Þýðingarverkefni með Roger Ebert

rogerebert_922192Þegar Roger Ebert veiktist af krabbameini fyrir nokkrum árum og þurfti að fara í aðgerð hófust samskipti okkar, þegar ég sendi honum einfalt stuðningsbréf með þeirri von að hann næði sér og kæmi aftur á ritsviðið fullur af krafti. Hann gerði það og skrifar jafnvel enn betri greinar í dag en hann gerði áður, og það er þó nokkuð fyrir mann sem hefur unnið til Pulitzer verðlauna fyrir ritstörf.

Síðan áhugi minn á kvikmyndum vaknaði fyrir alvöru hef ég stöðugt fylgst með kvikmyndagagnrýni Roger Ebert. Smekkur okkar á kvikmyndum er ekki nákvæmlega eins, en hann rökstyður smekk sinn og skoðanir af slíkri færni að maður getur ekki annað en dáðst að. Ef einhver hefur haft áhrif á hvernig ég hugsa og skrifa um kvikmyndir, þá er það Roger Ebert.

Hann hefur nú gefið mér leyfi til að þýða greinar hans og birta á íslensku. Ég hef byrjað starfið með því að birta þýðingar nýlegra greina á rogerebert.blog.is

Ég er reiðubúinn til að selja birtingarrétt á einstaka greinum, eða gera samning um vinnu við fjölda greina með útgefanda sem hefur áhuga á samvinnu. Með þessu móti er hægt að fá vitræna kvikmyndagagnrýni sama dag og áberandi kvikmynd er frumsýnd. Ef þú þekkir einhvern sem hefði áhuga á að birta slíkar greinar, láttu viðkomandi endilega fá nafn mitt og netfang HBaldursson "hjá" gmail.com eða bentu þeim á bloggsíðuna rogerebert.blog.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært framtak Hrannar, hlakka til að lesa þetta í framtíðinni.

Kalli

Karl Olgeirsson (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 08:00

2 Smámynd: Ómar Ingi

Flott hjá þér Hrannar , en annars í seinni tíð hefur kallinn verið með ansi skrítna dóma og getur vel verið að veikindi hans hafi eitthvað með það að gera , þar að segja að hann sé hreinlega á sterkum lyfjum eða hann að miss touchið.

En hann er nú samt ennþá einn sá virtasti í faginu og kallinn hefur verið lunkinn og gaman af honum í gegnum tíðina , það er nú gott að allir sé nú ekki sammála alltaf um kvikmyndir og geti nú sagt á frekar faglegum nótum hvað þeim fannst gott og hvað þeim fannst slæmt við myndina sem gagnrýnd er , það er bara gaman að eiga slík samtöl

Ómar Ingi, 14.10.2009 kl. 08:50

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Kalli: takk.

Ómar Ingi: Roger Ebert hefur oft gefið myndum sem mér hefur fundist góðar fáar stjörnur og myndum sem mér hefur fundist afspyrnuslakar fleiri stjörnur, en það er ekki aðalatriðið. Málið er að honum tekst hvað eftir annað að lýsa hvað honum fannst á kjarnyrtan hátt, og bæta við hugmyndum frá eigin brjósti sem eru óborganlegar. 

Hrannar Baldursson, 14.10.2009 kl. 09:06

4 Smámynd: Ómar Ingi

Þessu er ég þér algerlega sammála. Samt skrítið hehehe

Ómar Ingi, 15.10.2009 kl. 19:04

5 identicon

Hæ Hrannar, ég var að spá að hvort ég get sett RSS-straum bloggsins á síðuna huga.is?

Ég er stjórnandi kvikmyndaáhugamálsins, og ég vil gjarann setja þetta á áhugamálinu.

Er það í lagi?

Haukur (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 21:06

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sæll Haukur,

Að sjálfsögðu er það lagi.

Hrannar Baldursson, 16.10.2009 kl. 05:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband