Hvernig getur aprílgabb verið sorglegt, djúpt eða fyndið?

SORGLEGT GABB

aprilgabb_kvikm

Ég er hrifnari af góðlátlegu gríni heldur en gríni með grimmd. Til dæmis fór ég í hálfgerða fýlu út af aprílgabbi mbl.is um niðurhal á kvikmyndum, því að niðurhal á glænýjum kvikmyndum er mögulegt víðs vegar um heiminn, bara ekki á Íslandi.

Það er til dæmis hægt að kaupa kvikmyndir á iTunes.com hafirðu bandarískt kreditkort, og sömuleiðis er hægt að kaupa kvikmyndir frá amazon.com og hala þeim niður sértu staðsettur í Bandaríkjunum eða í þeim löndum sem hafa gert samning um að gera þetta mögulegt.

 

DJÚPT GABB

GooglePostur

Mér fannst Google grín mbl.is hins vegar nokkuð gott. Ég held að það gæti nefnilega komið sér ansi vel að geta sent tölvupóst til fortíðarinnar. Þá hefði ég til dæmis getað sent mér tölvupóst og sagt mér að skipta peningum mínum í Evrur rétt fyrir gengisfellinguna um daginn, og þá væri ég bara í fínum málum í dag.

Svo hefur maður líka gert ýmis mistök um ævina, og þá væri gott að geta sent sjálfum sér verkefni til að koma í veg fyrir hin og þessi mistökin þar sem að maður var því miður ekki vitur fyrr en eftirá. Hugsið ykkur bara möguleikana. 

 

FYNDIÐ GABB

 400X400_DIETMACHINE

En besta aprílgabb dagsins fannst mér þessi auglýsing frá ELKO. Útskýringar óþarfar.


mbl.is Varstu gabbaður í dag?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

ELKO langbest

Ómar Ingi, 1.4.2008 kl. 22:03

2 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

google/gmail gabbið var frá google - ekki mbl.  Enda vísun neðst í fréttinni.  En það var nokkuð gott.

Matthías Ásgeirsson, 1.4.2008 kl. 22:18

3 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Mér fannst mblbíó snilld.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 2.4.2008 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband