Gleðilegt nýtt ár

clock-complex

Ég vil óska þér góðs árs og þakka bloggsamskipting á því liðna.

Til að sigrast á vandamálum þarf að þekkja þau, skilja þau og vinna sig svo út úr þeim með dugnaði og samviskusemi. Fyrsta og erfiðasta skrefið getur verið að losna við þá valdastétt sem lokar leiðum í stað þess að opna þær, og þá sem enn eru að hirða eigur þeirra sem minna mega sín, án minnsta samviskubits.

Með von um bjartari tíð.


Tron: Legacy (2010) ***

Tron: Legacy hefur allt sem 11 ára drengur getur þráð: tölvuleiki, mótorhjól, leikföng, flugvélar, heilmyndir (holograms), bardagaatriði, klónað illmenni, hálfgerðan Obi-Wan, og ekki einn einasta koss. Tron: Legacy er sjálfstætt framhald af Tron (1982)...

Bæn

Ég bið um að málefnaleg umræða, skynsamleg gagnrýnin hugsun og umhyggja verði höfuðatriði fyrir íslenska stjórnmálamenn á nýju ári og um alla framtíð. Ég bið um að fólk læri að gera greinarmun á innantómum frasaklisjum sem höfða til tilfinninga og dýpra...

Gleðileg jól

Ég vil óska lesendum síðunnar, sem og landsmönnum öllum, á Íslandi og erlendis, gleðilegra jóla.

The Social Network (2010) 0: Hefurðu nokkurn tíma sofnað í bíó?

Í gærkvöldi fór ég á "The Social Network" og átti í vandræðum með að halda mér vakandi. Þar sem ég hef mikinn áhuga á kvikmyndum velti ég fyrir mér hvort að myndin hafi verið svona léleg eða ég svona syfjaður. Ég var nokkur ferskur þegar myndin byrjaði,...

Hvernig bragðast Mexíkó í dag?

Í gærkvöldi lenti ég á Mexíkóflugvelli. Að horfa á ljósin í Mexíkóborg úr flugvél er svolítið magnað. Hvert sem þú lítur, hvert sem augað nær, þar blika gul ljós í bænum. Einstaka svört fjöll og fornir píramídar eru svartir blettir á borginni, og ekki í...

Surtur frændi

Drengur fékk hús úr legókubbum í jólagjöf. Hann setti það saman á tveimur klukkutímum. Stúlka fékk dúkkuhús. Drengur og stúlka elskuðu nýju húsin sín. Þá kom í heimsókn Surtur frændi. Hann var kallaður Surtur því hann var alltaf í svörtum skóm og hafði...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband