Til hamingju Ísland!

Mér fannst vanta eitthvað af leikgleðinni sem hefur einkennt liðið alla keppnina, enda lentu þeir á vegg þar sem franska vörnin stóð föst fyrir með markvörð á bakvið sem hirti alla vafasama bolta. Mig grunar að strákarnir hafi breytt svolítið hugarfarinu, ætlað að taka þetta, ætlað að vinna; en það hugarfar virkar einfaldlega ekki jafn vel og að taka hvern leik sem æfingaleik fyrir þann næsta á eftir.

Eitt það erfiðasta við að ná svona langt er að halda fullri einbeitingu og því hugarfari sem skilað hefur liðinu jafnlangt og það gerði. Ég hef nefnilega trú á að Íslendingar hefðu getað tekið franska liðið og geta það á góðum degi.

Frábær frammistaða engu að síður og er ég hæstánægður og gífurlega stoltur af strákunum, þar sem handbolti hefur verið sú íþróttagrein sem ég hef fylgst best með gegnum tíðina (fyrir utan skák). 

Framtíð handbolta á Íslandi er svo sannarlega björt.


mbl.is Íslendingar taka við silfrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 24.8.2008 kl. 10:45

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 24.8.2008 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband