Af hverju höfum við stundum rangt fyrir okkur?

confused-880735_1280

 

“Þegar einhver vinnur þér skaða, eða talar illa um þig, mundu að hann hegðar sér eða talar út frá þeirri forsendu að það sé það eina rétta í stöðunni. Nú er mögulegt að hann fylgi öðrum forsendum en þær sem þú telur réttar, og heldur að eitthvað annað sé rétt. Þess vegna, ef hann dæmir af röngum forsendum, er það hann sem hlýtur skaða, þar sem hann hefur verið blekktur af eigin skoðun. Ef einhver telur að hið sanna sé ósatt, þá verður sannleikurinn ekki fyrir skaða, heldur sá sem hefur rangt fyrir sér um hann. Með því að fylgja þessum reglum eftir munt þú af auðmýkt geta umborið þann mann sem smánar þig, og svarað þegar svona gerist: ‘Hann hafði þessa skoðun’.” - Epíktet

Það kemur fyrir hjá okkur öllum einhvern tíman að hafa rangt fyrir okkur. Sumir átta sig á því þegar þeim hefur verið bent á það og geta leiðrétt sig. Aðrir átta sig á því en ákveða að halda samt í hið ranga. Enn aðrir átta sig engan veginn og það verður tilviljun háð hvort þeir slysist til að leiðrétta sig eða ekki.

Vont er það hugarfar sem heldur fast í rangar skoðanir, og ennþá verra er það þegar haldið er í slíkar skoðanir þrátt fyrir að vita þær rangar.

Þegar ekki er hlustað á aðrar manneskjur sem hafa ólíkar skoðanir, þá er engin leið til að rétta sig við. Telji maður sig alltaf vita best, er maður dæmdur til að standa röngu megin við sannleikann. 

Það getur verið erfitt að átta sig á að manns eigin skoðun getur verið röng, en auðvelt að átta sig á hvort að maður haldi í rangar skoðanir. Við þurfum að spyrja sjálf okkur hvort við séum að hlusta á þá sem eru á öðru máli en við, hvort við berum virðingu fyrir því sem viðkomandi hefur að segja og hugsar, eða hvort við dæmum slíka manneskju sem ómerka fyrir að hafa aðra skoðun en við sjálf?

Ef við hlustum ekki á hina manneskjuna, þá er sá sem ekki hlustar á rangri leið. Ef við hins vegar hlustum og metum rök annarra, þó að okkur geðjist ekki að þeim í fyrstu, þá erum við á réttri leið. Við höfum ekki alltaf rétt fyrir okkur. Við höfum ekki alltaf rangt fyrir okkur heldur. Þeir sem læra af eigin mistökum munu finna góðan farveg, hinir eru vísir til að villast í eigin þoku.

 

Mynd eftir Steve Buissinne frá Pixabay 


mbl.is Útilokuð frá fundum og vinnu nefndarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. janúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband