Hver ætli græði mest á því að koma íslensku þjóðinni á hausinn?

Í hringleikahúsi fáránleikans gerast ótrúlegir hlutir á hverjum einasta degi. Bara í dag er þingmaður búinn að ásaka forsætisráðherra um landráð, og ljóst að fólk er sárt vegna slíkra orðaskipta. Málið er að ef tekst að veikja málstað hins aðilans virðist eigin málsstaður verða sterkari, þó að hann standi á brauðfótum. Þetta er svona svipað og auga fyrir auga dæmið sem skilur alla jarðarbúa eftir ráfandi og blinda eftir nokkur ár.

Ég vil leyfa mér að ímynda mér hvað ákveðnir hópar gætu grætt á að dýpka kreppuna sem hefur nú loks hafist á Íslandi, enda árið sem Ísland fékk í frí liðið undir lok. Takið eftir að þetta eru bara vangaveltur, sem hafa vaknað af þeim sökum að ég furða mig stöðugt á af hverju við viljum ekki spila í sama liði, öll sem eitt, heldur frekar rífa flekann í sundur sem heldur okkur þó enn á floti.

Ég játa að þessar pælingar eru sjálfsagt frekar grunnar, en þetta eru hugsanir sem leita á mig öðru hverju, og væri einfaldlega gott ef mér væri bent á að þetta væri allt bara bull í mér, og þá einnig bent á af hverju þetta er bara tómt bull. En hér kemur listinn:

  • VG: allir Íslendingar verði öreigar og Ísland þar af leiðandi loks kommúnistaríki. Lausn sem leiðir til stöðugleika.
  • Samfylkingin: þjóðin mun sjá sig tilneydda til að sækja um ESB aðild, sama hvað tautar og raular. Lausn sem leiðir til stöðugleika.
  • Sjálfstæðisflokkurinn: sönnun á því að vinstriflokkar geti ekki stjórnað fjármálum þjóðarinnar á ábyrgan hátt. Kjósum D aftur til að fá stöðugleika.
  • Framsóknarflokkurinn: óbein sönnun á því að þeir hafa alltaf haft rétt fyrir sér. Kjósum B til að ná aftur stöðugleika.
  • Hreyfingin: Hver veit? Hún virðist því miður vera tilvistarkreppa innan í kreppunni.
  • Þráinn: Betri bíómyndir. Samþykkt.
  • Útrásarvíkingar: Bankarnir taka yfir eigur þeirra og þeir kaupa þær til baka á útsöluverði. Allir græða! Þ.e.a.s. allir græða sem hafa stöðu til að græða. Þó þeir séu tæknilega gjaldþrota.
  • Erlendir kröfuhafar: hægt verður að semja um að "leigja" auðlindir þjóðarinnar út úr landi, eða með einum og öðrum hætti tryggja að íslenska þjóðin bjóði upp á ódýra framleiðslu í framtíðinni, verði þriðja heims ríki sem hægt verður að nota í þrældóm. Hver veit? Kannski verður ódýrara að framleiða leikföng á Íslandi en í Kína? 
  • Íslenskur þegn: Getur þetta fólk ekki leyft mér að lifa lífinu í friði án þess að plotta stanslaust á minn kostnað? 
Er eitthvað til í þessu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég held að allir séu að bíða eftir að gera upp hrunið. Okkur vantar sökudólga sem við getum refsað áður en uppbyggingin getur byrjað. Þessvegna hefur árið liðið í hjárænu.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.10.2009 kl. 19:42

2 identicon

Fleri og fleiri íslendingar skulda meira en their eiga.  Ad ímynda sér ad einhverjum botni sé nád í thessu sambandi er út í hött. 

Thvert á móti á efnahagsleg stada fólks eftir ad versna rosalega.  Verdhrun á fasteignamarkadinum er óumflýjanlegt

Markadslögmálin eru lögmál.  Thegar frambodid verdur meira og meira jafnframt thví sem eftirspurnin verdur minni og minni getur útkoman  einungis ordid ein: Algert verdhrun á fasteignamarkadinum

Framtíd íslendinga á Íslandi er ekki björt, hún er svört.....hún er KOLSVÖRT

frímúrara fraendi (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 22:41

3 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Þetta er nokkuð einfölduð mynd en mart til í  þessu.

"stunning, scenic, volcanic"
Er ekki eftirsóknarvert að búa í svona landi?

Við megum ekki klúðra þessu. 

Með sjálfbærni að leiðarljósi í enduruppbyggingunni getum við orðið góð fyrirmynd. Hætt að eltast við að standa fyrir hluti sem við kunnum ekki, eins og nefnd um ímynd Íslands komst fyrir nokkru. 

Sigurpáll Ingibergsson, 11.10.2009 kl. 11:47

4 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Er það nema von að þú spyrjir? Ég held því miður að allar væluskjóðurnar sem rugla tímabundnum efnahagserfiðleikum saman við örbirgð og bráða neyð hafi einhverja hagsmuni af þvi að halda því fram að himininn yfir Íslandi sé að hrynja. Já það er hrun á íslenskum fasteignamarkaði - a.m.k. á suðvestur horninu en það var bara óumflýjanlegt því verðbólan var óraunhæf og það vissu þeir sem vildu vita.

Guðrún Helgadóttir, 11.10.2009 kl. 18:43

5 identicon

Builderberg hópurinn held ég eða sá sem aldrei hefur verið nefndur en ber mesta hlutábyrgð.

avs (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 02:06

6 Smámynd: Stefán Einarsson

Ég held að það sé rétt hjá þér að það sem hefur verið í gangi eftir hrunið er hagsmunapólitík en ekki til þess að leita eftir stöðuleika heldur vernda ákveðna hagsmuni. Við spyrjum okkur afhverju núverandi ríkistjórn og síðasta ríkistjórn beri ekki hag þjóðarinnar í brjósti sér við ákvarðanatöku og aðgerðum. Afhverju eru kosningaloforðið ekki orðin að veruleika? Hvar er skjáldborgin yfir heimilinum í landinu? Þó merkilegt sé þá þjónar það ekki hafsmunum flokkana, eða betur sagt, það þjónar ekki þeim hagsmunum sem að stjórna flokkunum.

 Þegar bankarnir voru einkavæddir þá var það pólitísk aðgerð, bönkunum var skipt á milli flokkana. Ég hef ekki áttað mig á því afverju þjóðin mótmælti ekki á þessum tíma. Kannski af sömu ástæðu að lítið var mótmælt þegar kvótakerfið varð að veruleika, sem að aftur var pólitísk aðgerð af sömu gerð og einkavæðing bankana.

Þeir fjórir stærstu flokkar landsins sem og ráðuneytin voru mjög tengdir inní einkavæddu bankana og því eru þeirra hagur að velta skuldum og afleiðingum bankahrunsins yfir á þjóðina til að minnka skaðan sem að þeirra hagsmunir verða fyrir. Hver einasta aðgerð ríkistjórnarinnar, skilanefnda bankanna og samninganefnda hefur verið í þessa átt. Og satt best að segja þá virðist enginn fjölmiðill vera óháður í dag og fréttamenn gleyma sér í smámununum sem að stjórnmálamennirnir gefa þeim til þess að gera sér mat úr.

Afhverju við (þjóðin) kusum þetta áfram yfir okkur í síðustu kosningum er mér einnig spurn því að 80% af þjóðinni hefur engan hagnað af því sem að ríkjandi stjórnmálaflokkar (í stjórn og andstöðu) gera.

 Það eina góða sem að gerðist við bankahrunið var að þjóðini var sýnt að ekki er allt með feldu í þessu stjórnskipulagi sem að íslenska þjóðin býri við. Ég vona bara að fólk vakni og líti ekki framhjá því sem að blasir við.

Stefán Einarsson, 18.10.2009 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband