Nýjustu færslur
- Um líkama og sál - Í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Bald...
- Hrós til þjónustuborðs Costco
- Hætturnar sem felast í fáfræði
- Mistök og það sem við getum lært af þeim
- Heimspeki í morgunmat: að byrja hvern dag með krefjandi spurn...
- Af hverju trúum við stundum blekkingum frekar en því sanna?
- Meðan bærinn okkar brennur
- Ekki er allt gull sem glóir, en samt veljum við það
- Ofurkraftar okkar
- Hvernig veljum við hvort við verðum góðar eða slæmar manneskjur?
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Eldri færslur
2024
2023
2021
2020
2019
2018
2017
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Hver ætli græði mest á því að koma íslensku þjóðinni á hausinn?
10.10.2009 | 19:09
Í hringleikahúsi fáránleikans gerast ótrúlegir hlutir á hverjum einasta degi. Bara í dag er þingmaður búinn að ásaka forsætisráðherra um landráð, og ljóst að fólk er sárt vegna slíkra orðaskipta. Málið er að ef tekst að veikja málstað hins aðilans virðist eigin málsstaður verða sterkari, þó að hann standi á brauðfótum. Þetta er svona svipað og auga fyrir auga dæmið sem skilur alla jarðarbúa eftir ráfandi og blinda eftir nokkur ár.
Ég vil leyfa mér að ímynda mér hvað ákveðnir hópar gætu grætt á að dýpka kreppuna sem hefur nú loks hafist á Íslandi, enda árið sem Ísland fékk í frí liðið undir lok. Takið eftir að þetta eru bara vangaveltur, sem hafa vaknað af þeim sökum að ég furða mig stöðugt á af hverju við viljum ekki spila í sama liði, öll sem eitt, heldur frekar rífa flekann í sundur sem heldur okkur þó enn á floti.
Ég játa að þessar pælingar eru sjálfsagt frekar grunnar, en þetta eru hugsanir sem leita á mig öðru hverju, og væri einfaldlega gott ef mér væri bent á að þetta væri allt bara bull í mér, og þá einnig bent á af hverju þetta er bara tómt bull. En hér kemur listinn:
- VG: allir Íslendingar verði öreigar og Ísland þar af leiðandi loks kommúnistaríki. Lausn sem leiðir til stöðugleika.
- Samfylkingin: þjóðin mun sjá sig tilneydda til að sækja um ESB aðild, sama hvað tautar og raular. Lausn sem leiðir til stöðugleika.
- Sjálfstæðisflokkurinn: sönnun á því að vinstriflokkar geti ekki stjórnað fjármálum þjóðarinnar á ábyrgan hátt. Kjósum D aftur til að fá stöðugleika.
- Framsóknarflokkurinn: óbein sönnun á því að þeir hafa alltaf haft rétt fyrir sér. Kjósum B til að ná aftur stöðugleika.
- Hreyfingin: Hver veit? Hún virðist því miður vera tilvistarkreppa innan í kreppunni.
- Þráinn: Betri bíómyndir. Samþykkt.
- Útrásarvíkingar: Bankarnir taka yfir eigur þeirra og þeir kaupa þær til baka á útsöluverði. Allir græða! Þ.e.a.s. allir græða sem hafa stöðu til að græða. Þó þeir séu tæknilega gjaldþrota.
- Erlendir kröfuhafar: hægt verður að semja um að "leigja" auðlindir þjóðarinnar út úr landi, eða með einum og öðrum hætti tryggja að íslenska þjóðin bjóði upp á ódýra framleiðslu í framtíðinni, verði þriðja heims ríki sem hægt verður að nota í þrældóm. Hver veit? Kannski verður ódýrara að framleiða leikföng á Íslandi en í Kína?
- Íslenskur þegn: Getur þetta fólk ekki leyft mér að lifa lífinu í friði án þess að plotta stanslaust á minn kostnað?
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 777739
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- AK-72
- ThoR-E
- Agnar Freyr Helgason
- Alfreð Símonarson
- Alvy Singer
- Anna
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Berglind Steinsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Dís
- Birna Guðmundsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Sæmundsson
- Björgvin Gunnarsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- Blogblaster
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bwahahaha...
- Börkur Gunnarsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Dofri Hermannsson
- Edda Sveinsdóttir
- Einar Indriðason
- Einar Jón
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Sara
- Eymar Plédel Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fararstjórinn
- FreedomFries
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Gulli litli
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Sverrir Þór
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Erla Sumarliðadóttir
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Foster Hjartarson
- Gísli Tryggvason
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Karlsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Viðar
- Heidi Strand
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Johnny Bravo
- Jonni
- Jóhann Björnsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón V Viðarsson
- Jón Viktor Gunnarsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jón Þór Ólafsson
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Karl Tómasson
- Katan
- Ketill Sigurjónsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
- Kolbrún Hilmars
- Konráð Ragnarsson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Hreinsson
- Kristján Kristjánsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Leikhópurinn Lotta
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magidapokus
- Magnús Árni Magnússon
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Kristjánsdóttir
- Millablog
- Neddi
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Kristinsson
- Ragnar Gunnarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Ransu
- Rut Sumarliðadóttir
- Róbert Björnsson
- Rúnar Már Bragason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skafti Elíasson
- Skák.is
- Snorri Bergz
- Snuddi
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Steinki
- Steinn Hafliðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Arnarsson
- Sverrir Stormsker
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Helgason
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig
- TARA
- Toshiki Toma
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tómas Þráinsson
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Víðir Ragnarsson
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- kiza
- mongoqueen
- Ásgerður
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Arnórsson
- Óskar Þorkelsson
- Óttar Felix Hauksson
- ÖSSI
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þröstur Helgason
- Þröstur Unnar
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórdís Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Agný
- Ari Jósepsson
- Árni Karl Ellertsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarki Þór
- Davíð Pálsson
- Dominus Sanctus.
- DÓNAS
- ESB og almannahagur
- Eygló
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- G Helga Ingadottir
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Eiríksson
- Guðni Karl Harðarson
- Hafþór Baldvinsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Hörður Halldórsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jónatan Gíslason
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lúðvík Lúðvíksson
- Marta B Helgadóttir
- Morgunblaðið
- Omnivore
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Styrmir Reynisson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sævar Már Gústavsson
- Sölvi Breiðfjörð
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valur Arnarson
- Vestarr Lúðvíksson
Athugasemdir
Ég held að allir séu að bíða eftir að gera upp hrunið. Okkur vantar sökudólga sem við getum refsað áður en uppbyggingin getur byrjað. Þessvegna hefur árið liðið í hjárænu.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.10.2009 kl. 19:42
Fleri og fleiri íslendingar skulda meira en their eiga. Ad ímynda sér ad einhverjum botni sé nád í thessu sambandi er út í hött.
Thvert á móti á efnahagsleg stada fólks eftir ad versna rosalega. Verdhrun á fasteignamarkadinum er óumflýjanlegt.
Markadslögmálin eru lögmál. Thegar frambodid verdur meira og meira jafnframt thví sem eftirspurnin verdur minni og minni getur útkoman einungis ordid ein: Algert verdhrun á fasteignamarkadinum
Framtíd íslendinga á Íslandi er ekki björt, hún er svört.....hún er KOLSVÖRT
frímúrara fraendi (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 22:41
Þetta er nokkuð einfölduð mynd en mart til í þessu.
"stunning, scenic, volcanic"
Er ekki eftirsóknarvert að búa í svona landi?
Við megum ekki klúðra þessu.
Með sjálfbærni að leiðarljósi í enduruppbyggingunni getum við orðið góð fyrirmynd. Hætt að eltast við að standa fyrir hluti sem við kunnum ekki, eins og nefnd um ímynd Íslands komst fyrir nokkru.
Sigurpáll Ingibergsson, 11.10.2009 kl. 11:47
Er það nema von að þú spyrjir? Ég held því miður að allar væluskjóðurnar sem rugla tímabundnum efnahagserfiðleikum saman við örbirgð og bráða neyð hafi einhverja hagsmuni af þvi að halda því fram að himininn yfir Íslandi sé að hrynja. Já það er hrun á íslenskum fasteignamarkaði - a.m.k. á suðvestur horninu en það var bara óumflýjanlegt því verðbólan var óraunhæf og það vissu þeir sem vildu vita.
Guðrún Helgadóttir, 11.10.2009 kl. 18:43
Builderberg hópurinn held ég eða sá sem aldrei hefur verið nefndur en ber mesta hlutábyrgð.
avs (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 02:06
Ég held að það sé rétt hjá þér að það sem hefur verið í gangi eftir hrunið er hagsmunapólitík en ekki til þess að leita eftir stöðuleika heldur vernda ákveðna hagsmuni. Við spyrjum okkur afhverju núverandi ríkistjórn og síðasta ríkistjórn beri ekki hag þjóðarinnar í brjósti sér við ákvarðanatöku og aðgerðum. Afhverju eru kosningaloforðið ekki orðin að veruleika? Hvar er skjáldborgin yfir heimilinum í landinu? Þó merkilegt sé þá þjónar það ekki hafsmunum flokkana, eða betur sagt, það þjónar ekki þeim hagsmunum sem að stjórna flokkunum.
Þegar bankarnir voru einkavæddir þá var það pólitísk aðgerð, bönkunum var skipt á milli flokkana. Ég hef ekki áttað mig á því afverju þjóðin mótmælti ekki á þessum tíma. Kannski af sömu ástæðu að lítið var mótmælt þegar kvótakerfið varð að veruleika, sem að aftur var pólitísk aðgerð af sömu gerð og einkavæðing bankana.
Þeir fjórir stærstu flokkar landsins sem og ráðuneytin voru mjög tengdir inní einkavæddu bankana og því eru þeirra hagur að velta skuldum og afleiðingum bankahrunsins yfir á þjóðina til að minnka skaðan sem að þeirra hagsmunir verða fyrir. Hver einasta aðgerð ríkistjórnarinnar, skilanefnda bankanna og samninganefnda hefur verið í þessa átt. Og satt best að segja þá virðist enginn fjölmiðill vera óháður í dag og fréttamenn gleyma sér í smámununum sem að stjórnmálamennirnir gefa þeim til þess að gera sér mat úr.
Afhverju við (þjóðin) kusum þetta áfram yfir okkur í síðustu kosningum er mér einnig spurn því að 80% af þjóðinni hefur engan hagnað af því sem að ríkjandi stjórnmálaflokkar (í stjórn og andstöðu) gera.
Það eina góða sem að gerðist við bankahrunið var að þjóðini var sýnt að ekki er allt með feldu í þessu stjórnskipulagi sem að íslenska þjóðin býri við. Ég vona bara að fólk vakni og líti ekki framhjá því sem að blasir við.
Stefán Einarsson, 18.10.2009 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.