Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
Hef ekki séð Transformers: Revenge of the Fallen (2009)
30.6.2009 | 18:31
Vinir mínir víða um heim keppast um að senda mér hæðnislega dóma um nýjasta afsprengi Michael Bay. Michael Bay hefur gert tvær góðar kvikmyndir. Önnur þeirra heitir Bad Boys, og skaut Will Smith á stjörnuhiminninn og hin heitir The Rock, þar sem Sean Connery var frábær í síðasta sinn. Allt annað sem hann hefur sent frá sér er súkkulaðityggjó.
Vinur minn frá Obamalandi sendi mér þetta ágæta YouTube myndband, sem segir allt sem segja þarf um Michael Bay og hverju má búast við þegar maður horfir á Transformers: Revenge of the Fallen.
Skal rannsaka umsvifalaust hagsmunatengsl þeirra sem ófrægja Evu Joly?
14.6.2009 | 17:26
Ofurbloggarinn Lára Hanna hefur reynst þjóðinni sem ljósgeisli í þoku kreppunnar. Enn einu sinni skrifar hún grein sem er margfalt betra en flest það sem kemur úr íslenskum fjölmiðlum, enda snýst aðferð hennar um gagnrýna samantekt á efni fjölmiðla og blogga, sem hún síðan notar til að komast að vel rökstuddri niðurstöðu.
Ljóst er að hún ber fyrst og fremst hagsmuni þjóðarinnar fyrir brjósti. Hún hefur hjartað á réttum stað. Hún fær ekkert borgað fyrir það. Hún er þjóðin. Lesið grein hennar hérna.
Ég tek undir stuðning hennar og Hagsmunasamtaka heimilanna við Evu Joly sem sagði sjálf, áður en hún hóf störf fyrir íslensku þjóðina, að reynt yrði að ófrægja hana og gera störf hennar vafasöm á einhvern hátt. Þessar raddir eru farnar að hljóma, en virka þveröfugt. Í stað þess að vekja vafa á Evu Joly, vekja þær strax vafa á þeim sem talar gegn henni, og athygli þeirra sem rannsaka spillinguna og hrunið hlýtur því að beinast að hagsmunatengslum viðkomandi aðila.
Ég efast samt um að allir sem hallmæli Evu Joly séu að fela eitthvað. Sumt fólk getur einfaldlega verið tortryggið eftir klúðrið og spillinguna sem er að fljóta upp á yfirborðið. Tortryggni er eðlileg afleiðing svika og eðlilegt að fólk treysti ekki auðveldlega aftur í blindni.
Það er merkilegt hvernig bloggið er að sýna gildi sitt í þessu umróti. Bestu bloggararnir, sem fá engin laun fyrir skrif sín og skrifa án sérhagsmuna upplifa líka stöðuga ófrægingu. Í daglegri umræðu er oft talað um bloggara með niðrandi tón, kannski vegna þess að mikill fjöldi þeirra vandar sig ekki, og kannski vegna þess að hugtakið er enn frekar nýtt í íslensku samfélagi. Það er eins og fólk efist um ágæti bloggsins, rétt eins og sumir efast um ágæti Wikipedia vefsins - sem hefur reynst öflugri en sjálf Britannica með réttri notkun, - enda þeim vef afar vel stjórnað.
Ófræging mun eiga sér stað gegn öllum þeim röddum sem hrópa gegn óréttlætinu. Ég get ímyndað mér að fólk sem hafi hagsmuni að gæta segi um blogg Láru Hönnu: "Tja, hún er nú bara bloggari. Þú veist hvernig bloggarar eru..."
Ég bið lesendur að hugsa gagnrýnið um þessar gagnrýnisraddir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Bankamenn dregnir til helvítis: Drag Me To Hell (2009) ****
13.6.2009 | 19:39
Drag Me To Hell er ferskur blær í heimur hrollvekja. Sagan er góð. Leikararnir góðir. Leikstjórnin og tónlistin frábær. Drag Me To Hell minnir mig á fjórar aðrar kvikmyndir sem mér þótti frábærar sem hrollvekjur: In the Mouth of Madness, The Lost Highway, The Sixth Sense of Evil Dead II. Ef þér fannst þetta góðar kvikmyndir, sjáðu þá þessa í bíó.
Sam Raimi hefur lagt undir sig Hollywood með Spider-Man myndunum, en þær voru ágætar þrátt fyrir afar slaka þriðju mynd. Hann hefur snúið sér aftur að því sem hann gerir best: skrifa sitt eigin handrit með bróður sínum Ivan og láta allt flakka.
Christine Brown (Alison Lohman) starfar í lánadeild banka. Hún er þyrst í stöðuhækkun og tilbúin að sýna nauðsynlegt tilfinningaleysi til að ná stöðu sem hefur nýlega losnað. Þegar sígaunakonan Mrs. Ganush (Lorna Raver) óskar eftir frestun afborgunar á húsnæðisláni, ákveður Christine að sýna yfirmanni sínum hversu köld og grimm hún getur verið. Það fer ekki betur en svo að Mrs. Ganush fær þá tilfinningu að Christine hafi niðurlægt hana opinberlega og leggur á hana þau álög að púki í geitarlíki muni elta hana uppi og draga hana til heljar að þremur dögum liðnum.
