nánar út í þá sálma.

Þegar peningurinn loks kemur í hús, í hvað á hann að fara?

Stjórnmálamenn hafa talað um að þessi peningur verði nauðsynlegur til að koma hjólum atvinnulífsins aftur í gang. Hvað þýðir það?

flat-tire1

Þýðir þetta að lánin eigi að nota til að borga afborganir af gjaldföllnum stórlánum fyrirtækja, til að tryggja að þau fari ekki endilega á hausinn?

Ef svo er, væri ekki einfaldlega verið að varpa peningunum á spillingarbálið, rétt eins og gert var með 500 milljarða úr ríkissjóði í maí 2008?


Mér þætti vænt um að vita hvað eigi að gera við þennan pening, og tel að betra væri að Ísland fengi ekki þessi lán fyrr en búið er að uppræta þá spillingu sem virðist hafa náð tökum á sérhverju íslenskumælandi barni, það er að segja öllum nema Davíð Oddssyni, samkvæmt Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni.

header_right

Í fullri alvöru: fyrst nákvæmlega ekkert hefur verið gert af viti til að uppræta spillinguna og stórþjófnaðinn sem átt hefur sér stað síðustu árin, annað en að óháður þáttarstjórnandi í sjónvarpi fékk Evu Joly til ráðgjafar, er ríkinu treystandi til að taka við þessu láni þannig að ekki verði úr ólán?

Milton Friedman, þó frjálshyggjukenning hans hafi lent í vanda, sumir segja hafi orðið gjaldþrota, áttaði sig þó á þeim vanda sem felst í því að láta ríkið sjá um velferð fólksins. Nú þegar frjálshyggjan hefur fallið, á að fara aftur í sömu hjólförin? Kíktu á þetta myndband, en það lýsir ástæðunni fyrir af hverju frjálshyggjan þótti nauðsynleg, og þykir sjálfsagt enn víða um veröld. Málið er að það er ekki frjálshyggjan sem klikkaði, það er hin mannlega græðgi og hrá efnishyggja sem varð íslensku þjóðinni að falli. Ég sé engar vísbendingar um að græðgin sé horfin eða efnishyggjan orðið undir. Það er bara talað um nýfrjálshyggjuna, eins og hún eigi ekki djúpar rætur í sálarlífi sérhvers einstaklings sem lifað hefur eftir henni.


Vissir þú að landflótti skiptir ekki lengur máli, svo framarlega sem að nýtt líf fæðist í staðinn fyrir þann sem fór?

utlaginn_901833.jpg

Steingrímur J. Sigfússon virðist boða himneskt eða náttúrulegt réttlæti þegar hann minntist á það í ræðu að við ættum ekki að láta svartsýni ná tökum á okkur, og tók sem dæmi að fréttamiðlar birtu fleiri fréttir um mögulegan landsflótta heldur en mikinn fjölda fæðinga og þar af leiðandi fjölgunar á Íslandi. Hvað ef í stað fréttar um að stúlku hafi verið nauðgað í Þórsmörk væri sagt: "en hugsaðu þér allar stúlkurnar sem sluppu, af hverju er ekki sagt frá þeim?" Eða í stað þess að fjalla um flugvélina sem fórst, eða húsið sem brann, af hverju ekki að fjalla um allar flugvélarnar sem fórust ekki, eða öll húsin sem hafa ekki enn brunnið?

Þetta eru skilaboðin á degi þar sem sjálft Alþingi Íslendinga samþykkir að borga skuldir óreiðumanna með blóði íslenskrar framtíðar, með því að samþykkja skuldabyrðina sem fylgir ICESAVE, hvort sem að fyrirvarar eru á pappír eða ekki. Þegar 10 manns á veitingastað er réttur reikningur og einn segist ætla að taka hann, borgar hann og ætlar síðan að rukka félaga sína, þá verður hann kannski hissa þegar hann fær ekkert í staðinn, enda vinir hans þekktir fyrir það eitt að hafa af honum peninga. Vandinn er bara sá að það mun sjálfsagt kosta meira að ná peningnum til baka en að sleppa því yfir höfuð.

 


 

Ég er hræddur um að Alþingi hafi í dag, ásamt ríkisstjórn Íslands, dæmt hundruð eða þúsundir saklausra Íslendinga í útlegð - í ferðalag sem þeir munu aldrei ljúka, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Því miður er ég ekki að dramatísera hlutina.

Þeir atvinnulausu eru fyrstir til að fara úr landi því þeir hafa engu að tapa og eignir þeirra að hverfa hvort eð er. Ég velti fyrir mér hvort að fjöldi atvinnulausra á Íslandi hafi fækkað svo hratt vegna þess að þeir atvinnulausu flytja einfaldlega úr landi og eru teknir af atvinnuleysisskrá nema þeir fái atvinnuleysisréttindin flutt með sér, til þriggja mánaða - og hverfa eftir það sjálfkrafa af skrá, eins og þeir hafi aldrei verið til, eða hafi í það minnsta aldrei átt skilið að vera til. Eða er allt þetta fólk sem hefur verið sagt upp á síðustu mánuðum fengið ný störf?

Ég leyfi mér að efast.

 


 

Sjálfsagt skiptir þessi pæling mín engu máli, því að barn hefur örugglega nýlega fæðst á Íslandi, og ætti ég sjálfsagt að einbeita mér að því að samgleðjast þjóðinni yfir þeirri gjöf, eða kannski samhryggjast barninu vegna þeirra skulda sem það erfir vegna þess eins að það er íslenskt?

Annars þótti mér merkilegt í dag hversu fáir alþingismenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu. Ég hefði haft áhuga á að heyra rök allra þeirra sem greiddu atkvæði með eða á móti samningnum, sem og þeim mikla fjöldi sem skilaði auðu. Ég skil ekki hvernig fólk með sómakennd getur greitt atkvæði með slíkum samningi, né skil ég fólk sem getur setið hjá. Nema þá í mesta lagi skilið að þetta fólk telji sig vera klókt. Hins vegar skil ég vel þá sem samþykkja engan veginn að taka á sig eða þjóðina ábyrgð einkarekins fyrirtækis sem rekið var skelfilega illa og fór á hausinn í útlöndum, en var svo heppið að hafa íslenska eigendur. 

Kannski þau sem samþykktu samninginn, með fyrirvörum, hafi verið að gera hið eina rétta í stöðunni að eigin áliti, í þeirri veiku von að lánadrottnar þjóðarinnar muni sýna meiri vilja til að dæla lánsfé inn í landið og að hindranir til umsóknar í Evrópusambandið falli niður eins og nýklipptir lokkar. Á meðan brenna heimilin. Skortur eykst. Ef svo er, þá er um að ræða stórhættulegt bjartsýni á velvilja þjóðar sem beitt hefur Ísland hryðjuverkalögum - sem eru lög beitt gegn óvinaríki, og gert er ráð fyrir þessum velvilja áður en stríðsöxin hefur verið grafin.

Fyrir utan þetta og með Haga þjóðarinnar í huga, hvað ætli séu til miklar birgðir af næringarríku fæði í íslenskum matvöruverslunum?

 


 


Jafnast Inglorous Basterds eftir Tarantino á við Pulp Fiction og Reservoir Dogs?

Svar mitt er hérna.

Kominn með nýja bíóbloggsíðu: bio.blog.is


Skrifaði ég þetta bull?

Ég ákvað að prófa nýju íslensku þýðingarvélina í Google, henti inn bloggfærsli gærdagsins: Rofnaði grundvöllur íslenskra lánasamninga við Hrunið? og fékk út þessa steypu, sem er sérstaklega skemmtilegt að lesa með sterkum skoskum hreim.

Annars frábært að fá íslenskuna í Google.

Takk Google!

translate_logo

Has been lost lánasamninga the basis of Icelandic collapse?

24.8.2009 | 08:17

It is by no means just letting Lantra may bear all the damage. Just would if Lantra cheek would get the opportunity to submit a car, apartment or housing, given the assumptions that the person is in substantial greiðsluvanda and need opportunities, because of crashes, start again start.

When ideas like this and these are choking in the making, the need to listen to what it is that object, because there is possibly someone who can heal the overstimulation of others and is exactly the same about where the money comes, just to end in the right pocket.

That the "banks" protests such ideas, before given the opportunity to develop them in any way, raises additional suspicions about my corruption and questions whether the assets have real value, or whether that here was simply been spectacular to discuss money laundering, which was hidden in uppsprengdu real estate prices.

Sometime I heard ACL Sigurdardottir talking about the idea of ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR could take over the apartments of people and allow them instead to rent out their apartments. How is this issue to those who took loans from Ríkisbönkunum?


While those who owe a lot to be veil, they are still minority population, and money from them goes to their own money for. Therefore they who have always fought against those released before the bondage of debt. In the United States needed to determine the problem with civil war that has sometimes been called Þrælastríðið.

What I'm most concerned about is how to receive owed to lie bleeding in the street months without them is right hand. Indeed, they receive medications to stay alive, but drugs do not cure. People in significant problems grows. Still many issues to reddit itself, but I am afraid that the nation is falling at the time.

That 3000 people attended the Icesave protests than 100,000 on menningarnótt shows primarily the veruleikafirringu the nation has to deal with. It will all be up reddit, that everything will be fun, but there are too few frightened ready to face reality.

Soon begins very hard winter.


Rofnaði grundvöllur íslenskra lánasamninga við Hrunið?

Það er engan veginn réttlátt að láta lántakann bera allt tjónið. Réttlátt væri ef lántakinn fengi tækifæri til að skila inn bifreið, íbúð eða húsnæði, að gefnum þeim forsendum að viðkomandi er í verulegum greiðsluvanda og þurfi tækifæri, vegna Hrunsins, að byrja aftur á byrjunarreit.

Þegar hugmyndir eins og þessar og þessar eru kæfðar í fæðingu, þá þarf að hlusta á hver það er sem mótmælir, því þar er hugsanlega einhver sem er að græða á óförum annarra og er nákvæmlega sama um hvaðan peningurinn kemur, bara að hann endi í réttum vasa.

Það að "bankar" mótmæli slíkum hugmyndum, áður en tækifæri gefst til að útfæra þær á nokkurn hátt, vekur upp auknar grunsemdir mínar um spillingu og spurningar hvort að eignirnar hafi raunverulegt virði, eða hvort að hér hafi einfaldlega verið um mikilfenglegt peningaþvætti að ræða, sem falið var í uppsprengdu fasteignaverði.

Einhvern tíma heyrði ég Jóhönnu Sigurðardóttur tala um þá hugmynd að Íbúðarlánasjóður gæti tekið yfir íbúðir fólks og leyft þeim þess í stað að leigja út eigin íbúðir. Hvernig stendur þetta mál gagnvart þeim sem tóku lán hjá Ríkisbönkunum?


Þó að þeir sem skulda mikið séu að blæða, þá eru þeir enn minnihluti þjóðarinnar, og peningurinn frá þeim fer til þeirra sem pening eiga fyrir. Því munu þeir sem eiga sífellt berjast gegn því að þeir sem skulda losni undan ánauð. Í Bandaríkjunum þurfti að skera úr slíkum vanda með borgarastyrjöld sem stundum hefur verið kölluð Þrælastríðið.

Það sem ég hef mestar áhyggjur af er hvernig skuldarar fá að liggja blæðandi í götunni mánuðum saman án þess að þeim sé rétt hjálparhönd. Reyndar fá þeir lyf til að halda sér á lífi, en lyf eru ekki lækning. Fólki í verulegum vandræðum fjölgar stöðugt. Enn halda margir að málin reddist að sjálfu sér, en ég er hræddur um að þjóðin sé að falla á tíma. 

Það að 3000 manns mæti á ICESAVE mótmæli en 100.000 á menningarnótt sýnir fyrst og fremst þá veruleikafirringu sem þjóðin þarf að kljást við. Það vilja allir að allt reddist, að allt verði gaman, en það eru alltof fáar hræður tilbúnar að horfast í augu við veruleikann.

Innan skamms hefst afar harður vetur.


Lord of the Rings: The Hunt for Gollum (2009) ***

the-hunt-for-gollum-01

Nú er komin út ný stuttmynd gerð af aðdáendum Tolkien og Jackson, sem fjallar um atburði sem gerast á milli The Hobbit og The Lord of the Rings. Þó að þeim hafi ekki tekist að gera jafn merkilegt kvikmyndaverk og þríleik Peter Jackson, þá tekst þeim þó að endurvekja til lífsins heim Tolkien á ferskan hátt. Það hlýtur að hafa verið meginmarkmiðið. Tæknibrellurnar eru mjög góðar, leikurinn hreint afbragð, en bardagaatriðin hefðu getað verið betri.

Bilbo Baggins hefur stolið hinum eina hring frá Gollum. Trylltur af reiði fer Gollum (Gareth Brough, Jason Perino, Cristopher Dingli, Fransesco San Juan) úr helli sínum í leit að hringnum. Þar sem að hann þekkir nafn Bilbo og hvaðan hann kemur, spyrjast fréttirnar fljótt út og ná til eyrna Saurons (sem reyndar er bara eitt risastór auga oná turni). Hann sendir út myrkrahöfðingja sína og orka til að hafa uppi á Gollum og hringnum.

huntforgollum02

Gandálfur (Patrick O'Connor) les vel í spilin og fær Aragon (Adrian Webster) til að finna Gollum á undan herskara hinna myrku afla. Kvikmyndin fjallar um þennan leiðangur Aragons, samskipti hans við Gollum og bardaga við skrímslin sem leita hans.

Ég hafði gaman af þessari mynd, og fannst vel takast til í að endurvekja Miðjörð aftur til lífsins. Hægt er að sækja myndina frítt af netinu á heimasíðu kvikmyndagerðarmannanna, hérna eða horfa á hana beint af netinu með því að smella á myndbandið hér fyrir neðan.


Væntanlegt í bíó: District 9 og Inglorious Basterds

district-9-poster

Hinn stórskemmtilegi kvikmyndagagnrýniþáttur, The Rotten Tomatoes Show, mælir með District 9, sem er framleidd af engum öðrum en hobbitanum Pétri Jónssyni, eða á útlensku Peter Jackson og leikstýrð af hinum S-Afríska Neill Blomkamp sem er glænýtt nafn meðal stórmyndaleikstjóra. Allir leikarar eru óþekktir, en myndin fær frábæra dóma, sem er sérstaklega áhugavert þar sem að í myndinni eigast við í hálfgerðu apartheit stríði manneskjur og geimverur, þar sem manneskjurnar eru vondi gaurinn og risavélmenni sem virka betur en tæknibrellurnar í Transformers ósköpunum.

Að sjálfsögðu ætla ég líka að skella mér á Inglorious Basterds, en hún er að fá magnaða dóma, og segja gárungar að þetta sé besta mynd Tarantinos síðan hann sló í gegn með hinni fullkomnu Pulp Fiction, þó að hún sé sjálfsagt afar ofbeldisfull og grafísk eins og maður getur búist við að Tarantino þessa dagana, enda er hann ekki beinlínis þekktur fyrir að draga úr hlutunum.

Í þessu myndskeiði kynnir Tarantino sjálfur eitt atriði í myndinni. 


Hvort á að bæla reiðina eða virkja?

Því miður virðast alltof fáir vilja virkja sjálfa sig sem raddir og afl í baráttu við það óhugnanlega réttlæti sem skröltir yfir okkur eins og nasistaskriðdreki úr heimstyrjöldinni síðari. Slíkt réttlæti er náttúrlega fjarri því að vera réttlæti, en þeir sem stýra skriðdrekunum virðast sáttir. Þegar fólk hugsar þannig að þetta sé annarra mál og að þetta reddist, í stað þess að beita sér gagnvart vandanum, þá ná skúrkarnir skrefi lengra.

Ég hef viljað virkja mig og hef gert það, með alvarlegum afleiðingum sem hafa gjörbreytt mínu lífi. Það sem hefur komið mér mest á óvart í veikri baráttu minni fyrir réttlæti, er allur sá fjöldi fólks sem finnst að ég ætti ekki að vera eyða tíma mínum í þetta, að það sé mannskemmandi að pæla of mikið í þessum hlutum, og að málin geti ekki verið jafn slæm og þau virðast vera. Betra sé að standa af sér óveðrið. Þessu er ég ósammála, en íhuga samt hvort að ég ætti ekki að flytja hugann líka erlendis, fyrst að líkaminn er nú hvort eð er kominn þangað.

Er fólk að bæla niður reiðina, er það að virkja hana, eða er því bara nokk sama um ástandið?

Ekki má gleyma að þrátt fyrir að stór hluti þjóðarinnar þjáist í augnablikinu vegna ástandsins, þá virðist enn meirihluti þjóðarinnar varla finna fyrir því og getur hunsað það.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband