Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Hvernig notarðu Fantastico til að skapa vefsíður?

Í bloggi mínu Veistu hvernig þú kaupir eigið lén og vefsvæði fyrir kr. 370 á mánuði útskýrði ég hvernig maður fer að því að fá sér hræódýrt lén, og þar að auki mikið og traust vefsvæði hjá LunarPages.

Nú ætla ég að setja upp vefsíðu með CPanel og Fantastico, frábærum tólum sem fylgja með áskriftinni.

Ég byrja á að slá inn vefslóðina sem ég hef keypt, í mínu tilfelli er það "http://thinking4thinking.com" og við vefslóðina bæti ég einfaldlega "/cpanel". Þannig lítur vefslóðin út:

Skráðu þig inn með notandanafni og lykilorði sem þér hefur verið úthlutað af LunarPages.  

Fyrsti glugginn sem birtist er stjórnborðið, en á því er mikill fjöldi möguleika. Til að fara inn á svæði sem inniheldur kerfi sem þú getur sett upp, veldu Fantastico sem þú finnur neðst til hægri.

CPanelControlPanel

Á þessari síðu geturðu búið til ýmsar gerðir vefsíðna með ólíkum vefkerfum. Þú getur smíðað með engum erfiðleikum:

  • Bloggsíður (eins margar og þig langar í)
  • Vefumsjónarkerfi til að halda utan um vefsíður
  • Beiðnakerfi (til að svara þörfum viðskiptavina)
  • Spjallborð (til að ræða öll möguleg mál)
  • Rafræn viðskipti (til að opna netverslun)
  • Spurt og svarað (kerfi til að svara spurningum á skipulegan hátt)
  • Myndagallerí (kerfi til að geyma myndir á netinu)
  • Póstlistar (kerfi þar sem notendur vefseturs geta skráð sig á tölvupóstlista)
  • Skoðanakannanir (kerfi sem gera þér fært að átta þig á skoðunum þeirra sem nota síðuna)
  • Verkefnisstjórnunarkerfi (kerfi sem hjálpa þér að halda utan um verkefni á vefnum)
  • Sniðmátskerfi (kerfi sem hjálpar þér að setja persónulegar upplýsingar á allar vefsíður sem þú heldur utan um.
  • Wikikerfi (kerfi sem hjálpar þér að safna saman upplýsingum á einum stað um ákveðna hluti, hvaða notandi getur breytt skjölum og síðan geturðu læst þeim sem að þú vilt halda óbreyttum.)
  • Önnur kerfi (meðal annarra kerfi eru kennslukerfið Moodle og uppboðskerfi)

Ég ætla að setja upp vef á næstu dögum og leiðbeiningar samhliða um hvernig svona kerfi eru sett upp þegar notandi er kominn með LunarPages kerfið í gang. 

 

Upplýsingatækni á vefnum

Kafli 1: Veistu hvernig þú kaupir eigið lén og vefsvæði fyrir kr. 370 á mánuði

Kafli 2: Hvernig notarðu Fantastico til að skapa vefsíður?

 

Mundu að smella á LunarPages og kaupa kerfið gegnum þennan tengil, en þannig fæ ég greiðslu fyrir þessar rafrænu kennslustundir. Þetta eru svokallaðar sigur-sigur aðstæður þar sem að allir græða. Svo er líka hörkugaman að grúska og pæla í þessu.


Hvernig YouTube myndböndum er stungið í bloggfærslu

Ég hef verið beðinn um að útskýra fyrir nokkrum notendum á moggablogginu hvernig maður fer að því að setja YouTube myndbönd inn á bloggið. Ég ákvað að búa til sýningu sem gerir þetta ljóst í eitt skipti fyrir öll. Ekki grunaði mig hvað það tæki ógurlega mikinn tíma að búa til svona einfalda sýningu. Vonandi geta bloggfélagar mínir nýtt sér þetta og haft gaman af.

Smelltu hérna til að opna Flash sýningu um hvernig YouTube myndbönd eru sett inn á bloggfærslur á blog.is (um 5 MB).

Einnig er hægt að hægrismella á þennan tengil og vista Flash sýninguna á harða diskinum og keyra þaðan.

Það sem þarf:

Aðgang að blog.is

Aðgang að YouTube.com

Vera með Internet Explorer

Kunna á copy/paste skipanirnar

 

Hérna fyrir neðan er myndbandið sem ég sótti á YouTube, Hey Jude.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband