10 bestu ofurhetjumyndirnar: 3. sæti: Spider-Man (2002-2007)


Í Spider-Man (2002) kynntumst við Peter Parker (Tobey Maguire), vísindanörd sem sífellt var undir þegar kom að því að vera svalur, eða einfaldlega sýnilegur þegar kom að stúlkunni sem hann hafði verið skotinn í frá 6 ára bekk, Mary Jane Watson (Kirsten Dunst). Þetta breytist allt þegar Peter er bitinn af erfðabreyttri kónguló. Fyrir vikið fær hann alla helstu eiginleika kóngulóar, fyrir utan kannski að fá fjórar aukalappi og sex viðbótaraugu. Hann öðlast ofurkrafta, getur klifrað upp veggi, skotið vef út úr úlnliðum sínum og umfram allt er hann sneggri en andskotinn.


Það veit á vel þegar þú ert ofurhetja, því að þá fyrst birtast andskotarnir. Norman Osborn (Willem Dafoe) er þekktur vísindamaður sem vinnur að lausnum fyrir herinn, hann er líka pabbi Harry Osborn (James Franco), besta vini Peter. Þegar vísindatilraun fer úrskeiðis breytist kallinn í geðveikt ofurmenni sem verður að erkióvini Peter þegar hann ógnar lífi Mary Jane. 

SpiderMan3_01

Sagan fjallar svo um það hvernig Spider-Man berst gegn þessum erkifjanda sínum. Inn í söguna fléttast morð á Ben, frænda Peter, sem Peter hefði getað afstýrt. Fyrir vikið finnur hann til mikils samviskubits sem nagar hann það sem eftir er, og birtist helst í samskiptum hans við Mæju frænku., eða allt fram í lok Spider-Man 3, þegar Peter kemst að því að hann hefði kannski ekki getað afstýrt morðinu á frænda sínum (2007).

Sama þemað gengur í gegnum allar myndirnar. Það virkar ferskt í fyrstu myndinni, enda passar það vel inn í söguna, að mikil ábyrgð fylgi í kjölfar mikilla krafta. Spider-Man 2 (2004) hélt vel utan um persónurnar og gaf fyrri myndinni ekkert eftir í persónusköpun, spennu og tæknibrellum. 


En svo kom Spider-Man 3, sem eyðilagði allt. Í stað þess að halda uppi dramatískri spennu tókst leikstjóranum að klúðra góðum möguleikum með Harry Osborn, Venom varð að næstum engu, og sandmaðurinn var einfaldlega illa skrifaður. Einnig varð Peter frekar asnalegur og leiðinlegur þegar meiningin var að hann yrði illur og svalur. Ekki nóg með það, skemmtilega sambandið við Mary Jane snérist upp í að vera væmið og leiðinlegt.

Spider-Man 1 og 2 banka harkalega upp á sem bestu ofurhetjumyndirnar; en það eru samt tvær til sem mér finnst ennþá betri. 

SpiderMan3_09

 

10 bestu ofurhetjumyndirnar:

3. sæti: Spider-man (1999-2003)

4. sæti: The Matrix (1999-2003) 

5. sæti: Superman (1978-2006)

6. sæti: X-Men þríleikurinn (2000-2006)

7. sæti: Darkman (1990)

8. sæti: Ghost Rider (2007)

9. sæti: Unbreakable (2000)

10. sæti: Hellboy (2004)


Transformers (2007) **1/2

Transformers er byggð á teiknimyndaseríu sem var byggð á japönskum leikföngum. Leikföngunum var auðveldlega hægt að umbreyta úr vélmenni í einhvers konar fararæki og aftur í vélmenni. Þessar breytingar voru leystar á mjög flottan hátt í teiknimyndunum;...

"Þetta var lélegt hjá þér!" eða "Ég sé hvernig þú hefðir getað gert betur!" Undirstöðuatriði gagnrýnnar hugsunar: uppbyggileg gagnrýni

Torfi Stefánsson hefur oft verið gagnrýndur á Umræðuhorni íslenskra skákmanna fyrir að vera of harður við börn og unglinga í gagnrýni sinni. Reyndar er erfitt að finna ummæli Torfa, því að svo virðist vera sem að þeim sé eytt samdægurs; en þau sem ég hef...

Chavez gegn frjálshyggju

Chavez þyrfti að kíkja á bíómyndir eins og "The Last King of Scotland" og "Der Untergang" til að sjá hversu flókið það getur verið að vera einræðisherra. Samt telur hann sig vera að gera rétt; að þetta sé eina leiðin til að komast út úr samfélagi...

Lögbanns krafist vegna endursölu Íslendinga á áskrift að SKY sjónvarpsstöðinni

Segjum að ég kaupi mér gervihnattadisk og móttakara hjá EICO, og fengi mér áskrift að enska boltanum; gæti ég þá átt von á því að lögreglan vaði inn á heimili mitt og geri búnaðinn upptækan, vegna þess að ég væri að horfa á höfundarvarið efni. Ég skil...

Aðför að tjáningarfrelsi hjá íslensku smásamfélagi. Er frelsið til skrauts? Skulu hinir óþægilegu þegja?

Það eina rétta er að beina valdinu gegn þeim sem misnotar tjáningarfrelsi sitt; en ekki gegn miðlinum sem slíkum og þar með samfélaginu öllu. Frelsi er vald og öllu valdi fylgir ábyrgð. Áður en lengra er haldið, þá vil ég taka fram að ég er ekki að...

Hvernig vitum við hvað er draumur og hvað er veruleiki?

Gerðar hafa verið kvikmyndir sem fjalla um hversu erfitt getur verið að átta sig á veruleikanum. Meðal bestu myndanna sem fjalla um þetta eru stórsnilldin Waking Life, Abre los Ojos , Memento,  Brasil, The Matrix og Dark City . Þessar hugmyndir eru alls...

Abre los Ojos (1997) ****

César (Educardo Noriega), sjálfselskur og ríkur glaumgosi, heldur afmælisveislu heima hjá sér og bíður meðal öðrum sínum besta vini, Pelayo (Fele Martinéz)  í veisluna. Pelayo gerir þau mistök að taka kærustuna sína, Soffíu (Penélope Cruz) með, en César...

10 bestu ofurhetjumyndirnar: 4. sæti: The Matrix (1999-2003)

Tölvuforritarinn og hakkarinn Thomas A. Anderson (Keanu Reeves) uppgötvar að í heiminum er ekki allt sem sýnist, og að í raun sé heimurinn ekkert annað en sýndarveruleiki, hannaður í risastórri tölvu sem keyrð er af manneskjum sem ræktaðar eru til að...

Death Proof (2007) ***1/2

Þegar Quentin Tarantino og Robert Rodriguez gáfu út að þeir væru að gera bíómynd saman sem kallaðist Grindhouse , varð ég strax spenntur og gat varla beðið eftir útkomunni. Grindhouse var sett upp sem kvikmyndakvöld sem enginn átti að geta gleymt. Fyrst...

10 bestu ofurhetjumyndirnar: 5. sæti: Superman (1978-2006)

Superman: The Movie (1978) stuðlaði að byltingu í ofurhetjukvikmyndum. Þetta var fyrsta bíómyndin byggð á teiknimyndapersónum sem þorði að taka sjálfa sig alvarlega. Salkind feðgarnir sem fjármögnuðu myndina tóku gífurlega áhættu með því að fá til liðs...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband