Um þekkingu og fordóma

Í fyrstu hljómar það undarlega að velta fyrir sér hvort að hugtökin sem við veltum fyrir okkur séu byggð á þekkingu eða skilningi annars vegar eða skoðunum og fordómum hins vegar, en málið er að áður en við látum til okkar taka í stóru málunum, þá þurfum við sjálf að skilja hugtökin af dýpt, og jafnvel þegar sá skilningur hefur þroskast í einhvern tíma verðum við að vera tilbúin til að velta fyrir okkur hvort við séum á réttri leið þegar kemur að þessum skilningi.

Fordómar eru alls staðar. Þeir líta ekki út eins og eitthvað ógeð, þeir líta ekki út eins og eitthvað illt, heldur þvert á móti, okkur líður vel með þá. Þeir gera heim okkar kunnuglegan, þægilegan og einfaldan. Ef okkur stendur á saman hvort við höfum skilning eða fordóma, þá mun ekkert geta sannfært okkur um að við séum á rangri leið, því okkur líður yfirleitt ágætlega þegar við vitum ekki betur. Ef markmið okkar í lífinu er að líða bara vel og leyfa lífinu að líða á þægilegan máta, þá borgar sig kannski alls ekki að dýpka eigin skilning eða losa sig undan fordómum. Vandinn við það er að þá verður líf manns frekar tilgangslítið, og eins og Sókrates sagði af töluverðri hörku, ‘ekki þess virði að lifa því.’ 

En hverjum er svo sem ekki sama um það, svo framarlega sem það gaman, maður fær peninga, kemst ofarlega í virðingarstigann, á fjölskyldu sem gengur vel, hefur góðan húmor og kann kannski að spila aðeins á píanó?

Sértu hins vegar ekki í sátt við eigin fordóma, og skilur þau skaðlegu áhrif sem af þeim getur stafað, og vilt ekki vera í þeim hópi sem skaðar, heldur í þeim hópi sem bætir, þá eru nokkrar leiðir til að átta sig á hvort að maður byggi skoðanir sínar á fordómum eða þekkingu.

En það er of langt mál að rekja fyrir stuttan pistil eins og þennan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband