Loks vonarglæta fyrir heimili og fjölskyldur á Íslandi?

Ef ég skil þessa frétt frá RÚV rétt, þá eru erlendir kröfuhafar búnir að fella niður kröfur á íslenskar lánastofnanir þannig að þær hafa nú mjög rúmt svigrúm til að slétta úr útblásnum íslenskum lánum, bæði myntkörfulánum og verðtryggðum.

Nú eiga lánastofnanir og ríkisstjórn að bregðast strax við og setja fjölskyldur og heimili lands í forgang, enda eru fram komin merki um fjölskyldur á ystu brún, þegar Fjölskylduhjálp óskar eftir mat frá almenningi, fjölskyldur eru að liðast í sundur, foreldrar íhuga sjálfsvíg, prestar eru að sligast undan álagi og mikil hætta er á fjölgun jarðarfara í kyrrþey.

Einlæg ósk mín er að samviskusamir alþingismann taki forystu í þessu máli og berjist fyrir þessum góða málstað. Viðkomandi mun aldrei falla í gleymsku hjá þjóð sinni.

Hér er frétt RÚV:

Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum kemur til Íslands í dag til viðræðna við stjórnvöld um aðra endurskoðun á lánveitingu sjóðsins til landsins. Áhersla verður á hvernig gera megi bankana arðvænlega á ný og hvernig lækka megi skuldir og greiðslubyrði lánþega.

Fulltrúar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, undir forystu Marks Flanagans, yfirmanns sendinefndar sjóðsins á Íslandi, koma til landsins í dag til að ræða við fjölmarga fulltrúa stjórnvalda, opinberra stofnana og fjármálafyrirtækja. Fundað verður um aðra endurskoðun á lánveitingu sjóðsins til Íslands næsta hálfa mánuðinn. Í yfirlýsingu sjóðsins segir að helst verði rætt um hvernig endurreisn íslenska bankakerfisins hafi miðað og almennt um fjárhagslegan stöðugleika. Spurningum fjölmiðla verður síðan svarað í lok heimsóknarinnar.

Þegar efnahagsáætlun Íslendinga var samþykkt á fundi stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í lok október sagði Mark Flanagan í viðtali að í næstu endurskoðun lánveitingarinnar yrði rætt um það verk sem enn væri óunnið í endurskipulagningu á rekstri bankanna þannig að þeir gætu skilað hagnaði á ný. Einnig yrði áhersla lögð á að nú þegar tekist hefði að lækka lánsfjárhæðir niður í hæfilegt hlutfall í bókhaldi bankanna yrði það að skila sér til lánþega með lækkun skulda og greiðslubyrði. Það yrði allt til umfjöllunar í endurskoðuninni.

 

E.S. Rauðar merkingar eru frá mér komnar (HB)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Stórfréttir ef réttar eru. Merkileg er þögn fjölmiðla um málið.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 2.12.2009 kl. 01:46

2 identicon

Klókur  að  vanda  Hrannnar.  Held að þú  sért að   lesa þetta  rétt.  Með  kveðju  Hannes.

Hannes Frændi (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband