Leitin að heiðarleika og hreinskilni

DALL·E 2023-12-01 08.13.24 - A cosmic landscape featuring a cowboy as the main protagonist, facing dragons and mythical creatures. The scene symbolizes the author's inner battles

Sem barn og unglingur stóð ég sjálfan mig að því að vera manneskja sem ég vildi ekki verða. Þá laug, blekkti ég og sveik fólk. Til allrar hamingju áttaði ég mig á að þessi hegðun hafði slæm áhrif á þá sem urðu fyrir þessari hegðun, og það sem meira var, minn eigin hugur varð skakkur þannig að ég gat ekki hugsað rökrétt. Ég hafði trú á að fylgja eigin tilfinningum, en það leiddi mig aðeins í hegðun sem ekki reyndist eftirsóknarverð. 

Þegar ég hafði áttað mig á þessu ákvað ég að breyta hegðun minni, og ég reyndi að finna fólk til að ræða við um þessar innri pælingar sem ég átti með sjálfum mér, en fann ekki mikið af manneskjum sem höfðu áhuga á slíkum málum. Þannig að ég átti helst samræður með sjálfum mér þegar ég fór í langa sturtu hvern einasta morgun. Ég las mikið, aðallega skáldsögur og teiknimyndasögur og fann fyrirmyndir í þeim sögum, og fann einnig góðar fyrirmyndir í fjölskyldu minni.

En það var samt ekki fyrr en ég rakst á bókina ‘Hver er sinnar gæfu smiður’ eftir Epíktet, að ég sá í fyrsta skipti heimspekibók sem tók á þessum hugmyndum sem ég hafði verið að pæla í, og las hana fljótt upp til agna. Það leið ekki á löngu áður en ég slysaðist í heimspekikúrs í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, þar sem Gunnar Hersveinn Sigursteinsson sýni okkur merkingu, sögu og tilgang heimspekinnar, og benti okkur á bókina ‘Síðustu dagar Sókratesar’, að ég áttaði mig betur á hvað ég þurfti að gera við mína eigin sál. 

Á kvöldin eftir skóla og um helgar vann ég á bensínstöð í Suðurfelli og hafði bókina með mér. Ég las hana ekki bara einu sinni, heldur margoft. Ég skildi Sókrates svo vel, mér fannst hugsanir hans svo tengdar inn í mínar, og sérstaklega þegar hann ræddi um að hið órannsakað líf væri ekki vert þess að lifa því og hvernig flestir þóttust vita eitthvað sem þeir vissu ekki, og hann væri aðeins vitrari sjálfur vegna þess að hann þóttist ekki vita neitt. 

Þetta gekk svo langt að þegar ég sótti um háskóla fékk ég bæði inn í verkfræði og heimspeki, en ég fann að heimspekin snerti mig djúpt og að hún var eitthvað sem ég þurfti inn á við, á meðan verkfræðin væri tæknilegri og vísaði út á við. Ég valdi heimspekina og hef ekki séð eftir því. 

Síðan þá hef ég fengið tækifæri til að kynnast einstaklingum sem hugsa með þessum hætti, leita inn á við og velta fyrir sér heiminum, rökunum, þekkingunni, siðferðinu, fegurðinni, og öllu því sem gefur lífinu djúp gildi, án þess að byrja með einhverri skáldaðri forsendu annarri en þeirri að við getum treyst rökhugsuninni og reynslu okkar að einhverju leyti.

En rökfræðin kenndi mér hversu flókið það getur verið að hugsa skýra hugsun til enda, og hvernig lygar, blekkingar og þá einnig svik, geta varpað skýrri hugsun fyrir borð á þessu skipi sem gott hugarfar getur verið. Þegar ég skyldi þetta af dýpt, ákvað ég að leita eftir innri hegðun sem væri í samræmi við þetta. 

Kannski er það sjálfsagður hlutur fyrir fullt af fólki að segja alltaf satt, vísa veginn og byggja traust, en það var ekki sjálfsagður hlutur fyrir mig; en þetta varð leiðin eftir að ég áttaði mig betur á hlutunum og því hvernig manneskja ég vildi vera. Ég ákvað að láta minn eigin góða vilja gagnvart öðrum og sjálfum mér ráða för, og þrátt fyrir þetta, og stöðugt nám, hef ég fundið fullt af hindrunum í veginum, bæði sem koma að innan og að utan. 

Það tók mig mörg ár að finna góðan leiðarvísi gegnum þennan ólgusjó lífsins, áttavita sem virkaði, en það var þegar ég fór að rannsaka stóuspekina betur og dyggðirnar; og áttaði mig á að dyggðirnar voru ekki einhver kenning sem hömruð var inn í hausinn á fólki, heldur verkfærakista sem hægt var að nota til að byggja upp eigið líf. 

Hægt var að velja þær dyggðir sem manni þóknaðist sjálfur og byggja líf sitt í kringum þær, dyggðir eins og hreinskilni, heiðarleika og leit að visku. Svo fór ég að átta mig á því hvernig ólík samfélög byggðu á dyggðum, og tengdu þær í þau gæði sem þau mátu mest, og þannig urðu trúarbrögð og trúarsamfélög til. Þau eru byggð á gildum og dyggðum, en í stað þess að hver einstaklingur uppgötvi og velji gildin og dyggðirnar út frá eigin rannsóknum, þá er búið að pakka þeim inn í gjöf sem börn fá aðgang að frá fæðingu og þiggja svo endanlega um fermingu.

Ég fékk slíkan pakka og er þakklátur fyrir hann, en ég get líka séð hvernig hann var byggður upp og hvernig hann hefur haft áhrif á hvernig við lifum lífinu. Mér verður stundum hugsað til hvernig lífið væri á Íslandi í dag ef við hefðum haldið uppi sem æðsta gildinu, heiðrinum, í stað fyrirgefningarinnar sem kom með kristninni; og hef velt fyrir mér hvort við séum nógu sjálfstæð og spök til að byggja kerfi sem meðtekur ólík gildi og forgangsröðun á dyggðum en við eigum að venjast, sem þýðir þá að við tökum sem gild bæði öll möguleg trúarbrögð og þá sjálfstæðu leit einstaklinga sem fram fer utan trúarbragðanna.

En ég hef mínar efasemdir, því ég sé leiðtoga í stjórnmálum ljúga, blekkja og svíkja, standa gegn eigin loforðum í stað þess að standa við þau. Í heimspekinni og rökfræðinni lærum við nefnilega að greina hvenær verið er að segja satt samkvæmt ströngum reglum rökfræðinnar og hvenær er verið að segja ósatt með mælskulist og rökvillum, og því miður er gríðarlega mikið af orðræðu sem fer á hrakhóla vegna þess að fólk er að berjast fyrir einhverjum einkahagsmunum, skammtímasjónarmiðum og fordómum. 

Og ég sé að það er erfitt að uppræta allar þessar samsæriskenningar og lygar, því þær falla hratt yfir allan heiminn eins og ryk, og það tekur sannleikann langan tíma að strjúka lygunum í burtu, því um leið og einn blettur er orðinn hreinn, þá fellur ryk samtímis á hann. Hvað veldur því að fólk ljúgi, blekki og svíki getur verið margskonar, það getur verið einhver hræðsla, löngun til að fela eitthvað vandræðalegt, einhvern langar að vinna leik með því að svindla, til að þykjast vera betri en einhver annar, til að verja eigin hagsmuni. Ástæðurnar geta verið margar og flóknar.

Sjálfum finnst mér betra að leita eftir því sem er satt, ég finn næringu í því, hef litla þörf til að deila pælingum mínum, en finnst allt í lagi að fólk viti að svona hugsa ég og lifi, og ákvað fyrir nokkrum vikum að deila dagbókarfærslum mínum og spurningum á blogginu og Facebook. Það hefur gefið lífi mínu nýja vídd.


Mannlegt eðli: að verða meira manneskjur

Tré vaxa og blóm blómstra, þau nærast á jörð og regni. Dýr fæðast, þroskast og deyja, þau geta hreyft sig til að nærast og fjölga sér. Fuglar fljúga, fiskar synda, ormar skríða og ljónin liggja í leti undir pálmatré. Lífið snýst oft um að næla sér í...

Hvaða gagn gerir samviskan?

Ég veit að ég hef samvisku, einhvers konar siðferðilegan áttavita sem hjálpar mér að átta mig á hvað er gott og hvað er vont að gera. Samviskan lætur mig vita ef ég ætla að gera eitthvað sem er ekki alveg nógu gott, en virðist vera hlutlaus þegar kemur...

Af hverju við ættum að segja hvað okkur finnst

Ekkert okkar hefur fullmótaðar eða fullkomnar skoðanir um alla mögulega hluti. Stundum eru skoðanir okkar nokkuð góðar og stundum frekar vondar. Hvort sem þær eru góðar eða vondar, þá er gott að tjá hvort tveggja. Ef við tjáum þær góðu þá erum við líkleg...

Hvalurinn og blindu mennirnir

Dag einn í litlu sjávarplássi voru sex blindir vinir að ræða saman um hvalveiðar. Þeir áttu í hatrömmum umræðum um af hverju ætti að leyfa hvalveiðar og af hverju ætti að banna þær, þar til einn þeirra spurði, “Hefur einhver ykkar séð hval?”...

Að trúa eða ekki trúa: í leit að jafnvægi

Hvernig finnum við gullna meðalveginn á milli þess að treysta og að efast? Hvernig hefur sú ákvörðun að treysta eða efast áhrif á hvernig við meðtökum nýjar upplýsingar og lærum um heiminn? Hvernig hefur slíkt áhrif á þekkingu okkar og trú? Mig langar að...

Er til dæmi um algilda staðhæfingu sem, er, var og verður alltaf sönn?

Málið með algildar staðhæfingar er að það þurfa að vera aðstæður, reglur og sameiginlegur skilningur á tungumálinu til þess að einhver ein alhæfing getur alltaf verið sönn. Til dæmis gætum við sagt að ef við teljum saman hornin í þríhyrningum þá verði...

Af hverju andmæla sumir staðreyndum?

Við fáum upplýsingar okkar héðan og þaðan, úr reynslu okkar, eða úr því sem við skynjum, dreymum og hugsum. Við fáum þær úr sögum sem gætu virst sannar og verið ósannar og úr sögum sem gætu virst ósannar og verið sannar. Við fáum upplýsingar úr tónlist,...

Hver er munurinn á námi og kennslu?

“Ef við kennum í dag eins og við kenndum í gær stelum við morgundeginum frá nemendum okkar.” - John Dewey. Lýðræði og Menntun. 1916. Í menntavísindum er gerður greinarmunur á námi og kennslu. Samt virðist þessi greinarmunur ekki alltaf vera...

Hvað er skylda?

Þegar nasistar komust til valda í þýskalandi gengu margir til liðs við þá og héldu að það væri þeirra skylda að þjóna þýska ríkinu. Hvort sem þeir vissu það eða ekki, þá var önnur skylda æðri. Sú skylda var að þjóna mannkyninu og góðum vilja eftir bestu...

Hvað er ekki hægt að kenna?

Þú getur ekki kennt einhverjum að elska einhvern annan. Þú getur ekki kennt einhverjum að elska íþrótt sem honum líkar ekki. Þú getur ekki kennt einhverjum að upplifa tilfinningar þínar. Þu getur ekki kennt einhverjum visku, hugrekki, réttlæti eða aðrar...

Það sem skiptir mál: veraldleg og andleg gæði

Í gær bauðst systir mín, stjúpsonur og vinur minn til að fara með að húsi mínu sem statt er ofan á hraunfljóti sem flæðir beint undir húsinu. Ég var snortinn af því að þau buðu mér, en þáði boðið frá vini mínum, en hann á stóran bíl sem gat ferjað...

Veljum frið frekar en afbrýðisemi

Afbrýðisemi er tilfinning sem getur sprottið upp þegar við sjáum að einhver annar eignast hlut eða fær tækifæri sem okkur finnst að við ættum sjálf að hafa fengið. Afbrýðisemi er oft kölluð leiðinlegasta syndin eða lösturinn því hún veldur þeim sem hefur...

Stóískt hugarfar: innri styrkur gegn ytra mótlæti

Nú standa Grindvíkingar í þeirri íþrótt að fá að fara inn á heimili sitt með nokkurra daga millibili og kannski fá að sækja eitthvað af eigum sínum. Það er til dæmis ekkert sjálfsagt að eiga sinn eigin borðbúnað, þar með talið Italaglös og Múmínbolla,...

Íslands hugrökku hjörtu: að finna æðruleysi í náttúruhamförum

Grindvíkingum hefur mikið verið hrósað upp á síðkastið fyrir æðruleysi. Það sama var reyndar upp á teningnum þegar Vestmannaeyjagosið reið yfir, snjóflóð síðustu ár og áratugi, þetta heyrðist í Suðurlandsskjálftanum og þegar Eyjafjallajökull gaus....

Að sjá ljósið úr vitanum í lífsins ólgusjó

Á morgun fæ ég tækifæri til að heimsækja heimilið mitt. Fæ fimm mínútur til að fara inn, stinga í poka, og koma mér svo út aftur. Ástæðan fyrir fimm mínútum sýnist mér vera nokkur skýr. Átta manns fara í bifreið hjálparsveitarinnar og stoppað er fyrir...

Tilfinningadoði og æðruleysi: Grindvíkingar berjast fyrir tilveru sinni

“Það er skrýtin tilfinning að þurfa að yfirgefa heimilið sitt sem maður er búinn að setja þrotlausa vinnu í til að eiga gott og fallegt heimili fyrir fjölskylduna, maður getur eiginlega ekki lýst því hvernig manni líður, ef ég tala fyrir hönd...

Afbrot ljósmyndara RÚV í Grindavík: dyggðir og lestir þegar kemur að skilningi og blaðamennsku

Í dag reyndi ljósmyndari RÚV að brjótast inn á yfirgefið heimili í Grindavík. Hvernig honum datt þetta í hug veit ég ekki, en þarna var hann að brjóta alvarlega af sér í starfi, með því að fremja innbrot, sem virðist stafa af því að hann vildi ná góðum...

5 mínútur til að bjarga því sem bjargað verður

Nauðsynlegustu eigurnar sóttar Dagurinn í dag er dagurinn sem ég fann að ég var háður yfirvaldi meira en oftast áður, og minnti mig svolítið á dag fyrir rúmum 20 árum í Mexíkó þegar hermaður bankaði upp á heima hjá mér, rétti mér sveðju og skipaði mér að...

Í dag vitum við ekki hvort við séum heimilislaus

Það er svo margt sem við vitum ekki. Fyrir tveimur dögum bjó ég á heimili mínu þar sem ég settist daglega í þægilegan skrifstofustól, kveikti á tölvu, greip bók úr hillu og tók til við að lesa. Á því augnabliki datt mér ekki í hug að tveimur dögum síðar...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband