Að trúa eða ekki trúa: í leit að jafnvægi

DALL·E 2023-11-26 15.11.04 - A cowboy protagonist symbolizing the quest for balance between trust and skepticism. He is depicted standing at a crossroads, one path leading towards

Hvernig finnum við gullna meðalveginn á milli þess að treysta og að efast? Hvernig hefur sú ákvörðun að treysta eða efast áhrif á hvernig við meðtökum nýjar upplýsingar og lærum um heiminn? Hvernig hefur slíkt áhrif á þekkingu okkar og trú? Mig langar að velta þessu aðeins fyrir mér.

Ég hef verið gagnrýndur fyrir að vilja trúa því sem fólk segir í daglegum samskiptum, og að heimskulegt sé að hlusta á opinn hátt og trúa því sem annað fólk segir, því það gæti auðveldlega verið að ljúga. En mér sjálfum finnst heimskulegri að efast fyrst því þá gæti maður verið að útiloka sjónarhorn og þekkingu sem gæti til lengri tíma litið haft eitthvað að segja. Mér finnst betra að trúa fyrst, velta því svo fyrir mér út frá reynslu, skilningi og sönnunargögnum, og reynist þessi trú röng, varpa henni frá mér, reynist hún rétt, taka hana til mín, og sé ég óviss, halda í óvissuna þegar kemur að þessum þætti.

Það getur verið vandasamt að ákveða hvort maður eigi að treysta því sem annað fólk hefur að segja eða efast um það. Frá unga aldri ákvað ég að treysta því sem aðrar manneskjur segja mér, en svo sannreyna það og skoða betur með opnum hug, og ef í ljós kemur að upplýsingarnar voru rangar, að treysta þá minna á orð þessarar manneskju, en samt hlusta á hana með það í huga að hugsanlega urðu henni á mistök frekar en að hún hafi reynt að ljúga að mér. 

Mig grunar að of mikil trúgirni sé jafn slæm og of mikill efi. Betra er að halda huganum opnum og meta það sem er satt eða ósatt út frá fyrri reynslu og skilningi á heiminum og aðstæðum. 

Sá sem efast of mikið er líklegur til að vera tortrygginn á allar upplýsingar, og láta það í ljós með hegðun sinni. Slík tortryggni getur haft lamandi áhrif á þá sem efast um of, betra væri að velta fyrir sér sönnunargögnum og út frá þeim samþykkja eða hafna nýjum upplýsingum. 

Franski heimspekingurinn Réne Descartes (1596-1650) leyfði sér að efast um allt, og út frá því komst hann að þeirri frægu setningu: “Cogito ergo sum” sem má útleggja á íslensku sem: “Ég hugsa og því er eitthvað”. En hann ákvað að þurrka út alla sína fyrri trú og reyna að koma nýrri og áreiðanlegri trú í staðinn fyrir þá gömlu. Hann velti fyrir sér að þó að hann tryði einhverju nýju, þá gæti einhver illur andi verið að blekkja hann, og komst að þeirri niðurstöðu að hann þyrfti að treysta á eitthvað gott til að geta trúað einhverju yfir höfuð. Þessi efahyggja varð til þess að fjöldi heimspekinga hefur frá hans tíð reynt að finna örugga leið að þekkingu og trú.

Skoðum annað dæmi, uppfinningamanninn Thomas Edison (1847-1931), sem hélt að mögulegt væri að finna leið til að halda ljósi lifandi í ljósaperu. Hann hélt í þessa trú og gerði ásamt samstarfsmönnum sínum fjölmargaðar misheppnaðar tilraunir áður en loks heppnaðist að halda ljósi gangandi í ljósaperu. Þarna höfum við dæmi um mann sem trúir á að eitthvað geti átt sér stað sem ekki hefur áður átt sér stað, og gerir það svo að veruleika. 

Ég væri sjálfur alveg til í að vera bæði eins og Descartes of eins og Edison, því Descartes hugsaði virkilega vel um heiminn og stöðu sína í honum, og áttaði sig á að svo margt af því sem hann trúði var ósatt og hann hafði þennan einlæga áhuga á að bæta þekkingu sína á heiminum, og svo vildi ég vera eins og Edison sem hefur óbilandi trú á einhverju sem ekki er til, en verður svo til og breytir heiminum til hins betra. Að finna jafnvægi þarna einhvers staðar hlýtur að vera galdurinn.

Hver hefur ekki heyrt börn segja þegar maður býður þeim eitthvað að borða: “Ég elska ekki svona mat,” og svo þegar þau loks smakka, finna þau að þetta er gott og borða. Efasemdirnar gætu komið í veg fyrir fyrsta smakkið, og þannig komið í fyrir það að barnið nærist og líkar svo í raun næringin. 

Þannig er það með flest, ef við höfnum of snemma, þá getum við misst af einhverju sem getur haft djúp og góð áhrif á okkur. Ef við erum til í að prófa hlutina, svo framarlega sem við treystum manneskjunni sem er að bjóða okkur og vitum að góður vilji stendur að baka, þá þurfum við aðeins að gæta þess að við erum að treysta réttu manneskjunni. 

Millivegurinn á milli trausts og efa er opinn hugur sem er tilbúinn að skoða hvort það sem hann heldur að sé satt, sé satt í raun og veru, og það sem hann heldur að sé ósatt, sé ósatt í raun og veru. Við þurfum að átta okkur á að við getum alltaf haft rangt fyrir okkur og stundum slysast til að hafa rétt fyrir okkur. 

Það er ekkert sérlega gáfulegt að halda að maður hafi alltaf rétt fyrir eða alltaf rangt fyrir sér, millivegurinn hlýtur að vera einhvers staðar þarna á milli, svo framarlega sem maður er tilbúinn til að rýna aðeins í sönnunargögnin.

 


Er til dæmi um algilda staðhæfingu sem, er, var og verður alltaf sönn?

Málið með algildar staðhæfingar er að það þurfa að vera aðstæður, reglur og sameiginlegur skilningur á tungumálinu til þess að einhver ein alhæfing getur alltaf verið sönn. Til dæmis gætum við sagt að ef við teljum saman hornin í þríhyrningum þá verði...

Af hverju andmæla sumir staðreyndum?

Við fáum upplýsingar okkar héðan og þaðan, úr reynslu okkar, eða úr því sem við skynjum, dreymum og hugsum. Við fáum þær úr sögum sem gætu virst sannar og verið ósannar og úr sögum sem gætu virst ósannar og verið sannar. Við fáum upplýsingar úr tónlist,...

Hver er munurinn á námi og kennslu?

“Ef við kennum í dag eins og við kenndum í gær stelum við morgundeginum frá nemendum okkar.” - John Dewey. Lýðræði og Menntun. 1916. Í menntavísindum er gerður greinarmunur á námi og kennslu. Samt virðist þessi greinarmunur ekki alltaf vera...

Hvað er skylda?

Þegar nasistar komust til valda í þýskalandi gengu margir til liðs við þá og héldu að það væri þeirra skylda að þjóna þýska ríkinu. Hvort sem þeir vissu það eða ekki, þá var önnur skylda æðri. Sú skylda var að þjóna mannkyninu og góðum vilja eftir bestu...

Hvað er ekki hægt að kenna?

Þú getur ekki kennt einhverjum að elska einhvern annan. Þú getur ekki kennt einhverjum að elska íþrótt sem honum líkar ekki. Þú getur ekki kennt einhverjum að upplifa tilfinningar þínar. Þu getur ekki kennt einhverjum visku, hugrekki, réttlæti eða aðrar...

Það sem skiptir mál: veraldleg og andleg gæði

Í gær bauðst systir mín, stjúpsonur og vinur minn til að fara með að húsi mínu sem statt er ofan á hraunfljóti sem flæðir beint undir húsinu. Ég var snortinn af því að þau buðu mér, en þáði boðið frá vini mínum, en hann á stóran bíl sem gat ferjað...

Veljum frið frekar en afbrýðisemi

Afbrýðisemi er tilfinning sem getur sprottið upp þegar við sjáum að einhver annar eignast hlut eða fær tækifæri sem okkur finnst að við ættum sjálf að hafa fengið. Afbrýðisemi er oft kölluð leiðinlegasta syndin eða lösturinn því hún veldur þeim sem hefur...

Stóískt hugarfar: innri styrkur gegn ytra mótlæti

Nú standa Grindvíkingar í þeirri íþrótt að fá að fara inn á heimili sitt með nokkurra daga millibili og kannski fá að sækja eitthvað af eigum sínum. Það er til dæmis ekkert sjálfsagt að eiga sinn eigin borðbúnað, þar með talið Italaglös og Múmínbolla,...

Íslands hugrökku hjörtu: að finna æðruleysi í náttúruhamförum

Grindvíkingum hefur mikið verið hrósað upp á síðkastið fyrir æðruleysi. Það sama var reyndar upp á teningnum þegar Vestmannaeyjagosið reið yfir, snjóflóð síðustu ár og áratugi, þetta heyrðist í Suðurlandsskjálftanum og þegar Eyjafjallajökull gaus....

Að sjá ljósið úr vitanum í lífsins ólgusjó

Á morgun fæ ég tækifæri til að heimsækja heimilið mitt. Fæ fimm mínútur til að fara inn, stinga í poka, og koma mér svo út aftur. Ástæðan fyrir fimm mínútum sýnist mér vera nokkur skýr. Átta manns fara í bifreið hjálparsveitarinnar og stoppað er fyrir...

Tilfinningadoði og æðruleysi: Grindvíkingar berjast fyrir tilveru sinni

“Það er skrýtin tilfinning að þurfa að yfirgefa heimilið sitt sem maður er búinn að setja þrotlausa vinnu í til að eiga gott og fallegt heimili fyrir fjölskylduna, maður getur eiginlega ekki lýst því hvernig manni líður, ef ég tala fyrir hönd...

Afbrot ljósmyndara RÚV í Grindavík: dyggðir og lestir þegar kemur að skilningi og blaðamennsku

Í dag reyndi ljósmyndari RÚV að brjótast inn á yfirgefið heimili í Grindavík. Hvernig honum datt þetta í hug veit ég ekki, en þarna var hann að brjóta alvarlega af sér í starfi, með því að fremja innbrot, sem virðist stafa af því að hann vildi ná góðum...

5 mínútur til að bjarga því sem bjargað verður

Nauðsynlegustu eigurnar sóttar Dagurinn í dag er dagurinn sem ég fann að ég var háður yfirvaldi meira en oftast áður, og minnti mig svolítið á dag fyrir rúmum 20 árum í Mexíkó þegar hermaður bankaði upp á heima hjá mér, rétti mér sveðju og skipaði mér að...

Í dag vitum við ekki hvort við séum heimilislaus

Það er svo margt sem við vitum ekki. Fyrir tveimur dögum bjó ég á heimili mínu þar sem ég settist daglega í þægilegan skrifstofustól, kveikti á tölvu, greip bók úr hillu og tók til við að lesa. Á því augnabliki datt mér ekki í hug að tveimur dögum síðar...

Grindvíkingar: flóttafólk í eigin landi og æðruleysið

Gærdagurinn var súrrealískur og framhaldið er það líka. Við flúðum Grindavík um kl. 19:00 þar sem barnabörn sem við gættum voru orðnar óttaslegnar vegna jarðskjálfta, og við vildum umfram allt koma þeim í skjól. Neyðarástand var í bænum en á algjörlega...

Flóttinn frá Grindavík: þegar hið ómögulega sprettur úr hinu mögulega

Þessi færsla er skrifuð óvenju seint, enda hefur verið nóg í gangi hjá okkur síðustu sólarhringana. Yfirleitt les ég einhverja smá heimspeki, skrifa spurningu og svara henni síðan á milli kl. 6 og 7:30 hvern morgun. Undanfarið hef ég verið að deila...

Jarðskjálftarnir í Grindavík: veruleiki og ímyndun

Í nótt héldu jarðskjálftar í Grindavík fyrir mér vöku frá kl. 12-4. Ég upplifði þá sem einn stanslausan skjálfta og oft lék húsið á reiðiskjálfi. Ég heyrði djúpar drunur koma á undan hverjum skjálfta, eins og einhver risastór hvalur úr eldi og...

Leitin að sjálfstæðri hugsun

Undanfarið hef ég verið að velta fyrir mér hvað það er sem ég met mest í þessu lífi, eitthvað sem hefur rist djúpt og leitt mig frá barnæsku til dagsins í dag. Svarið sem ég fann kom mér svolítið á óvart, því ég hef í raun aldrei komið þessu í orð fyrir...

Hvað kostar að vanrækja skyldur okkar og störf?

Ef við sinnum skyldum okkar ekki af alúð og ábyrgð getur það haft dýpri áhrif á okkur sjálf, nærumhverfið og samfélagið allt en okkur grunar í fyrstu. Hugsum okkur þrjár manneskjur sem eru að velta þessu fyrir sér, fagmann, verkamann og námsmann. Ef...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband