Valfrelsið og allt það sem við kjósum yfir okkur
31.12.2023 | 09:56
Stundum stöndum við fyrir vali í eigin lífi, stundum í kosningum, sem mun hafa áhrif á líf okkar, en hversu oft nýtum við þetta val að fullu? Hvenær veljum við virkilega það sem við vitum að er gott, hugsum valið í gegn, metum hvernig það hefur ekki aðeins áhrif á heiminn í kringum okkur, heldur okkur sjálf?
Þegar maður hugsar af dýpt um það sem maður vill velja, og hefur verið að þjálfa sig í að bæta sig sem manneskja, þá getur það samt verið afar krefjandi að velja þá stefnu sem flytur mann í rétta átt.
Mér verður hugsað um stjórnmálin og val okkar á fjögurra ára fresti, og velti fyrir mér hvort að þegar við förum í kjörklefann, hvort við séum í raun og veru að velja, eða merkjum bara við eitthvað sem okkur finnst passa inn í ytri aðstæður okkar.
Til dæmis ef við veljum stjórnmálaflokk vegna þess að allir í fjölskyldunni velja hann, þá er það í raun ekki alvöru val, heldur erum við að hlusta á áhrif og kjósa eftir þeim, frekar en að fara af dýpt í okkar eigin sál, meta það sem við metum mest, og átta okkur á hvað er rétta valið.
Ég hef áttað mig á að fylgjast ekki bara með því sem fólk segir, heldur því sem það gerir, segir mér meira um manneskjuna og þá stjórnmálaflokkinn, heldur en orðin tóm. Það geta verið til fallegar stefnuyfirlýsingar en ef enginn stendur við þær og varðveitir í verkum sínum, sérstaklega þeir sem hafa skrifað undir þær, þá ber manni alls ekki að velja slíkan flokk.
Við þurfum að velja í samræmi við stefnu sem við teljum vera góða, og skiljum sem eitthvað sem við sjálf myndum vilja lifa lífinu eftir, og síðan þurfum við að gæta þess að þær manneskjur sem lofa að fylgja þessari stefnu eftir, geri það. Það er nokkuð auðvelt að sjá hvort að viðkomandi flokkur hafi fylgt eigin stefnu eða ekki, sérstaklega ef hann hefur verið áður á þingi, og þá skoðar maður hvað þingmenn hans hafa sagt og gert.
En öll þurfum við að gera upp við okkur hvernig við lifum lífi okkar. Sum veljum við að lifa í samræmi við hugsjónir okkar, aðrir í samræmi við eigin hagsmuni. Það eru til ólíkar leiðir til að velja í samræmi við hugsjónir annars vegar og hagsmuni hins vegar. Þeir sem velja í samræmi við hugsjónir sínar og skilja þær vel, átta sig á eigin skyldu gagnvart þessum hugsjónum og haga sér í samræmi við þær. Vinstri flokkar hafa tilhneigingu til að vera hugsjónaflokkar. Þeir sem velja í samræmi við hagsmuni og haga sér í samræmi við þá, velja annað hvort að haga sér þannig að eigin hagsmunum verði þjónað (sem væri þá eigingjarn og skammsýnt val) eða þá að hagsmunum flokksins verði þjóna (sem væri þá einnig eigingjarnt og skammsýnt val) eða þá að hagsmunum fylgjenda og/eða þegna væri þjónað (sem væri þá göfugra val og til langtíma).
Þetta þýðir að valið getur ekki fjallað bara um hugsjónir eða bara um hagsmuni, heldur þarf að vera einhver blanda þarna, að hagsmunir hópsins verði varðir af hugsjón, eða að hugsjónum verði haldið á lofti af hagsýni, gætu einnig verið góðir kostir.
En samt, þegar allt kemur til alls, þá gerum við sjálf okkur að betri manneskjum með því að velja, og sérstaklega ef við höfum hugsað vel um valið og erum til í að standa við það. Verra er að velja af hugsunarleysi og verst er að velja ekki neitt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kostnaður spillingar og óheiðarleika
30.12.2023 | 12:38
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjálfselskan og ástin
27.12.2023 | 10:36
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hlutir sem geta spillt vináttu og ást
26.12.2023 | 11:49
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvernig veljum við vini okkar?
25.12.2023 | 12:05
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hrærigrautur breytinganna
24.12.2023 | 09:50
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvernig vitum við hvaða hugmyndir okkar eru góðar?
23.12.2023 | 10:29
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Öngstræti þeirra sem vantar visku
22.12.2023 | 17:50
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Góður vilji: takmarkalaus uppspretta hins góða í heiminum
21.12.2023 | 23:16
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvernig lærir maður rökhugsun?
20.12.2023 | 20:53
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Flókið jafnvægi magns og gæða
19.12.2023 | 23:10
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Meira en bara hugsun: áhrif heimspekinnar á hversdagslífið
17.12.2023 | 10:14
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Meira en bara hæfni - Hvernig nám breytir okkur
16.12.2023 | 13:18
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Svo lærir lengi sem lifir
15.12.2023 | 22:31
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Takmörk þekkingar í þessum óþekkta heimi
14.12.2023 | 22:35
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lífsins jarðhræringar: í leit að visku og sjálfsstjórn
13.12.2023 | 10:32
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Að slíta hlekki fordóma með gagnrýnni hugsun
12.12.2023 | 20:29
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Kíkt undir húddið á PISA: Ísland gegn heiminum
10.12.2023 | 20:54
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af hverju viðurkennum við þrjósku en höfnum heimsku?
9.12.2023 | 13:05
Bloggar | Breytt 10.12.2023 kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Af hverju heldur fólk fast í ranghugmyndir?
8.12.2023 | 08:23
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)