Cape Fear (1962) ***1/2

 

poster

 

"Cape Fear" er mögnuð spennumynd með flottum leikurum, ógleymanlegri tónlist og söguþræði sem gengur fullkomlega upp. Það er freistandi að gefa þessari mynd lægri einkunn en endurgerð Scorcese frá 1991 þar sem Robert DeNiro fór á kostum, en það væri ósanngjarnt. Ég geri það samt.

Lögmaðurinn Sam Bowden (Gregory Peck) sem fyrir átta árum bar vitni gegn ofbeldisfullum brjálæðingi er heimsóttur af þessum sama brjálæðingi nú þegar hann hefur setið í steininum síðustu 8 ár, með tvær hugsanir í kollinum, þá fyrri hvað hann langaði að drepa Bowden, og sú seinni, hvernig hann gæti drepið hann hægt og kvalið að hætti kínverskrar pyntingartækni. Max Cady (Robert Mitchum) hefur lært lögfræði á bak við lás og slá, og kemur afar vel undirbúinn til leiks. Ætlun hans er augljós, hann ætlar að byrja pyntinguna á að nauðga dóttur Bowden.

Bowden leitar úrræða hjá lögreglunni, sem getur lítið gert til að koma í veg fyrir hugsanlega glæpi, þannig að hann ræður til sín einkaspæjarann Charles Sievers (Telly Savalas), sem staðfestir grun hans um illar fyrirætlanir Cady. Einkaspæjarinn mælir með að Bowden fái aðstoð frá mafíunni, en að sjálfsögðu hikar lögmaðurinn heiðarlegi og hafnar slíku ráði í fyrstu. En hvað er maður ekki tilbúinn að gera til að vernda eigin fjölskyldu gegn slíkri ógn?

Ákveður Bowden að leggja gildru fyrir Cady á Cape Fear ánni í Florida. 

Bæði Gregory Peck og Robert Mitchum eru stórgóðir í sínum hlutverkum, og Mitchum sérstaklega, en samt verður hann að hálfgerðum kettlingi til samanburðar við túlkun Robert DeNiro á sama karakter 29 árum síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Æðislegar myndir bæði sú fyrri og endurgerðin

Ómar Ingi, 3.2.2010 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband