Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012
Sjaldgæf snilld: The Avengers (2012) *****
30.4.2012 | 05:37
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þú heldur sjálfsagt að þessi grein sé um þig, er það ekki?
29.4.2012 | 10:22
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.12.2014 kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hver skilur íslenskt réttlæti?
24.4.2012 | 05:01
Heimspeki | Breytt 16.12.2014 kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Viltu verða milljarðamæringur?
5.4.2012 | 06:11
Formúlan er sáraeinföld. Þú þarft græðgi. Þú þarft samviskuleysi. Þú þarft að sjá lífið á sama stigi og dýralíf. Heimspeki og siðfræði henta þér ekki. Slík dýpt er gagnslaus. Eða það heldur þú þar til spilaborgin hefur hrunið.
Þú þurftir ekki mikið. Klink til að stofna fyrirtæki og skort á siðferðisvitund. Síðan endurtókstu leikinn eins oft og þig langaði til. Reyndar þekktir þú kannski líka rétta fólkið til að toga í réttu spottana, og til að passa upp á að glæpurinn stæðist íslensk lög, því varla viltu láta nappa þig fyrir þjófnað eða rán á heiðbjörtum degi?
Skref eitt: Þú stofnar fyrirtæki. Það er ekkert mál að stofna fyrirtæki. Þú borgar eitthvað smáræði til að það sé mögulegt og svo finnurðu upp eitthvað nafn. Það getur verið hvað sem er. Segjum að tilgangur fyrirtækisins sé fjármögnun.
Skref tvö: Þú skrifar niður viðskiptahugmynd. Eða færð einhvern til að skrifa hana fyrir þig. Eða skrifar kannski hálfa setningu eins og "stofna netverslun". Til dæmis viltu stofna fréttasíðu á netinu, verslun í Danmörku, Þýskalandi, Bandaríkjunum, nefndu það. Það getur verið hvað sem er. Þú þarft aðeins að sýna fram á að þú þurfir lán og ætlir að borga það til baka, hvort sem þú ætlar í raun og veru að borga það til baka eða ekki. Þú ert þannig innrétt manneskja að ábyrgðin verður aldrei þín, heldur munt þú selja ábyrgðina í hendur fyrirtækinu sem þú hefur stofnað. Þú verður aldrei gjaldþrota vegna fyrirtækisins, það tryggja íslensk lög, hins vegar verður fyrirtækið örugglega gjaldþrota. Þú þarft bara að passa að það skaði engan beint.
Hafir þú siðferðisvitund og sért heilindismanneskja, munt þú aldrei geta framkvæmt þetta. Sértu hinsvegar lásýkarakter án siðferðisvitundar sem sérð græðgi sem eitthvað eðlislægt manneskjunni og að lífið snúist um ekkert annað en hver vinnur og hver tapar, (það er ekki ólöglegt að vera svoleiðis, aðeins dapurlegt og skaðlegt samfélaginu eftir því sem viðkomandi hefur meiri áhrif); þá slærðu til og tekur lán upp á einhverjar milljónir, eða einhverja milljarða komist þú upp með það.
Þetta með milljarðana virðist auðveldara þegar þú hefur hitt fólk af sama sauðahúsi, sem stofnar fyrirtæki í sama tilgangi, til að taka lán og borga þau aldrei til baka, eða með öðrum orðum, búa til peninga sem samfélagið þarf að tryggja. Þú getur þá fengið lán til að kaupa fyrirtæki félaga þinna, og búa þannig til samsteypu. Síðan geturðu með samsteypu fyrirtækja tekið miklu hærri lán til að kaupa ennþá stærri fyrirtæki, og þá jafnvel fyrirtæki sem hafa raunveruleg gildi á bakvið sig: starfandi fólk, vinnslu, góðar hugmyndir, og svo framvegis.
En þér er sama um það. Þegar þú hefur hitt á svona gott fyrirtæki, þá geturðu einfaldlega fært allan peninginn úr öllum hinum fyrirtækjunum, skúffufyrirtækjunum, yfir í þetta virkilega góða fyrirtæki. Svo læturðu hin fyrirtækin sem skulda öll lánin fara á hausinn, en passar að það séu engin tengsl milli þeirra og fyrirtækis þíns sem fékk allan peninginn.
Að sjálfsögðu tekurðu út vænan arð árlega, frá öllum fyrirtækjunum, þó að innkoman sé ekkert annað en lán, en fyrir þann sem ætlar aldrei að borga til baka, er lán að sjálfsögðu ekkert annað en hreinn gróði.
Að lokum selurðu góða fyrirtækið og kemur öllum peningunum fyrir í nýju fjárfestingafyrirtæki sem aldrei hefur tekið lán, er skuldlaust og hreint, síðan kemurðu peningunum fyrir í einhverri skattaparadísinni á Tortola, á einhverri aflandsey, eða einhversstaðar í fjandanum, og eyðir því sem eftir lifir í að kaupa fyrirtæki sem geta verndað mannorð þitt: fjölmiðla, lögfræðiskrifstofur, ráðgjafafyrirtæki, banka, fjarskiptafyrirtæki, endurskoðunarfyrirtæki, verslanir, lykilfólk í stjórnmálaflokkum, flugvélar og skip, og svo framvegis; allt sem getur verndað þig og gert lífið ódýrara og öruggara gagnvart öllum þeim heimskingjum sem þú hefur stolið frá, löglega. Þú lifir lífinu eins og kafbátur á flótta.
Þú hefur grætt ógurlega mikið. Kostnaðurinn hefur hins vegar óvart komið í bakið á þér. Atvinnuleysi eykst. Fjölskyldur tapa heimilum sínum. Fólk tekið eigið líf. Fjölskyldur sundrast. Gamlir vinir hata þig. Gott fólk fyrirlítur þig. Nema sumir sem elska þig fyrir smá styrki. Fólk flýr land sitt. Heiðarlegt og skynsamlegt fólk verður gjaldþrota á þinn kostnað. Hörmungar steypast yfir þjóð þína, og ekki aðeins þjóð þína, heldur allan heiminn, því félagar þínir af sama sauðahúsi koma allsstaðar frá, og hafa allsstaðar leikið sama leikinn. Stolið frá almenningi og síðan flúið út í buskann.
Hins vegar fer þetta "út í buskann" sífellt smækkandi, því sífellt fleiri átta sig á svikamyllunni, og verða sífellt grimmari gagnvart þeim sem hlunnfóru þá, sem þýðir að þú verður að kaupa þér aukið öryggi, múra þig inn, hætta að lifa í samfélagi með öðru fólki sem ekki er eins og þú. Og svo þegar þú hættir að geta grætt af samfélaginu, verður þú að græða af þeim sem gerðu eins og þú. Sá leikur getur verið hættulegri. Tundurskeyti í djúpinu.
Og þú áttar þig loks á að svona líf er ekki þess virði að lifa því. En þá er það orðið of seint. Þú hefur sokkið of djúpt. Það er engin leið upp á yfirborðið aftur.
Kafbáturinn fellur saman vegna þrýstings úr djúpinu og skorts á súrefni.
Innanfrá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Alltof gott aprílgabb?
2.4.2012 | 20:36
Að gefnu tilefni vil ég taka það sérstaklega fram að síðasta færsla mín, "Atlaga að tjáningarfrelsinu!" var aprílgabb.
Admin á skákhorni Íslendinga hefur aldrei fjarlægt færslu frá mér, né bannað mig, enda er hegðun mín yfirleitt ágæt nema á 1. apríl. Þá leyfi ég mér ýmislegt sem ég leyfi mér ekki dags daglega.
Nú fór það svo að æsilegar umræður hafa hafist um málfrelsi á Skákhorninu, sem getur verið spennandi að fylgjast með, enda íslenskir skákmenn með líflegri karakterum á þessari jarðkringlu. Þessar umræður sem hafa orðið frekar heitar má sjá hérna.
Verð að leggja höfuðið í bleyti. Hef aðeins 363 daga til að plana næsta gabb.
Heimspeki | Breytt 16.12.2014 kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Atlaga að tjáningarfrelsinu!
1.4.2012 | 08:20
73. gr. verður svohljóðandi:Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.
Heimspeki | Breytt 16.12.2014 kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)