Fast Five (2011) ***1/2

fast-five-poster-600w

Framhaldsmynd númer fjögur hefur engan rétt til ađ vera betri en myndir 1-4. Ég man ekki til ađ slíkt hafi áđur gerst í kvikmyndasögunni, en "Fast Five" tekst ţađ sem engri kvikmynd hefur áđur tekist; ađ rúlla upp fyrirmyndunum á stórskemmtilegan hátt.

Justin Lin er leikstjóri sem borgar sig ađ fylgjast međ í framtíđinni. Honum tekst ađ byggja upp spennumynd um hrađskreiđan kappakstur ţar sem bílarnir eru ekki í ađalhlutverki, heldur persónurnar. Reyndar eru ţessar persónur líkari ofurhetjum en venjulegu fólki. Fyrir undirritađan dregur ţađ engan veginn úr gildi myndarinnar. 

"Fast Five" er spennumynd sem tekst ađ víkja sér undan öllum helstu klisjunum. Ég átti sífellt von á ákveđnum klisjum, en í stađ ţess ađ falla í gildrurnar, voru handritshöfundarnir klókir og notuđu ţćr til ađ byggja aukna spennu. 

fast_five_12

Ţađ magnađa viđ "Fast Five" eru allar aukapersónurnar og hvernig tekst ađ gera ţćr eftirminnilegar. Ađalpersónurnar eru líka fínar. Ţćr eiga nćstum allar skiliđ sína eigin kvikmynd, slíkur er sköpunarkrafturinn í ţessari mynd.

Fyrir ţá sem hafa fylgst međ seríunni frá ţví "The Fast and The Furious" (2001) kom út međ frekar slöku framhaldi "2 Fast 2 Furious" (2003) og frekar óvćnt góđu framhaldi "The Fast and The Furious: Tokyo Drift", sem síđan hélt áfram međ hinni arfaslöku "Fast and Furious" (2009), ţá er "Fast Five" óvćnt gleđigjöf, ţví hún er betri en allar fyrri myndirnar til samans.

Ţađ er ekki nóg međ ađ Dwayne Johnson blćs nýju lífi í söguna međ hinni eitilhörđu sérsveitarlöggu Hobbs, heldur er sögusviđiđ líka óvćnt og skemmtilegt, Rio de Janero í Brasilíu, og ţar ađ auki er leikarahópurinn frá fjölmörgum ţjóđum, og hver öđrum betri, sem gefur myndinni svolítiđ sérstakan blć. Mađur finnur fjölmenningakúltúr streyma út úr fingurgómum leikstjórans. Ţađ er frekar sjaldgćft í hasarmyndum.

Ţađ var lengi draumur manna ađ sjá Schwarzeneigger og Stallone kljást á hvíta tjaldinu. Ţeir birtust loks saman í hinni hörmulegu "The Expendables" (2010) og gerđu lítiđ fyrir gođsöguna um ţessa hasarjötna hvíta tjaldsins. Vin Diesel og Wayne Johnson hafa ţessa efnablöndu sem gaman er ađ sjá í svona myndum. Ţađ er gaman ađ sjá ţá takast á og hvernig sögupersónur ţeirra ţróast. Ţetta er sérstaklega skemmtilegt ţar sem hvorki Vin Diesel né Wayne Johnson hafa veriđ ađ gera neitt sérstaklega góđa hluti síđustu ár.

fast-five-wallpapers-1

En ađeins um söguţráđinn. 

Dominic Toretto "Vin Diesel" er á leiđ í fangelsi ţegar honum er bjargađ af félögum sínum, fyrrum FBI löggunni Brian O'Conner (Paul Walker) og systur hans Mia. Saman flýja ţau frá Bandaríkjunum til Brasilíu, eđa eins og klisjan segir, úr öskunni í eldinn. Ţar lenda ţau upp á kant viđ mafíuforingja borgarinnar sem hefur sér til ađstođar nánast allt gjörspillta lögregluliđiđ, fyrir utan hina undurfögru löggu Gisele Harabo (Gal Gadot). Ţegar fréttist af ţeim félögum í Rio mćtir sérsveitarlöggan Luke Hobbs (Dwayne Johnson) á svćđiđ međ hörkuliđ, sem svífst einskis til ađ klófesta hina eftirsóttu.

Toretto ákveđur ađ rćna mafíuforingjann, og fćr til sín stóran hóp góđra vina sem leggur á ráđin međ honum. Á sama tíma leitar mafían, löggan og sérsveitin ađ ţessum ofurhetjum hrađskreiđra bíla. Sagan er vel sögđ og vissulega til ţess gerđ ađ fá áhorfandann til ađ hlýja og halda sér fast í sćtiđ, og ţađ tekst ljómandi vel.

Ţađ eina neikvćđa viđ myndina er ađ ţađ eru nokkur bílaáhćttuatriđi sem eru algjörlega ómöguleg, en samt skemmtilega útfćrđ. Ţau draga úr trúverđugleika myndarinnar, ţar til mađur áttar sig á ađ ţetta er ofurhetjumynd. Ţá verđur ţetta bara gaman.

Fast-Five_01

Ţađ er ljóst ađ framhald verđur á ţessum myndaflokki. Međ ţeirri persónusköpun sem birtist í ţessari mynd nálgast hún ţađ ađ skapa sinn eigin söguheim, svona eiginlega eins og "Star Trek" eđa "Star Wars". 

Góđ skemmtun í bíó!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband