Nýjustu færslur
- Af hverju krefjast raunveruleg góðverk alltaf áreynslu?
- Um líkama og sál - Í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Bald...
- Hrós til þjónustuborðs Costco
- Hætturnar sem felast í fáfræði
- Mistök og það sem við getum lært af þeim
- Heimspeki í morgunmat: að byrja hvern dag með krefjandi spurn...
- Af hverju trúum við stundum blekkingum frekar en því sanna?
- Meðan bærinn okkar brennur
- Ekki er allt gull sem glóir, en samt veljum við það
- Ofurkraftar okkar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2024
2023
2021
2020
2019
2018
2017
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Hvernig verður Ísland eftir 100 ár?
23.6.2008 | 13:30
Lesendur þurfa ekki að svara öllum þessum spurningum, en gaman væri að fá einhverjar pælingar í gang.
- Verður betra eða verra að vera Íslendingur eftir 100 ár?
- Hvernig verður heilsa, menntun, iðnaður, fjármál og viðskipti eftir 100 ár?
- Verður Ísland enn sjálfstæð þjóð?
- Hvaða tungumál munu Íslendingar tala?
- Verður Ísland ennþá fallegt land?
- Verða Íslendingar fallegir?
- Verða Íslendingar ríkir?
- Verða Íslendingar hraustir?
- Mun tæknin leiða Íslendinga fram á veginn eða til glötunar?
- Hver man eftir þér og af hverju?
Mynd: Travel Reader
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:46 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- AK-72
- ThoR-E
- Agnar Freyr Helgason
- Alfreð Símonarson
- Alvy Singer
- Anna
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Berglind Steinsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Dís
- Birna Guðmundsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Sæmundsson
- Björgvin Gunnarsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- Blogblaster
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bwahahaha...
- Börkur Gunnarsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Dofri Hermannsson
- Edda Sveinsdóttir
- Einar Indriðason
- Einar Jón
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Sara
- Eymar Plédel Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fararstjórinn
- FreedomFries
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Gulli litli
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Sverrir Þór
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Erla Sumarliðadóttir
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Foster Hjartarson
- Gísli Tryggvason
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Karlsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Viðar
- Heidi Strand
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Johnny Bravo
- Jonni
- Jóhann Björnsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón V Viðarsson
- Jón Viktor Gunnarsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jón Þór Ólafsson
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Karl Tómasson
- Katan
- Ketill Sigurjónsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
- Kolbrún Hilmars
- Konráð Ragnarsson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Hreinsson
- Kristján Kristjánsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Leikhópurinn Lotta
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magidapokus
- Magnús Árni Magnússon
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Kristjánsdóttir
- Millablog
- Neddi
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Kristinsson
- Ragnar Gunnarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Ransu
- Rut Sumarliðadóttir
- Róbert Björnsson
- Rúnar Már Bragason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skafti Elíasson
- Skák.is
- Snorri Bergz
- Snuddi
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Steinki
- Steinn Hafliðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Arnarsson
- Sverrir Stormsker
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Helgason
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig
- TARA
- Toshiki Toma
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tómas Þráinsson
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Víðir Ragnarsson
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- kiza
- mongoqueen
- Ásgerður
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Arnórsson
- Óskar Þorkelsson
- Óttar Felix Hauksson
- ÖSSI
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þröstur Helgason
- Þröstur Unnar
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórdís Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Agný
- Ari Jósepsson
- Árni Karl Ellertsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarki Þór
- Davíð Pálsson
- Dominus Sanctus.
- DÓNAS
- ESB og almannahagur
- Eygló
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- G Helga Ingadottir
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Eiríksson
- Guðni Karl Harðarson
- Hafþór Baldvinsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Hörður Halldórsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jónatan Gíslason
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lúðvík Lúðvíksson
- Marta B Helgadóttir
- Morgunblaðið
- Omnivore
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Styrmir Reynisson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sævar Már Gústavsson
- Sölvi Breiðfjörð
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valur Arnarson
- Vestarr Lúðvíksson
Tenglar
Mínir tenglar
Áhugavert
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Mama G, 23.6.2008 kl. 13:57
Heimspekin að drepa kallinn ?
Ómar Ingi, 23.6.2008 kl. 15:28
Sæll Hrannar og til hamingju með daginn.
Ég held það verði betra að vera íslendingur eftir 100 ár. Velmegun er að aukast hratt og þó svo að á einhverjum tímabilum hægji á því ferli þá þá trúi ég því að hlutirnir haldi áfram að batna.
Það er erfitt að segja til um hvað hlutir eins og hnattræn hlýnun muni hafa að segja, en leyfi mér að trúi því að hér verði ekki óbyggilegt eins og sumar spár segja til um.
Alþjóðleg samskipti verða verulega meiri, háskólamenntun verður orðin mjög algeng. Vonandi verða tekjustofnar þjóðarinnar orðnir fjölbreyttari, ég trúi því að það verði komnar fleiri stoðir í útflutningstekjurnar. Ferðamannaiðnaðurinn verður blómlegur og Ísland ennþá falleg náttúruperla. Umhverfismál eru að verða aðal málið.
Íslendingar verða enn sjálfstæð þjóð en þó hluti af evrópusambandinu.
Ég hélt að þú vissir manna best að það getur orðið löng og mikil umræða um það hvað sé að vera fallegur, ríkur og hraustur.
Þjóðin verður orðin blandaðri og minna mun bera á hinum norrænu/írsku einkennum, en að sjálfsögðu verða íslendingar fallegir. Fólk er fallegt.
Meðal íslendingur mun efnahagslega verða betur stæður eftir 100 ár. Hvort hann sé ríkari þarfnast frekari skilgreiningar.
Ég vona að við verðum hraustari og fuglaflensur, sykursýkisfaraldrar og önnur óáran sem yfir getur dunið muni ekki setja of stór strik í reikninginn.
Tæknin verður okkur til góðs.
Þeir sem umgangast mig á því tilverustigi sem ég verð á eftir hundrað ár munu muna eftir mér. Hér á jörðu... hver veit, ég get ekki spáð fyrir um úrslit í enska boltanum á getraunaseðli... hvað þá að ég geti sagt til um hvers verður minnst eftir 100 ár.
Þeir sem það gera, munu vonandi gera það fyrir góðra hluta sakir.
Atli (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 16:52
1, Ef það verður friðvænlegt í heiminum verður sennilega betra að lifa.
2, Hugsa að heilsa verði betri, færri sjúkdómar, mikill umhverfisvænn iðnaður, hvernig viðskipti fara fram veit ég ekki.
3, Sennilega verður ísland undir evrópbubandalaginu.
4, Veit ekki hvaða tungumál við munum tala, fer kanski eftir samsettningu þjóðabrotana sem hér munu setjast að. Einhver bloggaði um að í Danmörku yrði Arabíska þjóðtunga Dana eftir 20 ár.
5, Já það held ég.
6. Það veruður komið annað útlit. Meira blandað og sennilega fallegri fyrir vikið.
7. Það vona ég.
8. Ábyggilega.
9. Fram á veginn.
10. Ég hugsa að fáir muni muna eftir mér, kanski afa börnin, og þá vonandi af góðu.
kveðja Rafn.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 20:09
Verður betra eða verra að vera Íslendingur eftir 100 ár?
- Veit ekki. Það fer eftir því hvernig tekið verður á orkukreppunni.
Hvernig verður heilsa, menntun, iðnaður, fjármál og viðskipti eftir 100 ár?
- Þetta verður allt mikið betra. Heilsa og menntun, allavega.
Verður Ísland enn sjálfstæð þjóð?
- Nei. Það verður löngu búið að koma á alheimsríki.
Hvaða tungumál munu Íslendingar tala?
- Ég er ekki viss. Kannski íslensku, en örugglega ensku eftir 200.
Verður Ísland ennþá fallegt land?
- Það sem ekki er nýtanlegt í iðnað, já.
Verða Íslendingar fallegir?
- Svipaðir og nú, ekki satt? Með smá lagfæringum séfræðinga.
Verða Íslendingar ríkir?
- Það held ég ekki. Við erum dugleg við að gefa frá okkur það eina sem við eigum, landið og afurðir þess.
Verða Íslendingar hraustir?
- Já, með hjálp tækninnar.
Mun tæknin leiða Íslendinga fram á veginn eða til glötunar?
- Hvaða tækni? Gemsarnir eða stóriðjan?
Hver man eftir þér og af hverju?
- Ef Mats eignast börn munu þau kannski muna eftir mér. Annars verð ég bara enn eitt nafnið á www.islendingabok.is ef hún verður enn við lýði.
Villi Asgeirsson, 23.6.2008 kl. 20:56
Held það verði ekki til með þessu áframhaldi. Með beztu kveðju.
Bumba, 23.6.2008 kl. 21:14
* Eftir 100 ár verða Íslendingar ekki til í núverandi mynd enda landið fjölmeningasamfélag
* Heilsufarið óbrigðult enda Kári og félagar búnir að finna öll ,,slæmu" genin auk þess að kortleggja heiminn. Sjúkdómum flestum útrýmt nema stökkbreyttum. Fjárhagurinn, hmmm.... trúlega verðum við kotungsþjóð undir hælnum á stóru EESB löndunum. Orkuauðlindir ýmist uppurnar eða í eigu ,,Sambandsins"
* Þjóðin þar af leiðandi ekki sjálfstæð.
* Reikna með því að esperanto verði hafið upp til vegs og virðingar sem alþjóðlegt tungumál, enska til vara
* Þjóðin auðvitað fjallmyndaleg enda fjölmenningasamfélag
* Þjóðin verður blásnauð enda kotungar
* Hreystin algjör - einstaka stökkbreytt afbrigði sem Kári og arftakar réðu ekki við
* Tæknin fleytir okkur vel áfram og kemur okkur á kortið þar til kemur að aðild í EESB eða stærra bandalag. Glötum því svo eins og öðru
* Ef þú bara vissir fyrir hvað mín verður minnst...
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 23.6.2008 kl. 23:04
P.S. Landið verður skógi vaxið eftir nokkra áratugi og fegurðin eftir því. Ansi hrædd um að kjarnorkan eða eitthvað þaðan af verra nái að eyða fegurðinni
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 23.6.2008 kl. 23:05
Það er alltaf mikilvægt að velta framtíðinni fyrir sér í stærri skrefum en flestir gera, sem hugsa einungis nokkur ár fram í tímann.
Mig grunar að eftir hundrað ár muni "Ísland" sem slíkt ekki lengur vera skilgreint eftir landfræðilegum takmörkum heldur einungis leifum af menningu og tungumáli Íslendinga sem verða þá til jafns í útlöndum sem hér á landi. (Samskipti Íslands og umheimsins við Afríku verða vonandi stóraukin þegar Afríka nær að rífa sig upp úr fátæktinni.) Mannkynið mun í síauknu mæli taka þátt í samfélögum á internetinu, sem á þeim tíma verður orðið svo þéttofið hinu daglega lífi að staðsetning hvers og eins mun ekki skipta höfuðmáli - Íslendingur getur hæglega búið í Síberíu eða Uruguay og haft öll samskipti sín við Íslendinga, "skroppið heim" auðveldlega þökk sé betri samgöngutækni o.s.frv. Þess er ekki lengi að bíða að fyrsta netríkið verði stofnað með sínum eigin lögum og "kljúfa sig" úr "raunheimum" með miklum pólitískum hræringum í kjölfarið. Án efa munu Íslendingar taka þátt í þeim gjörningi.
Síðan finnst mér alltaf skrýtið að sjá hversu hrætt fólk er við tækniframfarir. Þessi spurning, hvort tæknin muni leiða mannkynið til góðs eða glötunar hefur verið gegnumgangandi dystópíuhugmynd síðan á átjándu öld (skáldsagan um Frankenstein lýsir því vel). Þegar á heildina er litið er ekki nokkur vafi um hvort tæknin hafi reynst okkur vel eða ekki - fólk verður bara að gæta þess að tæknin sjálf er ekki góð eða slæm, heldur einungis hvernig við notum hana.
Kristján Hrannar Pálsson, 24.6.2008 kl. 11:31
Mama G:
Þetta er náttúrulega snilldarkomment, og reyndar ekki ólíklegt að hægt verði að gera þetta innan fárra ára með lífrænni díóðutækni.
Ég er reyndar ekki viss um hvað raunverulegt sjálfstæði þýðir í dag, þar sem flestar þjóðir heims virðast háðar hver annarri á margbreytilegan og flókinn hátt.
Ef þú telur ofsatrú, fáfræði og fordóma til óheilbrigða lifnaðarhátta, er ég sannfærður um að það sé rétt.Hrannar Baldursson, 24.6.2008 kl. 18:27
Ómar:
Heimspekin blæs einmitt nýju og fersku lífi í kallinn. J
Hrannar Baldursson, 24.6.2008 kl. 18:28
Atli, takk. (Ég átti afmæli í gær):
Hmm… samkvæmt alþjóðlegum könnunum erum við einmitt þetta í dag, þó að ég leyfi mér að draga það í efa. Kannski við séum best á okkur komin í samanburði við önnur samfélög í heiminum í dag, en er það endilega rétti mælikvarðinn?
Vel orðað! Sumir vilja þó meina að fólk sé fífl, en ég er hrifnari af þinni nálgun. J
Hrannar Baldursson, 24.6.2008 kl. 18:33
Rafn:
Þýðir þetta að eitt mikilvægasta markmið okkar er að koma í veg fyrir stríð í heiminum, útvega öllum nægilegt fæði, húsaskjól og klæðnað? Hvernig komum við í veg fyrir styrjaldir sem hvatt er til vegna græðgi og eiginhagsmuna?Þetta er áhugavert. Munu þeir sem gæta ekki eigin tungu og menningar glata þessum arfi? Er menningararfurinn þess virði að vernda hann með kjafti og klóm, eða ættum við að leyfa erlendum áhrifum að flæða yfir okkur óhindrað og með opnum örmum?
Hrannar Baldursson, 24.6.2008 kl. 18:38
Villi:
Áhugavert hvernig þú beinir athygli að orkukreppunni sem lykilatriði í velferð okkar. Spurning hvort að íslenskir uppfinningamenn geti ekki fundið upp vél sem getur á hagkvæman hátt brennt vatn þannig að einungis súrefni og vetni mengist út í andrúmsloftið.
Hrannar Baldursson, 24.6.2008 kl. 18:42
Bumba:
Hvaða áframhald ertu að vísa í: stóriðjuframkvæmdir, efnahagskreppu eða orkukreppu?
Hrannar Baldursson, 24.6.2008 kl. 18:43
Guðrún Jóna:
Það væri spennandi að átta sig á hvað þetta þýðir. Ég hef búið í fjölmenningarsamfélaginu Mexíkó og oft heimsótt fjölmenningarsamfélagið Bandaríkin, og þá orðið var við mikla stéttarskiptingu sem virðist tengjast uppruna fólks og ólíkum menningarheimum. Ætli stéttaskipting verði til sem síðan losnar um?Reyndar hef ég litla trú á að genarannsóknir muni skila jafn víðfengnum niðurstöðum og við væntum, og held að uppgötvanir erfðavísinda verði aðeins brotabrot af því sem við vonumst eftir. Samt verða þessi brotabrot nógu stór til að framfaraspor verði tekin, nema náttúrulega niðurstöðurnar verði notaðar í hernaðartilgangi, - nokkuð sem hægt er að gera við alla tækni. Hugsaðu þér framtíð þar sem hægt verður að útrýma einræðisherrum með því að koma inn sjúkdóm hjá náskyldum ættingja...Hrannar Baldursson, 24.6.2008 kl. 19:03
Kristján Hrannar:
Mögnuð hugmynd. Ég veit af heimsókn minni til Namibíu að mikill áhugi er fyrir auknum samskiptum þessarra tveggja menningarheima. Áhugavert þetta með ‚netríkið‘. Þýðir þetta að viðkomandi mun þurfa að hlýða einungis lögum netríkisins en ekki eigin þjóðar, eða þyrftu íbúar netríkisins að flytja á sama raunlæga stað?Hárrétt, og því er mikilvægt að við veljum fólk í valdastól sem við vitum að nýti tæknina til góðs frekar en ills? Eða hvað?Hrannar Baldursson, 24.6.2008 kl. 19:07
1. Betra
2. Heilsa, menntun, iðnaður, fjármál og viðskipta verða í ágætu horfi.
3. Ísland verður sjálfstæð þjóð, með einhverju fullveldisframsali í bland
4. Íslensku, sem verður eitthvað öðruvísi en íslenskan er í dag, sem er í góðu lagi.
5. Já
6. Já
7. Já
8. Já
9. Fram á veginn
10. Barnabörn munu muna eftir mér. Kannski fleiri... (fer eftir hvort maður muni hafa einhver veruleg áhrif á gang mála)
Sindri Guðjónsson, 24.6.2008 kl. 23:29
Um mína daga hef ég séð svo miklar tæknibreytingar að ég get ekki leyft mér að giska á annað en að samfélagið haldi áfram að breytast. Við bjuggum í kyrrstöðusamfélagi öldum saman, svo iðnbyltumst við og ekki sér enn fyrir endann á þeirri þróun.
Heilt yfir trúi ég að við fetum upp á við í augum margra/flestra. Hraðinn eykst og ég get jafnvel ímyndað mér að margir einangrist meira en orðið er. Ég sakna þess að sjá ekki hraust fólk hamast úti við í góðu veðri, ekki einu sinni í hestakrónni við Fríkirkjuveg 11 sem mikið var rifist út af um daginn. Eins og veðrið er DÁSAMLEGT.
Ég vildi að ég væri með svo haukfrána sjón að ég vissi hvað yrði um auðlindirnar, hvort þær lentu á fárra höndum eða jafnvel hvort fiskimiðin kæmust aftur í eigu landsmanna sjálfra.
Á því hef ég mestan áhuga í augnablikinu og skeyti á meðan minna um 3G og Blackberry.
Og ég reikna með að hér verði búið á næstum hverjum lófastórum bletti árið 2108 ... nema þar sem jarðskjálftar hafa skilið eftir stórar sprungur og Hekla sviðnar lendur ... Hekla gýs risastóru gosi 2080 þegar menn verða rétt búnir að jafna sig á Kötlugosi.
Hey, ég vissi ekki að ég héldi allt þetta. Er ekki líka leikurinn til þess gerður að maður spyrji sjálfan sig alls konar spurninga?
-Til hamingju með fyrradaginn.
Berglind Steinsdóttir, 25.6.2008 kl. 20:42
Berglind, jú, leikurinn er einmitt gerður til að opna pælingar um eigin hugmyndir og móta þær eitthvað eilítið meira í leiðinni.
Sindri, skiptir máli hvort að þessi áhrif séu góð eða ill?
Hrannar Baldursson, 25.6.2008 kl. 22:49
Varðandi það hvort menn myndu muna eftir mér, þá myndi það ekki vera aðal atriðið hvort að áhrifin væru góð eða ill. Ég myndi samt auðvitað vilja hafa góð áhrif.
Sindri Guðjónsson, 6.7.2008 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.