Hver er skemmtilegasta vefsíðan sem þú hefur fundið á Netinu?

Ég er að hugsa um algjörlega tilgangslausar vefsíður sem eru skemmtilegri en að láta sér einfaldlega leiðast, nokkuð sem ég reyndar upplifi það sjaldan að ég man varla hvað það er að láta sér leiðast. Ég spyr bara fyrir forvitni sakir.

Eins gott að ég komi með tillögu sjálfur:

Allir Southpark þættir frá upphafi (ókeypis vegna auglýsinga).


Af hverju þarf Jens Guð að dissa handboltann sem hallærislega íþrótt?

 


 

Fyrst að Jens Guð (eða Tröll) dissar minn ástkæra handbolta og árangur íslenska liðsins, verður að finna svar við slíkri ofsafenginni árás gegn strákunum okkar á vinsælasta fjölmiðli landsins.

Í fyrsta lagi segir hann að ekkert komi út úr gúggli á handbolta, sem er náttúrulega skiljanlegt ef maður kann ekki að þýða orðið handbolti yfir á enska heitið, sem er "handball" en hvorki "hanboll" né "handboll".

 

 

jensgud02.jpg

 

 

Einnig má Jens Guð gera sér grein fyrir að þegar "handball" er gúgglað birtast 33 milljónir niðurstöður eftir 0,05 sekúndna leit, en ef leitað er eftir "Jens Guð" finnast aðeins 58.400 svör á 0,32 sekúndum, sem þýðir að handbolti er vinsælli en Jens. Og hananú.

Jens Guð segir að handbolti sé uppruninn á Grænlandi. Það er lygi, enda uppruni handboltans frá Grikklandi hinu forna, þar sem hetjur á Ólympusfjalli stunduðu snjókast yfir vetrartímann.

Þegar Jens Guð segir að grettukeppnir séu vinsælli en handbolti gengur hann alveg fram af mönnum, en eins og vitað er þá hafa grettukeppnir ekki verið viðurkenndar sem grein á ólympíuleikunum.

 

 

 

Og ef þú heldur að ég sé í alvöru að gagnrýna Jens Guð fyrir greinina hans, þá er þessi grein miklu verr skrifuð en ég ætlaði mér. Smile

Sumir vara við því að gefa tröllinu að borða, en þetta tröll er bara svo skemmtilegt að ég vil endilega gefa því eitthvað til að narta í, svo það hætti ekki að nöldra með sínum einstaka húmor.

Ég ætlaði upphaflega að dissa Jens Guð fyrir að blogga, en áttaði mig á að þá hefði ég skotið sjálfan mig í fótinn. Það hefði verið sárt. Shocking

Áfram Ísland! Wizard

 

 

Myndir: 

Tröll: Cave Your Trolls

Greppitrýni: WiredVideo.net


Til hamingju Ísland!

Mér fannst vanta eitthvað af leikgleðinni sem hefur einkennt liðið alla keppnina, enda lentu þeir á vegg þar sem franska vörnin stóð föst fyrir með markvörð á bakvið sem hirti alla vafasama bolta. Mig grunar að strákarnir hafi breytt svolítið hugarfarinu, ætlað að taka þetta, ætlað að vinna; en það hugarfar virkar einfaldlega ekki jafn vel og að taka hvern leik sem æfingaleik fyrir þann næsta á eftir.

Eitt það erfiðasta við að ná svona langt er að halda fullri einbeitingu og því hugarfari sem skilað hefur liðinu jafnlangt og það gerði. Ég hef nefnilega trú á að Íslendingar hefðu getað tekið franska liðið og geta það á góðum degi.

Frábær frammistaða engu að síður og er ég hæstánægður og gífurlega stoltur af strákunum, þar sem handbolti hefur verið sú íþróttagrein sem ég hef fylgst best með gegnum tíðina (fyrir utan skák). 

Framtíð handbolta á Íslandi er svo sannarlega björt.


mbl.is Íslendingar taka við silfrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband