Að öðlast frelsi, hamingju og ró í þessum klikkaða heimi

Leitin að frelsi, hamingju og hugarró er kannski meiri sköpun en leit. Við þurfum að sníða okkur ákveðið hugarfar til að öðlast þessa hluti. 

Fyrsta skrefið er þá sjálfsagt að átta sig á að eitthvað er að, að af einhverjum ástæðum finnst okkur við ekki vera frjáls, hamingjusöm og með hugarró, og þá fyrst sjáum við að eitthvað þarf að breytast til að öðlast þessi ágætu gæði. 

Það gæti farið eftir því hversu þroskuð við erum og hvar við erum stödd í lífinu, hversu vel okkur gengur eða illa, hvernig aðstæður við lifum og hrærumst í, en umfram allt er það hugarfarið sjálft sem skiptir máli; og það er aðeins ein manneskja sem getur breytt hugarfari: sú manneskja sem hefur viðkomandi hug.

Sköpun á þessu hugarástandi sem felur í sér að finna frelsi, hamingju og hugarró getur tekið allt lífið, og jafnvel þó að það takist ekki að ljúka þessari sköpun áður en lífinu lýkur, þá er leitin einhvers virði í sjálfu sér. 

Við sköpum frelsið með því að þekkja og skilja heiminn í kringum okkur, með því að vera forvitin og full af undrun, með góðmennsku, með því að tjá okkur af hreinskilni og uppgötva þannig hver við erum, með því að velja það sem við teljum að er gott og rétt, og láta það óhagganlega eiga sig.

Við sköpum hamingju þegar við finnum gleðina í minnstu hlutum, og alls ekki út frá því hvernig aðrir dæma okkur, heldur út frá okkar eigin gildum og vilja. Við þurfum að sætta okkur við það sem við höfum og það sem við erum, með því sköpum við hamingjuna. 

Hugarró sköpum við með því að veita þeim sem elska okkur ást og öryggi, og með því að sætta okkur við að við getum ekki stjórnað öllu, og frá því að átta okkur á að fortíðin er eitthvað sem við getum ekki breytt, og að framtíðin er ekki eitthvað sem er til, og að við höfum aðeins eitthvað örlítið vald yfir núinu. Þetta vald yfir núinu getur haft einhver áhrif á framtíðina, og getur verið byggt á því sem við þekkjum úr fortíðinni, og við getum valið það sem við teljum vera gott og rétt, en við getum ekki séð fyrir afleiðingar þess sem við veljum.

Það að skapa þessi gildi, ekki bara leita þeirra, er ferðalag sem getur tekið alla ævina, sem krefst í sjálfu sér að við verðum að vera þolinmóð, bæði gagnvart sjálfum okkur og svo þeim sem ferðast með okkur gegnum samtímann.

 


Við veljum það sem við erum hverja einustu stund

Að komast að því hvort hugmynd sé góð eða slæm er svolítið eins og að komast að því hvort matur sé góður eða slæmur, hvort hann lykti vel eða illa, hvort hann bragðist vel, hvort að hann líti vel út, hvort að áferðin fari vel í mann. Það er mun...

Hvernig vinahópurinn litar heimsmynd okkar

Það er góð hugmynd að kenna ungum börnum að lita og fræða þau aðeins um hvernig litirnir blandast saman. Yfirleitt uppgötva þau sjálf hvað gerist ef þau velja bjarta og glaðlega liti, þá lita þau bjartar og glaðlegar myndir. Ef þau velja hins vegar dökka...

Breyttu skapinu þínu, breyttu lífinu. 30 daga áskorun!

Epíktet skrifaði fyrir um 2000 árum að ef við misstum stjórn á skapi okkar, eða værum í skapi sem við vildum ekki vera í, þá gætum við breytt því. Hann segir þannig frá aðferðinni sem hann beitti á sjálfan sig í Samræðum sínum: “Ef þú vilt ekki...

Norræn hógværð: eitthvað sem Íslendingar mættu læra?

Í Noregi og Danmörku, og hugsanlega víðar á norðurlöndum, er nokkuð til sem kallað er ‘janteloven’, en það virðist vera ríkjandi viðhorf að gera lítið úr yfirburðum einstaklinga sem hafa náð langt á einhverju sviði, og gert grín að þeim þegar...

Um hamingjuna

Samkvæmt stóuspekingum er svarið nokkuð skýrt. Hamingjan finnst í dyggðum og því að lifa í samræmi við eigið eðli. Hún snýst um að sætta sig við það sem við getum ekki breytt og einbeita okkur að því sem við getum breytt. Með því móti getum við fundið...

Um skyldusiðfræði og nytjahyggju

Eftir samræðu í gær fór ég að velta fyrir mér íslensku siðferði, hvað það væri sem stýrir hegðun okkar meira, skylda okkar til að gera það sem við trúum að er gott og rétt, eða afleiðingar þess sem við gerum. Heimspekingar hafa lengi deilt um það hvor...

Um að bæta hegðun okkar og hugsun

Það er sífellt eitthvað sem við getum bætt í okkur eigin lífi, en til að bæta okkur á ákveðnu sviði þurfum við að þjálfa okkur, venja okkur á þessa góðu hluti. Að minnsta kosti síðustu 2000 árin hefur verið talað um að ef við viljum bæta okkur á...

Um heimspekinga og leit að visku og skilningi

Oft hef ég heyrt fólk segja þegar mér dettur í hug að velta aðeins betur fyrir mér hugmyndum sem ræddar eru í daglegu tali að ég sé alltof heimspekilegur. Reyndar tek ég því ekki illa, þó að oft greini ég háð frá sumum þeirra sem skjóta þessu að mér. Frá...

Um illgresið fordóma

Mesti vandinn við fordóma er að við vitum ekki af þeim. Þeir læðast hægt og hljótt inn í líf okkar, og ef við höfum athyglina ekki í nægi, grafa þeir sig niður í svörðinn, eins og illgresi, sem verður til þess að okkur finnst þeir afar eðlilegur hluti af...

Um það sem við ættum að þrá og forðast

Allt það sem ég get breytt er eitthvað sem felst í skoðunum okkar, þekkingu og hegðun, en allt það sem við getum ekki breytt stendur fyrir utan okkur, til dæmis fortíðin og framtíðin, skoðanir, þekking og hegðun annarra. Eitthvað er það þó sem við getum...

Um það mögulega og ómögulega

Hver kannast ekki við þá löngun að geta ýmsa ómögulega hluti eins og lifa að eilífu, öðlast fullkomleika, vita allt, geta allt, fara aftur í tímann og laga eigin mistök, öðlast vinsælda meðal allra, ráða öllu, búa yfir stöðugri hamingju, endalausum auði...

Um jákvæða og neikvæða gagnrýni

Til er alls konar gagnrýni. Við gagnrýnum bækur og kvikmyndir, greinar í tímaritum, stjórnmálamenn og skoðanir. Oft er þessi gagnrýni byggð á tilfinningu og skoðunum, og fer ekkert endilega djúpt. Þegar gagnrýnin fer dýpri og beinist að því að bæta...

Um ný orð

Snemma á níunda áratug síðustu aldar sat ég í bíl með nokkrum heimspekinemum og Þorsteini Gylfasyni, sem þá kenndi okkur áfanga í HÍ um ‘sköpun’. Þetta var einstaklega skemmtilegur og áhugaverður kúrs sem gaf margar nýjar hugmyndir. En í...

Um þekkingu og fordóma

Í fyrstu hljómar það undarlega að velta fyrir sér hvort að hugtökin sem við veltum fyrir okkur séu byggð á þekkingu eða skilningi annars vegar eða skoðunum og fordómum hins vegar, en málið er að áður en við látum til okkar taka í stóru málunum, þá þurfum...

Um heimspekilegar spurningar

Fólk er ólíkt. Sumir eru sáttir við að heimurinn sé nákvæmlega það sem hann virðist vera og aðrir vilja skyggnast dýpra. Þeir sem vilja skyggnast dýpra gera sér grein fyrir að ekki er allt sem sýnist. Sumir þeirra reyna að útskýra heiminn út frá eigin...

Um nám og fordóma

Það er margt sem við vitum ekki. Eitt af því fyrsta sem við lærum þegar við skoðum eitthvað nýtt, er hversu lítið við í raun vitum um það og skiljum. Ef við losum okkur ekki við fordóma okkar þegar við hefjum nýtt nám, þá munu þessir fordómar lita allt...

Um hamingjuleitina

Engum af þeim sem þekkir mig vel er það launungarmál hversu hrifinn ég er af stóískri heimspeki. Mér finnst nálgun hennar á lífið og tilveruna afar skynsamleg, sérstaklega eftir að ég hef sjálfur gengið í gegnum ýmislegt í þessu lífi sem hefði getað...

Um ótta, kvíða, öfund, illgirni og græðgi

Öll upplifum við einhvern tíma í okkar eigin huga ótta, kvíða, öfund, illgirni og græðgi. Við gætum talið þessar tilfinningar óæskilegar, sérstaklega sem lífsreglur, enda sjáum við að afleiðingar þeirra geta verið afar slæmar bæði fyrir okkur sjálf í...

Um hugrekki

Við vitum hvað hugrekki er þegar við sjáum það, og ekki nóg með að við vitum það, við dáumst að því, hvort sem við sjáum hugrakka manneskju að verki eða lesum um hugrakka hetju í sögu. Hugrekki er ein af dyggðunum, eitt af því góða sem við getum ræktað í...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband