Færsluflokkur: Tölvur og tækni
Af hverju iPod Touch er langbesta græja sem ég hef átt
26.11.2009 | 07:06
Ég hef átt fullt af tölvum um ævina, Sinclair ZX Spectrum 48K, Commodor 64, Amiga 2000, og svo nokkrar PC og Mac, fullt af símum, lófatölvum, MP3 spilurum, GPS tækjum og myndavélum. Ég hef gaman af græjum.
Í dag á ég iPod Touch. Þetta er fyrsta tölvan sem ég hef átt sem gerir nákvæmlega allt eins og ég vil að það gerist, gerir það hratt og kemur mér sífellt á óvart.
Það tekur mig um einn og hálfan tíma að fara til og koma heim úr vinnu daglega. Á meðan hef ég góðan tíma til að leika mér að iPod Touch græjunni.
Ég hef horft á bíómyndir í þessari græju, til dæmis hef ég hlaðið niður Dilbert podcasti, sem gaman er að glugga í á leið í vinnu. Kemur mér alltaf í gott skap fyrir daginn. Einnig er hægt að spila flotta tölvuleiki, hlusta á hljóðbækur eða tónlist. Það er líka gott að lesa rafbækur með þessari græju. Hún getur bókstaflega allt nema spilað fótbolta, þó að hægt sé að kaupa fótboltaleiki í hana.
Það besta er að ég kemst á Internetið með wi-fi tengingu, þannig að þegar ég er nálægt heitum reit, get ég kíkt á tölvupóstinn, skoðað veðurspána, skoðað götukort, kíkt á YouTube, og hvað sem maður gerir með venjulegri tölvu.
Snertiskjárinn er algjör snilld. Hann virkar þrusuvel og vandræðalaust. Ég keypti þunnar plastfilmur til að verja skjáinn og gúmmíhulstur utan um græjuna, og tel það skynsamlega leið til að verjast hnjaski. Sérstaklega skemmtilegt er þegar maður hallar tækinu, þá er jafnvægisnemi í græjunni sem stýrikerfið nemur, þannig að ef maður vill stærra letur þegar maður les til dæmis blogg, snýr maður bara græjunni 90 gráður, og myndin stækkar.
Ég hef átt þennan 16GB iPod touch í 6 mánuði og er hæstánægður með hann.
Þá veistu það.
Og ég er ekki einu sinni að selja græjuna. Vil einfaldlega láta vita þegar ég upplifi eitthvað gott, gagnlegt eða skemmtilegt.
ZX Sinclair Spectrum 48K
Commodore 64
Amiga 500
Myndir: apple.com og gamlar tölvur frá wikipedia
Hvað er Scope Driven Management?
23.10.2009 | 13:45
Kannastu við að hafa byrjað á verkefni eða jafnvel skipulegt rekstur vandlega, en komist svo að því að ákvarðanir eru ekki viðeigandi fyrir markmið eða kröfur, hugsanlega vegna forsendubreytinga?
Scope Driven Management er aðferðarfræði sem á margt líkt með gagnrýnni hugsun, en henni hefur verið fundinn farvegur með hugbúnaðarkerfinu Scope Map og Scope Atlas. Þetta er myndrænt kerfi sem hjálpar skipuleggjanda eða stjórnanda að skilja samhengið á milli markmiða, krafna, lausna og afurða, sem getur reynst sérstaklega gagnlegt þegar um flókin ferli er að ræða.
Þessi hugmyndafræði er sérstaklega ætluð stofnunum og fyrirtækjum, en einstaklingar geta líka notfært sér þetta til að skipuleggja sig, allt frá smáum verkefnum eins og mataruppskrift til risastórra eins og rannsóknum á viðskiptatengslum, en um leið og maður fyllir inn í eyðurnar um það sem maður þarf að gera til að uppfylla ákveðin markmið, verður til gagnagrunnur sem síðan er hægt að nota til að ýta verkefnum áfram og klára þau með góðri forgangsröðun.
Ég hef ákveðið að fara í samvinnu með Ambitiongroup fyrirtækinu sem hefur þróað þessa hugmyndafræði og hugbúnað í fimmtán ár, og reynst hefur afar vel víða um heim til að auka nýtingu fyrirtækja og finna ný tækifæri í rekstri. Þetta fyrirtæki er í afar hröðum vexti, sérstaklega vegna þess hversu vel hefur gengið með verkefni og rekstur sem sett hafa verið upp í kerfið.
Ég er sérstaklega spenntur fyrir þessari aðferðarfræði þar sem að hún getur gert verkefni og rekstur gagnsæjan fyrir alla þá sem að honum koma. Nokkuð sem gæti verið gagnlegt fyrir ríkisstjórn, opinberar stofnanir og fyrirtæki á tímum þar sem sífellt er krafist meira gagnsæis, en ég tel Scope Driven Management vera flotta leið til að átta sig á hvernig málin standa í raun og veru, og gera svo eitthvað í því.
Sem kennari sé ég strax hvernig hægt væri að nota hugbúnaðinn í skólastofu með skjávarpa og gagnvirkni töflu. Hægt væri að setja áhugaverðar pælingar upp í ScopeMap og rannsaka með nemendum.
Hafirðu áhuga á nánari upplýsingum, hafðu þá samband við mig í hrannar@scopemap.com
Þú getur sótt þér afrit af hugbúnaðinum hérna og prófað hann í 30 daga, bæði á Mac og PC, en það er erfitt að átta sig á gagnsemi hans án handleiðslu.
Ný frétta- og upplýsingasíða fyrir skákmenn: Skákveitan
13.1.2009 | 19:01
Skákveitan
Komin er í gang ný frétta- og fróðleikssíða um skák: Skákveitan, sem getur hjálpað okkur að halda utan um skákfréttir bæði á Íslandi og erlendis. Ég notaði einungis tækni úr Open Source samfélaginu til að búa síðuna til.
Ég hélt kostnaðinum í lágmarki með að kaupa mér svæðið á Lunarpages, en þeir eru með ágætis tilboð í dag þrátt fyrir erfitt gengi, en mánaðargjaldið er 4.95 bandarískir dollarar á mánuði ef maður kaupir hagstæðasta pakkann, en samtals kostar hann fyrir 12 mánaða áætlun 59,40 dollara og fyrir 24 mánaða áætlun 118,80 dollara, sem felur í sér lén, óendanlegt rafrænt pláss og óendanlega bandvídd.
59,40 dollarar = kr. 7547,-
118,90 dollarar = kr. 15.106,-
Önnur svæði sem ég hef búið til með þessu kerfi eru til dæmis síða um kvikmyndagagnrýni og önnur um heimspeki.
Íslenskum skákmönnum er velkomið að taka þátt, en ég held að þetta geti gagnast á ýmsa vegu. Allir geta sent inn greinar og athugasemdir. Ég bið aðeins um tvennt, að þeir sem ákveða að taka þátt skrifi fyrst og fremst um skák og komi fram undir nafni. Ég mun ekki ritstýra þessu neitt sérstaklega, en skoða samt málin ef ég verð látinn vita og fjarlægi skrif sem ég met að beinist gegn persónum á ósvífinn hátt, og gæti fjarlægt ef ég nenni greinar sem eru með dónalegu og óvönduðu orðabragði.
Hægt er að gefa bestu greinunum atkvæði, þannig að þær fara ofarlega á síðuna. Þannig að lélegar greinar eru fljótar að sökkva, en góðar greinar fljótar að ná vinsældum.
Ég mæli sérstaklega með að menn leiti að grein Snorra G. Bergssonar um 1. umferð Skákþings Reykjavíkur, og gefi henni atkvæði svo að hún hækki á listanum.
Einnig er hægt að skoða greinar eftir efnisflokkum og ná sér í gagnaveitu út frá þeim. Finnist einhverjum vanta flokk má leggja það undir mig og ég bæti honum við fylgi fyrirspurninni góð rök.
Markmiðið með síðunni er að styðja enn frekar við hina ríku skákhefð sem ríkir á Íslandi og frábærlega vel unnar vefsíður eins og Skák.is og Skákhornið (það er hægt að tengja í áhugaverðar umræður). Einnig geta taflfélög sem hafa ekki komið sér upp heimasíðu notað vefinn til að koma eigin fréttum á framfæri, sem þá fréttamiðill eins og Skák.is getur nýtt sér til að afla sér upplýsinga á hraðan og öruggan hátt, með því að tengjast í RSS veitur síðunnar.
Hugmyndin er ekki sú að stjórnandi síðunnar uppfæri hana reglulega, heldur taki allir notendur þátt í því og móti hana þannig eftir eigin höfði.
Þessi síða er byggð í anda þeirrar frumkvöðlahugsunar sem Daði Örn Jónsson (íslensk skákstig, Chess in Iceland, Skákhornið) og Gunnar Björnsson (Skák.is á Strikinu, ruv.is, leit.is, blog.is og víðar) hafa gefið svo gott fordæmi fyrir með því að setja ógurlega vinnu í að byggja upp skákvefi sem gagnast hafa íslenskum skákmönnum. Fleiri er hægt að nefna, en þessir tveir standa algjörlega upp úr í þessum málum og mætti heiðra þá sérstaklega fyrir vikið.
Þetta kerfi er byggt á hugmyndunum að baki Digg, sem vex stöðugt í vinsældum, en þarna er mjög þægilegt að safna saman áhugaverðum tenglum í fréttir sem birtast á netinu, þannig að vinsælustu fréttirnar verða alltaf, samkvæmt kenningunni, efstar á blaði.
Ég vil taka það sérstaklega fram að þessi síða er ekki í samkeppni við flottar íslenskar skáksíður eins og Skák.is eða Umræðuhorn skákmanna, heldur hugsuð til að styðja við þær og gefa enn fleiri tækifæri til að koma sínum fréttum að í gegnum ágætis bloggkerfi.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þegar Lunarpages bauð 1.5 terrabæta pláss fyrir nokkrum mánuðum, hélt ég að þeir gætu ekki boðið betur. Nú hafa þeir gert það. Þeir bjóða óendanlega mikið pláss á þínu eigin netsvæði og óendanlega bandvídd.
Ég er sjálfur búinn að kaupa mér að minnsta kosti tíu svæði á gamla tilboðinu, en þetta er líka afar freistandi. Inn í verðinu er stór pakki með hugbúnaðarlausnum til að setja upp nánast hvað sem hugurinn girnist á Netinu, og að auki lén.
Það geta reyndar falist góðir möguleikar í góðu léni, en stórfyrirtæki eiga það til að kaupa vel heppnuð lénanöfn fyrir dágóðar upphæðir með fleiri núllum en maður reiknar með fyrirfram.
Smelltu hérna til að kaupa þér lén og pakka hjá Lunarpages.
Hér er allt það sem innifalið er í pakkanum, ég merki með rauðu það sem virkar best á mig:
Plan Key Features
Cost per month $4.95 (12 and 24 month plan) (kr. 550,- miðað við gengið í dag)
Set Up* FREE!
$775 Free Bonus! Included
Free Domain Name* Included
Storage Unlimited!
Bandwidth per Month Unlimited!
30-day money back guarantee Included
Online Control Panel Included
MySQL Databases Unlimited
postgre SQL Databases Unlimited
Microsoft® FrontPage® Extensions Included
Dreamweaver Compatible Included
Add-On Domains Unlimited
Parked Domains Unlimited
Sub Domains Unlimited
CGI-BIN Included
FTP Accounts Unlimited
Online User Statistics Included
Apache 2 Available
Shell Access Available - $2 per month
Ruby on Rails Support Included
PHP Support Included
PERL Support Included
PYTHON Support Included
SSI - Server Side Includes Included
Customizable Error Pages Included
Customer Account Page Included
24/7/365 Award Winning Support Included
Email Features
POP3 Included
SMTP Included
IMAP Included
E-mail Accounts Unlimited
E-mail Forwarding Unlimited
E-mail Auto Responders Unlimited
Web Mail 2 types Included
Mailing List Included
Spam Protection Included
Catch-All Address Included
E-Commerce Features
osCommerce Shopping Cart Included
Cube Cart Shopping Cart Included
Zen Cart Shopping Cart Included
Password Protected Directories Included
OpenPGP / GPG Encryption Included
Shared SSL Certificate Included
Technology
99.9% Uptime Included
2,000 Mbit Connectivity Included
Tape Backup Included
Power Generator Included
Ddos Protection Included
24/7/365 Server Monitoring Included
Free Website Scripts
Fantastico Script Library Included
Blogs 3 Included
b2evolution 1 click installation!
Content Management 6 Included
Customer Support Tools 6 Included
SMF Forum Included
FAQ Builder Included
Guestbook Included
Image Gallery Photo Gallery Included
Polls Included
Surveys Included
Project Management Scripts Included
Web Site Templates Included
Wiki Included
Noah's Classifieds Included
phpAdsNew Included
PHPAuction Included
phpFormGenerator Included
Media Support
Microsoft Silverlight Support Included
Streaming Video Support Included
Streaming Audio Support Included
Real Media Audio & Video Support Included
Flash Support Included
Macromedia Shockwave Support Included
MIDI File Support Included
Own Mime Types Included
Extras
ASP Available
JSP Available
Dedicated IP Available
Dedicated SSL Certificate Available
Anonymous Domain Registration Available
Eldri greinar um upplýsingatækni á vefnum:
Kafli 1: Veistu hvernig þú kaupir eigið lén og vefsvæði fyrir kr. 370 á mánuði? Viðbrögð frá Salvöru, skrifað 17.4.2008: Vefhýsing
Kafli 2: Hvernig notarðu Fantastico til að skapa vefsíður?
Kafli 3: Hvernig seturðu upp hágæða vefumsjónarkerfi á 5 mínútum?
Kafli 4: Hvernig popparðu upp Joomla vefsíðu og gerir hana nothæfa?
Kafli 5: Hvernig seturðu upp þitt eigið bloggkerfi?
Kafli 6: Kauptu þér ódýrt .com eða .net vefsvæði og settu upp faglegan vef á stuttum tíma!
Kafli 7: Hvernig seturðu upp þína eigin vefverslun fyrir lítinn pening?
Kafli 8: Settu sumarmyndirnar á Netið án mikillar fyrirhafnar
Kafli 9: Ótakmarkað netpláss fyrir .com, .net, eða .org heimasíðu á lágu verði
Geymdu gögnin þín á öruggum stað
3.9.2008 | 21:17
Upp á síðkastið hefur nokkuð verið talað um mikilvægi þess að geyma gögn eins og ritgerðir á öruggum stað, á Netinu. Það er að sjálfsögðu hægt að læsa möppum til að þær verði aðeins aðgengilegar þeim sem þú vilt að geti séð þær. Þessu er hægt að redda með ódýrum reikningi hjá Lunarpages, en ég hef fjallað nokkuð um kosti þessarar þjónustu í öðrum pistlum.
Lunarpages bjóða upp á ftp tengingu við vefþjóninn, sem gerir notendum fært að tengjast honum eins og hörðum diski.
Einfalt er að tengjast með ókeypis ftp forriti eins og Filezilla, og geyma síðan dýrmætustu gögnin á 1500 gígabæta svæðinu.
Smelltu hérna til að kaupa þér svæði hjá Lunarpages.
Í dag kostar þjónustan hjá Lunarpages $6.95 á mánuði, en það eru kr. 590,- Það er best að kaupa eins eða tveggja ára plan.
Kíktu á aðrar greinar sem ég hef skrifað um Lunarpages til að kynnast einhverju af því sem hægt er að gera með þessari öflugu og ódýru veftækni.
Myndir:
George Mason University: Technology Services Gateway
Upplýsingatækni á vefnum:
Kafli 1: Veistu hvernig þú kaupir eigið lén og vefsvæði fyrir kr. 370 á mánuði?
Kafli 2: Hvernig notarðu Fantastico til að skapa vefsíður?
Kafli 3: Hvernig seturðu upp hágæða vefumsjónarkerfi á 5 mínútum?
Kafli 4: Hvernig popparðu upp Joomla vefsíðu og gerir hana nothæfa?
Kafli 5: Hvernig seturðu upp þitt eigið bloggkerfi?
Kafli 6: Kauptu þér ódýrt .com eða .net vefsvæði og settu upp faglegan vef á stuttum tíma!
Kafli 7: Hvernig seturðu upp þína eigin vefverslun fyrir lítinn pening?
Kafli 8: Settu sumarmyndirnar á Netið án mikillar fyrirhafnar
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gott helgartilboð á Lunarpages í dag!
27.7.2008 | 11:25
Ég kíkti inn á Lunarpages áðan, en þeir eru með sérstaklega gott tilboð í dag fyrir pakka til tveggja ára, $3.47 á mánuði sem er í íslenskum krónum tæpar 284,- á mánuði í tvö ár, samtals kr. 6816,-. Mundu að slá inn "WoW50" í afsláttarreit til að fá tilboðið á þessu verði.
Fyrir hvern þann sem kaupir sér svæði á Lunarpages fæ ég $65.00 í hendurnar, hætti viðkomandi ekki við viðskiptin eftir 30 daga. Hljómar of vel til að geta verið satt? Um daginn fékk ég ávísun upp á tæpa 1000 dollara og gat skipt henni, þannig að þú gætir gert það sama. Allir viðskiptavinir Lunarpages geta tekið þátt í þessu.
Smelltu hérna ef þú ætlar að kaupa þér lén hjá Lunarpages og vilt leyfa mér að hagnast í leiðinni.
Innifalið:
- Netfang fyrir tölvupóst
- Kerfi til að setja upp vefverslun
- Afritun á efni vefsins
- Ókeypis uppsetning á þínu eigin bloggkerfi, skoðanakönnunum, myndasíðum, wikisíðun og fleira
- Styður Silverlight, Flash, Shockwave, myndbandsstreymi, hljóðstreymi og fleira
Tæknilegar upplýsingar:
- Bónus pakki af forritum metinn á kr. 63.300,-
- Ókeypis Lén
- Geymslupláss: 1.500 GB
- Bandvídd: 15.000 GB á mánuði
- 30 daga skilafrestur
- Stjórnborð á vefnum
- Ótakmarkaðir MySQL gagnagrunnar
- Ótakmarkaði postgre SQL gagnagrunnar
- Microsoft Frontpage Extensions
- Virkar með Dreamweaver
- Hægt að bæta við endalausum lénum
- Hægt að geyma endalausan fjölda léna á síðunni
- Hægt að bæta við endalausum undirlénum
- CGI-BIN
- FTP skráarflutningar
- Tölfræði um notkun á vefnum
- Apache 2
- Hægt að bæta við fyrir $2 á mánuði aukalega: Shell Access
- Ruby on Rails stuðningur
- PHP stuðningur
- PERL stuðningur
- SSI stuðningur
- Frábær þjónusta
Ég hef útskýrt hvernig hægt er að setja upp ýmislegt á vefnum með Lunarpages. Smelltu bara á tenglana hérna fyrir neðan til að skoða þetta betur.
Upplýsingatækni á vefnum
Kafli 1: Veistu hvernig þú kaupir eigið lén og vefsvæði fyrir kr. 370 á mánuði?
Kafli 2: Hvernig notarðu Fantastico til að skapa vefsíður?
Kafli 3: Hvernig seturðu upp hágæða vefumsjónarkerfi á 5 mínútum?
Kafli 4: Hvernig popparðu upp Joomla vefsíðu og gerir hana nothæfa?
Kafli 5: Hvernig seturðu upp þitt eigið bloggkerfi?
Kafli 6: Kauptu þér ódýrt .com eða .net vefsvæði og settu upp faglegan vef á stuttum tíma!
Kafli 7: Hvernig seturðu upp þína eigin vefverslun fyrir lítinn pening?
Kafli 8: Settu sumarmyndirnar á Netið án mikillar fyrirhafnar
Smelltu á Lunarpages til að kaupa lén, geymslupláss upp á 1,5 terrabæt, hraða nettengingu frá vefþjóninum, auk aðgangs að CPanel og Fantastico miðað við eins eða tveggja ára plön.
Mynd: Luxorion
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Góð leið til að eignast smá aukapening með Netinu
18.7.2008 | 10:15
Það muna kannski margir eftir netbólunni sem sprakk um aldamótin, þegar allir voru að finna leiðir til að hagnast fljótt og auðveldlega á netinu. Það þarf mikla vinnu til, til að slíkt gangi upp. Hins vegar eru til einstaka góð tækifæri á netinu sem áhugavert er að skoða. Gróðinn er ekkert svakalegur, en þú getur eignast vefsvæði og fengið smá aukapening í leiðinni.
Þú getur fengið greitt fyrir það eitt að mæla með góðu netfyrirtæki og setja tengla til þeirra á vefsíður þínar. Fyrir hvern nýjan viðskiptavin sem kaupir áskriftarpakka hjá þeim, færðu greidda 65 dollara. (Þeir senda ávísun þegar upphæðin er komin yfir 500 dollara). Þetta hljómar kannski of gott til að geta verið satt. En þetta er satt. Ég hef fengið minni fyrstu ávísun skipt, og kemur hún sér ágætlega á þessum síðustu og verstu tímum þegar öll lán hafa hækkað margfalt meira en bankarnir lofuðu þegar lánin voru tekin.
Það sem þú þarft að gera til að komast í þennan félagsskap er að smella á Lunarpages eða fara á lunarpages.com og kaupa þér lén með endingu eins og til dæmis .com, .net eða .org. Með fylgir vefsvæði upp á 1500 GB og með hraðri nettengingu. Mánaðargjaldið er um kr. 400,-
Það þarf að kaupa pakka til eins eða tveggja ára til að fá þessi kjör. Með í pakkanum fylgir fullt af forritum sem gera manni auðvelt að búa til vefsíður, bloggsíður, wikisíður, vefverslanir, spjallborð, og ýmislegt annað frá grunni, og auk þess fær maður boð um að gerast félagi (affiliate) þar sem maður fær greidda 65 dollara fyrir hvern nýjan viðskiptavin sem smellir á tengilinn.
Ég er búinn að smíða nokkrar vefsíður sjálfur:
Hérna fyrir neðan er dæmi um auglýsingaborða frá Lunarpages, sem hægt er að setja upp á vefsíðurnar.
Mynd af netleiðslu: goEmerchant
Mynd af veraldarvef: Do You Hear The Sound - There is a wind coming!
Hefur þér einhvern tíma dottið í hug að sniðugt væri að setja ljósmyndir þínar á vefinn og deila með fjölskyldum og vinum, en hætt við þegar þú áttaðir þig á að myndirnar færu inn á vefsvæði í eigum annarra, og viðkomandi gætu því nýtt myndirnar eins og þeim sýnist?
Ég var að prófa lausn á Lunarpages sem virkar vonum framar.
Til þess að geta gert þetta þarftu að kaupa pakka hjá Lunarpages fyrir um kr. 400 á mánuði í eitt eða tvö ár þar sem eftirfarandi fylgir:
Þitt eigið lén til lífstíðar með endingunum .com, .net, .org, .biz, .info, .name, eða .us (ég sting upp á .net þar sem það hljómar frekar íslenskt eða .com sem er góð alþjóðleg ending. Ég hef stofnað mörg svæði með Lunarpages, það nýjasta er seenthismovie.com, og einnig á ég heimspeki.net, og mörg fleiri sem ég ætla ekki að telja upp.
Geymslupláss upp á 1500 gígabæt. Til samanburðar kostar flakkari hjá att.is með 250 GB geymslurými kr. 10.950,- og til að fá sama geymslurými og hjá Lunarpages margaldarðu einfaldlega með 6.
Forrit til að setja saman alls konar veflausnir með fáeinum smellum, þar á meðal myndaalbúmið.
Auka forritapakki með alls konar lausnum eins og t.d. logogerð fylgja líka frítt með. Svona pakkar kosta yfirleitt nokkra tugi þúsunda.
En nú langar mig að kenna þér að setja upp myndagallerí á vefnum með Lunarpages tólunum CPanel og Fantastico, sem ég hef kynnt í fyrri greinum.
Eftir að hafa loggað þig inn á CPanel, velurðu 4Images Gallery.
Í kjölfarið velurðu einfaldlega 'New Installation', og þarft að samþykkja skilmála auk þess að fylla út í staðlaðar upplýsingar um notendanafn, lykilorð og staðsetningu á myndakerfinu.
Þegar þessu er lokið er myndavefurinn kominn í gang, en svona lítur hann út þegar þú hefur loggað þig inn í fyrsta sinn:
Til að komast inn í kerfið og byrja að hlaða inn myndum, velurðu 'Admin Control Panel' sem er neðarlega á síðunni. Þá færðu upp þennan glugga:
Til að komast í gang, mæli ég með að þú búir til einn efnisflokk, eða 'category' og setjir síðan myndir sem eiga við um þann flokk undir hann. Það er lítið mál að gera þetta, en það tók mig um tvær mínútur að læra þetta án þess að leita í leiðbeiningar.
Eftir fáeinar mínútur er komin upp myndasíða sem þú getur farið að sýna vinum og fjölskyldu. Það er einnig hægt að loka aðgangi fyrir óviðkomandi aðila.
Svona lítur svæðið mitt út eftir um tíu mínútur (með uppsetningu):
Þú getur kíkt á myndasvæðið mitt hérna. Veldu 'Movie Posters' flokkinn þar sem ég hef einungis sett myndir í hann.
Ég vona að þú setjir þetta upp. Það er gaman að þessu.
Upplýsingatækni á vefnum
Kafli 1: Veistu hvernig þú kaupir eigið lén og vefsvæði fyrir kr. 370 á mánuði?
Kafli 2: Hvernig notarðu Fantastico til að skapa vefsíður?
Kafli 3: Hvernig seturðu upp hágæða vefumsjónarkerfi á 5 mínútum?
Kafli 4: Hvernig popparðu upp Joomla vefsíðu og gerir hana nothæfa?
Kafli 5: Hvernig seturðu upp þitt eigið bloggkerfi?
Kafli 6: Kauptu þér ódýrt .com eða .net vefsvæði og settu upp faglegan vef á stuttum tíma!
Kafli 7: Hvernig seturðu upp þína eigin vefverslun fyrir lítinn pening?
Kafli 8: Settu sumarmyndirnar á Netið án mikillar fyrirhafnar
Eini kostnaðurinn felst í að smella á Lunarpages til að kaupa lén, geymslupláss upp á 1,5 terrabæt, hraða nettengingu frá vefþjóninum, auk aðgangs að CPanel og Fantastico fyrir kr. 400,- á mánuði, miðað við eins eða tveggja ára plön.
Ljósmyndir: Big Sky Montana, Skooogle.com
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Af hverju eru sjónvarpstæki farin í megrun?
4.6.2008 | 06:50
Manstu þegar sjónvarpstæki voru kubbar?
Allir vilja vera grannir, ef ekki í eigin persónu, þá með eigum sínum. Ný viðmið fyrir að vera svalur hefur komið fram. Ef þér gengur illa í megrun, fáðu þér græjur sem hefur gengið betur í megrunarkúrum.
Sony hefur framleitt 11 tommu sjónvarpstæki sem er aðeins 3 mm á þykkt. Hversu þykkt er það? Það er á við lengd hunangsflugu.
Samsung hefur framleitt þrisvar sinnum þykkari, 40 tommu sjónvarpstæki, en þau eru aðeins 10 mm þykk.
Af hverju eru þessi hátæknifyrirtæki að leggja svona mikið í þróun á einhverju sem virðist í fyrstu sýn ekkert annað en kjánaleg keppni um hver verður fyrstur til að vera þvengmjór? Er þessi samkeppni jafn óhöll og þegar ungar stúlkur keppast við að láta hvert einasta fitumerki hverfa, og fyrir vikið þjást af anorexíu? Ég held ekki.
Það sem fyrirtæki eins og Sony og Samsung græða á þessu er fullt af áhuga frá almenningi og trúverðugleika. Sá sem setur svona mikið í vöruþróun og nær slíkum árangri á háu stigið þýðir að viðskiptavinir hika ekki við að kaupa nýjustu græjurnar frá þeim, ef þær eru eitthvað nýtt og spennandi á viðráðanlegu verði. Með góðri ímynd seljast aðrar vörur betur.
Hvernig fara þeir að því að þróa þessi nauðaþunnu sjónvarpstæki? Sony notar lífrænar ljósleiðandi díóður (OLED), sem eru bjartari og skýrari en það sem hægt er að framleiða með LCD tækni.
Hvenær var þessi tækni fundin upp og hvar verður hún eftir tíu ár? Eastman Kodak fann upp á hinum lífrænu ljósleiðandi díóðum á 8. áratug 20. aldar, en þessar díóður eru í raun örsmáar lífrænar verur sem senda frá sér ljós þegar þær fá rafstuð.
Bandaríska ríkisstjórnin leggur gífurlegar upphæðir á rannsóknir OLED þessa dagana, og þar sem rannsóknarsjóðurinn er stjarnfræðilegur, enda bæði fengin úr skattpeningum borgara og greiðslu hátæknifyrirtækja til styrktar ríkinu, sem greiðir til baka með aukinni þekkingu, getum við búist við kaffibollum eftir nokkur ár með hreyfimyndum.
Við eigum eftir að geta límt sjónvarpsskjái á bílglugga og stofurúðuna, ímyndaðu þér að veggfóðra íbúðina með sjónvarpstækjum, þar sem að þessi tækni, þó að hún sé dýr í þróun akkúrat í dag, þá verður hún alls ekki dýr eftir nokkur ár þar sem aukahlutir eru tiltölulega ódýrir og aðgengilegir.
Ímyndaðu þér bíósal eða heimabíó með þessari tækni, þar sem allir veggir eru þaktir díóðuplötum og kvikmyndin getur umkringt þig, rétt eins og hljóðrásir gera í dag. Væri þetta ekki svalt?
Smelltu hér til að horfa á fróðlegt myndband frá Expert Village sem útskýrir hvernig díóður virka.
Myndir:
Gamalt sjónvarpstæki: iFelix.co.uk
Sony sjónvarp: Whatis.com
Hunangsfluga: Wikipedia.org
Samsung sjónvarp: fosfor gadgets
Díóða: teamxbox.com
Hvernig seturðu upp þína eigin netverslun fyrir lítinn pening?
20.5.2008 | 18:57
Ég hef skrifað nokkrar greinar um hvernig hægt er að nota LunarPages til að kaupa eigið lén, gríðarlega stórt geymslusvæði og setja upp bloggkerfi og vefumsjónarkerfi fyrir aðeins um kr. 370,- á mánuði, SAMTALS!
Það hefur tekið mig töluverðan tíma að finna út hvernig maður setur upp netverslun, en mér hefur loks tekist að finna kerfi sem ég er sáttur við. Fyrst prófaði ég öll kerfin sem Lunarpages býður upp á á Fantastico kerfinu, en líkaði ekkert sérstaklega við þau. Því fór ég að skoða önnur Open Source netverslunarkerfi, en lenti oftast í vandræðum með svæðismál, það er að segja, það var ekki auðvelt að íslenska síðurnar, og láta þær virka fyrir íslenskra þarfir.
Loks komst ég heilan hring og setti upp Cubecart, sem er valkostur hjá Lunarpages, og viti menn. Þetta gekk upp.
Skráðu þig inn á CPanel síðuna þína og smelltu á Fantastico af stjórnborðinu.
Næst velurðu Cubecart af Fantastico listanum.
Næst birtist lýsing á því hvað Cubecart er, en í stuttu máli er kerfinu lýst sem öflugri verslunarkörfu sem inniheldur óteljandi efnisflokka og vörur, margar greiðsluleiðir (það þarf að greiða fyrir sumar þeirra, en það er hægt að komast hjá því), niðurhalanlegar vörur.
Hægt er að nota Cubecart eins og maður vill, en það skilyrði fylgir að auglýsa þarf kerfið ef sú leið er valin. Það er hins vegar hægt að kaupa sig undan því.
Veldu New Installation.
Farðu yfir skilmálana og hakaðu við að þú samþykkir þá, til að halda áfram. Smelltu á Continue.
Næst þarftu að setja upp gagnagrunn. Þú þarft að taka fram í hvaða möppu innan vefþjóns þíns þú vilt geyma verslunina. Eðlilegt er að setja upp heitið "verslun" eða eitthvað sem lýsir versluninni vel. Ekki nota íslenska stafi í þessu heiti. Ég gef verslun minni heitið 'bokabuð'. Settu inn notandanafn vefstjóra, lykilorð, tölvupóst og fullt nafn. Ég mæli með að þú búir þér til flókið lykilorð og skiptir um það reglulega vegna upplýsingaöryggis. Smelltu síðan á Install CubeCart.
Næsti gluggi býður þér að klára uppsetninguna. Til þess, smelltu á Finish Installation.
Upp kemur gluggi með upplýsingum um notandanafn og aðgangsorð, og vefsljóð fyrir stjórnanda og notendur. Tvö aðskilin vefsvæði hafa semsagt verið sett upp, eitt fyrir verslunarrekendur og hitt fyrir notendur. Ég mæli með að þú sendir sjálfum þér (eða sjálfri þér) þessar upplýsingar í tölvupósti, og smellir síðan á svæðin til að skoða þau betur.
Verslunin lítur svona út áður en byrjað er að krukka í þýðingu og setja inn vörur og vöruflokka:
Þegar þú opnar admin svæðið þarftu hins vegar að gefa upp notandanafn og aðgangsorð.
Eftir að hafa slegið inn rétt aðgangsorð opnast nýr heimur: heimur netverslunareigandans.
Meira um stillingar netverslunarinnar í næstu færslu.
Til að geta gert allt þetta, kauptu þér lén og kerfi á LunarPages.
Upplýsingatækni á vefnum
Kafli 1: Veistu hvernig þú kaupir eigið lén og vefsvæði fyrir kr. 370 á mánuði?
Kafli 2: Hvernig notarðu Fantastico til að skapa vefsíður?
Kafli 3: Hvernig seturðu upp hágæða vefumsjónarkerfi á 5 mínútum?
Kafli 4: Hvernig popparðu upp Joomla vefsíðu og gerir hana nothæfa?
Kafli 5: Hvernig seturðu upp þitt eigið bloggkerfi?
Kafli 6: Kauptu þér ódýrt .com eða .net vefsvæði og settu upp faglegan vef á stuttum tíma!
Kafli 7: Hvernig seturðu upp þína eigin vefverslun fyrir lítinn pening?
Eini kostnaðurinn felst í að smella á LunarPages til að kaupa lén, geymslupláss upp á 1,5 terrabæt, hraða nettengingu frá vefþjóninum, auk aðgangs að CPanel og Fantastico fyrir kr. 370,- á mánuði, miðað við eins eða tveggja ára plön.