12 eftirminnilegustu atriđi Afríkuferđar Salaskóla

Kl. 10:30 á eftir förum viđ Jóhanna og Patrekur í útvarpsviđtal á Rás 2 hjá Margréti Blöndal, ţar sem rćtt verđur um Namibíuferđina.

Af ţessu tilefni ákvađ ég ađ rifja upp 12 eftirminnilegustu atriđi ferđarinnar.

 

1. Dansinn

Gummi og Birkir tóku ţátt í trylltum afrískum dans. Ég á eftir ađ birta myndskeiđ međ ţessu hérna á blogginu. 

2. Ljónaveislan

Viđ sátum klukkustund inni í búri og horfđum á ljónahjörđ éta. Hegđun ţeirra viđ 'matarborđiđ' og djúpt urr situr ennţá í mér. 

3. Fátćkt í hamingju

Viđ ókum um fátćk hverfi ţar sem húsin voru kofar byggđir úr bárujárnsplötum. Samt ríkti gleđi í fasi fólks. Börn léku sér ađ beinum og steinum. Fólk var úti! Algjör andstćđa viđ Ísland í dag. Ég hef á tilfinningunni ađ Íslendingar séu ađ verđa alltof ríkir og farnir ađ krefjast svo mikils af öllu og öllum ađ hćtta sé á ađ gleyma ţví ađ gleđjast yfir einföldum hlutum.

4. Skólabörn sem haga sér vel

Ţar sem ég hef heimsótt skóla á Íslandi síđustu ár hefur veriđ erfitt fyrir kennara ađ fá hópinn til ađ hegđa sér sćmilega, kannski vegna ţess ađ Íslendingar eru svo miklir einstaklingshyggjumenn og börnin ţarafleiđandi líka. En börnin í skólastofum Namibíu höguđu sér einfaldlega fullkomlega. Ţađ var ekki ađ sjá ofvirknivandamál eđa vanvirđingu gagnvart kennurum. Ţađ var gaman ađ sjá ţetta. Annađ en mađur sér á Íslandi í dag, ţví miđur.

5. Sigur á skákmótum

Salaskólasveitin vann sveitakeppnina og Patrekur vann einstaklingsmótiđ, bćđi í skólaskák 20 ára og yngri. Algjör snilld!

6. Fílarnir

Viđ keyrđum ansi nálćgt villtum fílum í Safari. Einn ţeirra nálgađist okkur ískyggilega mikiđ og var farinn ađ breiđa út eyrun í um ţriggja metra fjarlćgđ frá zoom-linsu Stefáns Jóns.


7.  Oryx gómsćti og spjót bushmannsins

Viđ fengum máltíđir sem kitluđu bragđlaukana á skemmtilegri hátt en nokkrar ađrar máltíđir sem ég hef smakkađ hvar sem er í heiminum. Oryk lundir eru hreinn unađur ađ kjammsa á, og svo er strúturinn alls ekki af verri endanum.

8. Flugan viđ morgunverarborđiđ

Fyrsta daginn í Afríku kom drekafluga ađ morgunverđarborđinu sem olli ţví ađ sum börnin hreinlega trylltust.  Ţau veifuđu út öllum öngum, öskruđu og skrćktu, bara vegna einnar flugu. Ég minnti ţau á ađ ţegar ţau yrđu hrćdd í Afríku vćri best ađ sýna engin óttamerki, rétt eins og á skákborđinu, ţví ađ óttamerki er veikleiki sem getur gert ógn ađ veruleika.

9. Hópefli

Viđ fórum í hópefli á skemmtilegum garđi. Ţar stjórnađi stćltur Schwarzenegger ađdáandi ađ nafni Andre hópeflinu af miklum krafti. Gerđi ţetta ađ stórskemmtilegu ćvintýri.

10. Stefán Jón Hafstein

Stefán Jón var skemmtilegur leiđsögumađur, og braut upp bíltúra međ ţví ađ gefa sögustundir í forsćlu og gaf góđ ráđ ţegar kom ađ prúttkaupum. Ţegar gírkassinn eyđilagđist gerđi hann úr skemmtilegt ćvintýri sem gleymist ekki í bráđ.

11. Rudigur  

Rudigur var bílstjóri okkar í Windhoek. Börnin tóku ástfóstri viđ hann. Á síđasta deginum vorum viđ staddir inni í minjagripaverslun og ég spurđi hann hvort hann langađi í eitthvađ úr versluninni; fallegan penna, kveikjara eđa eitthvađ. En hann óskađi eftir íslensku landsliđstreyjunni í knattspyrnu. Spurning hvort ađ hćgt vćri ađ fá alvöru stykki fyrir hann?

12. Flugvallavandamál

Viđ flugum međ British Airways út og áttum ferđ til baka, en BA fćr falleinkunn hjá mér. Ţeir voru nćstum búnir ađ klúđra ferđinni út vegna bókunarmála, og klúđruđu algjörlega ferđinni heim, rétt eins og Namibia Air. Vélin frá Namibia Air tafđist um tvćr og hálfa klukkustund á heimleiđinni, ţannig ađ viđ misstum af vélinni heim međ British Airways. Hvorki Air Namibia né British Airways vildi nokkuđ gera til ađ bćta hópnum ţetta. Ţađ var varla hjálparviđleitni til stađar! Tveir fullorđnir og fimm börn strand á flugvelli í London og enginn vildi hjálpa. Viđ hringdum í Icelandair og keyptum miđa hjá ţeim. Ég kem til međ ađ forđast ađ ferđast međ British Airways eins og heitan eldinn héđan í frá. Ţetta ţýddi ţó ađ viđ Jóhanna höfđum 2 klst. til ađ kíkja til London. Viđ ráfuđum ţar ađeins um Picadilly Circus.


Ţú ţarft ekki ađ vera tölvufrćđingur til ađ spinna nýja vefi á Netinu

Í gćr ákvađ ég ađ búa til minn eigin bloggvef. Mér finnst gaman ađ blogga hérna á Moggablogginu, en langađi ađ skerpa ađeins fókusinn.  Ég fór á lunarpages.com og leitađi eftir vefsvćđi. Tveggja ára samningur kostar um 130 dollara. Mig langađi ađ blogga...

Undir ís

Undir ís flćktur í vef sökkvandi   hrópa tár hljóđlaust frostiđ umlykur vök   sólin köld fálmar eftir stífum fingrum

Namibíuferđ Salaskóla - síđustu dagarnir

  Kćrar ţakkir til ţeirra sem sent hafa góđar kveđjur. Eftir skákmótin fengum viđ bíltúr um fátćkrahverfi í Windhoek, ţar sem fjölmörg hús eru púsluđ saman af bárujárnsplötum. Fólkiđ sem sat fyrir utan ţessi fátćklegu hús var samt ríkmannlegt í fasi, ţar...

Patrekur Maron Magnússon sigrar á fjölmennu ungmennameistaramóti Namibíu undir 20 ára

Börnin úr Salaskóla tóku ţátt í 20 ára og yngri. Sú keppni var ćsispennandi fram á síđustu stundu. Sterkustu keppendurnir frá Namibíu voru ţeir Fares Fani, Goodwill Khoa og Ralph Uri-Khob, en 17 ţátttakendur voru í ţessum flokki. Patrekur Maron Magnússon...

Salaskóli sigrar á Namibíumeistaramóti skólasveita 2007

Í dag tók heimsmeistarasveit Salaskóla ţátt í Namibíumeistaramóti skólasveita sem gestasveit, ţar sem ţátt tóku grunnskólar, gagnfrćđaskólar og menntaskólar frá Namibíu. Börnin sýndu og sönnuđu styrk sinn enn einu sinni međ ţví ađ leggja alla andstćđinga...

Namibíuferđ Salaskóla - Fćrsla 3

Dagur 2 Eftir góđan nćtursvefn heimsóttum viđ namibískan grunnskóla, sem kenndur er viđ Martti Ahtisaari, finnskan stjórnmálamann sem náđi merkum og góđum árangri međ Sameinuđu Ţjóđunum ađ sjálfstćđi Namibíu. Ţar hélt Omar Salama fyrirlestur um glćsilega...

Namibíuferđin - Fćrsla 2

Dagur 1 Síđast ţegar til okkar spurđist vorum viđ á Gatwick flugvelli ţar sem viđ biđum í sjö klukkustundir eftir nćsta flugi.  Eftir tíu tíma langt flug í gríđarstórri AirBus ţotu, sem hefur átta sćti í hverri röđ, lentum viđ í Windhoek, höfuđborg...

Namibíuferđin - Fćrsla 1

Á myndinni eru: Aftari röđ - Sighvatur Björgvinsson, framkvćmdastjóri Ţórunarsamvinnustofnunarinnar, Davíđ Ólafsson, Hellismađur og fyrrum Namibíufari, Kristian Guttesen, Hróksmađur og fyrrum Namibíufari, Gunnar Birgisson, bćjarstjóri Kópavogs; Fremri...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband