Nýjustu færslur
- Af hverju krefjast raunveruleg góðverk alltaf áreynslu?
- Um líkama og sál - Í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Bald...
- Hrós til þjónustuborðs Costco
- Hætturnar sem felast í fáfræði
- Mistök og það sem við getum lært af þeim
- Heimspeki í morgunmat: að byrja hvern dag með krefjandi spurn...
- Af hverju trúum við stundum blekkingum frekar en því sanna?
- Meðan bærinn okkar brennur
- Ekki er allt gull sem glóir, en samt veljum við það
- Ofurkraftar okkar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2024
2023
2021
2020
2019
2018
2017
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Hvernig tekið var við mér þegar ég kom á bandaríska heilsugæslustöð með kóngulóarbit
20.11.2009 | 06:52
Heldurðu að ég hafi verið rukkaður um mikla fjármuni? Þurfti ég að kaupa rándýr lyf? Var handleggurinn skorinn af við olnboga? Var læknirinn þurrt og tilfinningalaust vélmenni? Var þetta eitt af því versta sem ég hef upplifað á ævinni?
Alls ekki.
Ég var bitinn af kónguló og handleggurinn stokkbólgnaði. Bólgan var rétt undir vinstri olnboganum. Þar voru tvær litlar holur, sem gáfu í skyn að þetta var kóngulóarbit, en skepnan hafði hakkað í mig á meðan ég svaf. Bólgan var álíka stór og ef fiskibollu hefði verið troðið undir húðina.
Fór á næstu heilsugæslustöð. Þurfti ekki að bíða lengi. Læknirinn tók vel á móti mér, smurði bólginn handlegginn og gaf mér lyf til að eyða eitrinu. Ég þurfti ekkert að borga og bólgan sjatnaði eðlilega á næstu dögum.
Ekki nákvæmlega það sem maður heyrir í fjölmiðlum um heilbrigðisþjónustu í Bandaríkjunum eða frá Michael Moore, en það er ekki allt slæmt í Bandaríkjunum frekar en annars staðar í heiminum.
Fullt af góðu fólki.
Reyndar trúi ég því að meirihluti mannkyns sé afar gott fólk sem vill öðrum vel. Það ber bara svo mikið á þessum minnihluta sem vill öðrum ekki vel. Svo eru það sumir sem vita einfaldlega ekki betur, sem virðist eiga erfitt með að hugsa út fyrir eigin langanir eða hefðir. Menntun snýst að mínu mati fyrst og fremst um að fólk átti sig á því hvernig fer ef gildi þeirra snúast annars vegar um eigin hag, eða hins vegar aðeins um hag einhvers hóps, sama hvaða hópur það kann að vera, trúarhópur, hagsmunahópur, knattspyrnufélag, klíka. Vandinn er að fólk lifir frekar samkvæmt því sem því finnst eðlilegt en því sem er réttlátt gagnvart öllum. Það eru sumir sem fá að vera með. Aðrir mega éta það sem úti frýs.
Það er mikilvægt að útrýma eigin fordómum, nokkuð sem fordómafullir trúa ekki að þeir hafi, og því erfitt að útrýma slíkum skoðunum hjá þeim sem viðurkenna ekki að þeir hafi þær. Eina leiðin er að manneskjan rannsaki eigin skoðanir, hvaðan þær koma og sé tilbúin að viðra þær fyrir opnum tjöldum. Láta blása um þær.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- AK-72
- ThoR-E
- Agnar Freyr Helgason
- Alfreð Símonarson
- Alvy Singer
- Anna
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Berglind Steinsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Dís
- Birna Guðmundsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Sæmundsson
- Björgvin Gunnarsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- Blogblaster
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bwahahaha...
- Börkur Gunnarsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Dofri Hermannsson
- Edda Sveinsdóttir
- Einar Indriðason
- Einar Jón
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Sara
- Eymar Plédel Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fararstjórinn
- FreedomFries
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Gulli litli
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Sverrir Þór
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Erla Sumarliðadóttir
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Foster Hjartarson
- Gísli Tryggvason
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Karlsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Viðar
- Heidi Strand
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Johnny Bravo
- Jonni
- Jóhann Björnsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón V Viðarsson
- Jón Viktor Gunnarsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jón Þór Ólafsson
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Karl Tómasson
- Katan
- Ketill Sigurjónsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
- Kolbrún Hilmars
- Konráð Ragnarsson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Hreinsson
- Kristján Kristjánsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Leikhópurinn Lotta
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magidapokus
- Magnús Árni Magnússon
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Kristjánsdóttir
- Millablog
- Neddi
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Kristinsson
- Ragnar Gunnarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Ransu
- Rut Sumarliðadóttir
- Róbert Björnsson
- Rúnar Már Bragason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skafti Elíasson
- Skák.is
- Snorri Bergz
- Snuddi
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Steinki
- Steinn Hafliðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Arnarsson
- Sverrir Stormsker
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Helgason
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig
- TARA
- Toshiki Toma
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tómas Þráinsson
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Víðir Ragnarsson
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- kiza
- mongoqueen
- Ásgerður
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Arnórsson
- Óskar Þorkelsson
- Óttar Felix Hauksson
- ÖSSI
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þröstur Helgason
- Þröstur Unnar
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórdís Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Agný
- Ari Jósepsson
- Árni Karl Ellertsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarki Þór
- Davíð Pálsson
- Dominus Sanctus.
- DÓNAS
- ESB og almannahagur
- Eygló
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- G Helga Ingadottir
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Eiríksson
- Guðni Karl Harðarson
- Hafþór Baldvinsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Hörður Halldórsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jónatan Gíslason
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lúðvík Lúðvíksson
- Marta B Helgadóttir
- Morgunblaðið
- Omnivore
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Styrmir Reynisson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sævar Már Gústavsson
- Sölvi Breiðfjörð
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valur Arnarson
- Vestarr Lúðvíksson
Athugasemdir
Þetta er akkurat mín reynsla af USA læknisþjónustu. Maðurinn minn fékk slæmt þursabit. Við á næstu læknastofu þar sem hann fékk strax aðstoð, myndatöku og allskonar próf og sýni allt á staðnum og tók litla stund. Þurftum reyndar að borga, en það var ekki mikið og þegar við reiknuðum saman hvað við hefðum þurft að borga hérna heima fyrir samskonar þjónustu þá hefði hún verið dýrari hérna auk þess sem allt hefði tekið miklu meiri tíma.
María Richter, 20.11.2009 kl. 13:10
Hef ekkert nema gott segja um heilbrigðisþjónustuna í USA. Búið hér í mörg ár og lifað af nokkrar spítalavistir ásamt öðrum í fjölskyldunni, magnað;)
Sigbjörn. (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 18:54
Viðmót Bandaríkjamanna er almennt mjög gott. Ég er nýkominn frá Seattle og þar voru t.d. þeir sem voru við vegabréfseftirlitið afar jákvæðir. Grínuðust t.a.m. við krakkana mína og fannst íslenska nafnakerfið frábært!
Annað viðmót tók við þegar lent var í Keflavík. Hér eru þeir sem um vegabréfaeftirlitið sjá, eins og þeir séu að sinna leiðinlegasta starfi í heimi.
Kannski er okkur Íslendingum bara eðlislægt að vera svona hrikalega þungum og alvarlegum?
Davíð Pálsson, 20.11.2009 kl. 22:17
Hafði gaman að pælingum þínum um manneskjuna.
Hef sem betur fer aldrei meitt mig eða lasnast í útlöndum en flestir sem maður umgengst í almennum störfum eru einstaklega alúðlegir, elskulegir og hjálplegir.
Það eru nú reyndar margir Íslendingar líka. Sumir eru þó svo utanveltu, feimnir og óöruggir að þeir setja á sig þvílíkan alvöru- og sjáðu-hvað-ég-er-mikilvæg svip að hallærislegt er á að horfa og í að komast.
Eygló, 21.11.2009 kl. 01:05
Læknis og spítalaþjónusta er yfirleitt mjög góð í US og kannski best í heimi, en gallinn er sá að ekki hafa allir aðgang að henni. Það sem Michael Moore segir í sinni mynd er meira satt en logið. Hvað skyldu margir Íslendingar verða gjaldþrota á ári vegna skulda við íslenska heilsukerfið? Sennilega enginn, en það er algengt fyrirbæri í US. Ég kannast vel við ameríska kerfið og hef margar sögur af því að segja, góðar og slæmar, og er sannfærður að ameríska kerfið er ekkert fyrir Íslendinga að apa upp.
Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 06:55
Sjálfur hef ég heyrt margar ljótar sögur um heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum, en þetta er mín eina persónulega upplifun. Það þýðir ekki að allt sé í lagi fyrir alla, þó að hlutirnir hafi verið í lagi fyrir mig sjálfan. Það er nefnilega hægt að fordæma í báðar áttir - halda að hlutirnir séu alvondir af því að þeir eru það fyrir suma, eða halda að hlutirnir séu algóðir af því að þeir eru það fyrir suma.
Hrannar Baldursson, 21.11.2009 kl. 08:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.