Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Hvernig geturðu látið bloggið þitt rísa í efstu sæti vinsældarlistans?

 

award_cup_blue

 

Ég ákvað að lesa mér til um leiðir til að gera blogg vinsælt, framkvæma í samræmi við niðurstöður rannsóknarinnar, og það skilaði don.blog.is í 3. sæti á vinsældarlistans blog.is. Það var sumarið 2008 sem ég gerði þessa tilraun í um tvær vikur.

Þetta krafðist mikillar vinnu, og ég var í sumarfríi, og fékk náttúrulega engan pening fyrir greinarnar sem ég skrifaði, en bloggið er skemmtilegt áhugamál.

Það eru nokkrar reglur sem ég setti mér:

1. Vanda fyrirsagnir

Það er afar mikilvægt að fyrirsagnir fjalli um efni greinarinnar, svíki ekki lesandann og séu það áhugaverðar að lesandi getur varla staðist freistinguna að smella á hana. Mér hefur alltaf líkað við spurningar sem form til að kveikja áhuga og oft enn skemmtilegra þegar mér tekst að vekja spurningar með greinum mínum heldur en að svara spurningum. Svo er það líka eitthvað við spurningar sem gerir fólk forvitið. Því meira sem hægt er að hneyksla með fyrirsögninni, án þess að gera hana falska, því betra.

2. Skrifa um mál sem höfða til tilfinninga frekar en hugsunar

Greinarnar sem ég skrifaði miðuðu við 'heit' málefni líðandi stundar, ekkert sem ég hafði endilega áhuga á, en auðvelt var að læra um og koma á prent. Greinar um vinsæl málefni eins og fótbolta, kynlíf og ofbeldi virðist vekja mestu athygli.

3. Birta nokkrar greinar á dag.

Þegar hægjast fer á teljaranum, eða fyrri grein ekki nógu vel heppnuð, birta sem fyrst aðra grein, þangað til þér tekst að birta grein sem vekur mikinn áhuga og teljarinn rýkur í gang.

4. Skrifa athugasemdir við önnur blogg.

Það er mikilvægt að fylgjast með öðrum bloggum. Ég geri það reyndar daglega, en það skilar miklu að skrifa athugasemdir hjá öðrum bloggurum og bloggvinum, og jafnvel fjalla um einhver af þeim málum sem aðrir bloggarar eru að skrifa um og vísa í þá.

Þetta eru aðferðirnar sem ég notaði til að koma blogginu í 3. sætið, og er nokkuð viss um að ef ég hefði ekki þurft að fara í vinnu og hugsa um aðra hluti að á endanum hefði bloggið endað í 1. sæti. Mig reyndar grunar hvernig ég hefði getað komið blogginu enn hærra á þessum tíma, en vildi ekki fara þá leið. Það er nefnilega hægt að skrifa um afar persónulega hluti til að fá bloggið til að rjúka upp úr öllu valdi, gefa lesandanum innsýn í eigið líf. Ég hleypi fáum það nálægt. Wink

Til dæmis skrifa ég nánast ekkert um fjölskyldu mína, vini, vinnu, eða vinnufélaga; ekki vegna þess að mér sé sama um þau, heldur vegna þess að ég vil ekki rjúfa friðhelgi þeirra fyrir eigin hégóma, sem væri þá að komast í 1. sætið. Það er gaman að komast í 1. sætið þegar maður er að keppa, en ég lít ekki á bloggið sem keppni, heldur sem samræðugrundvöll, stað þar sem hægt er að velta fyrir sér málefnum líðandi stundar og fá athugasemdir, sem er sérstaklega holt þegar maður er ekki alveg viss í sinni sök. 

Svo er það oft þannig að þegar maður er handviss í sinni sök og ekki tilbúinn að hlusta á athugasemdir, það er einmitt þá sem maður er líklegastur til að hafa rangt fyrir sér.

Það hefur tekið mig 30 mínútur að skrifa þetta. Verð að skella í mig morgunmat og stökkva upp í lest. Fer inn í miðbæ Osló til að tefla á páskamóti.

Oft er talað um að gott sé að sérhæfa sig í einhverju ákveðnu til að auka vinsældir. Ég er ekki alveg á þeirri línu, heldur hef ákveðið að sérhæfa mig í því sem vekur mesta athygli mína hverja stundina, og þá að fjalla um málið og íhuga það, passa mig á að falla ekki í rökvillur og reyna að átta mig á fleiri skoðunum en bara mínum eigin. Reyndar geri ég það ekki í bíómyndagagnrýninni, sem fjalla yfirleitt um hvað mér fannst um einhverja kvikmynd, og hefur lítið með skoðanir annarra að gera, því fegurðin er metin á ólíkan hátt í hverjum huga fyrir sig.

 

Ég gerði tilraun í gær. Fyrir ári síðan skrifaði ég aprílgabb sem var mikið lesið. Ég afritaði það inn í grein gærdagsins og hafði sömu fyrirsögn. Áhrifin voru þau sömu og fyrir ári síðan, fyrir utan það að í fyrra fékk ég 9 athugasemdir en í ár bara 8. Og ég skrifaði sumar þeirra sjálfur. 

 

Súlurit yfir síðasta mánuð. Sjáðu hvernig aprílgabbið sló í gegn!

 

 

 

Súlurit yfir síðasta ár.

Ég hef greinilega slysast til að skrifa einhverjar vinsælar greinar með um þúsund lesendur og sé að í apríl í fyrra hefur ein grein náð athygli yfir 2000 manns. Ég man ekki hver þessi grein var en kíki kannski á það í kvöld þegar ég hef tíma. Mér koma þessar tölur svolítið á óvart og sé að oft er fínn lestur á greinunum. 

Þar sem ég ber mikla virðingu fyrir mínum lesendum og er þeim þakklátur fyrir að taka þátt í pælingum mínum, verð ég greinilega að halda áfram að vanda mig við skrifin. Smile


Besta aprílgabb dagsins

 


 

Ég er búinn að fylgjast vel með flestum fjölmiðlum í dag og safnað saman öllum bestu aprílgöbbunum.

Besta gabbið kemur án nokkurs vafa frá mbl.is. Eyjan setti fram nokkur lúmsk, en það allra besta kemur frá visir.is.

Skoðaðu göbbin með að smella á linkana.

Sért þú að lesa þetta hefur þú hlaupið apríl. Whistling

 

1. apríl!

 

Þessi grein er nefnilega aprílgabbið mitt í ár.

 

Þannig hljómaði aprílgabbið mitt í fyrra og ég ákvað að nota það aftur í dag. Joyful Ég held að engin af mínum greinum hafi fengið jafn mikinn lestur og þetta einfalda aprílgabb fyrir ári, og sjálfsagt hef ég sjaldan lagt jafn litla vinnu í eina grein. Ég er forvitinn að vita hvort þessi verði jafn vinsæl.
 
 
Wizard   Sideways   Whistling   Shocking   Blush
 
 
 
 
Mynd: Wikipedia - April Fool's Day

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband