Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

The Imaginarium of Doctor Parnassus (2009) ***1/2

Terry Gilliam er einn af eftirlætis leikstjórum mínum. Hann gerir oft frekar skrítnar myndir þar sem skilin á milli veruleika og ímyndunar eru afar óljós. Ég held að lykillinn að flestum myndum hans felist í að hann gerir þær út frá sjónarhorni ákveðnar persónu í myndinni, og lætur sér ekki nægja skynjun hennar og orðræðu, heldur verða hugarórar og ímyndun óaðskiljanlegur hluti af heildarmyndinni.

Þannig fjallaði "The Fischer King" um mann með geðklofa, og við sáum það sem hann óttaðist og kynntumst af hverju hann óttaðist það. "12 Monkeys" fjallar um mann sem sér sjálfan sig myrtan í annarri persónu, en annað hvort hefur sú persóna sem var myrt verið hann sjálfur í tímaflakki úr fortíðinni, eða þá að hann hefur verið að ímynda sér þetta allt saman. "Monty Python and the Holy Grail" fjallar um leitina að hinum heilaga kaleik, en allar persónur virðast meðvitaðar um að þær eru leikskoppar í gamanmynd. "The Brother Grimms" fjallar svo um ævintýri Grimms bræðranna sjálfra, en ekki sögur þeirra.

Maður hlýtur að minnast á Heath Ledger, en þetta var síðasta kvikmyndin sem hann lék í áður en hann dó. Hann vann Óskarinn í fyrra fyrir hlutverk sitt sem Jókerinn í "The Dark Knight", en hér er hann varla svipur hjá sjón. Persóna hans er ekkert sérstaklega eftirminnileg í hans meðferð, og það er ekki fyrr en Colin Farrell tekur við honum að eitthvað fútt má finna í honum. Bestur allra er Christopher Plummer í titilhlutverkinu, en hann sýnir afar góða takta sem hinn ólánsami öldungur sem lifir við þá furðulegu bölvun að hafa atvinnu af leiksýningum, en geta aldrei klárað neina sögu. 

Þar kemur túlkun mín til sögunnar. Það má líta á hana sem spillitexta, þannig að ef þú ætlar að sjá myndina, slepptu því að lesa það sem eftir er gagnrýninnar þar til þú hefur séð myndina.

Túlkunin:

Ég vil túlka "The Imaginarium of Doctor Parnassus" sem draum heimilislauss manns (Christopher Plummer) sem þráir að eiga sér sögu og vera merkilegri en hann er, en þessi draumur hjálpar honum að sættast við sjálfan sig. Í draumnum er Dr. Parnassus yfir þúsund ára gamall, enda gerði hann fyrir löngu síðan samning við djöfulinn. Hann endurnýjaði samninginn fyrir nokkrum árum, þar sem hann bað um að skipta á eilífu lífi og æsku. Skrattinn fellst á samninginn en laun hans verða að fá dóttur Dr. Parnassus á 16. afmælisdegi hennar. Dr. Parnassus fellst á þetta, enda átti hann enga dóttur og hafði ekki hugsað sér að eignast eina. Hann hafði rangt fyrir sér.

Þegar hér er komið sögu í þessum draumi, er Valentina dóttir hans (Lily Cole) þremur dögum frá afmæli sínu. Skrattinn (Tom Waits) virðist sjá aumur á doktornum og gefur honum séns, ef honum tekst að koma fimm sálum til helvítis á þremur dögum, með því að tæla fimm illar manneskjur inn í töfraspegil, þá fær dóttir hans að sleppa undan örlögum sínum. 

Á leið um London finnur leikhópur Dr. Parnassus mann sem hangir á hálsinum undir brú, en leikhópurinn samanstendur af fjórum einstaklingum, Parnassus sjálfum, Valentina,  hinum unga Anton (Andrew Garfield), og smávaxna Percy (Verne Troyer), sem einnig er helsti vinur og ráðgjafi Dr. Parnassus. Þessi maður er auðmaðurinn Tony (Heath Ledger) sem frægur hefur orðið fyrir góðgerðarstarfsemi, en hann virðist vera minnislaus og ákveður að hefja nýtt líf með leikhópnum.

Hann tekur virkan þátt í að laða áhorfendur að sýningunni sem hefur verið í gangi síðustu þúsund árin eða svo, næstum óbreytt, og poppar hana svolítið upp. Tony slysast til að nota spegilinn nokkrum sinnum, og í hvert sinn sem hann fer inn í hann, breytist hann í útliti. Sundum lítur hann út eins og Johnny Depp, stundum eins og Jude Law, og stundum eins og Colin Farrell, en sá síðastnefndi fer vel með stærsta hlutverkið í heiminum innan spegilsins.

Þessi spegill er merkilegt fyrirbæri. Þegar einhver fer inn í hann, þá hverfur viðkomandi inn í heim ímyndunar sem er bæði ímyndun Dr. Parnassus og þeirrar manneskju sem fer inn í hann. Fari fleiri en ein manneskja inn í spegilinn er ómögulegt að segja til um hvaða ímyndaði heimur verður ofan á. Þessi ímyndaði heimur er að miklu leyti dreginn í anda meistara Salvador Dali, nema hvað hann er stöðugt á hreyfingu.

"The Imaginarium of Doctor Parnassus" krefst þess að áhorfandi fari á hana með opnum hug. Hún er ekki eitthvað sem rennur ljúft í gegn eins og "Avatar", heldur er hún full af hugmyndum og gagnrýni um hluti sem eru ekki allir þar sem þeir sýnast. 

 

Myndir: Wikipedia


ICESAVE: An Issue of Freedom for Future Generations

"They may take our lives, but they'll never take our freedom!" Mel Gibson as William Wallace in Braveheart.
The government has made an agreement to pay insurances for private banks, that happen to have been Icelandic public banks before 2002, and for doing that cut down public services and increase taxes, is, for a lack of better words, silly and tragic. It may be that the cost for each Icelander, rich or poor, healthy or sick, young or old, will be at about USD 12,400 for each person, and the reason:

USD $3.72 billion divided by 300.000 (population of Iceland)
= 12,400 for each person to pay*

*(To be fair, the amount may be reduced based on how much money the government can get for the assets of Landsbankinn, but that amount is very hard to predict, and could be high, it could be low, but that is not the main issue).
Privatized banks collapsed due to internal corruption and greed within the banks and government. Most politicians in the previous government and in the present government received healthy amounts from those very banks that supported them to run for office. Many managers from the banks have now received key consultancy offices within the Icelandic government. The people of Iceland are no confronted with the confusing situation that they must protect themselves from their own government, a government that came to power after the previous one resigned due to constant and increasing demonstrations outside of congress. In the international media those demonstrations were called violent riots, which they were not, since the demonstration was peaceful, except for a handful of exceptions. There was a lot of violent sounding noise however, since people brought their pots and pans from their homes to be heard. Riots are when peacefulness is the exception.
 
The Icelandic government did not do their job in watching over their business in Iceland, nor did the Dutch government do that in Holland or the British government in UK. As a counter example, the Norwegian government did their job well in Norway, and nobody got hurt there.

The government sent a former politician, a friend of the minister of finance, to lead agreement negotiations with the British and the Dutch. The British and the Dutch sent professionaly competent people. It seems the former Icelandic politician was humbled against the opposition and went back with probably the worst contract ever written in history. The minister of finance acclaimed this contract to be fine work, the best that could ever been had, neglecting that various acclaimed professionals had offered their advice and work, and would have been able to bring this issue into a perspective anyone could grasp, from any side of the table.

But the minister of finance had a fixed belief. His mind was set. The contract was to be agreed upon. He tried to force the contract through congress, quickly,  based on people trusting his word, that indeed this contract was one of the greatest accomplishments for the state. The opposition wanted the contract to be made public. When it finally became so, the truth was revealed. It was a horrid, horrid thing.

The minister of health suggested that everyone within the government cooperated in discussing their disagreements, and work together for a better solution. The whole congress, the opposition and the people in power worked together for the whole summer to reach an acceptable document. His friends in government were not happy with him. The minister of health was fired from office.

The government did agree upon the contract, but with conditions that the British and the Dutch had to accept. When they did not accept these conditions, the financial minister decided to try forcing it through the congress again, now without any conditions or modifications, that could appeal to an international court of law.

The political opposition used their only weapon, they talked against the agreement for weeks, attempting to take up as much time as possible, for this injustice not to take place. Remember James Stewart in "Mr. Smith Goes to Washington"? That was the situation in the Icelandic congress. The parties in power hardly showed up during the discussions, while the opposition spent night and day defending against this impending injustice. The course was set. The contract was going to be forced upon the Icelandic people. With or without consent.

One final and formal step needed to be made. The Icelandic president had to sign the law, agreeing to this contract. Only once during the last 80 years has the president refused to sign a law, and at that time referring to a gap between the people and the government. He did the same on January 5, after receiving a petition from more than 60.000 Icelanders, about 25% of the people who had a right to vote.

The president declared that he refused to vote for this contract, and deferred the decision to a national vote. The worldwide reaction was a cheer for this brave deed, and around the world, voices were heard that declared that people should not let themselves be oppressed any more by the private banking system, that was sucking everything away from honest working folks, their homes, their vehicles, their jobs; and left families in ruins, just to get more money. As if money in itself means anything? Money is a tool. Not a goal. Even though it may be both for most, and when they have it, they may have no idea how to spend it.
 
The reaction from the Icelandic government has surpised me deeply. Instead of listening to the acclaim, they have done their best to humiliate international experts giving their opinion on the issue, who see the issue from a different perspective, and the government simply claiming that they will pay, no matter what, and that they would fight for their case with propaganda, paid by the government, to convince the people to vote for the contract.
 
That is where Iceland is now. Heading for a public vote on a contract that could harm future generations, but not the present one, since payments from a loan that would be used to pay these "debts" would only start in about six years; but of course, political responsibility seems only to extend over three years in Iceland, and financial responsibility seven years. So, that would mean when the rocks start to tumble down the hill on the people below, they would appear to be coming from nowhere, since nobody would be responsible for pushing them anymore, since the push took place such a long time ago. Too much time would have passed.

I invite you to comment on this article, especially my many friends from different countries around the world. You don't need to log in to comment.
 
 
 
Take a look at the video from FarmannTV. It is an appeal to Icelanders, phrasing pretty well the root of the problem, and offering a solution, that may or may not be appropriate.
 

Af hverju ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um skattlagningu?

Steingrímur J. Sigfússon hefur verið að taka sem dæmi um ómögulega gerð af þjóðaatkvæðagreiðslu ef greitt yrði þjóðaratkvæði um hvernig skattgreiðslum yrði háttað. Ég held að dæmið sé lélegt, og að þjóðaratkvæðagreiðslur um fyrirkomulag skattlagningar gæti orðið afar viðeigandi mál fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu, en það þýddi að stjórnskipan Íslands þyrfti að vera töluvert öðruvísi en hún er í dag.

Ég held að þessari ákvörðun væri betur varið hjá þjóðinni en Alþingi. Reyndar mætti Alþingi svosem vera með, enda er Alþingi líka hluti þjóðarinnar, þó ekki sé það nema eitthvað prómill af fólkinu okkar.

Ef þjóðin tæki þá ákvörðun að lækka skatta, þá yrði velferðarkerfið sjálfsagt veikara, og ekkert annað en eðlilegt að fólk taki þá ákvörðun hvort það vilji það velferðarkerfi sem er í gangi í dag, eða að það verði í einhverju öðru formi. Þá mætti fólk einnig greiða atkvæði um hvaða upphæðir færu í lykilmál eins og menntun og heilbrigðismál, og frábært væri ef hægt væri að takmarka hversu mikill peningur færi beint í stjórnmálamenn, ættingja þeirra og vini í gegnum ógagnsæjar nefndir. Þá væri hægt að ákvarða skattkerfi til tíu ára en mögulegt að segja því upp með hæfilegum uppsagnarfresti ef það virkar engan veginn.

Ef þjóðin tæki þá ákvörðun að auka skatta til að bæta velferðarkerfið enn frekar, þá mætti hún líka gera það. Það er einfaldlega ekki augljóst að skattkerfi og fjárlög hentuðu endilega illa í þjóðaratkvæðagreiðslu, enda fara þarna mál sem ættu að vera flestum hjartans mál.

Ég hef verið að velta fyrir mér hvernig stjórnskipulag hentaði slíku fyrirkomulagi, og þá kemur í ljós að takmarka þyrfti töluvert völd ráðherra, þingmanna og embættismanna; til að koma í veg fyrir spillingu og slík leiðindi sem plaga landann í dag. Leggja þyrfti mikla og skíra áherslu á rétta og sanna upplýsingagjöf, en að ríkinu yrði bannað að styrkja áróður, hvort sem væri til stjórnmálaflokka eða málefna sem lögð væru undir þjóðaratkvæði.

Þarna sé ég fyrir mér nýja gerð lýðræðis, og betri stjórnskipan, sem mig langar að velta fyrir mér betur í náinni framtíð, umfram það að falla stöðugt í kettlingagryfju dægurmála sem stela frá mér tíma athygli.

Það þarf að endurhugsa stjórnarskrána og stjórnsýsluna og gera það vel, með öflugum greiningartækjum og okkar bestu hugsuðum. Slík mál mega ekki að lenda hjá hugmyndasnauðum embættismönnum eða óskilverkum nefndum, heldur kraftmiklu fólki sem getur virkjað alla þjóðina til samvinnu, og haldið heildarmyndinni saman með skýrum og traustum rökum.


Fyrningar og rannsóknir sem falla á tíma

Ef mál eru nógu gífurlega stór, þýðir það að rannsókn tekur ógurlegan tíma, og því meiri tíma sem rannsókn tekur á Íslandi, því meiri líkur eru á að mál verði fyrningu að bráð.

Segjum að rannsóknir og saksókn vegna Hrunsins taki um 10 ár. Þá sleppa allir vegna fyrningarákvæðisins. Er það ekki?

Þannig fyrnist ábyrgð stjórnmálamanna á þremur árum og ábyrgð viðskiptamanna á sjö.

Mál bankahrunsins eru gífurlega stór og viðkvæm. Bankaleyndin getur tafið fyrir rannsóknum. Hugsanlega er markmið einhverra að tefja nógu lengi til að einhver stórmál fyrnist?

Hvaða mál tengd bankahruninu ætli séu að falla á tíma í þessum mánuði?


Spjallþáttastríð: Conan O'Brian út, Jay Leno inn

071102-leno-conan-hmed12p.hmedium

Fyrir sjö mánuðum hætti Jay Leno sem þáttarstjórnandi vinsælasta kvöldþáttar NBC sjónvarpsstöðvarinnar í mörg ár, "The Tonight Show" og fékk Conan O'Brian taumana. Vinsældir féllu. Reyndar hröpuðu þær.

O'Brian er þekktur fyrir frekar djarfan stíl. Hann þykir frekar súrrealískur. Jay Leno þykir mýkri. Virkar betur fyrir fjöldann.

Ákveðið hefur verið að sparka O'Brian. Talað er um að hann fái ekki nema 30-40 milljónir dala í skaðabætur, nema hann byrji fljótlega með annan spallþátt hjá annarri sjónvarpsstöð.

Pældu í upphæðinni!

30-40 milljónir dala? Þetta eru kr. 3,751,794,715,- (þrír milljarðar, sjöhundruðfimmtíu og ein milljón, sjöhundruð nítíu og fjögur þúsund, sjöhundruð og fimmtán krónur) til kr. 5,002,392,953,- (fimm milljarðar, tvær milljónir, þrjúhundruð níutíu og tvö þúsund, níuhundruð fimmtíu og þrjár krónur).

Hvað hefur einn maður að gera við slíkan auð?


Hvað eru peningar?

Jóakim aðalönd útskýrir uppruna peninga og hvað þetta fyrirbæri er: Joyful

1.hluti:

2. hluti:


Getur "Avatar" valdið þunglyndi?

Við könnumst flest við að góð listaverk geti haft djúpstæð áhrif á fólk. Kvikmyndin "Avatar" er án nokkurs afar gott listaverk. Samkvæmt bandarískum fréttum er töluverður fjöldi fólks sem þjáist af þunglyndi eftir að hafa horft á "Avatar" í þrívídd. Sýndarveruleiki myndarinnar þykir það spennandi að veruleikinn sjálfur reynist grár og gugginn í samanburði.

Þó er ólíklegt að orsök þunglyndis felist í kvikmyndinni sjálfri, heldur hljóta orsakirnar að felast í þeirri manneskju sem upplifir þunglyndið eftir áhorfið. Kannski fólk upplifi einhvers konar einmanaleika eða takmörkun á eigin getu, þar sem að Na'vi persónurnar í "Avatar" eru frelsið sjálft í holdi klætt, þó það sé í strumpalitum.

En hvað segir þú, getur kvikmynd, eða listaverk, haft slík áhrif á viðtakanda að það valdi þunglyndi? Ef svo er, gætu drungalegri kvikmyndir þá valdið hamingju?

 

Mynd: Rotten Tomatoes


Trúleysisofstæki gegn Pat Robertson vegna yfirlýsingar hans um samning við djöfulinn? (Myndband)

Sjónvarpspredikarinn Pat Robertson sagði í sjónvarpsviðtali að samkvæmt sögu Haiti hafi eyjaskeggjar, sem þá voru allir þrælar, gert samning við djöfulinn, reyndar fyrir löngu síðan til að losna undan nýlenduveldi Frakka. Skömmu síðar gerðu eyjaskeggjar uppreisn og sigruðu. Upp frá því hafa margar hörmungar dunið yfir Haíti og þykir það í sjálfu sér furðulegt hversu illa stödd sú þjóð hefur verið, þar sem tvær þjóðir eru á þessari sömu eyju, og hin þjóðin í fínum málum. 

Nú hefur Pat Robertson verið áberandi í heimspressunni fyrir sínar yfirlýsingar, og viðurkenni ég að ég hafði aldrei áður heyrt af þeim manni fyrir daginn í dag, í það minnsta svo ég muni eftir, og þeim slegið upp sem öfgafullum. Þar sem að undanfarið hafa efasemdir mínar um áreiðanleika fréttamiðla farið vaxandi, þar sem ég gruna þá flesta um að gera sitt besta til að selja sem mest af eintökum eða síðuflettingum, frekar en að segja satt og rétt frá, ákvað ég að skoða málið betur. 

Það þurfti ekki langa Google leit til að finna heimasíðu Pat Robertson og YouTube myndband af þessu viðtali. Efst á síðu hans er yfirlýsing frá fjölmiðlafulltrúa CBN, þar sem viðtalið fór fram, sem ég hef snarað í flýti yfir á íslensku, enska útgáfan er neðst á síðunni:

 

Yfirlýsing vegna  athugasemda Pat Robertson um Haiti

CBN.comVIRGINIA BEACH, Va., 13. janúar, 2010 -- Í sjónvarpsþættinum "The 700 Club", í umfjöllun um hörmungarnar á Haiti, þjáningarnar og hjálparstarfsemina sem þörf er fyrir á Haiti, talaði Dr. Robertson um sögu Haiti. Athugasemdir hans byggðu á vel þekktri og umtalaðri þrælauppreisn árið 1791 sem Boukman Dutty leiddi á Bois Caiman, þar sem sagt er að þrælarnir hafi gert frægan samning við djöfulinn í skiptum fyrir sigur gegn Frökkum. Þessi saga, í samhengi við hið hræðilega ástand sem landið er í, hefur leitt fjölda fræðimenn og trúað fólk til að trúa því að landið sé bölvað. Dr. Robertson sagði aldrei að jarðskjálftinn væri til kominn af reiði Guðs. Ef þú horfir á allt myndbandið, verður samúð Dr. Robertson með fólkinu á Haiti ljós. Hann biður um að beðið sé fyrir þeim. Hjálparstarfsemi undir hans stjórn hefur starfað við að aðstoða þúsundir manns á Haiti síðasta árið, og eru að senda mikla aðstoð til aðstoðar fórnarlamba þessara miklu hörmunga. Sent hefur verið af stað sending með lyfjum fyrir margar milljónir dollar sem nú eru á Haiti, og reiknað er með að stjórnendur neyðarteymisins komi til eyjunnar á morgun og taki virkan þátt í hjálparstarfinu.

Chris Roslan
Talsmaður CBN

 

Á öðrum helmingi eyjunnar er Haítí, sem býr við afar mikla fátækt og neyð, en á hinum helmingi er Dóminíska lýðveldið, sem býr við mikið ríkidæmi og farsæld. Af hverju veit ég ekki. Kannski þetta hafi eitthvað með skattaparadísir að ræða og óstjórn? Veit ekki. Það að trúaður maður skuli segja frá þessari merkilegu sagnfræðilegu heimild, sem er náttúrulega engin staðreynd eins og hann heldur fram, heldur heimild og mikill munur þar á, er engan veginn óeðlilegt. Hann talaði ekki um orsakasamband á milli þessa sögulega samnings og þessa hörmunga, en vissulega má grípa tækifærið og túlka sem svo að hann hafi gert það og gera sem mest úr því og það hversu allir trúaðir eru þröngsýnir.

Eða með öðrum orðum: alið á fordómum.

Það sem komið hefur mér svolítið á óvart, en samt ekki, er hvernig trúleysingjar um heim allan hafa stökkið á þessa illa tímasettu fullyrðingu mannsins og blásið hana upp í einhvers konar heiftúðlega gagnrýni á fólk sem er trúað, rétt eins og þegar einhverjir öfgamenn brjáluðust við að sjá skopteikningar í Jyllands Posten. Dæmigerður stormur í vatnsglasi.

Trúfrelsi er eðlileg krafa um að fólk megi trúa því sem þeim sýnist rétt, hvort sem viðkomandi trúir á Guð, guði, eitthvað yfirnáttúrlegt, ICESAVE, eitthvað annað eða alls ekki neitt. Það er eðlileg krafa að sýna fólki virðingu gagnvart trúarskoðunum þeirra, en það að virða slíkar skoðanir er ein undirstaða trúfrelsisins. 

Svo merkilega vill þó til að trúfrelsið vill stundum rekast á tjáningarfrelsið. Sumir trúa það blint á tjáningarfrelsið að þeir telja það trúfrelsinu æðra. Einnig eru sumir sem trúa það blint á trúfrelsið að þeir telja það tjáningarfrelsinu æðra. Úr verður heift fólks sem kann ekki að velja milliveginn, og dettur ekki í hug að bakka, enda fjöldi fólks sem kann miklu betur að meta ákveðnar skoðanir en þær sem feta milliveginn.

Ég leyfi mér að halda því fram að Pat Robertson hafi ekki gengið of langt í sinni fullyrðingu, þó ég skilji vel þá tilhneigingu að snúa út úr orðum hans, enda eiga þeir sem þekktir eru fyrir trú sína, yfirleitt undir högg að sækja, sama hverrar trúar þeir eru, og jafnvel þó þeir séu yfirlýstir trúleysingjar.

Trúleysisofstæki er engu betra en trúarofstæki. Þetta eru einfaldlega tvær hliðar á sama peningnum. Millivegurinn er vandrataður hér sem annars staðar.

Ég hef enga ástæðu til að bera verndarhendi fyrir Pat Robertson, en mér finnst mistúlkunin og hvernig hún hefur breyst út um heiminn með ofurhraða afar áhugaverð.

Ónákvæmni og vinsældaleit margra virtra fréttamiðla er áhyggjuefni.

 

Statement Regarding Pat Robertson's Comments on Haiti

CBN.comVIRGINIA BEACH, Va., January 13, 2010 --On today’s The 700 Club, during a segment about the devastation, suffering and humanitarian effort that is needed in Haiti, Dr. Robertson also spoke about Haiti’s history. His comments were based on the widely-discussed 1791 slave rebellion led by Boukman Dutty at Bois Caiman, where the slaves allegedly made a famous pact with the devil in exchange for victory over the French. This history, combined with the horrible state of the country, has led countless scholars and religious figures over the centuries to believe the country is cursed. Dr. Robertson never stated that the earthquake was God’s wrath. If you watch the entire video segment, Dr. Robertson’s compassion for the people of Haiti is clear. He called for prayer for them. His humanitarian arm has been working to help thousands of people in Haiti over the last year, and they are currently launching a major relief and recovery effort to help the victims of this disaster. They have sent a shipment of millions of dollars worth of medications that is now in Haiti, and their disaster team leaders are expected to arrive tomorrow and begin operations to ease the suffering.

Chris Roslan
Spokesman for CBN


mbl.is „Haíti-búar sömdu við djöfulinn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju sendum við ekki vatn til Haiti með hraði?

Fréttir berast af vatnsskorti á Haiti, þar sem eftirlifendur segjast ekki hafa fengið vatnsdropa í 24 klukkustundir. Gætu Íslendingar ekki sent gáma fyllta af vatni með flugi til Haiti og útvegað fólkinu sem lifað hefur af þessa nauðsynjarvöru? 
 

Vatnið er mesta náttúruauðlind Íslendinga, en ég vil spá að vatn verði eftirsóttara en olía áður en þessi öld líður undir lok.

 

Mynd: NRK 


mbl.is Eitthvað mesta manntjón síðari ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig styðja Íslendingar Haiti í dag?

Heimurinn er stærri en bara Ísland, Bretland, Holland, Evrópa og ICESAVE málið.

Við erum orðin alltof sjálfhverf, og þurfum sjálfsagt að líta upp úr eigin koppi öðru hverju. Ekkert er hollara fyrir sálarlífið en að gefa af sér og koma þeim sem eru í neyð til aðstoðar.

Hvernig væri að styðja við bakið á þeirri þjóð öðruvísi en með skeyti?

Ekki eiga Íslendingar peninga, matvæli, mannskap eða aðrar nauðsynjar til að hjálpa Haitibúum?


mbl.is Gríðarlegt manntjón á Haítí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband