Ræða Davíðs Oddssonar á landsfundi 2009 og sú "stórfurðulega heimsmynd sem sá einkennilegi fýr hefur"
28.3.2009 | 23:49
Smelltu hérna til að sjá ræðu Davíðs.

Þar sem Don Hrannari barst fyrirspurn frá skjaldsveini sínum Sancho, ákvað hann að skella saman stuttum texta til að svara áskoruninni.
"Væri gaman ef eðalpenni eins og þú myndir kryfja ræða Davíðs Oddsonar frá landsfundi og mála upp stórfurðulega heimsmynd sem sá einkennilegi fýr hefur." (Sancho)
Ég var að velta fyrir mér hvort ég ætti að eltast við ræðuna hans Davíðs, og telja hversu oft hann notar mælskulist í stað rökræðu. En ég nenni ekki að eltast við slíkt, frekar berst ég við vindmyllur.
Sjálfsagt væri betra að fá bókmenntarýni til að skoða snilldartextann sem Davíð flutti í dag, heldur en gagnrýni til að greina merkinguna á bakvið orðin og bera saman við heiminn eins og við teljum hann vera.
Davíð Oddson er gott skáld, og notar mikið myndmál. Ég held samt ekki að hann sé að varpa fram hans eigin ímyndaða heimi, heldur sýnist mér einfaldlega hans eigin skoðanir nánast drukkna og vera ansi óskýrar og margræðar innan um flokksfordóma. Þegar hann segir að sannleikurinn muni koma í ljós, þá er hann ekki að vísa í eigin ræðu, því að hún hefur með allt aðra hluti en sannleikann að gera. Þetta er flokksræða á áróðurstíl, greinilega skrifuð til að líma þá flokksmenn sem enn tolla í sjálfstæðisflokknum við þá hugsjón að flokkurinn sé heiðarlegur og hreinn, og hafi barist gegn hinum illu öflum sem komu þjóðinni á höfuðið með lævísum klækjum og valdníðslu, hann er að stappa stálinu í flokk sem hann veit að tapar í þessum kosningum, en er meira en líklegur til að komast aftur til valda í þeim næstu.

Í fáum orðum túlka ég ræðuna hans þannig: "sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað þessari orustu, en ekki stríðinu." Megi nú kalt vatn renna milli skinns og hörunds þeirra sem vilja.
Þar sem að Davíð talaði um sjálfan sig alltaf í þriðju persónu, setti hann sig fram sem persónu í sögu, sögu sem nær aftur til krossfestingar Krists, þar sem Davíð hinn óprúttni var hengdur við hlið tveimur heiðarlegum. Þetta er náttúrulega stórkostlega 'twisted' myndmál, sem minnir mig einna helst á togstreitu Svarthöfða sjálfs sem þurfti að gera upp við sig hvort hann ætti að drepa keisarann eða son sinn.

Málið er að myndmál er vandmeðfarið ef ætlunin er að tjá ákveðna meiningu, en í þessari ræðu talaði Davíð ekki aðeins undir rós, heldur þyrnirósarunna, hjó af nokkrar greinar og sló um sig með þyrnirósum svo að jafnvel flokksfélögum blæddi.
Ef þú ætlar að gefa hluti í skyn eða höfða til tilfinninga fólks, þá notarðu myndmál. Ef þú ætlar að segja skoðun þína, láta í ljós þekkingu þína eða jafnvel fræða fólk, þá er hætt við að ræðan verði sjálfsagt merkilegri, en mun áhugaverðari fyrir aðra en bókmenntafræðinga.
Þessi ræða höfðaði til tilfinninga viðstaddra, en Davíð lét einnig áhugaverða heimspekilega skoðun í ljós undir lokin, sem margir hafa kannski misst af vegna fyrri voðaskota: en það var að sannleikurinn væri seigari en afar vel skipulagðar blekkingar. Þessu get ég ekki annað en verið sammála, þar sem lygar og tilbúningur, sama hversu vel hannaðar þær eru, falla á endanum um sjálfar sig, sérstaklega ef fólk hættir að viðhalda lygunum og snýr sér að einhverju öðru. Þá liggur sannleikurinn í leyni bakvið lygastífluna og brýst fram við fyrsta tækifæri, þegar brestir koma í steypuna.

Ég er sammála Davíð um að upp komist svik um síðir, og ég hef trú á því að hann sé að einhverju leyti fórnarlamb í þessari atburðarás, en á erfitt með að trúa því hversu máttlaus hann virðist hafa verið gagnvart ofureflinu. Það er einfaldlega ekki sá Davíð sem maður kannast við.
Ég hef á tilfinningunni að Davíð reynist sannspár, og að hann muni komast ágætlega út úr sögulegri skoðun, en það breytir ekki því að litur ræðunnar var svo blár að hafið roðnar í samanburði.
Eina sterka hugmynd kveikti þó þessi skemmtilega ræða Davíðs - hún fékk mig til að spyrja hvort að Davíð hafi komist til valda fyrst og fremst vegna þess að hann er gott skáld, getur skrifað flottar ræður, er gífurlega hnyttinn í framsögu og skemmtilegur á að hlusta. Ég get vel skilið að þunglynd þjóð hafi fyrir áratugum kosið mann til valda á þessum forsendum, svona rétt til að gera heiminn aðeins skemmtilegri.
Vissulega hefði Ísland verið fölt ef ekki hefði verið fyrir Davíð Oddsson. Þakka ég honum fyrir skemmtunina, en það er ekki séns að ég muni gera tilraun til að dæma manninn út frá því sem hann hafði að segja við þessar aðstæður, ekki frekar en Henrik V þegar hann hvatti menn sína til dáða í frægu verki Shakespeare.
Málið er að Davíð er eiginlega Shakespeare og Henrik V í eina og sama manninum.
Athugið að höfundur rembist við að skrifa bloggið með myndmáli, enda er hér (vonandi) meira um gamansama pælingu að ræða en djúpan könnunarleiðangur inn í hugarheim Davíðs Oddssonar.
Myndir:
Don Quixote: Things to do in China when you are dying...
Krossfestingin: Crucifixion of Jesus by Spencer Williams
Svarthöfði og Láki geimgengill: STAR WARS: Injuries of Darth Vader
Skáldstrumpur: smurfs.com
Hvað er heimurinn? Kúla, heild, hugmynd, tákn eða sundruð veröld í tíma sem líður misjafnlega hægt eða hratt?
28.3.2009 | 12:03
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggum betur 3: Ekki láta hafnanir stoppa þig
27.3.2009 | 09:10
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Gefið í skyn á mbl.is að Ögmundur sé göfugur, Geir Haarde sé ekki sannur Íslendingur og að 20% niðurfelling skulda heimila sé tóm steypa?
26.3.2009 | 09:44
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Svona er Ísland í dag
22.3.2009 | 12:37
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eru Íslendingar ekki lengur þjóð?
18.3.2009 | 10:49
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Hvernig Samfylkingunni tókst að tapa mínu trausti
17.3.2009 | 00:18
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Sjö ráð til að ná og viðhalda völdum í nútímasamfélagi
15.3.2009 | 13:00
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Gran Torino (2008) ***1/2
14.3.2009 | 16:21
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggum betur 2: Skrifaðu alla daga - þannig lærirðu mest
14.3.2009 | 10:44
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Skráðu þig í Hagsmunasamtök heimilanna
13.3.2009 | 08:27
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggum betur 1: Ekki brjóta gegn lögmálum sem þú skilur ekki.
12.3.2009 | 22:37
Bloggar | Breytt 13.3.2009 kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eru fréttir og áreiti síðustu daga úr takti við tímann og tilheyra þar af leiðandi súrrealisma?
12.3.2009 | 10:18
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Minning: Þorvaldur Ólafsson (1921-2009)
9.3.2009 | 12:37
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Hertóku Auðlendingar Ísland?
8.3.2009 | 19:13
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
S.O.S. INTERPOL - Ræsum út víkingasveit fjársvika strax!
7.3.2009 | 08:41
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Hvernig væri að endurræsa hagkerfið? (myndband)
2.3.2009 | 09:41
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
Myndband: "Áfram Ísland!" Spaugstofunnar
1.3.2009 | 23:54
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)