Christine fer að upplifa óvenjulega hluti eins og að takast á loft í eigin herbergi og vera kastað til af ósýnilegu afli. Hún fer einnig að sjá hluti sem yfirleitt eru huldir venjulegu fólki. Sér til aðstoðar fær hún kærasta sinn, sálfræðiprófessorinn Clay Dalton (Justin Long), sem á bágt með að trúa sögu hennar en er samt tilbúinn að styðja hana í baráttunni við sígaunanornina. Auk þess fær hún aðstoð frá miðlunum Rham Jas (Dileep Rhao) og Shaun San Dena (Adriana Baraza) sem hefur áður lent í baráttu við púkann og ætlar sér að sigrast á honum í þetta skiptið.
Þetta er afar óvenjuleg hrollvekja, enda gerist hún í svipuðum söguheimi og Evil Dead myndirnar. Ég sá fólk ganga út af kvikmyndinni, ekki vegna þess að myndin er léleg, heldur var fólk virkilega hrætt. Ég heyrði eina stúlku segja sem sat nálægt mér í Chicago bíóinu: "What kind of movie is this anyway?" og svo faldi hún sig undir jakkanum sínum og öskraði.
Þrátt fyrir vel gerð og afar hrollvekjandi atriði, sem byggð eru upp með góðri kvikmyndatöku, leik og tónlist, frekar en tæknibrellum, þá er töluvert af léttgeggjuðum húmor í sögunni sem er nauðsynlegt krydd til að gera þessa að költ klassík.
Þetta er svoleiðis mynd. Og hún virkar.
Ég vona innilega að hún verði Sam Raimi innblástur til að vekja Ash úr Evil Dead myndunum aftur til lífsins, láta hann vinna með þær persónur úr þessari kvikmynd sem lifðu af, og búa þannig til rökrétt framhald af þessum stórskemmtilegu og afar vel gerðu hrollvekjum.
ICESAVE: Er Ísland orðið að breskri nýlendu?
6.6.2009 | 14:11
Hvernig getur ríkisstjórn sem hefur umboð til 4 ára frestað vanda í 7 ár?
ICESAVE hefur verið leyst fyrir ríkisstjórnina, en ekki fyrir þjóðina. Þetta er afar djúpur greinarmunur.
Þessi ríkisstjórn mun ekki vera undir áhrifum frá erlendum kröfuhöfum vegna ICESAVE, en þjóðin sem er skuldbundin alla ævina og ævi barna og barnabarna í stað 4 ára mun þurfa að borga eftir 7 ár. Það má skilgreina þetta sem þrælkun þjóðarinnar til framtíðar.
Það er til fólk sem græðir á þessu. Mikið. Þetta fólk hefur enga ástæðu til að sýna Íslendingum mannúð. Þrælkun hefur alltaf verið stunduð í heiminum. Henni verður haldið áfram. Það er alltaf eftirspurn eftir þrælum. Heil þjóð og allar hennar eigur í vasa kröfuhafa. Hver hafnar slíku boði?
Vandanum er frestað. Sópað undir teppi.
Er það skynsamlegt?
Við vitum það ekki, og þess vegna er erfitt að mótmæla. Það er erfitt að verða reiður þegar þú hefur ekki hugmynd um hvort að a) þú skuldar mörg þúsund milljarða eða b) nokkur hundruð milljarða, þar sem eignir munu hugsanlega ganga upp í skuldirnar.
Eitt er að gleymast. Þessi peningur fór eitthvað. Einhverjir fengu þá að láni. Það eru þeir sem eiga að borga þá til baka.
Af hverju er þess ekki krafist?
Af hverju lendir skuld einkafyrirtækis á þjóð?
Þetta er í hnotskurn ástæða þess að ég er fluttur frá Íslandi. Skynsemi og gagnrýnni hugsun er einfaldlega ekki beitt við að leysa vandann, heldur fyrst og fremst pólitískum brögðum og farið baktjaldamakksleiðina. Hún dugar ágætlega til sjálfsblekkingar.
Eða: þjóðarblekkingar.
Bretar fagna Icesave-samningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
ICESAVE hefur verið leyst fyrir ríkisstjórnina, en ekki fyrir þjóðina. Þetta er afar djúpur greinarmunur.
Þessi ríkisstjórn mun ekki vera undir áhrifum frá erlendum kröfuhöfum vegna ICESAVE, en þjóðin sem er skuldbundin alla ævina og ævi barna og barnabarna í stað 4 ára mun þurfa að borga eftir 7 ár. Það má skilgreina þetta sem þrælkun þjóðarinnar til framtíðar.
Það er til fólk sem græðir á þessu. Mikið. Þetta fólk hefur enga ástæðu til að sýna Íslendingum mannúð. Þrælkun hefur alltaf verið stunduð í heiminum. Henni verður haldið áfram. Það er alltaf eftirspurn eftir þrælum. Heil þjóð og allar hennar eigur í vasa kröfuhafa. Hver hafnar slíku boði?
Vandanum er frestað. Sópað undir teppi.
Er það skynsamlegt?
Við vitum það ekki, og þess vegna er erfitt að mótmæla. Það er erfitt að verða reiður þegar þú hefur ekki hugmynd um hvort að a) þú skuldar mörg þúsund milljarða eða b) nokkur hundruð milljarða, þar sem eignir munu hugsanlega ganga upp í skuldirnar.
Eitt er að gleymast. Þessi peningur fór eitthvað. Einhverjir fengu þá að láni. Það eru þeir sem eiga að borga þá til baka.
Af hverju er þess ekki krafist?
Af hverju lendir skuld einkafyrirtækis á þjóð?
Þetta er í hnotskurn ástæða þess að ég er fluttur frá Íslandi. Skynsemi og gagnrýnni hugsun er einfaldlega ekki beitt við að leysa vandann, heldur fyrst og fremst pólitískum brögðum og farið baktjaldamakksleiðina. Hún dugar ágætlega til sjálfsblekkingar.
Eða: þjóðarblekkingar.
Icesave-samningur gerður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Angels & Demons (2009) *
5.6.2009 | 18:11
Angels & Demons er nánast sama kvikmynd og Da Vinci Code með einni undantekningu. Tom Hanks var nánast óþolandi í aðalhlutverkinu í fyrri myndinni, en í þessari framhaldsmynd er hann ferskari. Eins og í hinni myndinni er hann að eltast við listaverk, nú í Róm og Vatíkaninu í stað Parísar. Og fyrir hina nýungagjörnu og til að vera sanngjarn, þá er hann ekki að leita vísbendinga í málverkum, heldur styttum.
Það er eitt gott atriði í myndinni þar sem aðalhetjan þarf að berjast gegn afleiðingar rafmagnsleysis í bókasafni Vatíkansins! Þetta er svona ráðgátumynd fyrir fólk sem nennir ekki að hugsa. Hefði haldið að það væri mótsögn í sjálfu sér.
Ég var búinn að átta mig á hver var sá vondi og af hverju hann átti að vera vondur á fyrstu 5 mínútunum. Einfalt: hin róttæka æska, með frjálslyndar hugsjónir og tilhneigingar til að breyta mörg hundruð ára klerkakerfi er hin mikla ógn og illska, sem vogar sér að nota gervivísindi um andefni til að ógna Vatíkaninu. Svona eins og tíðarandinn 2007 gegn innihaldslausum hefðum og jafn tilgangslausri pólitík. Ég satt best að segja nenni ekki að skrifa meira um þessa mynd. Það er álíka spennandi að skrifa um þessa kvikmynd og vatnsglas sem setið hefur þrjá sólarhringa á eldhúsborði í sólarljósi.
Nei. Við nánari umhugsun. Það væri meira spennandi að skrifa um glasið. Samt er myndin alls ekki illa gerð. Hún er bara tilgangslaus, móðgun við fólk sem hugsar og leiðinleg að mati áhorfanda sem leiðist afar sjaldan, yfirleitt sama hversu léleg myndin er.
Jafnvel Pathfinder, sem gnæfir yfir allar lélegustu myndir þessa áratugar sem fyrirmynd lélegrar kvikmyndagerðar sem fær birtingu í bíó, var nokkuð skemmtileg til samanburðar.
David Carradine finnst látinn í Bangkok - vinir hans telja ekki um sjálfsvíg að ræða
5.6.2009 | 10:49
David Carradine sem lék svo eftirminnilega Bill í Kill Bill tvíleik Quentin Tarantino fannst látinn á hótelherbergi sínu í Bangkok í fyrradag. Andlátið vekur mikla furðu hjá vinum hans, og aftaka þeir að um sjálfsvíg hafi verið að ræða, enda hafi ferill Carradine verið kominn á mikið skrið á ný, hann hafi verið hamingjusamur með eiginkonu og börnum, og sífellt sprottið upp úr honum viskukorn um lífið og tilveruna. Mikið verður spáð í orsök dauða hans á næstu misserum.
Það var viðtal við nokkra vini Carradine á Larry King hjá CNN í gærkvöldi, þar sem meðal annarra voru til viðtals þeir Tarantino, Michael Madsen og Rob Schneider. Sá síðastnefndi talaði um viðeigandi andlát, þar sem að stærsta eftirsjá David Carradine hafði verið að taka aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Kung Fu, sem höfðu upphaflega verið hugmynd Bruce Lee, sem hafði ekki fengið hlutverkið vegna kynþáttar, en Bruce Lee lét einnig lífið á dularfullan hátt.
Leikferill Carradine spannar 222 hlutverk frá 1963. Hann var 72 ára gamall og ennþá í fullu fjöri, að sögn vina og samstarfsfélaga.