Grindvíkingar: flóttafólk í eigin landi og æðruleysið

DALL·E 2023-11-11 08.22.58 - A dramatic scene of cowboys fleeing from a volcanic eruption in Grindavík, Iceland. In the foreground, a Middle-Eastern man is riding a horse, gallopi

Gærdagurinn var súrrealískur og framhaldið er það líka. Við flúðum Grindavík um kl. 19:00 þar sem barnabörn sem við gættum voru orðnar óttaslegnar vegna jarðskjálfta, og við vildum umfram allt koma þeim í skjól. Neyðarástand var í bænum en á algjörlega persónulegum forsendum. Við keyrðum ekki rakleitt í bæinn, enda Grindavíkurvegurinn farinn í sundur, heldur ókum Suðurstrandaveginn alla leið til Hveragerðis því við vorum meðvituð um sterka jarðskjálfta í Þrengslunum og við Raufarhólshelli sem höfðu átt sér stað síðustu daga. Og um kl. 2 í nótt kom barnabarn í heiminn.

Það hefur verið afar fallegt að heyra í fjölskyldu, vinum og kunningjum nær og fjær boðin og búin að bjóða aðstoð og húsnæði. Við fundum skjól í íbúð foreldra minna. Svolítið sérstakt að vera fluttur heim kominn yfir fimmtugt. Það sama hefur heyrst frá öðrum Grindvíkingum, þeim er tekið með opnum örmum víða um samfélagið. Fátt er fallegra en slík gjafmildi. Þarna þekki ég Ísland æsku minnar.

Þetta ástand vekur vissulega upp minningar, í raun eru þetta þriðju náttúruhamfarirnar sem ég upplifi á eigin skinni. Og ég ræddi þetta aðeins við vinnufélaga um daginn sem hafði upplifað hræðilegt snjófljóð í sinni æsku, en áhrifin á okkur bæði voru sú að við byrjuðum að rækta með okkur æðruleysi, til þess einfaldlega að geta höndlað ástandið í okkar eigin sál, brugðist við ástandinu án þess að bugast og finna styrkleika sem býr óbrigðull innra með okkur, ef við aðeins kunnum að leita hans.

Þetta er samt ekki eitthvað sem venst, en fyrir vikið verður stóuspekin mér ennþá kærari, en hún kennir að einbeita okkur að því sem maður getur sjálfur breytt, frekar en öllu því stjórnlausa sem getur oltið yfir mann, öllu því sem getur gerst; hamfarir, slys. Það versta er nefnilega að gera ekki greinarmun á því valdi sem við höfum yfir sjálfum okkur, og gert sjálf okkur að fórnarlömbum ytri aðstæðna.

Ég get ekki stjórnað fellibyl, flóði, fjármálakreppum, jarðskjálftum og eldgosum, en get haft djúp áhrif á hvernig ég sjálfur bregst við þessu öllu saman, og besta leiðin sem ég þekki til þess er að rækta dyggðir í sjálfum mér og átta mig á því sem hefur raunverulegt gildi í þessu lífi. 

Til eru hundruðir dyggða til að velja úr, en stóuspekingar mæla með einhverjum þeirra og ég hef verið að rækta sumar þeirra í eigin sálargarði síðustu áratugina, dyggðir eins og visku, hugrekki, réttlæti, góðvilja, hófsemi og þrautseigju. Mér hefur gengið frekar illa með hófsemina þegar kemur að því að gúffa í sig súkkulaði, en er annars nokkuð góður, sífellt á betri veg. Það sem ég hef helst lært af þessari vegferð er að þessu námi lýkur aldrei, það er stöðugt hægt að bæta sig, og ég finn hvað það er margfalt betra en að reyna það ekki. 

Það var fyrst í framhaldsskóla sem ég kynntist verkum Epíktetusar, í gegnum bókina ‘Hver er sinnar gæfu smiður’, en Gunnar Dal og Gunnar Hersveinn mæltu báðir með henni, og næsti heimspekingur sem ég lærði um og dáðist af var Sókrates, sem kenndi mér vitsmunalega auðmýkt, þó að hann hafi verið á lífi. Aristóteles kenndi mér eitthvað um að leita upplýsinga og sönnunargagna fyrir því sem við höldum um heiminn. Kant kenndi mér að einn besti leiðarvísirinn gegnum lífið er að meta góðvild mikils, sérstaklega þegar hún kemur frá manni sjálfum. Ég hef notið þess að læra heimspeki með yndislegum manneskjum eins og Gunnari Hersveini (sem kom mér á slóðina), Páli Skúlasyni, Róberti Haraldssyni, Hreini Pálssyni, Þorsteini Gylfasyni, Arnóri Hannibalssyni, Mikael M. Karlssyni, Matthew Lipman, Marc Weinstein og Ann Margaret Sharp.

Það hefur verið gott að vera í fylgd slíkra manneskja, sem gera að ævistarfi sínu leit að áreiðanlegri þekkingu og visku til að fara vel með hana. Þetta eru mínar fyrirmyndir, en stærsta fyrirmyndin felst samt djúpt í sjálfum mér, barninu í mér, þessu sem er sífellt leitandi, sem veit að það veit ekki, sem reynir að kynnast dygðunum og vinna með þær, þjálfa þær í verki, læra þær af alúð.

Þetta þýðir að sama hvað á bjátar, sama hvað gerist, þrátt fyrir hamfarir og erfiðar aðstæður, þá er það sem mest skiptir eitthvað heilt og gott sem getur búið með okkur öllum.


Flóttinn frá Grindavík: þegar hið ómögulega sprettur úr hinu mögulega

Þessi færsla er skrifuð óvenju seint, enda hefur verið nóg í gangi hjá okkur síðustu sólarhringana. Yfirleitt les ég einhverja smá heimspeki, skrifa spurningu og svara henni síðan á milli kl. 6 og 7:30 hvern morgun. Undanfarið hef ég verið að deila...

Jarðskjálftarnir í Grindavík: veruleiki og ímyndun

Í nótt héldu jarðskjálftar í Grindavík fyrir mér vöku frá kl. 12-4. Ég upplifði þá sem einn stanslausan skjálfta og oft lék húsið á reiðiskjálfi. Ég heyrði djúpar drunur koma á undan hverjum skjálfta, eins og einhver risastór hvalur úr eldi og...

Leitin að sjálfstæðri hugsun

Undanfarið hef ég verið að velta fyrir mér hvað það er sem ég met mest í þessu lífi, eitthvað sem hefur rist djúpt og leitt mig frá barnæsku til dagsins í dag. Svarið sem ég fann kom mér svolítið á óvart, því ég hef í raun aldrei komið þessu í orð fyrir...

Hvað kostar að vanrækja skyldur okkar og störf?

Ef við sinnum skyldum okkar ekki af alúð og ábyrgð getur það haft dýpri áhrif á okkur sjálf, nærumhverfið og samfélagið allt en okkur grunar í fyrstu. Hugsum okkur þrjár manneskjur sem eru að velta þessu fyrir sér, fagmann, verkamann og námsmann. Ef...

Að öðlast frelsi, hamingju og ró í þessum klikkaða heimi

Leitin að frelsi, hamingju og hugarró er kannski meiri sköpun en leit. Við þurfum að sníða okkur ákveðið hugarfar til að öðlast þessa hluti. Fyrsta skrefið er þá sjálfsagt að átta sig á að eitthvað er að, að af einhverjum ástæðum finnst okkur við ekki...

Við veljum það sem við erum hverja einustu stund

Að komast að því hvort hugmynd sé góð eða slæm er svolítið eins og að komast að því hvort matur sé góður eða slæmur, hvort hann lykti vel eða illa, hvort hann bragðist vel, hvort að hann líti vel út, hvort að áferðin fari vel í mann. Það er mun...

Hvernig vinahópurinn litar heimsmynd okkar

Það er góð hugmynd að kenna ungum börnum að lita og fræða þau aðeins um hvernig litirnir blandast saman. Yfirleitt uppgötva þau sjálf hvað gerist ef þau velja bjarta og glaðlega liti, þá lita þau bjartar og glaðlegar myndir. Ef þau velja hins vegar dökka...

Breyttu skapinu þínu, breyttu lífinu. 30 daga áskorun!

Epíktet skrifaði fyrir um 2000 árum að ef við misstum stjórn á skapi okkar, eða værum í skapi sem við vildum ekki vera í, þá gætum við breytt því. Hann segir þannig frá aðferðinni sem hann beitti á sjálfan sig í Samræðum sínum: “Ef þú vilt ekki...

Norræn hógværð: eitthvað sem Íslendingar mættu læra?

Í Noregi og Danmörku, og hugsanlega víðar á norðurlöndum, er nokkuð til sem kallað er ‘janteloven’, en það virðist vera ríkjandi viðhorf að gera lítið úr yfirburðum einstaklinga sem hafa náð langt á einhverju sviði, og gert grín að þeim þegar...

Um hamingjuna

Samkvæmt stóuspekingum er svarið nokkuð skýrt. Hamingjan finnst í dyggðum og því að lifa í samræmi við eigið eðli. Hún snýst um að sætta sig við það sem við getum ekki breytt og einbeita okkur að því sem við getum breytt. Með því móti getum við fundið...

Um skyldusiðfræði og nytjahyggju

Eftir samræðu í gær fór ég að velta fyrir mér íslensku siðferði, hvað það væri sem stýrir hegðun okkar meira, skylda okkar til að gera það sem við trúum að er gott og rétt, eða afleiðingar þess sem við gerum. Heimspekingar hafa lengi deilt um það hvor...

Um að bæta hegðun okkar og hugsun

Það er sífellt eitthvað sem við getum bætt í okkur eigin lífi, en til að bæta okkur á ákveðnu sviði þurfum við að þjálfa okkur, venja okkur á þessa góðu hluti. Að minnsta kosti síðustu 2000 árin hefur verið talað um að ef við viljum bæta okkur á...

Um heimspekinga og leit að visku og skilningi

Oft hef ég heyrt fólk segja þegar mér dettur í hug að velta aðeins betur fyrir mér hugmyndum sem ræddar eru í daglegu tali að ég sé alltof heimspekilegur. Reyndar tek ég því ekki illa, þó að oft greini ég háð frá sumum þeirra sem skjóta þessu að mér. Frá...

Um illgresið fordóma

Mesti vandinn við fordóma er að við vitum ekki af þeim. Þeir læðast hægt og hljótt inn í líf okkar, og ef við höfum athyglina ekki í nægi, grafa þeir sig niður í svörðinn, eins og illgresi, sem verður til þess að okkur finnst þeir afar eðlilegur hluti af...

Um það sem við ættum að þrá og forðast

Allt það sem ég get breytt er eitthvað sem felst í skoðunum okkar, þekkingu og hegðun, en allt það sem við getum ekki breytt stendur fyrir utan okkur, til dæmis fortíðin og framtíðin, skoðanir, þekking og hegðun annarra. Eitthvað er það þó sem við getum...

Um það mögulega og ómögulega

Hver kannast ekki við þá löngun að geta ýmsa ómögulega hluti eins og lifa að eilífu, öðlast fullkomleika, vita allt, geta allt, fara aftur í tímann og laga eigin mistök, öðlast vinsælda meðal allra, ráða öllu, búa yfir stöðugri hamingju, endalausum auði...

Um jákvæða og neikvæða gagnrýni

Til er alls konar gagnrýni. Við gagnrýnum bækur og kvikmyndir, greinar í tímaritum, stjórnmálamenn og skoðanir. Oft er þessi gagnrýni byggð á tilfinningu og skoðunum, og fer ekkert endilega djúpt. Þegar gagnrýnin fer dýpri og beinist að því að bæta...

Um ný orð

Snemma á níunda áratug síðustu aldar sat ég í bíl með nokkrum heimspekinemum og Þorsteini Gylfasyni, sem þá kenndi okkur áfanga í HÍ um ‘sköpun’. Þetta var einstaklega skemmtilegur og áhugaverður kúrs sem gaf margar nýjar hugmyndir. En í...

Um þekkingu og fordóma

Í fyrstu hljómar það undarlega að velta fyrir sér hvort að hugtökin sem við veltum fyrir okkur séu byggð á þekkingu eða skilningi annars vegar eða skoðunum og fordómum hins vegar, en málið er að áður en við látum til okkar taka í stóru málunum, þá þurfum...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband