10 skilyrði sem stjórnmálaflokkur þarf að uppfylla til að fá atkvæðið mitt

10 skilyrði sem stjórnmálaflokkur þarf að uppfylla til að fá atkvæðið mitt í næstu alþingiskosningum:

1. Þeir sem eru í framboði fyrir flokkinn, sama hvaðan af landinu þeir eru, mega ekki hafa verið tengdir spillingu á nokkurn hátt.

2. Flokkurinn verður að koma með raunhæfa og framkvæmanlega lausn vegna vanda heimila í landinu. Helst tengda niðurfellingu á skuldum og að verðtryggingar eins og þær eru í dag heyri sögunni til.

3. Flokkurinn verður að vera tilbúinn í viðræður um ESB aðild. Þetta þýðir að kvótaspilling sem og önnur spilling geti lent í uppnámi og að krónan verði aflögð sem gjaldmiðill.

4. Flokkurinn verður að hafa fjármál sín fyrir opnum tjöldum.

5. Flokkurinn verður að lofa að gagnrýnin hugsun verði að markmiði í íslensku menntakerfi, umfram hátæknivæðingu.

6. Flokkurinn verður að lofa að aðhlynning sjúkra verði að markmiði í íslensku heilbrigðiskerfi, umfram hátæknivæðingu.

7. Flokkurinn verður að hafna því algjörlega að greiða skuldir óreiðumanna, þar með talið Icesave, og stefna viðeigandi einstaklingum vegna ábyrgðar þeirra.

8. Flokkurinn verður að lofa raunverulegum stuðningi við rannsóknina á bankahruninu og því að öllum sakamálum sem rísa í kjölfarið verði fylgt eftir af hörku.

9. Flokkurinn ætti að koma með tillögu að sjálfstæðisyfirlýsingu Íslendinga. Á grundvelli sjálfstæðisyfirlýsingar sem telur upp helstu gildi íslensku þjóðarinnar og allir flokkar hafa samþykkt, og einnig þjóðin í þjóðaratkvæðisgreiðslu, skal byggja nýja stjórnarskrá.

10. Flokkurinn verður að sýna fram á hvernig hann ætlar að fá þá Íslendinga aftur heim sem neyðst hafa til að flytja af landi vegna kreppunnar.

Gleymi ég einhverju sem skiptir máli?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Þú semsagt skilar auðu

Ómar Ingi, 8.4.2009 kl. 21:15

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Það lítur út fyrir það.

Hrannar Baldursson, 8.4.2009 kl. 21:21

3 identicon

Sammála fyrsta ræðumanni.  Þú sem sagt skilar auðu og greinilega ert ekki með hugann í núinu hvað þá í veruleikanum.  Gangi þér vel samt.

Sigurður R. Þórarinsson (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 01:13

4 Smámynd: Alvy Singer

Ég er sammála þér í stórum dráttum og ég mun skila auðu eins og síðast.

Alvy Singer, 9.4.2009 kl. 16:47

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Sá yðar sem syndlaus er.....

Halldór Jónsson, 9.4.2009 kl. 20:54

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þá bara að kjósa X-O.  Þeir eru þó lausir við spillingu og klúður undanfarinna ára.

Marinó G. Njálsson, 10.4.2009 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband