Godless (2017) ****

fdgvbbt5szuqlumielzv

 

"I have seen my death." (Frank Griffin)

 

Vestrar hafa lengi veriđ í uppáhaldi hjá mér, sérstaklega vestrarnir eftir Sergio Leone: "For a Few Dollars More," "The Good, The Bad, and The Ugly", "A Fistful of Dollars" og "Once Upon a Time in the West". Clint Eastwood var ađalhetjan í fyrstu ţremur myndunum, en Charles Bronson og Henry Fonda gerđu snilldarlega hluti í ţeirri síđastnefndu.

"Godless" virkađi á mig eins og ţú tćkir ţessar fjórar myndir, tćkir ţćr í sundur og settir svo aftur saman sem nýja kvikmynd. Persónurnar eru hver annarri eftirminnilegri. 

Jeff Daniels, sem er betur ţekktur fyrir ađ leika geđţekka gaurinn, slćr algjörlega í gegn sem hiđ hreinrćkta ofsatrúađa illmenni og fjöldamorđingi Frank Griffin. Ţađ er líklega engin tilviljun ađ annađ frábćrt illmenni vestranna, var leikiđ af hinum geđţekka Henry Fonda, og karakter hans hét líka Frank. Hvor Frankinn er verri má sjálfsagt deila um.

Ástćđa ţess ađ Frank tapar algjörlega vitinu er ađ fóstursonur hans Roy Goode (Jack O'Connell) hefur ákveđiđ ađ skilja viđ glćpagengiđ hans og stelur frá honum stórri peningasummu. Ţađ versta viđ svikin er ađ Roy hefur lćrt af Frank allt sem hann kann, fyrir utan illskuna. Roy gerir uppreisn og leggur á flótta undan Frank og hans 30 mönnum sem leggja heilu bćina í eyđi til ţess eins ađ seđja reiđi Franks.

Roy er gríđarlega góđur međ framhleypuna og hesta, og finnur sér hćli á bóndabć ekkjunnar Alice Fletcher (Michelle Dockery) sem býr ţar ásamt syni og Iyovi (Tantoo Cardinal), dularfullri eldri konu af indíánaćttum. Bóndabćrinn er skammt frá námubć, La Belle, en ţar búa nánast einungis ekkjur eftir ađ flestir karlmenn bćjarins fórust í námuslysi tveimur árum fyrr.

Ţar fara fremst lögreglustjórinn Bill McNue (Scott McNairy) og systir hans bćjarstjórinn Mary Agnes (Merritt Wever), en Bill var mikil skytta sem er smám saman ađ missa sjónina og nánast blindur í upphafi sögunnar, en systir hans er ekkert síđri skytta og međ hjartađ á réttum stađ. 

Sérstaklega góđur er ungi fógetinn Whitey Winn (Thomas Brodie-Sangster) sem minnir hér á ungan Leonardo de Caprio, rómantískan kúreka sem stígur reyndar ekkert alltof mikiđ í vitiđ, en tekur ađ sér verndarhlutverk ţegar Bill ákveđur ađ leita Franks og manna hans, eftir ađ hörkutóliđ og lögreglumađurinn John Cook (Sam Waterston) ákveđur ađ elta uppi sama gengiđ.

Fleiri persónur eru eftirminnilegar og skemmtilegar. Mikiđ er af klassískum vestraatriđum, sem eru virkilega vel útferđ og hafa ţví meira gildi eftir ţví sem persónurnar skipta meira máli. 

Ţćttirnir eru ađ mestu byggđir eins og "High Noon", mynd ţar sem lögreglustjóri í smábć bíđur eftir ađ glćpagengi kemur til ţess eins ađ drepa hann. Ţessir ţćttir svíkja engan, og ekki allt fer eins og mađur vonar eđa reiknar međ, sem eykur á styrkleika ţessara virkilega fínu ţátta.

Scott Frank á mikinn heiđur skiliđ fyrir handrit og leikstjórn, og tónlistin eftir Carlos Rafael Rivera gefur sögunni skemmtilega dýpt.

 

Mynd: AV Club


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála ţessu. Ţćttirnir komu skemmtilega á óvart, svona miđađ viđ hvađ ţeir sigldu nćstum ţví framhjá manni.

Halldór (IP-tala skráđ) 27.11.2018 kl. 08:55

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband