Hvernig verður Ísland eftir 100 ár?
23.6.2008 | 13:30
Lesendur þurfa ekki að svara öllum þessum spurningum, en gaman væri að fá einhverjar pælingar í gang.
- Verður betra eða verra að vera Íslendingur eftir 100 ár?
- Hvernig verður heilsa, menntun, iðnaður, fjármál og viðskipti eftir 100 ár?
- Verður Ísland enn sjálfstæð þjóð?
- Hvaða tungumál munu Íslendingar tala?
- Verður Ísland ennþá fallegt land?
- Verða Íslendingar fallegir?
- Verða Íslendingar ríkir?
- Verða Íslendingar hraustir?
- Mun tæknin leiða Íslendinga fram á veginn eða til glötunar?
- Hver man eftir þér og af hverju?
Mynd: Travel Reader
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Get Smart (2008) ***1/2
23.6.2008 | 02:20
Maxwell Smart (Steve Carell) þráir að vera njósnari. Reyndar starfar hann fyrir leyniþjónustu sem aðal samtalsgreinir stofnunarinnar, en skýrslurnar sem hann skrifar eru það nákvæmar að enginn nennir að lesa þær. Hann fær toppeinkunn í njósnaraskólanum en Stjórinn (Alan Arkin) leyfir honum ekki að komast út í heim ævintýra vegna mikilvægi hans sem greinir.
Þegar ráðist er á Stofnunina og í ljós kemur að njósnarar um allan heim hafa verið myrtir, fær Smart loksins tækifæri til að sanna sig. Hann er þegar búinn að greina vandann og veit miklu meira um fjandmennina en nokkur annar innan stofnunarinnar, þannig að hann er ágætlega undirbúinn fyrir verkefnið. Eina vandamálið er að hann er algjörlega reynslulaus, hefur ofsatrú á sjálfum sér og er svolítið klaufskur. Smart fær Númer 99 (Anne Hathaway) sem samstarfsfélaga, en hún þarf að hafa sig alla fram við að bjarga honum úr þeim fjölda vandamála sem hann lendir í vegna eigin klaufaskaps.
Aðeins tveir njósnarar fyrir utan númer 99 er á lífi. Það eru númer 23 (Dwayne "The Rock" Johnson) sem þarf að sitja heima og sjá um greiningarvinnuna í stað Smart og númer 13 (Bill Murray) sem er svo óheppinn að hafa verið plantað niður í tré, en þeir þurfa að sigrast á illmennunum Siegfried (Terence Stamp), Shtarker (Ken Davitian) og Dalip (Dalip Singh Rhana).
Það er óvenju mikið af skemmtilegum persónum í ólíklegustu hlutverkum, en hæst ber að nefna forsetann (James Caan), Bruce (Masi Oka) og Hymie (Patrick Warbutton).
Ég brosti nánast alla myndina og hló stundum, sem er náttúrulega afrek þegar kemur að húmorslausum mönnum eins og mér, þannig að ég get auðveldlega mælt með þessu góðlátlega gríni.
Reyndar skilur hún nánast ekkert eftir sig, en á meðan hún varir er gaman. Það versta við Get Smart er að henni lýkur. Mig langaði til að horfa á þessa mynd enn lengur. Steve Carrell er snillingur, og ljóst að hann hefur nú formlega tekið við stöðu Jim Carrey sem aðal trúðurinn í Hollywood.
Tæknilega er Get Smart jafn vel kvikmynduð og nýjustu James Bond myndirnar, og er óvenju spennandi, rómantísk og fyndin. Hún kemur manni í gott skap með ABBA lagi á óvæntu augnabliki og gefur aldrei eftir.
Leikstjóri:Peter Segal
Einkunn: 8
E.S.
Eitt sem mig langar að minnast á í lokin, það hversu gaman er að fara í bíó hérna í Bandaríkjunum. Aðgangsmiðinn er ekki nema kr. 400 íslenskar, popp+kók+súkkulaði á kr. 500, ekkert hlé, enginn texti og bíóið hreint.
Ég skil ekki alveg hvernig stendur á að miðinn heima kostar kr. 1000 á meðan miðinn hér, í miklu flottara bíói en nokkurn tíma heima kostar ekki nema kr. 400.
Ég myndi glaður fara a.m.k. einu sinni í bíó hverja viku ef það væri mögulegt. Spurning hvort að einhverju íslensku tímariti eða dagblaði vanti kvikmyndarýni?
![]() |
Smart spæjari slær í gegn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 02:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)