Samhugur þjóðarinnar eða samvinna tveggja stjórnmálaflokka?
29.12.2009 | 20:16
Hvort skiptir meira máli?
Ég er alveg ruglaður á þessu. Flokkaheill umfram almannaheill?
Ríkið mætti gefa frá sér völdin í hendur þjóðstjórnar. Það er enginn tími fyrir flokkadeilur eins og staðan er í dag.
Þér er velkomið að skrifa þína skoðun í athugasemdakerfið.
![]() |
Átök innan Vinstri grænna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Júní 2009: ICESAVE: Er Ísland orðið að breskri nýlendu?
29.12.2009 | 11:51
ICESAVE: Er Ísland orðið að breskri nýlendu?
6.6.2009 | 14:11
Hvernig getur ríkisstjórn sem hefur umboð til 4 ára frestað vanda í 7 ár?
ICESAVE hefur verið leyst fyrir ríkisstjórnina, en ekki fyrir þjóðina. Þetta er afar djúpur greinarmunur.
Þessi ríkisstjórn mun ekki vera undir áhrifum frá erlendum kröfuhöfum vegna ICESAVE, en þjóðin sem er skuldbundin alla ævina og ævi barna og barnabarna í stað 4 ára mun þurfa að borga eftir 7 ár. Það má skilgreina þetta sem þrælkun þjóðarinnar til framtíðar.
Það er til fólk sem græðir á þessu. Mikið. Þetta fólk hefur enga ástæðu til að sýna Íslendingum mannúð. Þrælkun hefur alltaf verið stunduð í heiminum. Henni verður haldið áfram. Það er alltaf eftirspurn eftir þrælum. Heil þjóð og allar hennar eigur í vasa kröfuhafa. Hver hafnar slíku boði?
Vandanum er frestað. Sópað undir teppi.
Er það skynsamlegt?
Við vitum það ekki, og þess vegna er erfitt að mótmæla. Það er erfitt að verða reiður þegar þú hefur ekki hugmynd um hvort að a) þú skuldar mörg þúsund milljarða eða b) nokkur hundruð milljarða, þar sem eignir munu hugsanlega ganga upp í skuldirnar.
Eitt er að gleymast. Þessi peningur fór eitthvað. Einhverjir fengu þá að láni. Það eru þeir sem eiga að borga þá til baka.
Af hverju er þess ekki krafist?
Af hverju lendir skuld einkafyrirtækis á þjóð?
Þetta er í hnotskurn ástæða þess að ég er fluttur frá Íslandi. Skynsemi og gagnrýnni hugsun er einfaldlega ekki beitt við að leysa vandann, heldur fyrst og fremst pólitískum brögðum og farið baktjaldamakksleiðina. Hún dugar ágætlega til sjálfsblekkingar.
Eða: þjóðarblekkingar.
![]() | Bretar fagna Icesave-samningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Maí 2009: Don Hrannar skrifar frá Noregi: Heimsborgari eða heimborgari?
29.12.2009 | 08:57
Þessi grein fékk flestar athugasemdir í maí síðastliðnum, 30 talsins:
1. Don Hrannar skrifar frá Noregi: Heimsborgari eða heimborgari?
3.5.2009 | 11:44

Ég er feginn að vera kominn með fjölskyldu mína úr landi, þó að mikil óvissa bíði okkar. Við höfum ekki atvinnu, börnin ekki komin í skóla og við tölum varla tungumálið. Hins vegar eigum við góða vini að sem hafa veitt okkur húsaskjól og styðja okkur við atvinnuleit, með góðum ráðum fyrir börn okkar og framtíð.
Á þessum áratug hef ég tapað eignum í fellibyl, flóði og fjármálakreppu, starfað sem kennari í Mexíkó, Costa Rica, Ecuador og Íslandi, verið námsráðgjafi gegnum Netið fyrir framúrskarandi nemendur í Bandaríkjunum, kennslubókaráðgjafi í Puebla, fararstjóri Mexíkó og Kúbu, þýðandi, skákþjálfari, vefsíðustjóri, við hönnun rafræns kennsluefnis, upplýsingaöryggi, sem tæknihöfundur, verkefnastjóri í upplýsingatækni, þýtt stærðfræðivef yfir á spænsku, verið verkefnastjóri bjartsýni.is hjá forseta Íslands, verið formaður húsfélags og vefstjóri hjá Hagsmunasamtökum heimilanna í nokkra mánuði. Þar að auki tók ég upp hjá sjálfum mér rétt fyrir kosningar að styðja Borgarahreyfinguna með bloggskrifum rétt fyrir kosningar, og var sáttur við launin - fjórir gagnrýnir hugsuðir (vona ég) á þing. Einnig hef ég tekið þátt í skákmótum þegar tími hefur gefist til, skrifað um kvikmyndir, bloggað um ýmislegt sem mér hefur þótt skipta máli og sinnt fjölskyldunni.
Ég hef kynnst mörgu góðu fólki á leiðinni um heiminn og í störfum mínum, og kynnst því sem fylgir því að næla í heimsmeistaratitil. Ég hef ekki tekið hefðbundið sumarfrí sem felst í að liggja á sólarströnd og sötra bjór, en frá árinu 2000 hef ég heimsótt Mexíkó, Guatemala, Belize, Costa Rica, Ecuador, Kúbu, Bandaríkin, Danmörk, England, Spán, Tékkland, Þýskaland, Namibíu, Noreg, Ísland og hið ofursjálfstæða ríki Vestmannaeyjar. Í gær heimsótti ég svo Svíþjóð í fyrsta sinn.
Það má segja að ég sé að lifa lífinu, þó að mér líki samt best að sitja við tölvu inni í herbergi og skrifa, hvort sem ég blogga eða skrifa sögur.
Ég mun ná þeim markmiðum sem þarf til að fjölskylda mín fái að lifa mannsæmandi lífi við hófleg kjör, enda með góða menntun, mikla starfsorku, er heilsteyptur og heilbrigður, og vil láta gott af mér leiða, og fái ég tækifæri til þess, geri ég það.
Er ástæða til annars en bjartsýni?
Athugasemdir

ekki nokkur ástæða til annars en bjartsýni.. ekki veit ég hvað þú ert menntaður í en.. núna er sumarleifistími norðmanna að hefjast og þá vantar venjulega alltaf fólk í vinnu.. ég hef sjálfur tekið þá ákvörðun um að flytja af landi brott til noregs sem fyrst. þarf að ná samkomulagi við vinnuveitenda minn fyrst hér á landi..
Ef það er eitthvað sem þú þarfnast aðstoðar við í noregi þá skaltu ekki hika við að senda mér pm og ég mun hjálpa þér eftir bestu getu.
Óskar Þorkelsson, 3.5.2009 kl. 12:04

Satt segirðu, engin ástæða til annars en bjartsýni. Þegar einar dyr lokast opnast aðrar ef maður er tilbúinn. Og auðvitað er í mér taug sem öfundar þig af stóra skrefinu. Hér í 101 er annars sæmilegasta veður ...
Berglind Steinsdóttir, 3.5.2009 kl. 12:05

Til hamingju með að vera kominn til Noregs. Vonandi fáið þið góða vinnu sem fyrst. Hlakka til að lesa bloggin þín frá Noregi.
Guðríður Haraldsdóttir, 3.5.2009 kl. 12:06

Gangi þér sem allra allra best vinur vonandi eru bíóin í lagi þarna úti
Bestu kveðjur til Noregs
Ómar Ingi Friðleifsson , 3.5.2009 kl. 12:17

það er leitt að ástæður flutninganna skuli vera svona ömurlegar sem þær eru, en þú hefur nú þokkalega ferilskrá og ættir að komast að í vinnu fljótlega. tungumálið lærist ef maður vill, en best að umgangast þó ekki eingöngu íslendinga yfir daginn... veit það af eigin reynslu.
hef þá trú að þú eigir eftir að koma fjölskyldu þinni vel fyrir, þó það taki einhverja mánuði að komast á rétt ról.
gangi ykkur vel.
arnar valgeirsson, 3.5.2009 kl. 12:21

Það hljóta að vera mjög mörg tækifæri í Noregi fyrir duglegt fólk, tæpar fimm miljónir manna, efnahagur þarna er traustur og landið stórt.
Ég fór um daginn í vikufrí til Osló og það sem ég tók eftir nú sem aldrey fyrr í ferðalögum mínum erlendis að verðlag þar er tvöfalt á við hér; en meðallaunin eru margföld miðað við þá taxta sem svonefndir "verkalýðsleiðtogar" hér hafa samþykkt.
Þetta er gott land - gangi ykkur vel ! Og endilega halda áfram að blogga.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 12:39

Sorglegt ef hæfileikafólki með unga fjölskyldu finnst flutningur af landi brott eina leiðin til að skapa sér mannsæmandi líf. Ég vona að svo hafi ekki verið í ykkar tilfelli.
Það væri gaman að heyra hvaða væntingar þið hafið; hvaða vandamálum þið þurfið að takast á við; hvernig ykkur gengur, svona almennt. Áreiðanlega finnst mörgum brottflutningur góður kostur, eins og málin standa, og þið gætuð gefið dýmætar upplýsingar um hvað honum fylgir.
Forvitin um hvers vegna þið völduð Noreg sem ykkar framtíðarland? Kannski er Noregur bara millilending?
Gangi ykkur allt í haginn.
Agla (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 13:19

Ég óska þér og fjölskyldu þinni alls hins besta í nýju landi Noregur er gott land, þar hef ég dvalið. Blessun fylgi störfum þínum.
Asdis Sig, 3.5.2009 kl. 13:40

Maður með þetta Curriculum vitae ætti ekki að vera í vandræðum með að finna vinnu í Norðvegi. Ég er alla vega bjartsýnn fyrir þína hönd. Megi gæfan fylgja þér og fjölskyldunni í ríkisveldi forfeðra okkar...
Sigurjón Vilhjálmsson, 3.5.2009 kl. 14:58

Við íslendigar erum svo heppnir að eiga gott vegabréf og geta flakkað um heiminn þveran og endilangan. Við getum líka sest að í því landi sem okkur fýsir hverju sinni, án þess að vara send til baka eða í flóttamannabúðir, eins og við rekum suður með sjó.
Gangi þér vel í Noregi með þig og þína, minn ágæti bloggvinur Hrannar. Noregur er fallegt og gott land og til hamingju með þá ákvörðun að hafa valið Noreg. Ef þverhausarnir, landar mínir vilja ekki vera áfram í samfélagi þjóðanna og ganga í ESB, þá kemur Noregur vel til greina sem heimaland.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.5.2009 kl. 15:58

Engin ástæða til annars Hrannar. Gangi þér og þínum vel í Noregi. Þetta er flott resumé og nossarar mega verið heppnir.
Megi mátturinn vera með þér félagi.
Guðmundur St Ragnarsson, 3.5.2009 kl. 17:03

Gangi þér vel vinur ... strax farinn að sakna þín ... Hver veit nema maður kíki á þig í heimsókn þegar þú ert búinn að koma þér fyrir.
kv. Svenni
Svenni Jons (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 19:34

Þér verður ekki skotaskuld úr þessu Don. Þeir éta þig Norðmenn þegar þeir komast að því hvað þú kannt fyrir þér. Rétti tíminn til að fara út. Gangi þér vel.
Guðmundur Pálsson, 3.5.2009 kl. 20:46

Gott að vita að þið eruð í góðum höndum.
Bestu kveðjur og vegni ykkur vel.
Tómas Ibsen Halldórsson, 3.5.2009 kl. 20:59

Leiðinlegt að hitta ekki á þig áður en þú lagðir í'ann. Við verðum í bandi vinur og vertu alveg viss um að þetta fer á besta veg. Þú ert nú einu sinni toppmaður.
Bestu kveðjur.
Hafliði Ingason (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 21:10

Hólmfríður: Bara svona til að halda því til haga, þá er Noregur einmitt ekki í ESB...
Sigurjón Vilhjálmsson, 4.5.2009 kl. 00:47

Ég óska þér og fjölskyldu þinni góðs gengis í Noregi. Þú ert náttúrulega Heimsborgari.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.5.2009 kl. 00:47

Það er ekki annað en að sjá að þú sért fullur bjartsýni og eldmóðs. Þér eru örugglega allir vegir færir með þína reynslu í farteskinu. Það verður gaman að lesa bloggin frá Noregi. Gangi ykkur allt sem allra best
Anna, 4.5.2009 kl. 07:27

Gangi ykkur allt í haginn! Kemst þó hægt fari stendur einhversstaðar! Gamall kennari.
Þórdís Hrefna Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 09:39

Takk öll saman fyrir hvatninguna og góðar kveðjur. Ég hef verið upptekinn við að sækja um störf og því ekki getað svarað ykkur fyrr.
Óskar: Kærar þakkir. Það hefur mikið af fólki strax sýnt mikinn stuðning í Noregi. Ég er sannfærður að þetta muni ganga upp fyrr eða síðar.
Berglind: Maður er orðinn ansi vanur þessum stóru skrefum, og gott að vera ágætlega kunnugur í heiminum. Það er aldrei að vita hvað kemur út úr þessu á endanum. Örugglega eitthvað gott og skemmtilegt, og jafnvel eitthvað gagnlegt.
Guðríður: Þó að eitthvað sé að kreppa að í Noregi eins og heima, þá hef ég fulla trú á að þetta gangi upp. Maður þarf bara að koma sjálfum sér á framfæri.
Ómar Ingi: Ég viðurkenni manna fyrstur að aðgengi að góðum bíómyndum virðist ekki jafngott í Noregi og heima á Íslandi. Hef reyndar engan tíma til að glápa á kvikmyndir þessa dagana, en það kemur.
Arnar: "Það þarf alltaf einhvers konar krísu til að fólk flytji úr landi", sagði konan mín mér í morgun. Í okkar tilfelli hefur það alltaf verið satt.
Hákon: Verðlagið hér í Noregi er ekki bara tvöfalt. Það er stundum margfalt. Í gær fór ég út á bensínstöð og ætlaði að kaupa mér Coke Light, en hugsaði mig þrisvar um þegar ég hafði umreiknað verðið yfir í íslenskar krónur. Sakleysislegar 25 krónur norskar eru nefnilega 500 krónur íslenskar fyrir eina plastflösku af svartri og sykurlausri gervigleði.
Agla: Ef við erum hæfileikafólk, sem ég trúi að við séum, þá er það satt í okkar tilfelli. Ríkið er ekki að gera nóg fyrir fólk sem var að koma sér fyrir á miðjum þessum áratug, nýkomið heim annað hvort úr námi eða öðru. Ég er meira þessi frjálsa týpa og uni mér og mínum börnum engan veginn að sitja 'hugsanlega' í skuldafangelsi allt lífið. Ég vil ekki að líf mitt snúist endalaust um peninga og að geta borgað síðustu afborgun. Þess vegna er ég meira en sáttur við að flytja út. Við völdum Noreg einfaldlega vegna þess að þar eigum við bæði góða að og konuna mína hefur lengi langað að flytja hingað. Þar að auki er frekar auðvelt að hoppa frá Noregi út um allan heim, þannig að aldrei er að vita hvort þetta sé millilending eða ákvörðunarstaður.
Ásdís: Takk.
Sigurjón: Svarið sem ég fæ yfirleitt þegar fólk les mitt CV er 'Very interesting'. Það kitlar mig svolítið. Stundum held ég að ég sé aðeins of fjölhæfur.
Hólmfríður: Satt er það. Vegabréfið íslenska er ágætt, og án undantekninga hafa Norðmenn tekið mér vel þegar ég segi þeim af þjóðerni mínu, sýna umhyggju og spyrja um stöðuna heima. Ég hef hvergi rekist á neikvæða fordóma gagnvart okkur, bara jákvæða.
Guðmundur: Takk fyrir það.
Svenni: Þú veist að þú ert alltaf velkominn. Mi casa, su casa - mig vantar bara húsnæði. Þakka þér kærlega fyrir hjálpina heima. Góð vinátta eins og okkar er ómetanleg.
Guðmundur: Þetta er vonandi rétt hjá þér. Þetta er bara spurning um hver verður fyrstur til að uppgötva hvað ég hef upp á að bjóða. Erfitt að orða þetta á hógværann hátt.
Tómas: Takk.
Hafliði: Ég skrepp nú heim í þessum mánuði. Hef samband.
Jóna: Takk, ég rétt vona að maður geti kallað sig heimsborgara og staðið uppréttur undir þeim titli.
Billi: Takk
Anna: Takk. Matthew Lipman, einn af mínum eftirlætis kennurum, og kemst í hóp með þeim Páli Skúlasyni, Þorsteini Gylfasyni, Ástu Björk Sveinbjörnsdóttur og Nirði P. Njarðvík sem þeir lærimeistarar sem ég ber mesta virðingu fyrir, sagði mér einmitt eftir að þurfti að veita mér þær upplýsingar að ég fengi ekki námsstyrk í USA, og ég hafði samt ákveðið að halda áfram með námið á námslánum, að ég væri "Fountain of Optimism". Þegar ég hef upplifað erfiða tíma man ég enn eftir þessu góða augnabliki sem gefur mér ákveðinn innblástur. Og alltaf tekst mér að finna einhverjar leiðir - þó að þær leiði ekki allar til sigurs.
Þórdís: Gaman að sjá að þú sért að lesa bloggið. Ertu ennþá í FB? Kveðja frá gömlum starfsfélaga og fyrrum nemanda. Kærar þakkir fyrir kveðjuna.
Hrannar Baldursson, 4.5.2009 kl. 12:28

Gangi þér og þinni fjölskyldu vel. Ég held að þið hafið tekið rétta ákvörðun með að flytja til Noregs. Kannski á maður eftir að gera slíkt hið sama líka, hér heima er allt að sökkva meira og meira niður á við. Finnast engar lausnir hjá ,, nýju,, ríkisstjórninni nema að þrátta um ESB.
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 4.5.2009 kl. 17:39

Ég var ad skoda kvikmyndavef thinn. Ég veit ekki hvort thú hefur séd thessa mynd en ég maeli med henni:
Ef thú hefur ekki séd myndina thá maeli ég med thví ad thú lesir ekki um hana ádur en thú sérd hana.
Thú getur nálgast myndina hér í Noregi:
Leigubílstjóri í Boston á staersta safn tómra C-11 tvottaefnispakka í heiminum (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 22:27

Reyndu nú ad komast sem fyrst útúr thví ad umreikna allt yfir í íslenskar krónur. Um leid og thad tekst, thá ertu hólpinn.
Gangi ykkur vel í Noregi.
Jóhann (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 06:42

Guðbjörg: Ég vona að ástandið fari nú að lagast heima.
Leigubílstjór: Ég hef ekki séð House of Games. Takk fyrir ábendinguna.
Jóhann: Jamm.
Þorsteinn: Hvernig gengur í Köben? Þakka óheillaóskina. Þörf á slíku líka.
Hrannar Baldursson, 6.5.2009 kl. 11:50

Hehe.. Það var lítið vinur minn. Það voru allir svo ofboðslega jákvæðir að það var ekkert annað í stöðunni en að vera með óheillaóskir
Ég er í námi hérna í Köben sem gengur vel, er að klára í sumar sem er klárlega ekki besti tíminn, svo er bara sjá til með framhaldið. Atvinnuhorfur hér í Köben eru ekkert spes en ég tel að það sé alltaf möguleiki að fá vinnu fyrir duglega menn. Plan B er eiginrekstur og Plan C er að róa á önnur mið til t.d. Kanada.
Ég tel mig verða að láta óskirnar óhreyfðar en bið þig í staðinn vel að lifa og njóta þess að vera laus úr skuldafangelsinu á Íslandi.
Bestu Kveðjur frá Köben
Þorsteinn
Þorsteinn (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 07:53

Maður fréttir allt síðastur greinilega.
Gangi þér rosalega vel þarna úti og tékkaðu svo á hentugum skákklúbb.
kv. Palli.
Páll Sig (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 00:36

Sæll Palli,
Er þegar farinn að kíkja eftir norskum skákklúbbum. Ég hlýt að finna einhvern við hæfi með haustinu.
Hrannar Baldursson, 14.5.2009 kl. 06:13

http://www.startsiden.no/hobby_og_fritid/spill_og_oppgaver/brettspill/sjakk/klubber/
skoðaðu þetta Hrannar.
Óskar Þorkelsson, 14.5.2009 kl. 12:23
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rökin fyrir ICESAVE?
29.12.2009 | 01:51
Á gangstéttinni undir ljósastaur sem logar ekki lengur liggur róni með brúnan bréfpoka vafinn um flösku. Í snjónum er gulur blettur. Þessa manneskju er að dreyma.
Ljóshærður þingmaður, Álfur út úr Arnarhóli, er að flytja þrumuræðu úr sjónvarpstæki sem stendur fyrir framan gríðarstóran spegil sem, steytir hnefa og hvessir brýnnar, og með þrumandi, en jafnframt svolítið skrækri rödd, segir hún í hljóðnema svo brakar í hátalarakerfi gamla miðbæjarins:
Við borgum ekkert í dag.
Við skulum fresta þessu. Framtíðin reddar málunum. Þá verðum við sjálfsagt ekki lengur við, heldur eitthvað allt annað. Fólk fattar aldrei hvað er í gangi fyrr en það er orðið of seint, og þegar það fattar það hafa aðalatriðin gleymst og víxlast með aukaatriðum sem enginn nennir hvort eð er að rifja upp, og þá verðum við stikkfrí, enda fyrnist ábyrgð okkar næstum áður en hún hefur verið tekin, eins og við höfum langflest ákveðið í sátt og samlyndi.
Næstu kynslóðir borga reikninginn. Þetta er ungt fólk, lifandi og á framtíðina fyrir sér. Sumir reyndar ekki fæddir enn. Samt betra að ókunnugt fólk í framtíðinni borgi þessar skuldir heldur en að maður fari að leggja þetta á sjálfan sig og vini sína.
Framtíðin er bara óljóst og þvælið hugtak. Núið er það eina sem til er. Framtíðin verður kannski aldrei. Hún varð aldrei fyrir mömmu. Hún heyrir fortíðinni til. Fólk í framtíðinni er jafn óraunverulegt og útlendingar sem maður hefur aldrei hitt. Milljarðar af framtíðarfólki á eftir að vera til löngu eftir að við verðum horfin héðan.
Kannski verður þessi svokallaða framtíð ekki einu sinni til? Það verður kannski ekkert ríkidæmi næstu áratugina, en hver kærir sig um slíkt? Við sáum hvað nýfrjálshyggjan gaf okkur: Agaleysi, svik og spillingu. Við bjóðum upp á framtíð þar sem agaleysi, svik og spilling verða framkvæmd undir nýjum formerkjum. Allt upp á borð, líka fæturnir. Skjaldborg um heimilin, svo þau sleppi ekki út. Þau verða að borga. Ekki ætla ég að gera það.
Róninn á gangstéttinni rumskar og ropar. Snýr sér svo á hina hliðina og hylur tættann frakka með pappakassa úr Bónus, en huggar sig við að hann er ekki einn, að pappakassabyggðin í kringum Arnarhól telji nú yfir fimmþúsund íbúa sem geta yljað hver öðrum með líkamshita. Síðan má borða snjóinn. Síðasti neysludagur 1. apríl 2027.
Hvað ætli 35.5 prósent skattur af engu sé há upphæð? heyrir róninn sjálfan sig hugsa og svífur svo aftur í draumalandið þar sem þögn er sama og samþykki, mótmæli sama og blóðug bylting, og vangaveltur sama og væl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Athugasemdir
Núna er bara að kjósa rétt eftir 4 ár og aftaka það með öllu að borga þessar skuldir, ég er brjálaður yfir þessu rugli. Ef ríki tekur eigur annarra eignarnámi þá fylgir með allur pakkinn svo ábyrgð okkar er enginn og svo ætlar Bretar að grenja í okkur að borga þær skuldir og eignir sem þeir tóku eignarnámi, halló Hafnafjörður ... maður tryggir ekki eftir á stendur einhverstaðar, þetta eru þeirra afglöp svo þeir geta étið það sem úti frýs og svo skulda þeir okkur ca 3200 milljarða fyrir að hafa rakkað þjóðina niður á alþjóðagrundvelli með setningu hryðjuverkalaga og það á herlaust land(þeir eru kannski ennþá hræddir við Landhelgisgæsluna eftir þorskastríðið?). Það er alger aumingjaháttur, getuleysisgangur og gunguháttur í þessari ríkisstjórn að draga ekki Bretland fyrir alþjóðlega dómstóla fyrir þann gjörning.
Sævarinn, 6.6.2009 kl. 14:35
mbl.is | 25.06.2007 | 15:20Breskir fiskkaupendur fagna ákvörðun um afnám útflutningsálags á fiski
,,Fréttavefurinn fishupdate.com sagði frá því í gær að fiskkaupendur í Hull og Grimby fagni nú mjög. Ástæða gleðinnar er sögð vera sú að Bretar hafi nú loks sannfært sjávarútvegsráðherra Íslands um að afnema 10% álag sem greitt hefur verið hér á landi vegna útflutnings á gámafiski. Verkalýðsfélag Akraness lýsir hinsvegar yfir miklum áhyggjum yfir ákvörðun sjávarútvegsráðherra og segir hana ekki bæta stöðu fiskvinnslufólks og sjómanna vegna niðurskurðar í aflaheimildum á þorski.
Sjávarútvegsráðherra fundar nú með forystumönnum verkalýðsfélaga víðsvegar um land og er ástæða fundahaldanna fyrirséður niðurskurður á aflaheimildum á þorski og áhrif þess á kaup og kjör launafólks. Forsvarsmenn Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Húsavíkur hitta Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, í dag. Lýsa verkalýðsforystumenn yfir áhyggjum sínum yfir áhrifum niðurskurðar aflaheimilda á kaup og kjör fiskvinnslufólks og sjómanna. Forkólfar Starfsgreinasambandsins funda líka með ráðherra í dag.
Verkalýðsfélag Akraness lýsir líka yfir áhyggjum sínum vegna ákvörðunar sjávarútvegsráðherra um að fella úr gildi 10% álag sem greitt hefur verið vegna útflutnings á gámafiski frá Íslandsmiðum. Segir í fréttatilkynningu frá verkalýðsfélaginu að svo mikið sé víst að þessi ákvörðun mun ekki bæta stöðu fiskvinnslufólks, því allt útlit er á því að við afnám á umræddu 10% álagi á gámafiski muni útflutningur á fiski aukast og mun það bætast ofaná þann niðurskurð sem fyrirhugaður er 1. september.
Fréttavefurinn Fishupdate.com greindi frá því í gær að fiskkaupendur í Hull og Grimsby fagna þessari ákvörðun íslenska sjávarútvegsráðherrans mjög,því nú verði auðveldara að kaupa íslenskan fisk. Á fréttavefnum kemur líka fram að hagsmunaaðilar í Bretlandi hafi þrýst á um þessa breytingu ásamt íslenskum fiskútflytjendum og eigendum íslenskra togara.''
Hér fyrir ofan má lesa frétt sem sýnir að það er ekki frétt að Bretar séu að fagna þegar íslenskir stjórnmálamenn gera samninga við þá Bretanna nú til dags. Þessi samningur að hliðra til fyrir þá í Englandi tryggir að við töpum miklum gjaldeyri sem hægt væri að nota til að borga skuldir okkar við útlönd sem dæmi. Þetta gerir það að verkum líka að atvinnuleysið verður meira og ræikið og sveitafélög verða af miklum tekjum eins og flestir vita þá er ríki og bær gjaldþrota(Heimsómagar)
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 15:08
Hrannar, takk fyrir frábæran pistil!!! Sævarinn: Það er styttra í stjórnarskipti en fjögur ár. Það gæti þó verið að það verði ekki nýjar kosningar fyrr en þá... Vonandi verður Ísland enn þá sjálfstætt lýðveldi þá... og vonandi verður búið að hreinsa ærlega til í flokkakerfinu og helst leggja það af!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.6.2009 kl. 16:24
218 milljónir á dag í 15 ár kostaði þetta egótripp. Ásama tíma þarf að standa skil á annarri eins upphæð til AGS. Þetta er með framreiknuðum vöxtum, deilt á dagafjöldann. Líklegast er það svartara, því ekki er víst að það sé neitt stabílitet framundan í fjármálum.
Ég er líka á leiðinni til Noregs. Ætla að kreista það fram á haustið. Svo er ég farinn.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.6.2009 kl. 17:02
Ég held ég elti þig til Noregs!!
Asdis Sig, 6.6.2009 kl. 18:28
Það er hætt við að það bresti á enn meiri landflótti en orðið er!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.6.2009 kl. 18:51
Óvissan sem felst í að vita fá ekki að vita er mun verri en að fá að vita sannleikann, sama hver hann er.
Hrannar Baldursson, 6.6.2009 kl. 18:53
... vegna leyndarinnar vaknar líka sterk tilfinning fyrir því að vilja ekki vera peð í þeim ljóta sannleika. Þyrfti að fela hann nema af því hann er ljótur?
Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.6.2009 kl. 19:17
Sannleikurinn bak við leyndina er að mínu mati sá að Bretar ætla sér að komast yfir veiðiheimildirnar í gegnum ESB inngöngu okkar ef vilji Samfylkingarinar sem dæmi nær fram að ganga á Alþingi. Þegar og ef við leyfum þessari þróun að eiga sér stað að við verðum aðilar að ESB munu Bretar segja takk fyrir Þorskastríðin í den eða ,,Sá hlær best sem síðast hlær''
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 20:55
Það er ekki víst að vandi ríkisstjórnarinnar sé nema rétt að byrja því mikil undiralda er VG og óánægja innan VG gæti vellt þessarri ríkistjórn áður en kjörtímabilið er kemst sérlega langt. Ég efast stórlega um að hún lifi árið af.
Héðinn Björnsson, 6.6.2009 kl. 21:07
Ég hef heyrt þessa kenningu áður Baldvin og ég held að það sé ógnvænlega mikið til í henni. Pólítíkin lítur ekkert út fyrir að vera sandkassaleikur hún er það! Heimspólitíkin tekur því miður ekkert síður á sig þessa mynd... hvað eru t.d. stríð annað en viðbrögð barnalegra þjóðhöfðinga sem ætla sko að sýna hinum!!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.6.2009 kl. 21:08
Flottur pistill og þörf orð. Engin gagnrýnin hugsun. Ekki horft til framtíðar og til aðstöðu barna okkar og barnabarna. Bara redda hlutunum svona einhvern veginn. Kannski.
Guðmundur St Ragnarsson, 6.6.2009 kl. 22:26
annski vert að kíkja á Jóhannes Björn og sjá hvort það setur hlutina í samhengi. Sýnst við vera í nákvæmlega þessu ferli.
Smella hér
Jón Steinar Ragnarsson, 6.6.2009 kl. 22:33
"ICESAVE hefur verið leyst fyrir ríkisstjórnina, en ekki fyrir þjóðina. Þetta er afar djúpur greinarmunur." Þarna liggur hundurinn grafinn. Frábær pistill.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.6.2009 kl. 03:53
Ríkisstjórnin verður löngu farin frá og Jóhanna sest í helgan stein þegar kemur að skuldadögum.
Sigurður Þórðarson, 7.6.2009 kl. 08:18