Vantar þig, fyrirtæki þitt eða stofnun, örugga og óháða aðstoð við skipulagsbreytingar?

Viltu draga úr álagi? Þarftu að endurskipuleggja? Viltu vinna að endurskipulagningunni á traustan og skýran hátt, og helst á virkan hátt með samstarfsfólki þínu? Ef svo er, skaltu tala við mig.

Á krepputímum þarf að endurskipuleggja. Þannig er það bara. Ríkisstofnanir munu sameinast, deildir innan fyrirtækja verða lagðar niður eða sameinaðar öðrum, verkefni endurskipulögð.

Margir óttast um störf sín á Íslandi. Ekki að ástæðulausu. Endurskipulagningar eru farnar í gang og fyrsta hugmynd stjórnenda virðist oft snúast um að leysa frá störfum fólk sem gegnir ekki lykilhlutverki og má missa sín. Endurskipulagning krefst gífurlega vandaðrar vinnu, þar sem markmið, kröfur, mögulegar lausnir og afurðir þurfa sífellt að vera í sjónmáli, og samband þeirra skýrt og greinilegt, sérstaklega að skýrt sé þegar einum þætti er breytt hvernig hann hefur áhrif á aðra lykilþætti starfseminnar. 

Endurskipuleggingar geta endað með ósköpum ef þær eru ekki gerðar vel. Í stað þess að huga fyrst og fremst að nauðsynlegum rekstrarþáttum er þeir stundum sneyddir af, og það getur í sjálfu sér valdið gífurlegum skaða á rekstri fyrirtækisins.

Eftir að hafa leitað tækifæra í Noregi síðasta hálfa árið, fann ég loks sprotafyrirtæki sem framleiðir vöru og hugmyndafræði sem ég held að geti reynst afar gagnlegt á krepputímum, varan heitir Scope Map, og hugmyndafræðin Scope Driven Management. Þú getur sótt forritið fyrir PC eða Mac hér, en það er einföld útgáfa af stóru lausninni, Scope Atlas, sem er miðlægt kerfi notað gegnum netið.

Hugmyndin er í sjálfu sér einföld. Starfsemi fyrirtækis eða skipulag verkefnis er teiknað upp með Scope Map hugbúnaðinum, og síðan er unnið skipulega að því að átta sig á forsendum hvers rekstrar- eða verkliðar, og þannig er hægt að finna óþarfa starfsemi sem hægt verður að stoppa og beina í gagnlegri farveg. Helsti styrkur kerfisins er að allt ferlið er myndrænt á einum skjá, í stað þess að vera í 100 blaðsíðna möppu, og eftir stutta stund með Scope Driven Management ráðgjafa kemur í ljós að það er heilmikið hægt að spara, þegar maður er meðvitaður um tengsl á milli forsenda og niðurstöðu verks.

logoÞessi vara hefur verið á markaði í 15 ár og þróuð af hugbúnaðarfyrirtækinu Ambitiongroup, sem samkvæmt Deloitte er fyrirtæki á hraðri uppleið, en það er í þriðja sæti yfir þau fyrirtæki sem uxu hraðast í Noregi frá 2007 til 2008. Þetta kerfi hefur verið notað víða um heim, og stefnan að dreifa því víðar.

Fyrirtæki sem hafa áhuga geta fengið ókeypis kynningu hjá mér í nóvember eða desember, en þyrftu að láta mig vita með góðum fyrirvara, þar sem ég þarf að koma til Íslands við annan mann til að halda slíkan fund.

Hafðu samband við mig í tölvupósti hrannar@scopemap.com viljirðu vita meira. Við getum komið á 90 mínútna fundi þar sem við getum sýnt þér hvernig kerfið virkar útfrá starfsemi þess reksturs eða verkefna sem þú berð ábyrgð á. Til þess að það sé mögulegt þarftu að senda okkur stutta greinargerð á ensku um kjarnann í ákveðnum rekstri eða verkefni. Við greinum textann, búum til Scope Map útfrá honum og sýnum þér mynd af rekstrinum sem gefur þér nýjar og skýrari hugmyndir sem hjálpar þér að taka góðar ákvarðanir hratt og örugglega.

Ég hef sótt stíf námskeið í þessari hugmyndafræði og hugbúnaði. Það sem kom mér mest á óvart er hvernig Scope Driven Management virkar vel með þeim hugmyndum um gagnrýna hugsun sem ég hef velt fyrir mér í áratugi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband