Færsluflokkur: Kvikmyndir
Mjallhvít, Hamlet og Konungur Ljónanna í einum pakka: The Chronicles of Narnia: Prince Caspian (2008)
3.12.2008 | 20:06
The Chronicles of Narnia: Prince Caspian er ein af þessum sjaldgæfu framhaldsmyndum sem er betri en frummyndin. Samt byrjar hún frekar illa og er að mestu hræðilega illa leikin, en tekur síðan lokakipp sem verður til þess að ævintýraheimur Narníu verður loks lifandi og spennandi, svipaður því sem maður upplifði með því að lesa bækurnar eftir C.S. Lewis.
Það er margt líkt með The Lord of the Rings og The Chronicles of Narnia, nema að leikstjórn, handritsgerð og öll sú vinna sem fór í The Lord of the Rings skilaði sér fullkomlega á kvikmyndatjaldið. The Chronicles of Narnia er álíka gott viðfangsefni en skilar sér ekki jafnvel á tjaldið.
Reyndar voru höfundur beggja sagnanna afar góðir vinir og deildu með sér hugmyndum, þannig að ekki á að koma neinum á óvart að verur og þemu sem birtast í Hringadróttinssögu birtist einnig í Narníuheimum. Reyndar voru þeir það góðir vinir að báðir skammstöfuðu þeir nöfnin sín. En hvað um það.
Prince Caspian (Ben Barnes) er svona blanda af Mjallhvíti, Hamlet og Lion King. Hann er bara hvorki danskur né ljón, né stúlka. Hins vegar koma dvergar honum til bjargar. Faðir hans hefur verið myrtur af bróður sínum, hinum valdagráðuga og gegnsýrða af mannlegri illsku Miras (Sergio Castellito), sem hefur jafn valdagráðuga ráðgjafa að baki sér, sem hann getur treyst til þess eins að hjálpa honum þegar hann sýnir styrk eða stinga sig í bakið þegar hann sýnir veikleika.
Þegar Miras eignast son vill hann strax losna við Caspian úr ríki sínu og sendir sín menn á eftir honum. Hins vegar á prinsinn góðan að sem skilur ástandið, en það er fræðimaðurinn Cornelius (Vincent Grass) sem hjálpar honum undan. Prince Caspian þeysir á skeið undan örvum og flugeldum og kemst inn í myrkvan skóg þar sem Narníuverur búa. Hann rekur hausinn í trjágrein, og rétt áður en hann missir meðvitund blæs hann í horn sem kalla á saman hina fornu konunga drottningar Narníu.
Það eru börnin úr fyrra ævintýrinu, en þau eru stödd í London á seinnistríðsárunum, og hverfa nú inn í Narníu á ný. Þau uppgötva fljótt að ekki er allt eins og það áður var og læra að um 1200 ár hafa liðið í veröld Narníu síðan þau voru þar síðast fyrir ári síðan, sem þýðir að allir þeirra gömlu vinir og þau sjálf eru ekkert annað en gömul ævintýri fyrir þá sem lifa í ævintýraheiminum.
Þrátt fyrir þessa bráðsnjöllu hugmynd þokast myndin frekar leiðinlega áfram þar til kemur að einvígi á milli Peter Pevensie (William Moseley) sem er elstur syskynanna sem fara til Narníu, og kóngsins Miraz. Á sama tíma fara Lucy (Georgie Henley) og Susan (Anna Popplewell) að leita ljónsins Aslam (Liam Neeson) sem er einhvers konar Jesús í heimi Narníu. Edmund (Skandar Keynes) bróðir þeirra er hins vegar frekar snjall og virðist eiga ráð undir rifi hverju.
Í kjölfar einvígisins fylgir ein af skemmtilegri orrustum sem maður hefur séð á tjaldinu og jafnast á við sumt af því sem maður sá í The Lord of the Rings, en það er eins og allt í einu hafi einhver kraftur losnað úr læðingi og ímyndunarafl kvikmyndagerðarmanna tekið völdin.
Þannig að í lokin fáum við bara hina ágætustu skemmtun þrátt fyrir frekar langan, leiðinlegan og klisjukenndan aðdraganda.
Ég get mælt hóflega með þessari.
7/10
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Boginn hefur verið þaninn mikið og kominn tími fyrir langþreytta landsmenn af klassanum venjulegt fólk að fá góðar fréttir.
Þegar maður heyrir um aðgerðarpakka sem þennan veit maður ekki við hverju má búast, en þetta er það sem ég vona; að komið verði til móts við fólk með afgerandi hætti, þannig að það geti losnað undan ólánum sínum á stuttum tíma.
Þær leiðir sem ég sé fyrir mér eru þessar:
- Niðurfelling verðtryggingar á húsnæðisólánum fyrir eitt heimili - þýðir að fólk sem skuldar í húsnæði getur aftur séð fram á bjarta tíma.
- Auknar verðbætur sem hafa hlutfallslegt gilidi miðað við verð á húsnæði og þeim vöxtum sem verið er að borga af ólánum.
- Aðgerðir vegna erlendra ólána - annað en sú hugmynd sem Lýsing hefur verið að kynna, sem felur í sér að frysting óláns til þriggja mánaðar kostar 7000 kall, það þarf að borga helminginn og að ólánstíminn lengist um þrjá mánuði.
Aðal málið finnst mér að finna leiðir sem gera duglegu fólki mögulegt að eiga þak yfir eigin höfuð, fararskjóta, skjólfatnað og mat. Og að það fái tækifæri til að byggja upp eigin velferð og velja úr kostum til framtíðar.
Þetta er mín von.
Aðgerðaáætlun kynnt í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Quantum of Solace (2008) **
9.11.2008 | 10:55
Quantum of Solace er því miður frekar mislukkuð Bond mynd. Af þeim 22 kvikmyndum sem gerðar hafa verið um kappann, finnst mér þessi ein sú slakasta. Sumar þeirra hafa verið frekar slappar, eins og You Only Live Twice, með Sean Connery og sumar orðið frekar langdregnar vegna endalausra slagsmálaatriða, eins og síðasta Brosnan myndin, Die Another Day.
Bond (Daniel Craig) hefur handsamað einn af þrjótunum sem kallaður er Mr. White (Jesper Christensen) sem fengu unnustu hans Vesper Lynd til að svíkja hann í síðustu mynd. Við yfirheyrslurnar kemur í ljós að Mr. White tilheyrir leynisamtökum sem hafa komið fyrir fólki nánast hvar sem er, líka innan bresku leyniþjónustunnar. Lífvörður M (Judy Dench) er einn af þessum svikurum og hjálpar Mr. White að flýja. Bond ákveður að finna frekari upplýsingar um þessi leynisamtök og uppræta þau, ekki bara af faglegum ástæðum, heldur til að hefna dauða konunnar sem hann elskaði.
Slóðin leiðir hann til erkiskúrksins Mr. Greene, Dominic Greene (Mathieu Amatric) sem ætlar sér að steypa ríkisstjórn Bólivíu með hjálp CIA og tryggja sér 60% af vatnsbólum landsins, til þess að selja aðgang að vatni á uppsprengdu verði. Á leið sinni að Greene kynnist Bond Camille (Olga Kurylenko), bólivískum njósnara sem þráir ekkert heitar en að myrða hershöfðingjann sem Greene ætlar að koma til valda, en sá hafði misþyrmt og myrt fjölskyldu hennar.
Sagan lofar góðu og Daniel Craig er flottur Bond, sem hann sýndi og sannaði í Casino Royale, sem er ein af bestu Bond myndum sem gerðar hafa verið. Það sem klikkar í Quantum of Solace er ekki bara slök leikstjórn, heldur klisjukennt handrit þar sem vantar algjörlega smellnar línur fyrir Bond og skúrkana. Einnig er myndin svo hrikalega illa klippt að eitt atriði sem sýnir andlitssvip getur innihaldið þrjú snöggklippt skot. Klippingin er svo snögg að fá atriði öðlast eigið líf.
Hasaratriðin, sem oftast er aðalsmerki Bond ásamt frekar köldum húmor, eru því miður flest illa samsett þar sem erfitt getur verið að greina hvað er að gerast á skjánum, og hasarinn oft búinn án þess að maður hafi hugmynd um hvað var að gerast, og húmorinn því miður víðs fjarri.
Í upphafsatriðinu er Bond á bílaflótta undan vélbyssukjöftum, en maður hefur ekki hugmynd um hver er að á eftir honum, hvernig staðan er í eltingarleiknum og hvað Bond er að gera rétt til að losna við þrjótana.
Eitt verst útfærða atriði nokkurn tíma í Bond mynd á sér stað í óperuhúsi, en þar eltir Bond uppi fólk sem hann grunar að séu í einhverju samkrulli við aðalglæponinn, og drepur það á flótta þeirra út úr húsinu. Maður veit ekki hver fórnarlömbin eru og hugsanlega er það versta sem þau unnu sér til sakar að þau nenntu ekki að hlusta á óperuna.
Samt er eitt og eitt gott atriði inn á milli. Eina atriðið sem mér fannst verulega gott var þegar Bond er á flótta í flutningaflugvél undan herþotu í Bólivíu - en samt hafði það atriði ákveðna galla.
Þetta er óvenju slakur Bond, en samt skylduáhorf fyrir alla aðdáendur myndaflokksins. Það má segja að þessi Bondari sé að apa eftir Bourne myndunum með hröðum klippingum og fullt af hasarmyndum Jason Statham, sem reyndar hafa margar hverjar betri hasarútfærslu og snjallari handrit heldur en Quantum of Solace.
Það er náttúrulega líka ófyrirgefanlegt að myndin gefi ekki tóninn í upphafi með hinu klassíska Bond stefi þar sem við sjáum hann frá sjónarhorni byssuhlaups. Þar að auki er enginn Q, ekkert "Bond, James Bond" augnablik, og ekkert "Vodka Martini, Shaken not stirred" - þó að við kynninguna á Bond stúlkunni Strawberry Fields fáum við að heyra hið klassíska "Of course you are," en það hittir bara ekki í mark.
Quantum of Solace er því miður þunnur þrettándi, bæði sem Bond mynd og sem hasarmynd.
Leikstjóri: Marc Forster
Einkunn: 5 af 10
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Bestu vestrar kvikmyndasögunnar
2.11.2008 | 14:59
Ég vil benda tryggum lesendum mínum sem gaman hafa af kvikmyndaskrifum á að upptalning mín og umfjöllun um 20 bestu vestrana birtist í októberhefti Hann/Hún sem víðs vegar er hægt að fá ókeypis. Smelltu hér til að lesa pdf útgáfu tímaritsins.
Tímaritið mun birta fleiri greinar frá mér á næstu mánuðum.
Annars hef ég svo mörg járn í eldinum á þessum krepputímum að það gefst lítill tími til að blogga.
Að gefnu tilefni: opnunaratriði Once Upon A Time in the West:
Kvikmyndir | Breytt 3.11.2008 kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
The Dark Knight (2008) (IMAX Experience) ***1/2
7.9.2008 | 10:44
Ómar bloggvinur Friðleifsson hvatti mig til að sjá The Dark Knight aftur, af því að mér fannst hún ekki frábærasta ofurhetjumynd í heimi og frá upphafi.
Í þetta skiptið gerði ég mér grein fyrir að ég ofmat hana í fyrsta áhorfi, hún er ekki meðal 5 bestu ofurhetjumynda sem gerðar hafa verið, en kemst hins vegar inn á topp 10 listann.
Mér fannst til dæmis Iron Man mun betri. Ég stend við allt annað úr upphaflegri gagnrýni minni.
Ég fór í IMAX kvikmyndahúsið í London og sá The Dark Knight á miðnætursýningu. Það er reyndar mjög skemmtileg stemmning í þessu bíóhúsi, en öll sæti eru merkt, poppið gott og þægilegt að sitja í salnum. Einnig var notalegt að finna ekki fyrir neinu klístri undir skósólum eins og er alltof títt heima.
Í IMAX kvikmyndasal er tjaldið miklu stærra en í venjulegu bíóhúsi, og sum atriði eru sérstaklega hönnuð fyrir þetta bíó, en þetta eru aðallega hasaratriðin. Þá stækkar skermurinn þannig að meira sést upp við loft og einnig alveg niður í gólf. Þetta er mjög áhrifaríkt og flott, og maður veltir fyrir sér hvernig klassískar myndir eins og Lawrence of Arabia, litu út í IMAX.
IMAX býður upp á skemmtilega kosti, og sérstaklega ef um þrívíddarbíó er að ræða. SAMbíóin í Kringlunni koma næst þessu með Digital sal, en það vantar algjörlega IMAX bíó á Íslandi.
Þó að mér hafi ekki þótt myndin neitt betri en áður, þá var gaman að hafa loksins upplifað alvöru IMAX. Næst verð ég að kíkja á IMAX í 3D.
Myndir:
IMAX bíóið í London: Wikimedia Commons
Ed Wood er meistari kvikmyndaformsins í samanburði við Uwe Boll, sem virðist fá snilldarleikara hvað eftir annað til að gera sig að algjörum fíflum fyrir framan myndavélina og láta áhorfendum leiðast meira en hægt er að hugsa sér. Þú verður að sjá þessar hörmungar til að trúa þeim. Nóg að horfa á eina mynd eftir hann í tíu mínútur, þá ertu búinn að sjá þær allar. Hann kemst einhvern veginn upp með þetta með því að nota titla úr vinsælum tölvuleikjum og virðist vera með fólk á launum til að gefa kvikmyndum sínum háar einkunnir á kvikmyndasíðum Netsins.
"Góðir" leikarar sem fallið hafa í Uwe Boll gildruna:
Ray Liotta
J.K. Simmons
Jason Statham
John Rhys-Davies
Ron Perlman
Burt Reynolds
Michael Madsen
Meat Loaf
Billy Zane
Michelle Rodriguez
Ben Kingsley
Christian Slater
Stephen Dorff
Jurgen Prochnow
Sýnishorn úr In The Name of the King: A Dungeon Siege Tale, einni af nýjustu afurðum Uwe Boll, og nokkrar umsagnir um hana:
I would like to think that Uwe Boll is not a mentally-challenged individual. However, the incompetence of his movies speaks otherwise.(Brian Orndorf, eFilmCritic.com)
Sort of like watching Lord of the Rings through a smudged television screen. (Josh Larsen, Sun Publications)
Is this movie so god-awful bad that it's hilariously good? Can't be bothered deciding. Figure that's an answer in itself. (Rick Groe, Globe and Mail)
Myndir sem Uwe Boll hefur leikstýrt:
# Zombie Massacre (2010) (in production)
# Sabotage 1943 (2009) (in production)
# Stoic (2009) (post-production)
# Far Cry (2008) (post-production)
# Tunnel Rats (2008)
... aka 1968 Tunnel Rats (USA: new title)
# BloodRayne II: Deliverance (2007) (V)
... aka Bloodrayne 2: Deliverance (Germany: DVD title)
# Postal (2007)
... aka Postal: Der Film (Germany)
... aka Postal: The Movie (USA: alternative transliteration)
# Seed (2007)
# In the Name of the King: A Dungeon Siege Tale (2007)
... aka Schwerter des Königs - Dungeon Siege (Germany)
# BloodRayne (2005)
# Alone in the Dark (2005)
# House of the Dead (2003)
... aka House of the dead: Le jeu ne fait que commencer (Canada: French title)
# Heart of America (2003)
... aka Home Room (Australia)
# Blackwoods (2002)
# Sanctimony (2000) (TV)
# Erste Semester, Das (1997)
... aka The First Semester (International: English title)
# Amoklauf (1994)
# Barschel - Mord in Genf? (1993)
# German Fried Movie (1991) (V)
Netverjar settu saman undirskriftarlista með þeirri kröfu að Uwe Boll hætti að búa til kvikmyndir upp úr góðum tölvuleikjum og eyðileggja þannig nafn þeirra. Svona svaraði hann:
Myndir:
Ben Kingsley úr Bloodrayne: MySpace
Jason Statham úr The Name of the King: Collider.com
Svo lélegar að þær eru góðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skoðanakönnun: Hvaða lið verður ólympíumeistari í handbolta?
23.8.2008 | 19:48
Spáin fór þannig: 70% töldu Íslendinga sigra, en 40 svöruðu könnuninni.
Það eru bara tveir möguleikar í stöðunni: sigur eða BLEEP!
Nú er bara að hafa gaman af síðasta leiknum, og taka hann sem æfingaleik eins og alla hina. Sama hvernig fer er landsliðið heldur betur búið að slá í gegn!
Íslenskur handbolti á forsíðu New York Times | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt 24.8.2008 kl. 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Já!
22.8.2008 | 13:48
36:30
Þeir eiga þetta sannarlega skilið!
Hugarfarið hárrétt.
Baráttan frábær.
Já!
Íslendingar í úrslitaleikinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mamma Mia! (2008) ***1/2
17.8.2008 | 13:44
Mamma Mia! er afar vel heppnuð söngvamynd fyrir þá sem hafa gaman af léttu gríni, vel gerðum farsa í forngrískum stíl og ABBA tónlist. Ég er opinn fyrir þessu öllu og skemmti mér því konunglega í bíó.
Sumir gagnrýnendur hafa hakkað Mamma Mia! í sig fyrir að hafa frekar asnalegt plott og vera alltof full af gleði, og fyrir að persónur byrji bara allt í einu að syngja upp úr þurru. En þannig eru söngleikir.
Mamma Mia! minnir mikið á Grease (1978) annan söngleik með afar þunnum söguþræði en skemmtilegri tónlist frá Bee Gees og eftirminnilegum söngatriðum. Hún minnir líka svolítið á Across theUniverse (2007) með tónlist Bítlanna en sú mynd hafði þó frá aðeins fleiru að segja. Hún vakti líka upp góðar minningar um Stuðmannamyndina Með allt á hreinu (1982)
Meryl Streep leikur aðalhlutverkið og kemur enn einu sinni á óvart, en hún syngur sín lög á frábæran hátt. Pierce Brosnan syngur líka ágætlega en er svolítið skondinn í framan á meðan hann syngur, hann rembist svo hrykalega. Julie Walters og Christine Baranski eru mjög fyndnar, og þeir Stellan Skarsgaard og Colin Firth traustir í sínum hlutverkum. Amanda Seyfried er álíka heillandi í Mamma Mia! og Olviia Newton-John var í Grease.
Sagan er frekar einföld en með djúpa undirtóna sem passa fullkomlega við tónlistina og sönginn. Sophie (Amanda Seyfried) ætlar að giftast Sky (Dominic Cooper), en þau búa á afskekktri grískri eyju ásamt móður hennar, hóteleigandanum Donnu (Meryl Streep). Sophie veit ekki hver faðir hennar er, en hefur komist yfir dagbók móður sinnar og tekist að komast yfir þrjú nöfn fyrir hennar hugsanlega föður, það eru Bill Anderson (Stellan Skarsgaard), Sam Carmichael (Pierce Brosnan) og Harry Bright (Colin Firth), en hún bíður þeim öllum í brúðkaupið og reiknar með að hún muni átta sig strax á hver faðir hennar er.
Málin flækjast þegar hún áttar sig á að hún getur ekki greint hver þeirra er hinn eini sanni.
Stórskemmtileg skemmtun sem enginn má missa af í bíó, nema viðkomandi hafi einhvers konar óþol gagnvart léttri skemmtun og ABBA tónlist.
10 vinsælustu kvikmyndum á leigunum 10. ágúst 2008 gefin einkunn
10.8.2008 | 21:13
Gæði kvikmynda og vinsældir fara ekkert endilega saman. Þess vegna hef ég tekið saman lista um 10 vinsælustu myndir á leigunum í síðustu viku og læt þig vita hvort eitthvað sé varið í þær. Þú smellir svo á fyrirsögnina til að lesa ástæðurnar, að mínu mati. Sumar þeirra greina eru á ensku, aðrar á íslensku.
Af 10 vinsælustu myndum síðustu viku get ég aðeins mælt með 3 myndum sem flestir ættu að hafa gaman af (þær sem fá 7-10 í einkunn), mæli varlega með þeim sem fá 5-6 í einkunn og mæli með að sleppa þeim sem fá frá 0-4.
Vinsælustu bíómyndirnar síðustu viku á vídeóleigum landsins eru ekkert endilega frábærar kvikmyndir. Hverri mynd fylgir örstutt umsögn um söguþráðinn og sú einkunn sem ég hef gefið viðkomandi kvikmynd. Viljirðu lesa það sem ég hef skrifað um viðkomandi kvikmynd, smellirðu einfaldlega á fyrirsögnina.
Í stuttu máli: Nýskilið par leitar að gömlu spænskum fjársjóði með aðstoð milljarðamærings og í kapphlaupi við miskunnarlausa glæpamenn.
Einkunn: 5 af 10
2. 10.000 BC
Í stuttu máli: Þrælasalar drepa fólk í þorpi fyrir 10.000 árum, og meðal annarra kærustu hetjunnar sem eltir þrælasalanna til pýramída í byggingu. Mammútar, sverðtígur og fornir strútar blandast inn í söguna á frekar tilgangslausan hátt. Myndin hefði alveg eins getað gerst í Kópavogi nútímans.
Einkunn: 3 af 10
Í stuttu máli: Milljarðamæringur sem á engan að og bifvélavirki sem lifir góðu fjölskyldulífi eiga báðir 6-12 mánaða ólifaða, og ákveða að gera saman allt það sem þá hafði alltaf langað að gera en aldrei gert.
Einkunn: 7 af 10
4. Untraceable
Í stuttu máli: FBI netlögga tekst á við fjöldamorðingja sem notar Netið og netverja sem þátttakendur í morðum sínum.
Einkunn: 4 af 10
Í stuttu máli: Götudansari fer í dansskóla og fyrir vikið er hún rekin úr dansklíkunni á götunni, en hún safnar saman liði í skólanum til að taka götudansarana á teppið. Flott dansatriði, lítið varið í annað.
Einkunn: 4 af 10
Í stuttu máli: Hinn fullkomni leigumorðingi hefur þá sérkennilegu áráttu að vilja vera ósýnilegur og skilur því eftir sig blóðuga slóð í eltingarleik við kúreka sem reynir að hafa af honum háa fjárhæð.
Einkunn: 9 af 10
7. Semi-Pro
Í stuttu máli: Sjálfselskur eigandi körfuboltaliðs reynir að koma ömurlegu liði sínu í NBA með því að skipta á þvottavél og gömlum atvinnumanni úr NBA.
Einkunn: 6 af 10
Í stuttu máli: Ungur bankaræningi getur stokkið yfir tíma og rúm með hugaraflinu einu saman en margra alda gömul lögreglusveit er á eftir honum.
Einkunn: 6 af 10
Í stuttu máli: Tveir félagar ákveða að endurskapa helstu kvikmyndaperlur sögunnar eftir að allt efni þurrkast út af myndbandsspólunum sem þeir leigja út.
Einkunn: 6 af 10
Í stuttu máli: Ósköp venjuleg jarðarför hástéttarmanns snýst upp í vandræðagang þegar virðulegur lögfræðingur fær sýrudóp í staðinn fyrir valíum, með afar fyndnum afleiðingum. Ein af þeim sem kemur skemmtilega á óvart.
Einkunn: 7 af 10
Ég notast við vinsældalistann af Myndir Mánaðarins.