Er Ísland ennþá besta land í heimi?

 


 

Árið 2007 kom út áhugverð skýrsla frá Sameinuðu þjóðunum þar sem Ísland komst á efsta sæti yfir besta stað í heimi til að búa á. Getur ástæðan fyrir þessari fögru ímynd verið einfaldlega sú að Íslendingum tókst að blekkja allan heiminn og sjálf sig í leiðinni?

Þrátt fyrir Hrunið er Ísland í þriðja sæti á nýjasta listanum sem kom út í gær, en Ástralía er í 2. sæti og Norðmenn í því fyrsta. Tölurnar sem unnið er útfrá eru frá 2007, sem útskýrir sjálfsagt hversu hátt við erum á listanum, en segir okkur aftur á móti hversu fallvaltir slíkir listar eru sem byggja á tölum úr veruleikanum sem reynast síðan allt annað en sannar.

Getur verið að ómur af þessari sjálfsblekkingu lifi ennþá í því tómarúmi sem hefur skapast með bankahruninu, gengisfallinu, stórsvindli, upplýsingu rætinnar spillingar og stjórnmálakreppunni, sem allt hefur flotið upp á yfirborðið smám saman frá 6. október 2008, eins og leifar og hræ úr kafbát sem liggur einhvers staðar ónýtur á hafsbotni?

Mig langar að þýða tveggja ára frétt frá Fox News. Ekki það að ég treysti Fox News eitthvað betur en öðrum fréttamiðlum, en þeim er sjálfsagt jafnvel treystandi og öðrum þeim fjölmiðlum sem bundnir eru í hagsmuni ráðandi þjóðfélagsafla. 

Árið 2007 heimsótti ég Namibíu, sem er land sunnan Sahara, og þykir mér svolítið merkilegt að sjá slík lönd lenda í neðstu sætum, því að Namibía er sannkölluð paradís. Það vantar bara vatn þar.

Það verður áhugavert að sjá hvar Ísland verður á listanum þegar næstu tvær skýrslur koma út, enda geri ég ráð fyrir að tekjur á hvern íbúa hafi hrunið, og held að áhugavert væri að rannsaka hvort að það hafi einhver áhrif á menntunarstig og lífslíkur.

Ég er samt nokkuð viss um að óháð lífslíkum, menntunarstigi eða launum, þá er alltaf best að búa þar sem þekkir best til, á fjölskyldu og vini, og þar sem maður ræktar garðinn sinn. Það er hægt að gera hvar sem er á jarðkringlunni, óháð vísitölum.

 

Hér er fréttin á ensku.

28. nóvember 2007

Ísland er heimsins besti staður til að lifa á, samkvæmt árlegri skírslu Sameinuðu Þjóðanna sem raðaði Afríkulöndum sunnan Sahara í verstu sætin fyrir mögulegt heimili.

Eylandið skaust uppfyrir Noreg, sem hefur haldið efsta sætinu síðustu sex árin. Bandaríkin runnu aftur í 12. sætið frá 8. sæti á síðasta ári.

Mannþróunarvísitala Sameinuðu Þjóðanna notaði tölur frá 2005 fyrir lífslíkur, menntunarstig og raunverulegar tekjur á hvern íbúa til að raða 175 þjóðum heimsins - auk Hong Kong og palestínskum svæðum - til að meta hversu gott er að búa þar. Rík, frjálshyggju hagkerfi voru í efstu sætum með Ástralíu, Kanada og Írlandi meðal þeirra fimm efstu.

Smelltu hérna til að skoða skýrsluna fyrir 2009.

Afrískar þjóðir lentu á botni listans, þar sem í 10 löndum munu tvö af fimm börnum ekki ná 40 ára aldri. Öll 22 lægstu löndin eru sunnan Sahara í Afríku, með Sierra Leone í síðasta sæti. Skýrsla síðasta árs útskýrði að HIV/AIDS hefði haft "hörmuleg áhrif" á lífslíkur innan þessa svæðis.

Mismunurinn á milli hæstu þjóða og lægstu þegar kemur að tekjum á einstakling er yfirþyrmandi. Launin á Íslandi eru 45 sinnum hærri en í Sierra Leone.

Vísitalan, sem hefur verið birt árlega frá 1990, inniheldur ekki 17 lönd, þar með talin Írak, Afganistan og Sómalíu, þar sem gögn skortir.

Noregur lenti í 2. sæti þetta árið vegna nýrrar spár um lífslíkur og uppfærðar tölur um þjóðarframleiðslu, eða GDP, segir skýrslan.

Embættismenn Sameinuðu Þjóðanna gerðu lítið úr breytingunni milli efstu sæta, þar á meðal Bandaríkjanna, þar sem þeir sögðu að ef gögn hefðu verið aðgengileg, þá hefðu Bandaríkin verið í 10. sæti, en ekki því áttunda.

Bandaríkin fá góða einkunn fyrir raunveruleg laun á íbúa GDP, sem eru 41.890 dollarar á mann, sem er aðeins í öðru sæti á eftir Luxemborg (60.228), en lífslíkur Bandaríkjamanna eru verri - í síðasta sætinu af efstu 26 þjóðunum ásamt Danmörku og Suður Kóreu, sem eru 77.9 ár.

Japanir hafa hæstu lífslíkurnar, um 82.3 ár, og Sambíumenn þær lægstu, 40.5 ár.

Mannþróunarvísitalan hefur hækkað síðustu 30 ár fyrir flestar þjóðir, fyrir utan 16 sem höfðu lækkað frá 1990, og þrjú - Lýðræðisríkið Kongó, Zambía og Zimbabwe - sem eru lægri í dag en árið 1975.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ennþá er lykilorðið.

Við höfum aldrei verið best og því fyrr sem að fólkið fer að átta sig á því því betra , Ísland er kannski besta land í heimi en fólkið sem á þar heima er upp til hópa vitar af fáu.

Ómar Ingi, 9.10.2009 kl. 00:13

2 identicon

Af samtölum við fólk úti í Evrópu má ráða, að almenningur lítur á íslendinga eins og hvert annað óábyrgt og siðvillt skítapakk og þjófa. Við erum enn neðar á listanum en sígaunar. Það tæki lágmark 400 ár að endurvinna traust á þjóðinni, ef við tækjum okkur á. Því miður eru engar líkur á því meðan þessum kynstofni verður ekki hreinlega útrýmt.

Bonzo (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband