Hefur meirihlutinn alltaf rétt fyrir sér?

animal1

Á Íslandi ríkir meirihlutalýðræði. Meirihlutinn ræður. Það virðist engu skipta hvort meirihlutinn hafi rétt eða rangt fyrir sér. Það eitt að hann ræður, gerir ákvörðun hans rétta. Þetta er afskræming á lýðræðinu. Lýðræði snýst ekki um það að meirihlutinn hafi rétt fyrir sér, heldur að meirihlutinn stjórni umræðunum og komist að því hvað er rétt og hvað rangt á hverri stundu.

Mér hefur sýnst íslenska ríkisstjórnin, bæði núverandi sem og þær fyrri, hafi snúið lýðræðishugtakinu upp í þann misskilning að meirihlutinn ráði, og að þeir sem stjórna meirihlutanum, ráði þar af leiðandi ennþá meiru. Og mig grunar að samfélagið allt sé sýkt af þessari ranghugmynd og að erfitt verði að brjóta hana á bak aftur. 

Ranglátt fólk setur lög yfir samlanda sína. Ranglátt fólk fer með völd eins og leikföng.

Ísland í dag virðist orðið að orvelsku ríki, bæði í anda Animal Farm og 1984, þar sem frelsi þykir hættulegt, sérstaklega nýtt frelsi, og best að koma á höftum til að fólk fari ekki fram úr sjálfu sér. Valdhafar gera allt sem þeir geta til að halda völdum, myndu ekki hika við að heilaþvo lýðinn væri það mögulegt, væru tilbúnir að fórna duglegasta vinnuhestinum til þess eins að narta í kjöt hans.

Ég er viss um að kreppan á Íslandi sé að dýpka. Það þykist ég sjá á þingsfrumvörpum um ritstýringu á fjölmiðlum, skömmtun á gjaldeyri, hörðum vörnum fyrir fjármálafyrirtækin,  og þeirri einföldu hugmynd að ein lausn sé á öllum vandamálum - að ganga í Evrópusambandið. Það þykist ég sjá á því að smáþjófum er refsað af hörku en þeir sem hafa rústað lífi fjölskyldna fá stjörnu í kladdann.

Ákveði meirihluti Íslendinga að ganga í ESB, þýðir það ekki að það sé rétt ákvörðun. Það að meirihluti Íslendinga kaus gegn Icesave III samkomulaginu, þýðir ekki að það hafi verið rétt ákvörðun (þó að ég trúi því). Það að meirihluti Íslendinga hafi kosið VG og Samfylkingu til stjórnunar á landinu, þýðir ekki að það hafi verið rétt ákvörðun (nokkuð augljóst - hins vegar var enginn góður kostur í stöðunni), og þó að þjóðin kjósi Ólaf Ragnar aftur sem forseta, þýðir það ekki að það sé rétt ákvörðun, þó að ég telji hann réttan mann á réttum stað, umkringdan fjandmönnum.

Ég vil sjá fólk í brúnni sem hefur engu að leyna. Fólk sem hægt er að treysta. Fólk sem hefur ekki eina einustu beinagrind í skápnum. Fólk með hreinan skjöld. Fólk sem hefur ekki komist áfram með því að svíkja annað fólk og svindla á kerfinu.

Meirihlutalýðræði ætti að snúast um að færa ákvörðunarvald í hendur fólki sem er treystandi. Þegar í ljós kemur að þessu fólki er ekki treystandi, ætti að vera hægt að svipta það völdum, og ef í ljós kemur að lýðræðiskerfið sjálft kaffærir gott fólk og spillir því þannig að úr góðu fólki verður vont, þá þarf að vera hægt að umturna slíku kerfi, í stað þess að fylgja því eftir eins og lamb forystusauði fram af bjargbrún.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Hrannar,

mikið er ég sammála þér og get tekið undir allt sem þú skrifar hér.

Þar sem eina aðilanum í þjóðfélaginu sem líður vel er fjármalastofnanir virðist það benda til þess að þær stjórni þeim meirihluta sem þjóðin taldi sig vera að kjósa.

Gunnar Skúli Ármannsson, 17.5.2011 kl. 18:34

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

"...Ég vil sjá fólk í brúnni sem hefur engu að leyna. Fólk sem hægt er að treysta. Fólk sem hefur ekki eina einustu beinagrind í skápnum. Fólk með hreinan skjöld. Fólk sem hefur ekki komist áfram með því að svíkja annað fólk og svindla á kerfinu..."

Þetta þýðir að þú viljir ENGAN í brúnni Hrannar. Svona fólk sem þú lýsir hefur enn ekki fæðst á þessari jörð. Beinagrindur, í misalvarlegum styrkleika, í skápnum getur verið bæði til tjóns og til gagns. Allt eftir því hvernig fólk vinnur úr sínum málum.Þá er það kallað reynsla eftir það.

 Það þarf að taka burtu "smábörnin" úr Alþingi. Þykjastfólk og leikara. Það þarf fólk sem hefur skilning á mannlegu samfélagi. Ekki sem hefur hreint sakavottorð. Það hefur nákvæmlega enga þýðingu sá pappír.

Alþingismenn þurfa að vera launalausir. Þjónar almennings. Ráðherrar eiga bara að vera ráðherrar og ekkert annað. Einnig án launa. Flestir alþingismenn elta bara Alþingislaun og ekkert annað.

Þeir sem ekki eru á eftir laununum eru oftast illa liðnir og talaðir niður...Hroki fólks er aðalvandamálið í íslenskri stjórnsýslu.

Óskar Arnórsson, 17.5.2011 kl. 18:56

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Óskar: Þarna er ég ekki sammála þér. Það er mikill fjöldi til af heiðarlegum, greindum, reynslumiklum og góðum Íslendingum sem gætu stýrt skipinu betur en gert er í dag. Kerfið er hins vegar ekki aðlaðandi fyrir slíkt fólk.

Ísland hefur stefnt inn í kommúnismastjórn. Eina spurningin er hversu lengi sú stefna verður við lýði.

Hrannar Baldursson, 17.5.2011 kl. 19:54

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég get alveg samþykkt að til sé heiðarlegt fólk sem ber það mikla virðingu fyrir sjálfum sér að það vill ekki vinna á þingi.

Enn að íslendingar séu í eðli sínu spilltari enn fólk á meginlandinu, er ég persónulega sannfærður um. Ég hef stúderað spillingu í tugi ára, unnið með hana, skrifað um hana, haldið fyrirlestra um spillingu og af hverju hún er til.

Ég hef persónulega reynslu af að vera gjörspilltur samkvæmt minni eigin hugmynd um hvað það er, og ég þekki aragrúa fólks sem finnst normalt að vera spillt.

Sumir eru í bankalífinu og einn starfandi þingmann þekki ég persónulega sem skýrir þjófnað og rán sem buisness. Þetta fólk velur að vera spillt og ver það með rökum sem er heilber hundalókíg.

Og þeir vita nákvæmlega mína afstöðu til spillingar og hvað spilling er. Og mér hefur verið hótað vegna þess. Það er erfitt fyrir fólk að hætta að vera spillt sem ekki veit eða skilur hvað spilling er.

Spillingarheimurinn á Íslandi er lokaður heimur. Næstum því. Það er engin meðlimaskrá. Engir fundir sem miða að því að vera sem mest spilltur. Það þarf ekki. Allir vita hvað klukkan slær, maður leikur leikritið "Ekki Spilltur" við hvern annan og útkomman er oft balnda af spillingu og heiðarleika.

Kommúnismi er bara spilling færð í pólitískan búning. Það er "Illusionens" pólitík á öllum sviðum. Kommúnismi er fínt sýstem fyrir ´kommúnur og fjölskyldur.

Ég þekki persónulega nokkra mafíósa sem hafa grafið niður fólk í reiðsikasti, rænt banka upp á gamla móðin og gert hluti sem þeir sjálfir eru síðan ekkert stoltir yfir.

Enn siðferði þeirra margra er á miklu hærra plani enn meðal íslensks þingmanns og ráðherra sem hefur aldrei gerst sekur um glæp, afbrot eða neitt allt sitt líf. Ég tel þá reyndar marga hverja meiri manneskjur.

Siðferðiskennd er ekkert sem fólk fæðist með. Siðferði er áunnið fyrirbæri og valið af hverjum einstaklingi og alls ekkert sjálfsagt mál. Það er ekkert mál að reikna út siðferðisviðhorf fólks og af hverju sumt fólk hefur áhuga á völdum.

Óskar Arnórsson, 18.5.2011 kl. 09:01

5 Smámynd: Einar Solheim

Ég er með hugmynd... Kannski við ættum að fá að kjósa fólk bæði á og af þingi í beinni kosningu. Jack Welch sagðist alltaf losa sig við 10% starfsmanna á ári hverju. Þannig náði hann stöðugt að hækka meðlahæfni hjá GE. Við gætum t.d. árlega kosið á þing 10 nýja einstaklinga, en á sama tíma kjósa burtu þá 10 sem við vildum losna við. Þannig gætu t.d. ekki setið á þingi einstaklingar sem hefðu 30% stuðning ef 70% væru á móti þeim.

Einar Solheim, 19.5.2011 kl. 22:11

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Óskar: Seinni athugasemd þín er afar áhugaverð lesning. Ég er sammála.

Einar Sólheim: Þetta er besta hugmynd sem ég hef heyrt í marga mánuði. Ég vil vekja athygli á henni.

Hrannar Baldursson, 20.5.2011 kl. 05:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband