Hvernig væri að endurræsa hagkerfið? (myndband)

Kærar þakkir til Gunnars Tómassonar hagfræðings fyrir að benda mér á myndbandið sem kveikti þessa færslu.

Útskýring Michael Hudson á efnahagsvanda heimsins:
 

 

Ég er kominn á þá skoðun að það þurfi enn róttækari aðgerðir en að fella niður verðbætur eða endurgreiða fólki skömmina sem hefur verið lagt á það síðan í janúar 2008. Það þarf að fella niður allar skuldir, núllstilla hagkerfið og afnema verðtryggingu auk hárra vaxta.

Þetta var hægt að gera í Babílón fyrir 4000 árum og er hægt í dag. Kíkið á myndbandið með hagfræðingnum Michael Hudson sem útskýrir ágætlega hvers vegna þetta er nauðsynlegt.

Rökin eru í sjálfu sér einföld: Þrælkun er af hinu illa. Núverandi kerfi býr til þræla úr fólki. Við þurfum að afnema þá þætti í kerfinu sem gerir fólk að þrælum.

Þetta væri óþægilegt fyrir þá sem eru ekki í þrælkun, og jafnvel fyrir þrælana líka, því þeir átta sig ekki á eigin ástandi og flestir óttast slíkar róttækar breytingar, enda hafa slíkar aðgerðir ekki beinlínis tekist með sóma síðustu hundrað árin, því að í stað þess að virða alla, virðast ávallt einhverjir hópar ná völdum sem vilja að sumir séu jafnari en aðrir.

Það þarf að slá grasið, jafna völlinn, og byrja upp á nýtt. Ekki bara á Íslandi, heldur um allan heim. Ef ekki verður brugðist við kreppunni með endurræsingu mun hún stöðugt dýpka. Málin munu ekki reddast að sjálfu sér.

Einföld útskýring á Hruninu:

 

 

 

Þetta væri gert með því að:

  • Ríkið yfirtæki allar lánastofnanir og bannaði okurvexti (allt yfir 8% í heildarvexti - t.d. eru eðlilegir yfirdráttarvextir í dag okurvextir, yfir 20%)
  • Skuldir heimila gagnvart nauðsynjum felldar niður (1 stk. húsnæði, 1 stk. bifreið) - á hvert heimili

Í dag er staðan þannig að skuldir heimila eru notaðar sem lífæð bankakerfisins og aðal innkoma stofnana sem voru gjaldþrota fyrir hálfu ári. Væru skuldir heimila felldar niður og heildarvextir gerðir að hámarki 8% myndi sá óhugnaður gerast að ofurlaun féllu sjálfkrafa niður og þær afætur sem hafa verið að hagnast á neyð skuldara þyrftu að skapa raunveruleg verðmæti.

Ég trúi því að hagkerfið okkar virki, rétt eins og stýrikerfi í tölvum. Þegar óskiljanlegar villur fara að poppa upp í Windows stýrikerfinu - þá er lausnin oft sú að endurræsa vélina - og þá mun hún ganga ágætlega um stund. Öll kerfi eru einfaldlega þess eðlis að þær eru ekki eilífðarvélar og það er afar óraunsætt að hugsa sér fjármálakerfið sem ósnertanlega eilífðarvél, því að þá er það vélin sem nær völdum yfir fólkinu - en ekki fólkið sem heldur valdi sínu yfir sjálfu sér.

Vélmenni spilar á fiðlu:


mbl.is Ástæðulaust að bíða með afnám verðtryggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Sæll Hrannar!

Ég velti því töluvert fyrir mér í haust hvort þetta væri mögulegt (ræddi þetta við nokkra góða menn) og komst að þeirri niðurstöðu að það yrði að fella niður bæði í debet og kredit, þ.e. það yrði að fella niður innistæður í bönkum líka. Það gefur augaleið að í þessu felst mismunun og síðan má ekki gleyma því að margir hafa teflt ansi glannalega og keypt stærðar glæsihýsi og dýra jeppa, allt á lánum. Með því að núllstilla bankakerfið myndum við verðlauna þessa aðila á meðan þeir sem voru varfærnari sitja í sínum íbúðum. ´

Síðan bætist við kostnaður ríkisins við að fjármagna bankakerfið upp á nýjan leik.

Ef þú hefur lesið bloggið mitt þá veistu að ég er einnig þeirrar skoðunar að róttækar aðgerðir þurfi en eftir vandlega umhugsun tel ég þessa leið ófæra.

Bestu kveðjur

G. Sverrir Þór

Guðmundur Sverrir Þór, 2.3.2009 kl. 10:12

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Blessaður félagi,

Við erum í neyðarástandi, þannig að ekki skiptir í raun máli hvort að sumir séu í stærra húsnæði en aðrir, heldur að núllstilling verði gerð. 

Mér er sama þó að einhverjir græði miklu meira en ég á fífldirfsku hegðun þeirra, bara svo framarlega sem að fólk tapi ekki heimilum sínum og eigum - nokkuð sem mér finnst margfalt mikilvægara en að allt sé jafnað út.

Kerfið hefur verið gallað og er það enn. Ef einhverjir telja sig hafa grætt á því, má það standa mín vegna. 

Ég er einn af þeim sem hef verið varfærinn og ekki farið glannalega - er með fjölskyldu mína í hógværri íbúð og keypti gamla og notaða bíla. Málið er að þeir sem keyptu risastór hús og rándýra bíla þurfa að halda þessu við - borga hærri tryggingar og skatta, eftir núllstillingu - þannig að þetta jafnast út.

Ef valið stendur á milli þessara tveggja kosta:

a) Núllstilla og sumir sem hafa verið glannalegir græða mikið á því, en þeir varkáru tapa ekki öllum sínum eigum 

og

b) Núllstilla ekki vegna þess að þá myndu þessir glannalegu græða miklu meira en hinir sem voru ekki glannalegir

Þá finnst mér b) ekki hafa þungt vægi - þar sem við erum að tala um stigsmun á eignum, en í a) erum við að tala um eðlismun, þ.e.a.s. annað hvort á fólk eitthvað eða ekki neitt.

Hrannar Baldursson, 2.3.2009 kl. 10:53

3 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Eins og ég segi þá er ég þér fyllilega sammála um að grípa verður til róttækra aðgerða og ég get tekið undir að það meiðir mig ekkert þótt einhverjir búi fínna en ég. Hins vegar þykir mér ljóst að stór hluti þjóðarinnar er okkur ekki sammála þar um, með þessu er í raun verið að gera hóp fólks mun auðugri en aðra.

Þessi leið mun því, ef ekki annað, valda töluverðu þrasi sem ekki er tími fyrir nú. Að sama skapi munu þeir sem eru í plús í bankakerfinu mótmæla hástöfum ef svo fer að eign þeirra þurrkist út.

Hefurðu eitthvað hugleitt hugmynd mína um frystingu bankakerfisins?

Guðmundur Sverrir Þór, 2.3.2009 kl. 13:31

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er einvörðungu verið að tala um að  eyða toxic waste er það ekki? Í stað þess að ríkið sé í raun að kaupa þetta waste af glæframönnunum og viðhalda ókljúfanlegri skuldastöðu almennings og fyrirtækja, þá er ráðið að afskrifa öll þessi óinnheimtanlegu bréf. Fyrr hrekkur efnahagurinn ekki í gang. Þessi leið sem farin er, setur fyrirtæki og fjölskyldur á hausinn.

Ég sé ekki að alger útslétting og núllstilling, sé hugmynd þessa manns. Það væri ekki réttláttgagnvart þeim gríðarlega fjölda, sem á sparnað og er ekki á vinnumarkaði sökum elli og annarra krankleika. Það gengi ekki að skilja það fólk eftir á köldum klaka.

Önnur leið sýnistmér svipuð, en það er að ef allir þessir milljarðar,hefðu farið í jafnri skiptingu út til þegnanna í stað þess að henda þeim í ónýta pappíra, þá hefði sennilega allt hrokkið í gang. Eru lán okkar vegna hrunsins ekki samsvarandi 5 milljónum á mann? Annars þekki ég þetta ekki.

Égheld að Guðmundur sé eitthvað að miskilja Hudson. Hann er að tala um að losa skuldahelsið en ekki þurrka út sparnað. Auðvitað mun það hafa í förmeð  sér einhvern ójöfnuð, en hitt er alger frysting og stöðnun, sem allir tapa á. Það er raunar engin leið önnur en að afskrifa þessa óinnheimtanlegu pappíra. Það er ekki verið að tala um algera núllstillingu á öllu. Þá sætum við uppifjárvana og skuldlaus og ekkert lagast við það. Það þýðir sömu stöðnun. Það þýðir að ekkert lánsfé verður til skiptanna til að starta apparatinu.

Nú er verið að brenna peningum fólks upp til einskis með að hend þeim á þetta bál, í stað þess að slökkva bálið og halda peningunum. Ég er viss um að þessa leið er hægt að útfæra.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2009 kl. 18:55

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars með því að leyfa þessu ferli að halda áfram á þeirri braut, sem gert er, þá sé ég ekki betur en að þessi útslétting verði sjálfkrafa og allt fari á núllpunkt. Aðeins þeir sem sem gnæfa yfir standa uppi og eignast þar með allan fjandans heiminn. Kannski er það markmiðið. Miðstýrð mauraþúfa hinnar nýju heimskipunnar. New World Order. Það er talað fjálglega um þetta beggja vegin hafs. Sarkosi og wall street journal mæra þetta eins og endurkomu krists.  Helstefnuhugmyndafræði 21. aldarinnar. Totalitarianisminn enn og aftur í nýjum búningi, þar sem hugsjónin er framar mannlegri reisn og þörfum.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2009 kl. 19:02

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér sýnist því að vera rætt um tvær aðskildar leiðir að sama marki. Þá kvalarfullu og langdregnu og hina minna kvalarfullu og styttri.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2009 kl. 19:05

7 Smámynd: Hrannar Baldursson

Jón Steinar:

Það lítur svo sannarlega út fyrir að hinn almenni borgari sé einfaldlega skák og mát. Spurning hvort að mætti kalla þetta fjárhagslega helför, þar sem að ljóst er að fólk með álíka mikla mannlega reisn og þeir sem ábyrgð báru á seinni heimstyrjöldinni séu búnir að finna leið til að ráða yfir heiminum á kostnað mannslífa sem skipta þá sjálfsagt engu máli.

Spurning hvort að réttara væri að opna alþjóðlegan dómstól til að hafa uppi á þeim sem ábyrgð báru á heimshruninu til þess eins að hagnast sjálfir.

Hrannar Baldursson, 2.3.2009 kl. 19:14

8 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Ég tek það fram að ég hef ekki séð þetta viðtal við Hudson þannig að ég er svo sem ekki að misskilja hann neitt sérstaklega, það er frekar að ég sé að misskilja Hrannar.

Eins og ég segi velti ég þessu mikið fyrir mér í haust og þá var mín niðurstaða sú að það yrði að fella niður bæði í eignalið og skuldalið bankanna. Ástæðan er einfaldlega sú að annars stæði ríkið eftir með enn stærri nótu. Annað dæmi um þetta eru lífeyrissjóðirnir. Á að fella niður útlán þeirra og láta þá standa eftir með skuldbindingar sínar?

Mér þætti vænt um að fá viðbrögð ykkar beggja við hugmynd minni um frystingu bankakerfisins sem ég hef sett fram á mínu bloggi.

Guðmundur Sverrir Þór, 2.3.2009 kl. 19:21

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Illur grunur er oft tákn um sannindi. Auðvitað má líkja þessu við helför og ég hef sjáldfur haft á tilfinningunni að þetta sé nú ekki allt óviljandi, þótt það þyki ekki kosher að hafa orð á því.  Hugsaðu þér miðstýrt fjármála og markaðskerfi sem stýrir framboði og eftirspurn með að loka plantekrum eða banna fiskveiðar.  Svelta fólk.

Sagði Rockefeller gamli ekki "competition is a sin."  Kannski eru afkomendur hans að ná að útrýma þeirri synd.  Þeir eru jú aðal talsmenn globalismans og þeir sem eru að græða á tá og fingri nú. Exxon hefur aldrei gert það betur t.d.  Það setur allavega að mér hroll.

Mér finnst þetta svo merkilegt að ég tók mér það essaleyfi að setja þetta á bloggið mitt með tengli á þig. Vona að það sé í lagi. 

Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2009 kl. 19:50

10 Smámynd: Hrannar Baldursson

Jón Steinar: Það er heiður að fá að birtast sem hlekkur á þínu bloggi.

G. Sverrir: Algjör frysting er hugtak sem ég á erfitt með að ná tökum á, og hef á tilfinningunni að hún sé einmitt það sem gert var með innleiðingu kommúnisma - þar sem eignarhugtakið var einfaldlega fellt úr gildi - en slíkan kommúnisma tel ég stórhættulegan og verri en  gagnslausan. Þetta er það sem gert var á Kúbu, Kína og Sovét - og fyrir vikið hefur almenningur uppskorið mikið óréttlæti og fyrirhyggjustjórnmál. 

Vonandi er ég samt að misskilja þig. Þú mátt vísa nákvæmlega í þá grein sem þú hefur í huga að ég skoði.

Hrannar Baldursson, 2.3.2009 kl. 20:05

11 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Ég ætla svo sannarlega að vona að ég sé ekki að mæla með algjörum kommúnisma, þótt ég telji mig reyndar jafnaðarmann.

http://sverrirth.blog.is/blog/sverrirth/entry/815033/

Guðmundur Sverrir Þór, 2.3.2009 kl. 20:24

12 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sæll Guðmundur Sverrir,

Í greininni fjallar þú ekki um að frysta bankakerfið, heldur að frysta afborganir. Er það ekki tvennt ólíkt?

Með því að frysta bankakerfið allt, þá gætu til dæmis ekki launagreiðslur farið í gegn, og fólk gæti ekki keypt sér eitt eða neitt. Þá legðist allur innflutningur á hliðina.

Frysting afborgana væri hins vegar tengd alþjóðlegum skuldbindingum - við verðum að borga alþjóðleg lán sama hvað tautar og raular - og eina leiðin til þess eins og er, er með því að pína skuldara eins mikið og hægt er með auknum vöxtum og verðtryggingu - án þess hrynur öll keðjan og Ísland verður að frystri eyju úti á ballarhafi, ein og yfirgefin eins og fyrir 1000 árum.

Það þarf stærri aðgerð en bara aðgerð á Íslandi - þetta þarf að vera viðtækara og á alþjóðavettvangi verða þjóðir að taka höndum saman. Það á ekki að traðka á þeim sem verður fyrir bíl og hendist á götuna, heldur koma honum í hjúkrun, bjarga vonandi lífi hans og koma í endurþjálfun. 

Íslenska þjóðin er að skransa í hálku á alltof mikilli ferð. Við höfum misst stjórn á ökutækinu og sjáum út um rúðuna skriðdreka nálgast okkur á ógurlegum hraða. 

Hvað gerum við?

Hrannar Baldursson, 2.3.2009 kl. 20:36

13 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Teljið þið að umræður um þannig aðgerð séu í alvöru komnar af stað úti í hinum stóra heimi. Ég er að spyrja en ekki að andmæla eða neitt slíkt. Mig skortir hreinlega kunnáttu til þess. Mér finnst þessi hugmynd áhugaverð og djörf. Og vissulega þurfum við mikla djörfung núna.

Eru líkur á að slík hugmynd fái hljómgrunn í USA svo dæmi sé tekið. Þar eru margir afar efnaðir, eða er ekki svo.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.3.2009 kl. 20:45

14 identicon

Guði sé þökk fyrir Gunnar Tómasson. Hann sér þetta eins og ég og þú. Ég hélt að allir hagfræðingar væru ekki að sjá hlutina fyrir heildina.

Takk fyrir þetta, Hrannar og Gunnar. Þetta er það sem þarf að gera, hreint út sagt og fólk verður að fara að ræða þetta málefnanlega. Ekki bara fyrir einhverja útvalda.

Soffía (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 20:47

15 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Ég er ekki að tala um djúpfrystingu heldur að staðan verði fryst eins og rammi kvikmynd. Bankakerfið hættir ekki að virka heldur er staða þess fryst.

Að sjálfsögðu verðum við að halda áfram að borga af erlendum skuldbindingum, ég veit svo sem ekki hversu miklar erlendar skuldbindingar nýju bankanna eru, en það er í raun kostnaðurinn við leiðina. Það gildir einu hvaða leið verður farin við munum alltaf þurfa að greiða af erlendum skuldbindingum. Öllum leiðum fylgir kostnaður en spurningin er hver fórnarkostnaðurinn verður. 

Ég er sammála þér um að þörf sé á samhæfðum aðgerðum um allan heim en er því miður ekki bjartsýnn á að svo verði, fleiri breytur spila inn í.

Guðmundur Sverrir Þór, 2.3.2009 kl. 20:52

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann segir þarna strax í upphafi að hugmyndin sé að fella niður skuldir (væntanlega þá líka vexti og verðbætur) niður að markaðsvirði eigna, en ekki strika þær alveg út.  Markaðsvirðið er vafalaust umdeilanlegt eins og það stendur, en gera má ráð fyrir að meta eignir einhverjum x prósentum yfir brunabótamati eins og gerðist á almennum markaði fyrir blöðru. 25% kannski.

Allavega mundi það losa um skuldaþensluna og beina fjármagninu út í neysluna, sem annars hefðu farið í hítina. Þannig að mér finnst þessi hugmynd bara batna við frekari skoðun.  Hér fara milljarðir í vonlausa hít húsnæðiskulda í stað þess að sirkulera á markaði, sem mundi verða vítamínsprauta fyrir alla veslun og viðskipti. Við eru gullgæsin og við erum að verpa fyrir björg eins og er, engu til góðs.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2009 kl. 21:21

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vandi felst í hve mikið af húsnæðislánum er í erlendri mynt, svo einhverja samninga eða yfirtökur þyrfti að gera. Ég er viss um að þetta þjónar hagsmunum beggja. Því þá fá lántakendur svigrúm til að endurreisa líf sitt, fyrirtæki að hanga áfram í rekstri. Lánveitendur verða að sitja uppi með áhættu sína því þeir koma hvort sem er með að gera það ef svona heldur áfram. Með þessu móti verður komið í veg fyrir að þetta drep verði krónískt og allir tapi öllu.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2009 kl. 21:31

18 Smámynd: Marinó G. Njálsson

ÉG skrifaði þetta um daginn:  Game over - Gefa þarf upp á nýtt

Marinó G. Njálsson, 2.3.2009 kl. 22:58

19 Smámynd: Hrannar Baldursson

Við virðumst lengi hafa verið á sömu tíðni, Marinó. 

Hrannar Baldursson, 2.3.2009 kl. 23:38

20 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvet alla til að kafa í þennan kall. Þetta er enginn vitleysingur. Hann er fjármálaráðgjafi Dennis Kucinich forsetaframbjóðanda og senator, sem ég tel einn af fáum heiðarlegum og hugsandi mönnum í senatinu.

Á heimasíðu hans finna fjölda greina og viðtala (audio og trasript) sem eru gríðarlega athyglisverð. Þetta er gríðarlegur reynslubolti, hagfræði og sagnfræði prófessor.

Í einu viðtalinu segir hann frá því að einmitt Hillary Clinton hafi lagt til það sem hann leggur til hér í stað þessa risa bailouts, sem hann kallar trash for cash. Hún gekk að baki orða sinna og kaus bailoutið. Svo þetta er engin fluga frá einhverjum essentríker.  Það verða allir að kynna sér manninn, sem hafa hug á útleið úr þessu klúðri. Hann talar svo ekki vel um IMF og WB og segir þá hjálpa við þessa glæpsamlegu tilraun til að búa til Kleptókratískt helvíti á vesturlöndum. 

Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2009 kl. 23:49

21 Smámynd: Róbert Björnsson

Mjög áhugaverðar pælingar - ef einhverntíma væri hægt að breyta peningakerfinu í heiminum væri það nú.  

Niðurfelling skulda hefur auðvitað sína galla - en það er hrein fjarstaða að tala um "óreiðufólk" í þessu sambandi.  Staðreyndin er sú að yfir helmingur landsmanna er á leið í gjaldþrot hvort sem það "lifði hátt" eða ekki.  Hvað eiga bankarnir svo að gera við alla þessa verðlausu steinsteypu?  

Kerfið er einfaldlega hrunið - og þá verður að stokka spilin uppá nýtt.

Róbert Björnsson, 3.3.2009 kl. 01:52

22 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég legg til við Gunnar Tómasson að hann fái HÍ með sér í lið til að fá kallinn til að koma hingað og lesa yfir hausamótunum á mönnum. Það þarf reality  check hérna strax. Geturðu komið því til leiðar Hrannar?  Ég sendi kallinum línu sem concerned citicen og bjóst ekki við svari, en hann svaraði að hann væri meira en til í að koma en þyrfti að fá obinbert boð til þess.  Sagði svo Gunnar vera vin sinn og að hann væri svag fyrir Eddunum.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.3.2009 kl. 02:10

23 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Sæll Hrannar.  Var þetta ekki gert í Noregi þegar kreppti þar að fyrir þó nokkrum árum síðan.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 3.3.2009 kl. 02:17

24 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Held það hafi verið árið 1991.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 3.3.2009 kl. 02:21

25 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

"Í dag er staðan þannig að skuldir heimila eru notaðar sem lífæð bankakerfisins" Þetta er satt. Þannig tala menn í dag. Skuldir fyrirtækja má afskrifa og það þekkjum við, en skuldir heimilana NEI. Samt eru heimilin talin hornsteinn þjóðfélagsins. En hvenær í ósköpunum ætla stjórnvöld að fatta það

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 3.3.2009 kl. 02:44

26 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gunnar sjálfur hefur komið með haldgóð ráð til að losa okkur undan verðtryggingunni á tiltölulega hraðan og sýnilega skaðlausan máta, en enginn virðist hlusta. Er það IMF sem heldur í taumana þar? Það þarf að fá þessa menn hingað báðar. Það væri gott team.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.3.2009 kl. 02:51

27 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Nei Jón Steinar lífeyrissjóðirnir mega ekki missa verðtrygginguna, þeirra vegna er henni haldið við.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 3.3.2009 kl. 02:56

28 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sæll aftur Jón Steinar,

Ég hef hvorki áhrif né völd í HÍ, en ég get komið þessum skilaboðum áfram til Hagsmunasamtaka heimilanna.

Sólveig Þóra: Ég vissi ekki að Norðmenn hefðu farið þessa leið. Gott ef árangursríkt fordæmi er til staðar. 

Hrannar Baldursson, 3.3.2009 kl. 07:23

29 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þetta er lýðskrumari. Í Babýloníu, sem Hudson vitnar mikið ú höfðu menn ÞRÆLA. Þrælahald í einu eða öðru formi hefur tíðkast á þeim slóðum síðan. Lýðræði kostar.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.3.2009 kl. 09:58

30 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Af heverju segir Zionistinn að þetta sé lýðskrum. Hann er aðeins að tala um að þessa sé víða að finna fordæmi í sögunni. Svona í framhjáhlaupi. Heldur þú að þrælahald sé aflagt? Það hefur aðeins breytt um form. Svo var hið klassíska þrælahald ekki lagt af fyrir manngæskuna eina heldur vegna tilkomu Olíunnar og iðnbyltingarinnar m.a.  Aðeins eitt prósent manna í USA á 70% alls auðs þar.  Það eru staðfestar tölur. Hvað myndi slíkt kallast? Lénsskipulag?  Hvað er þetta peningakerfi annað en þrælahald? Skuldmiðað kerfi sem þetta er ekkert annað en þrælahald.

Svo má benda á að hann er ekki einn með þessa hugmynd eins og ég bendi á hér uppi, heldur lagði sjálf Hillary Clinton þetta til en greiddi svo atkvæði með bailoutinu.  Sólveig: Lestu tillögur Gunnars Tómassonar um þetta efni. Hér er verðtrygging á öllu nema launum (þrælahald) það verður að losna við þetta element.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.3.2009 kl. 13:51

31 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Ég  er sammála þér Jón Steinar að verðtryggingin er fyrir okkur skuldarana sem þrælahald. Ég var að deila á lífeyrissjóðina.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 3.3.2009 kl. 19:51

32 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta myndband, sem skýrir blöðruna á barnamáli er gott. Á bloggi DoctorE er annað slíkt, sem er jafnvel enn skýrara. 

Annars langar mig að benda á Grein Hudson sem birtist í Harpers Magazine árið 2006, sem skýrir blöðruna og spáir fallinu í einföldum texta og myndum.

Greinin heitir: The new road to serfdom. (pdf)Kallin var í raun löngu áður búinn að spá þessu og leggja til hvernig þessu yrði forðað, eins og Gunnar Tómasson raunar líka. En enginn hlustaði. Í græðgisvímunni bitu allir á agnið og afneituðu því að þetta ætti sér enda. Hann og Gunnar voru að sjálfsögðu úthrópaðir sem úrtölumenn og bölsýnismenn, eða lýðskrumarar, eins og gert er enn hér að ofan.  Það kveður þó almennt við annan tón núna.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.3.2009 kl. 00:06

33 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Ég skal manna fyrstur mótmæla verðtryggingu lánsfjár og skrifa upp á að hún sé þrælahald, hef enda talað gegn henni í Mbl. síðan 2004, en ég get ekki tekið undir með þeim sem segja laun eiga að vera verðtryggð. Slíkt myndi gera verðtrygginguna gagnslausa sem verkfæri gegn verðbólgu, ég tek það fram að þessi aðgerð var nauðsynleg á sínum tíma en síðan "gleymdist" að aftengja hana eftir þjóðarsátt.

Verðtryggingunni er frekar haldið við vegna Íbúðalánasjóðs þar sem afnám hennar myndi kosta ríkið töluvert fé. Lífeyrissjóðirnir græða einnig á henni og þess vegna berjast þeir fyrir henni en hún er ekki til staðar vegna þeirra, ekki lengur.

Guðmundur Sverrir Þór, 4.3.2009 kl. 07:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband