20 bestu bíólögin: 15. sæti, "Supercalifragilisticexpialidocious" - Mary Poppins, 1964

Ég hef gaman af að búa til lista. Það voru engar vísindalegar aðferðir notaðar af minni hálfu við að búa hann til. Aftur á móti studdist ég við AFI listann um 100 bestu lögin úr Hollywood kvikmyndum og valdi mér þau 20 sem mér finnst skemmtilegust. Fór þó ekki algjörlega eftir þessum lista. Svo leitaði ég að þeim á YouTube og ætla að láta myndband fylgja með öllum færslunum. Oftast gefa lögin viðkomandi kvikmynd aukið gildi, og stundum er jafnvel munað eftir kvikmyndinni fyrir það eitt að viðkomandi lag var í henni.

Jæja, látum þetta flakka. Ég stefni á að klára þetta á 20 dögum. Eitt lag á dag, þar til kemur að númer eitt. Gaman væri að fá athugasemdir um valið og uppástungur sem mér hefur ekki dottið í hug að setja þarna inn. Svona listi hefur takmarkað gildi, aðallega skemmtigildi fyrir þann sem býr hann til, og bara gaman ef fleiri geta notið hans.  

15. sæti, "Supercalifragilisticexpialidocious" - Mary Poppins, 1964

16. sæti, Puttin' On The Ritz - Young Frankenstein, 1974 

17. sæti, Footloose - Footloose, 1984

18. sæti, Hakuna Matata - The Lion King, 1994,

19. sæti: Rawhyde úr Blues Brothers, 1980

20. sæti: Old Time Rock and Roll  úr Risky Business, 1983

Supercalifragilisticexpialidocious er eitt af þessum orðum sem mér hefur aldrei tekist að bera almennilega fram, þrátt fyrir miklar og strangar æfingar. Þetta orð kemur fram í Mary Poppins, en sú mynd fjallar að mínu mati fyrst og fremst um það hvernig fólk getur týnt sér algjörlega í amstri hversdagsins, og fundið að til eru töfrar sem byggja á samveru og ást fjölskyldumeðlima. 

Supercalifragilisticexpialidocious er týpískt töfraorð (mikið er ég ánægður að þurfa ekki að segja þetta og nota bara copy/paste í staðinn) sem kemur fólki einfaldlega í gott skap. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

15 hjá sancho

As Time Goes By

töff atriði, flott lag.

http://youtube.com/watch?v=LNXB3jfFvJo

Hafliði Ingason (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 21:38

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Jæja, Sancho. As Time Goes By var númer 3 hjá mér. Ætli ég breyti ekki bara listanum í samræmi við þetta. Finn annað í staðinn. Geri þetta þegar við slysumst á sama lagið félagi.

Hrannar Baldursson, 19.5.2007 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband