20 bestu vísindaskáldsögurnar í kvikmyndum, 7. sæti: Star Wars

Fyrir löngu síðan, í stjörnukerfi langt langt í burtu...

Þannig hefst sagan, rétt eins og Grimms ævintýri. En við fáum miklu meira út úr þessari kvikmynd heldur en einfalt ævintýri. Þó að sögufléttan sé einföld, þá er söguheimurinn margbrotinn og flókinn, með litríkum og skemmtilegum persónum.

Til umfjöllunar er Star Wars, sem kom fyrst út árið 1977, en ég sá í Nýja bíói árið 1978, þá átta ára gamall og varð uppfrá því augnabliki kræktur í heim kvikmyndanna. Þá hét hún bara Star Wars og ekkert annað. Ekki eins og í dag, en nú heitir hún víst formlega: Star Wars - Episode IV: A New Hope.

Á tjaldinu birtust meiri víðáttur en ég hafði áður ímyndað mér að væru mögulegar, geimflaugar á ferð og flugi skjótandi litríkum geislaskotum, og svo var það svalasta af öllu: geislasverðið. Svo má ekki gleyma tónlistinni sem er eitt af meistaraverkum eins mesta nútímameistara tónlistarheimsins: John Williams, sem hefur einbeitt sér að kvikmyndatónlist með frábærum árangri.

Heiti allra helstu persóna lagði ég strax á minnið og allir þekktu Svarthöfða (Darth Vader). Luke Skywalker var hetjan sem maður hélt með frá upphafi, og eignaðist hann ansi skrautlega vini á leiðinni frá því að vera bóndastrákur til að vera stríðshetja með uppreisnarmönnum gegn hinu illa keisaraveldi, sem hafði látað smíða geimstöð á stærð við tungl jarðar sem gat sprengt plánetur í tætlur með lítilli fyrirhöfn.

Það var vel þess virði að kynnast þeim Han-Solo, Obi-Wan Kenobi, R2-D2, C-3PO, Chewbacca og Leiu prinsessu.

Lestu fulla gagnrýni mína um Star Wars með því að smella hérna, en til gamans hef ég tekið mér pennanafnið Jonathan King þegar ég skrifa á ensku.

 

7. sæti: Star Wars

8. sæti: The Matrix

9. sæti: Gattaca

10. sæti: Abre los Ojos

11. sæti: The Thing

12. sæti: Brazil

13. sæti: E.T.: The Extra Terrestrial

14. sæti: Back to the Future

15. sæti: Serenity

16. sæti: Predator

17. sæti: Terminator 2: Judment Day

18. sæti: Blade Runner

19. sæti: Total Recall

20. sæti: Pitch Black


Bloggfærslur 13. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband