Valfrelsið og allt það sem við kjósum yfir okkur

Stundum stöndum við fyrir vali í eigin lífi, stundum í kosningum, sem mun hafa áhrif á líf okkar, en hversu oft nýtum við þetta val að fullu? Hvenær veljum við virkilega það sem við vitum að er gott, hugsum valið í gegn, metum hvernig það hefur ekki aðeins áhrif á heiminn í kringum okkur, heldur okkur sjálf?

Þegar maður hugsar af dýpt um það sem maður vill velja, og hefur verið að þjálfa sig í að bæta sig sem manneskja, þá getur það samt verið afar krefjandi að velja þá stefnu sem flytur mann í rétta átt.

Mér verður hugsað um stjórnmálin og val okkar á fjögurra ára fresti, og velti fyrir mér hvort að þegar við förum í kjörklefann, hvort við séum í raun og veru að velja, eða merkjum bara við eitthvað sem okkur finnst passa inn í ytri aðstæður okkar.

Til dæmis ef við veljum stjórnmálaflokk vegna þess að allir í fjölskyldunni velja hann, þá er það í raun ekki alvöru val, heldur erum við að hlusta á áhrif og kjósa eftir þeim, frekar en að fara af dýpt í okkar eigin sál, meta það sem við metum mest, og átta okkur á hvað er rétta valið.

Ég hef áttað mig á að fylgjast ekki bara með því sem fólk segir, heldur því sem það gerir, segir mér meira um manneskjuna og þá stjórnmálaflokkinn, heldur en orðin tóm. Það geta verið til fallegar stefnuyfirlýsingar en ef enginn stendur við þær og varðveitir í verkum sínum, sérstaklega þeir sem hafa skrifað undir þær, þá ber manni alls ekki að velja slíkan flokk. 

Við þurfum að velja í samræmi við stefnu sem við teljum vera góða, og skiljum sem eitthvað sem við sjálf myndum vilja lifa lífinu eftir, og síðan þurfum við að gæta þess að þær manneskjur sem lofa að fylgja þessari stefnu eftir, geri það. Það er nokkuð auðvelt að sjá hvort að viðkomandi flokkur hafi fylgt eigin stefnu eða ekki, sérstaklega ef hann hefur verið áður á þingi, og þá skoðar maður hvað þingmenn hans hafa sagt og gert.

En öll þurfum við að gera upp við okkur hvernig við lifum lífi okkar. Sum veljum við að lifa í samræmi við hugsjónir okkar, aðrir í samræmi við eigin hagsmuni. Það eru til ólíkar leiðir til að velja í samræmi við hugsjónir annars vegar og hagsmuni hins vegar. Þeir sem velja í samræmi við hugsjónir sínar og skilja þær vel, átta sig á eigin skyldu gagnvart þessum hugsjónum og haga sér í samræmi við þær. Vinstri flokkar hafa tilhneigingu til að vera hugsjónaflokkar. Þeir sem velja í samræmi við hagsmuni og haga sér í samræmi við þá, velja annað hvort að haga sér þannig að eigin hagsmunum verði þjónað (sem væri þá eigingjarn og skammsýnt val) eða þá að hagsmunum flokksins verði þjóna (sem væri þá einnig eigingjarnt og skammsýnt val) eða þá að hagsmunum fylgjenda og/eða þegna væri þjónað (sem væri þá göfugra val og til langtíma).

Þetta þýðir að valið getur ekki fjallað bara um hugsjónir eða bara um hagsmuni, heldur þarf að vera einhver blanda þarna, að hagsmunir hópsins verði varðir af hugsjón, eða að hugsjónum verði haldið á lofti af hagsýni, gætu einnig verið góðir kostir.

En samt, þegar allt kemur til alls, þá gerum við sjálf okkur að betri manneskjum með því að velja, og sérstaklega ef við höfum hugsað vel um valið og erum til í að standa við það. Verra er að velja af hugsunarleysi og verst er að velja ekki neitt.


Kostnaður spillingar og óheiðarleika

“Hamingjan veltur á gæðum hugsunar þinnar.” - Markús Árelíus Byrjum á örstuttri sögu: Það var einu sinni strákur sem var sjúkur í nammi. Hann elskaði alla litina, lyktina og bragðið sem kom úr hverjum einasta bita. Hann var lítill og átti...

Sjálfselskan og ástin

Byrjum á örstuttri sögu: Einu sinni, fyrir langa löngu, byggði vitur garðyrkjumaður gróðurhús. Hann skipti því í tvo hluta. Annar hlutinn var gríðarlega vel skipulagður, var með plöntum sem gáfu af sér bragðgóða ávexti, jurtir sem hægt var að nota við...

Hlutir sem geta spillt vináttu og ást

Það er fullt af mótsögnum í vináttu og ást, svona eins og hafstraumar sem bera fleka í óvæntar áttir. Stundum finnum við góða höfn, stundum rekumst við á sker. Sem börn gerum við fullt af mistökum sem hafa áhrif á samband okkar við önnur börn og annað...

Hvernig veljum við vini okkar?

Byrjum á örsögu: Það var einu sinni í fjárhúsi þar sem fleiri en 200 kindur dvöldu yfir veturinn, að það stóð autt á síðustu dögum sumars, að forvitin húsfluga flaug í kringum mús sem stóð uppi á staur og leit í kringum sig. “Af hverju stendur þú...

Hrærigrautur breytinganna

“Engin manneskja stígur tvisvar í sömu ána, því það er aldrei sama á og hún er aldrei sama manneskjan.” - Heraklítus Nú er aðfangadagur jóla. Oft hef ég haft tilfinningu fyrir hátíð, að það beri að fagna lífinu og fæðingu vonar og kærleika....

Hvernig vitum við hvaða hugmyndir okkar eru góðar?

“Eurika!” - Arkímedes Góð hugmynd er eitthvað sem virkar vel fyrir þann sem hefur hana og skaðar engan annan. Þú veist að hugmyndin er góð ef hún bætir líf þitt og tilveru án þess að rugla í lífi annarra. Góðar hugmyndir eru yfirleitt ekki...

Öngstræti þeirra sem vantar visku

Ó snotur maður hyggur sér alla vera viðhlæjendur vini. Hitt-ki hann finnur, þótt þeir um hann fár lesi, ef hann með snotrum situr. - Hávamál Flest okkar skortir visku með einum eða öðrum hætti. Við lærum fljótt að fela þennan skort, til dæmis með að...

Góður vilji: takmarkalaus uppspretta hins góða í heiminum

„Það er ekkert hægt að hugsa sér í heiminum né utan hans sem talist getur verið gott án takmarkana, annað en góður vilji.” - Immanuel Kant, Grunnur að frumspeki siðferðinnar. Ég oft velt fyrir mér hvernig maður getur þekkt muninn á því sem er...

Hvernig lærir maður rökhugsun?

Eftir að hafa lifað á þessari jörð í rúm 50 ár hefur mér tekist að svara þeirri spurningu hvort rökhugsun sé okkur meðfædd, og svar mitt er skýrt “nei”. Við fæðumst alls ekki með rökhugsun, það að hugsa rökrétt krefst náms, en leiðin að...

Flókið jafnvægi magns og gæða

Þessu er ég að velta fyrir mér á meðan óvissa ríkir um hvort heimili okkar í Grindavík fari undir gríðarlegt magn af hrauni, hvort vegurinn fari á kaf eða hvort við getum farið aftur heim í hið góða líf. Í leit okkar að dýpri skilningi á heiminum lendum...

Meira en bara hugsun: áhrif heimspekinnar á hversdagslífið

Ég á það til að gleyma mér í daglegu tali og velta fyrir mér af hverju fólk heldur fram einhverju sem það heldur fram, og frekar en að halda aftur af mér, fer ég út í það að spyrja nánar út í hlutina, af hverju það heldur það sem það heldur, og ég reyni...

Meira en bara hæfni - Hvernig nám breytir okkur

“Nám er hægt að skilgreina sem sérhvert ferli í lífveru sem leiðir til endanlegrar breytingar á getu og sem er ekki einungis orsökuð af lífrænum þroska eða hærri aldri.” (Knut Illeris, 2007) Hver kannast ekki við að hafa farið á námskeið til...

Svo lærir lengi sem lifir

Kennsla og nám er tvennt ólíkt. Kennsla felur í sér að skapa aðstæður fyrir nám, og námið getur verið fyrir þann sem skapar aðstæðurnar eða einhvern sem nýtir sér þjónustuna sem felst í kennslu til að læra hraðar og betur það sem viðkomandi vill læra....

Takmörk þekkingar í þessum óþekkta heimi

Þegar ég skrifaði BA ritgerðina mína í heimspeki fyrir nokkrum áratugum benti Páll Skúlason mér nokkrum sinnum á nauðsyn þess að átta sig á eigin takmörkunum, skilja vel hugtökin sem við beittum og einnig átta okkur á hversu lítið við vitum í raun um það...

Lífsins jarðhræringar: í leit að visku og sjálfsstjórn

Ef við tökum stöðugt á fordómum okkar og hreinsum þá reglulega út úr huga okkar, þá erum við á góðri leið með að byggja upp visku og sjálfsstjórn hjá okkur sjálfum. Við þurfum að muna að við getum ekki hreinsað út fordóma hjá öðru fólki, gert aðrar...

Að slíta hlekki fordóma með gagnrýnni hugsun

Ef það er eitthvað eitt sem mér líkar virkilega illa, þá eru það fordómar. Ekki bara fordómar annarra, heldur einnig mínir eigin. Oft velti ég fyrir mér hvaðan þessir fordóma koma, því þeir læðast stundum inn í hug manns og koma aftan að manni, eins og...

Kíkt undir húddið á PISA: Ísland gegn heiminum

Í kjölfar harkalegra dóma gagnvart stöðu íslenska menntakerfisins, hef ég ákveðið að leggjast aðeins yfir PISA könnunina sem rædd hefur verið af miklum krafti síðustu daga, og sýnist mér því miður oft vera dæmt út frá niðurstöðum frekar en rýnt í...

Af hverju viðurkennum við þrjósku en höfnum heimsku?

Það má færa fyrir því rök að þrjóska sé ein af undirstöðum fáfræðinnar, því hinn þrjóski heldur að hann viti það sem hann ekki veit og vill ekki viðurkenna að mögulega hafi hann rangt fyrir sér, þannig að ef okkur langar til að vera fráfróðar eða...

Af hverju heldur fólk fast í ranghugmyndir?

Öllum finnst okkur óþægilegt að hafa ósamræmi í heimsmynd okkar, þegar eitthvað virðist ekki passa. Við vitum að eitthvað er ekki alveg í lagi, en áttum okkur ekki fyllilega á hvað það er. Fólk fer ólíkar leiðir til að fylla upp í þetta gap sem ósamræmið...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband