Hvað ættu fjármögnunarfyrirtækin að gera?

800px-Cumberland_School_of_Law_Justice_and_Mercy_2

Nú þegar í ljós kemur að fjármögnunarfyrirtækin hafa farið af hörku gegn viðskiptavinum sínum, lántakendum sem kallaðir hafa verið því harðneskjulega nafni "skuldarar", út frá forsendum sem reynst hafa ólöglegar og haft gífurlegar neikvæðar afleiðingar á þjóðfélagið, verða þessi fyrirtæki að bæta fyrir misgjörðir sínar og sýna algjöra iðrun til að starfsmönnum þeirra verði fyrirgefið. Það má réttilega kalla þessi fjármálafyrirtæki glæpasamtök eða mafíur, enda byrja þau starfsemi sína með því að "hjálpa" fólki að eignast hluti, en síðan þegar þetta fólk lendir í vandræðum er allt gert til að kreista úr þeim síðasta dropann, og ef ekki tekst að taka peninginn af þeim góðu er hann tekinn með illu:

Lögregla send á heimili viðkomandi, bifreið fjarlægð, metin, keypt á lágmarksverði, seld aftur á hámarksverði, og ógreidd skuld enn á reikningi viðskipavinarins. 

Hvað er slíkt annað en skipulögð glæpastarfsemi?

Yfirleitt þarf að stinga glæpamönnum í fangelsi og láta þá dúsa þar yfir langan tíma áður en þeir átta sig á að eigin réttlætingar á slíkum framkvæmdum voru ekki réttlætanlegar. Kemur að því að viðkomandi iðrast og leitar þá sjálfsagt fyrirgefningar hjá samfélaginu sem hann hefur brotið gegn.

Þetta þarf ekki að ganga svona langt. Viðurkenni einhver eigin sök, sýnir iðrun og reynir að bæta fyrir misgjörðir sínar, þá verður viðkomandi hugsanlega fyrirgefið og réttlætinu þannig fullnægt með góðu; en neiti viðkomandi augljósri sök og firrist við, þá verður réttlætinu fullnægt með illu - sem er ekki ánægjulegt fyrir neinn.

Afleiðingar hinna gengistryggðu lána út í þjóðfélagið hafa verið gífurleg. Ég man eftir frétt um einn mann sem svipt hefur sig lífi vegna lánsins, og mögulegt að fleiri hafi farið þá leið. Fjölskyldur hafa liðast í sundur vegna fjárhagslegra erfiðleika og þessi gengistryggðu lán hafa verið dropinn sem fyllti mælinn. Fyrir vikið þjást alltof mörg börn vegna fjölskylduslita. 

Margir hafa flutt úr landi með fjölskyldur sínar, meðal þeirra mikið af góðu og hæfileikaríku fólki sem vill láta gott af sér leiða, en fékk ekki tækifæri til þess á Íslandi vegna þrýstings frá lánafyrirtækjum sem aldrei gefa eftir, og hafa her lögfræðinga á bakvið sig til að réttlæta allar innheimtuaðgerðir. 

Það er ekki auðvelt fyrir börn að flytja úr landi, vera slitin upp frá rótum, leita sér nýrra vina í nýju landi og jafnvel þurfa að læra nýtt tungumál. En sum börn upplifa þetta sem nauðsyn, og þau gera þetta, og þau lifa þetta af. En þau munu aldrei gleyma þeim skrímslum sem neyddu foreldra þeirra úr öruggu skjóli eigin húsnæðis og af landi brott.

Börnin munu læra um þá illsku sem gott fólk í samvinnu getur skapað með því að fela sig undir nafni og kennitölu fyrirtækja, og þannig vonandi hjálpað framtíðinni að varast þessa vá, rétt eins og sýnt þeim hvað fólk árið 2010 var forneskjulegt, gamaldags, eigingjarnt og ómanneskjulegt í hugsunarhætti, ekki bara á Íslandi, heldur víða um heim - í skjóli fyrirtækja.

Því gott fólk sem stendur aðgerðarlaust hjá þegar illvirki eru framkvæmd er ekkert skárra en þeir sem framkvæma illverkin af fúsum og frjálsum vilja með gleði í hjarta og grilla svo á kvöldin.

Þessi setning af forsíðu Lýsingar í dag gefur ekki tilefni til bjartsýni: "Áhrif dómsins eru um margt óljós og getum við ekki á þessari stundu svarað því hvaða afleiðingar það hefur að greiða eða greiða ekki þegar útgefna greiðsluseðla."

 

Mynd: Wikipedia - Cumberland School of Law


Stórsigur fyrir heimili og almannaheill

Ég vil óska bróður mínum til hamingju með sigurinn í dag. Það er ekki smátt afrek að sigra í svo stóru máli gegn fjármögnunarfyrirtæki eins og Lýsingu, og berjast sem heiðvirður lögfræðingur fyrir almenning í landi þar sem lagatæknar virðast ráða för...

Verður skaði lánþega endurgreiddur?

Vil minna á þessa yfirlýsingu af heimasíðu Lýsingar: Öllum viðskiptavinum tryggð jöfn staða þrátt fyrir óvissu sem dómar Héraðsdóms Reykjavíkur hafa skapað Lýsing hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 12. febrúar 2010 vegna bílasamnings í...

Hvaðan kemur þetta óþolandi suð á HM?

Í fyrstu hélt ég að þetta væru býflugur og að hljóðnemarnir væru bleikir eða í öðrum blómalitum, en síðan ákvað ég að rannsaka málið, enda þoli ég illa ósvaraðar spurningar. Í ljós kemur að þetta er mannlegt fyrirbæri, lúðrar sem heita Vuvuzela. Það var...

Hugrakkasti hobbitinn samkvæmt Mr. Spock er...

Rakst á þetta skondna myndband á flakki mínu um netheima.

Er fólk virkilega svona sofandi yfir framtíðinni?

Ríkisstjórnin er búin að taka lán út á nýjasta loforðið um að borga ICESAVE þvert á vilja þjóðarinnar, og hafa þar af leiðandi komið Íslandi í raunverulega skuldbindingu til að borga til baka. Undir þessa viljayfirlýsingu skrifuðu forsætisráðherra,...

Kick-Ass (2010) ****

"Kick-Ass" kemur á óvart. Sagan er vel skrifuð. Persónurnar góðar. Handritið smellið. Tæknibrellur hitta beint í mark. Og hún er betri en "Iron Man 2" og "Robin Hood". Miklu betri. Besta sumarmynd ársins til þessa. Dave Lizewski (Aaron Johnson) er nörd...

Hverjir eru kostir verðtryggingar?

Verðtryggingin, eins og hún er á Íslandi í dag, vísutölubundin þegar kemur að lánum, en ótengd launum, gerir hina ríku ríkari, jafnvel auðuga, og hina fátæku fátækari, jafnvel öreiga. Aukinn lífskjaramunur hlýtur að vera af hinu góða, og þess vegna er...

Hversu viðeigandi er þessi ræða frá 1944 fyrir Íslendinga 66 árum síðar?

11. janúar 1944 flutti Franklin D. Roosevelt magnaða ræðu. Mig langar að þýða hluta úr henni sem á við um Ísland í dag. - - - "Þetta ríki var í upphafi og óx til núverandi styrks verndað af ákveðnum ófrávíkjanlegum pólitískum réttindum - meðal þeirra...

Furður veraldar: jörðin gleypir byggingu í Gvatemalaborg

Þetta er ekki plat. Fréttir um þetta hafa ekki birst víða. Ég hef aðeins séð þær í Daily Mail og Gizmodo, og ætlaði í fyrstu ekki að trúa þessu. Hélt fyrst að þetta væru þrívíddarteikningar. Svo er þó ekki. Slíkur atburður gerðist í Gvatemalaborg í...

Capitalism: A Love Story (2009) ***1/2

Í "Capitalism: A Love Story" sannar Michael Moore í eitt skipti fyrir öll að kapítalismi er meinsemd á bandarísku samfélagi, þar sem hinir ríku verða vellauðugir og hinir fátæku heimilislausir, og aðeins örfáar hræður standa á milli þeirra, og þessum...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband