Hvernig kemstu ofarlega á vinsældarlista bloggsins?

Fyrir rúmri viku síðan ákvað ég að reyna við vinsældarlistann á blog.is. Skrif mín myndu ekki endilega snúast um það sem mér sjálfum finnst skemmtilegast að skrifa um: kvikmyndir, heldur ætlaði ég að leita eftir áhugaverðum vinklum á ólíkum málefnum.

Ég ákvað að takmarka mig við að skrifa ekki fleiri en tvær greinar á dag, og skipti ekki máli hvort þær væru fréttatengdar eða ekki.

 

Hugmyndin var að veiða lesendur með góðri fyrirsögn og leiða síðan áfram með auðlesanlegum stíl þar sem hugmyndum mínum er komið skýrt fram, án þess að skreyta þær of mikið með orðskrúði.

Ég var í grundvallaratriðum að velta fyrir mér hvort að maður öðlaðist vinsældir ef maður hefði sig eftir þeim. Niðurstaða mín er að sú sé raunin.

Það getur verið erfitt að skrifa texta um málefni sem maður hefur ekki lesið um en eru áhugaverð, og það fer smá tími í rannsóknir og pælingar, og svo þarf maður alltaf að huga að heilbrigðri skynsemi við skriftirnar. Ég passa mig á að geta rökstutt mínar skoðanir, og þegar ég hef ekki gert það hefur það verið vegna fljótfærni, og þá eru meiri líkur á að ég hafi rangt fyrir mér í viðkomandi máli.

En viðhorf mitt til svona skoðanagreina eins og ég hef verið að skrifa er frekar einfaldur: annað hvort hef ég rétt fyrir mér eða þá að hið sanna kemur í ljós. Ég reyni ekki að vera hlutlaus í mínum skrifum, heldur reyni ég að átta mig á málunum frá eins mörgum sjónarhornum og ég get ímyndað mér. Ef ég skrifaði bara frá eigin sjónarhorni væri lítið varið í þessar greinar, þær væru bundnar mínum eigin vanhugsuðu fordómum og yfirsjónum. Síðan skrifa ég út frá því sjónarhorni sem mér finnst áhugaverðast og mest krefjandi í viðkomandi máli.

Til dæmis, þegar ég skrifa um áróður gegn múslimum, um efnahagsástandið á Íslandi, þá reyni ég fyrst að fókusera á þá aðila sem gætu orðið fyrir mestum áhrifum vegna málsins. Í greinunum um áróður gegn múslimum eru þeir sem verða fyrir mestu áhrifunum saklaust fólk sem tekið er fyrir öfgafólk og mögulegar sjálfsmorðssprengjur, í þjóðfélagsgreinunum verður mér oft hugsað til gleymdu Íslendinganna sem hafa fórnað mörgum árum í námi erlendis með þeirri ætlun að koma aftur heim, og gefa af sér til þjóðarinnar, en geta það ekki vegna rándýrs húsnæðis. 

Ég reyni að finna vandamál sem mér sýnast raunveruleg, reyni að setja mig inn í málið, og skrifa svo. Það sem hefur komið mér mest á óvart er hvernig sumt fólk ver sýnar skoðanir með kjafti og klóm, og er sama hvort það noti rök eða rökþrot til þess. Af einhverjum undarlegum ástæðum er mikilvægara fyrir sumt fólk að kaffæra aðra með eigin skoðunum, heldur en að kryfja sannleika málsins.

Þessi tilraun hefur tekist ágætlega. Í gær komst ég í 11. sætið á blog.is. Ég læt mér það duga, og reikna með að skrifa hér eftir aðeins um það sem mér finnst skemmtilegt, en ef eitthvað mál kveikir virkilega í mér og mér finnst umfjöllun vanta um það, þá getur vel verið að ég dembi mér út í djúpu laugina aftur.  

isidor1

Reyndar hef ég alltaf haft gaman af því að skrifa, og hef skrifað nánast látlaust í 18 ár. Flest hefur samt farið ofan í skúffu, og svo glataðist megnið af því sem ég hef komið á blað gegnum árin í flutningum, fellibyl og flóði. Blog.is hefur gefið mér tækifæri til að skrifa eitthvað sem er lesið, frekar en að hverfa ofan í skúffu og sjást aldrei meir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ekkert að spá í þennan vinsældarlista, geri bara það sem mér finnst skemmtilegt og eða mikilvægt þá stundina.
Ef ég væri að spá í vinsældir þá eru trúmál eitt það síðasta sem ég myndi skrifa um.

DoctorE (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 10:38

2 Smámynd: Einar Jón

Hættirðu áður en þú kemst inn á Topp 10? 

Össs...

Einar Jón, 3.4.2008 kl. 11:06

3 Smámynd: Baldur Kristinsson

Flestir sem meðvitað hafa stefnt að því að komast á toppinn á vinsældalista blog.is hafa gert það með því að skrifa mjög margar færslur og tengja sem flestar þeirra við fréttir á mbl.is. Oftast hefur þetta í för með sér að efnið í færslum þeirra verður heldur klént. Þú hefur hins vegar farið aðra leið. Þú hefur að vísu fjölgað færslum hjá þér og breytt aðeins um umfjöllunarefni, en hefur hins vegar ekkert tengt fleiri þeirra við fréttir en gengur og gerist, og aðeins þegar slíkt er fyllilega viðeigandi. Mér finnst það bara til marks um það að þú hafir margt gott til málanna að leggja og eigir einfaldlega skilið að margir lesi færslurnar þínar. Þú hefur alltaf verið góður bloggari, en síðan þú byrjaðir á þessu "átaki" þínu hefurðu verið enn betri - haltu endilega áfram!

Baldur Kristinsson, 3.4.2008 kl. 13:34

4 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Ég tek alveg heils hugar undir allt sem hann Baldur er að segja. Þú skrifar skemmtilegan stíl og hefur góð efnistök. Meira af því góða.

Guðbjörn Jónsson, 3.4.2008 kl. 15:56

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Kærar þakkir fyrir góðar athugasemdir og flotta hvatningu!

Hrannar Baldursson, 3.4.2008 kl. 19:27

6 Smámynd: Ómar Ingi

Ég les þig alltaf og alltaf gaman nema Sci Fi Listinn sko

Að öllu gríni slepptu

Þá Keep on Blogging

Ómar Ingi, 3.4.2008 kl. 20:33

7 Smámynd: Hrannar Baldursson

Það er ekkert annað. Takk fyrir mig.

Hrannar Baldursson, 3.4.2008 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband