10 bestu ofurhetjumyndirnar: 4. sæti: The Matrix (1999-2003)

A70-4902

Tölvuforritarinn og hakkarinn Thomas A. Anderson (Keanu Reeves) uppgötvar að í heiminum er ekki allt sem sýnist, og að í raun sé heimurinn ekkert annað en sýndarveruleiki, hannaður í risastórri tölvu sem keyrð er af manneskjum sem ræktaðar eru til að vera ekkert annað en rafhlöður alla ævi. Sumar af þessum manneskjum vakna til lífsins og átta sig á að þær geta haft áhrif á sýndarveruleikann, og meðal annars vakið til lífsins áhugaverða einstaklinga. 

matrix1Morpheus (Laurence Fishburne), leiðtogi þeirra sem hafa vaknað, grunar að Anderson sé öðruvísi en allir aðrir; og sendir hann einn af sínum bestu útsendurum, Trinity (Carrie-Anne Moss) til að vekja hann áður en vírusvarnarforritin, eða Agent Smith (Hugo Weaving) ná honum. Semsagt, manneskjur sem vakna til vitundar eru tölvuvírusar sem kerfið reynir að stoppa.

Morpheus nær sambandi við Anderson, segir honum sögu The Matrix og býður honum að taka bláa eða rauða töflu; eina sem gerir honum fært að lifa áfram í sýndarveruleikanum, en hina sem sýnir honum heiminn eins og hann er. Anderson velur raunveruleikann og verður að Neo, ofurhetju í sýndarveruleikanum sem er sá eini sem hefur nokkur tök á að berjast við Agent Smith og gengi hans. 

Á sama tíma og Neo leitar upplýsinga í sýndarveruleikann um hvernig hægt er að bjarga mannkyninu frá því að vera eintómar rafhlöður, fréttir hann af borg í raunveruleikanum sem heitir Síon, þar sem allar þær manneskjur sem hafa vaknað til lífsins búa.

The Matrix er hrein snilld. Frábær mynd í alla staða. En í kjölfar hennar fylgdu lakari myndir, The Matrix Reloaded (2003) og The Matrix Revolutions (2003) sem ljúka sögunni, þar sem Neo tekst að auka enn frekar krafta sína og yfirfæra þá yfir í veruleikann, auk þess sem að við kynnumst borginni Síon, útþynntri útgáfu af undirheimum hvaða stórborgar sem er, og stóra spurningin verður hvort að hún sé þess virði að henni verði bjargað frá gervigreindarheiminum; spurning sem að Neo spyr sjálfan sig í lokin.

Reyndar er The Matrix á mörkunum að geta kallast ofurhetjumynd, en þar sem Neo getur flogið, hægt á tímanum og barist eins og ofurhetja í sýndarveruleikanum, þá rétt sleppur hún.

 

10 bestu ofurhetjumyndirnar:

4. sæti: The Matrix (1999-2003) 

5. sæti: Superman (1978-2006)

6. sæti: X-Men þríleikurinn (2000-2006)

7. sæti: Darkman (1990)

8. sæti: Ghost Rider (2007)

9. sæti: Unbreakable (2000)

10. sæti: Hellboy (2004)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Helgi Gunnlaugsson

Sammála þér í því, að myndir 2 og 3 voru lakari.  Fyrsta myndin stendur ein og sér sem sjálfstæð saga og þar getur áhorfandinn í sjálfu sér alveg haft sín sögulok.

Árni Helgi Gunnlaugsson, 5.8.2007 kl. 13:04

2 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Matrix 1,sem er snilld, er byggð á Biblíunni,seinna testamenti,.

Og trúarlega yfirbragðið ,með jesú og allt sem er í seinna testamentinu.

Sem gerir seinni tvær myndirnar frábærar.

Halldór Sigurðsson, 5.8.2007 kl. 20:30

3 identicon

Great site and useful content! Could you leave some opinion about my sites?

My site

[url=http://ownsite.com/b/]My site[/url]

http://ownsite.com/p/ My site

John (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband